Alþýðublaðið - 26.04.1995, Síða 8

Alþýðublaðið - 26.04.1995, Síða 8
MÞYBUBLÆBID Miðvikudagur 26. apríl 1995 62. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Milovan Djilas, kommúnistinn sem gekk af trúnni og skrifaði bókina Hin nýja stétt, er látinn * * \WREVr/ÍZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 * * \WREVF/tZ7 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 „ Það er margur maðurinn sem svíkur, Jón minn" - sagði Einar Olgeirsson þegar Jón Baldvin Hannibalsson vildi fá hann á fund og ræða Djilas. lvo-Lola Ribar og Djilas árið 1942. Þeir voru yngstu - og dáðustu - skæruliðaforingjar kommúnista. Ivo-Lola dó kornungur en fyrir Djilas átti að liggja að afhjúpa kommúnismann. „Einhver sfðustu orðaskipti mín við Einar Olgeirsson voru þau að ég fór heim til hans og bað hann að koma til fundar við okkur nokkra menntaskólastráka og ræða Milovan Djilas. Viðbrögð hans voru þau að þegar hann fylgdi mér til dyra klapp- aði hann á öxlina á mér og sagði: „Það er margur maðurinn sem svík- ur, Jón minn. Við þekkjum svo mörg dæmi um það og skulum ekki láta það á okkur fá.“ Það var ógæfa tveggja kynslóða að það voru ekki fleiri sem sviku, það er að segja þorðu að bera sannleikanum vitni þegar ljóst var að þetta var ailt byggt á lygi og falsi,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson í samtali við Alþýðu- blaðið. Milovan Djilas, fyrrum varafor- seti Júgóslavíu en síðar kunnur and- ófsmaður og andstæðingur komm- Jónas Gunnar Allansson, 25 ára mannfræðinemi og Vesturbæingur (þó ekki KR-ingur), er nýkjörinn formaður Röskvu - samtaka félags- hyggjufólks við Háskólann. Alþýðu- blaðið sló á þráðinn til Jónasar Gunnars og forvitnaðist um þær breytingar sem nú á að gera á starfi hreyfmgarinnar: Röskvuliðar ætla nefnilega að fara ræða pólitík. „Við ætium að kýla starf Röskvu upp með því að draga inn pólitíska umræðu og reyna skilja aðeins á milli stúdentaarms Röskvu og al- mennrar stjómmálaumræðu. Þó að umræða sé í gangi innan félagsins, þá á það ekkert endilega að þýða að menn séu að taka einhverja harða af- stöðu með eða á móti. Aður en mað- ur tekur afstöðu þarf maður að mynda sér skoðun - og það hlýtur að gerast á grundvelli einhverrar umræðu um viðkomandi mál.“ Er þetta eitthvað skylt „Ungt fólk takið afstöðu“? „Kannski ekki alveg á sömu nót- um - en þó ekki langt frá. Vonin er auðvitað sú að stúdentabaráttan verði virkari fyrir vikið og menn verði meðvitaðri um stærra sam- hengi hlutanna." Hvernig ætlarðu að koma í veg únismans, lést í Belgrad þann 20. apríl síðast liðinn. I viðtali sem Al- þýðublaðið átti við Jón Baldvin skömmu fyrir kosningar kom fram að þegar hann las bók Djilasar, Hin nýja stétt, á menntaskólaárunum, hafi fyrstu efasemdir hans um marx- ismann vaknað. Þar hafi Djilas flett ofan af ósannindunum um hina sov- ésku þjóðfélagstilraun. Nú þegar Djilas er allur riíjar Jón Baldvin upp þau áhrif sem hann varð fyrir af verkum Djilasar. Óbugandi heiðarleiki „Andlátsfregn Djilasar snertir mig einfaldlega vegna þess að hann er einn þeirra manna sem dýpst áhrif höfðu á ungling hér á norðurhjara sem á sjötta áratugnum var að reyna að brjóta til mergjar hvað væri hæft í fyrirheitinu um framtíðarþjóðfélag fyrir það, að flokkspólitískar fylk- ingar innan Röskvu fari í hár saman? „Það er náttúrlega bara eðlilegt og hollt ef átök verða - einsog í allri pólitík sem gengur útá misjafnar skoðanir." Er ópólitísk Röskva þá lýðræð- inu óholl? „Aðalatriðið er það, að við höld- um umræðunni lifandi og tökum ekkert gefið án þess að umræða um málið fari fram.“ Er Röskva ekki mörg þúsund manna hreyfing? „Röskva er allavega nokkuð stór miðað við síðasta sigur, en hitt er hinsvegar annað mál að það er alltaf varasamt að miða við slíkt. Svona úrslit eru afar breytileg og erfitt að hengja fólk á einhverja ákveðna hreyfingu. Þetta sveiflast." Nú hefur formannsembætti Röskvu verið Iítt áberandi emb- ætti hingaðtil - munt þú sjá um að breyta því? „Eg vil nú orða þetta þannig, að formaðurinn verði ekki endilega meira áberandi en hingaðtil heldur öll stjómin og allir félagsmenn. Þetta á ekki að verða persónuleg leiðtogastaða því félagsstörf fela í kommúnismans. Ég er hér með í höndunum snjáð og velkt eintak af þessu tímamótaverki hans sem heitir Hin nýja stétt, eða The New Class, og er gefið út í New York 1957. Það passar að þetta er veturinn sem ég sagði mig úr menntaskóla til að stunda píanóleik, marxísk fræði og íslensku. Ég sé að hann skrifar þess- ar greinar, sem síðan komu út undir þessu safnheiti, á ámnum 1953 til 1954 og er þá annar mesti virðingar- maður í Júgóslavíu, það er að segja varaforseti og þingforseti. Þegar ég blaða í gegnum þetta rit fæ ég aftur sterklega á tilfinninguna sömu viðbrögðin. Bókin er öll sprottin af óbugandi andlegum heið- arleika. Þessum fágæta eiginleika sem er svo sjaldgæfur meðal menntamanna. Djilas er fæddur 1911 og erfrá Svartíjallalandi. Hann var snemma í andstöðu við semífas- íska einræðisstjóm. Þegar styijöldin brýst úr verður hann einn af leiðtog- um skæmliðahreyfingarinnar undir forystu Títós. Að stríðinu loknu var hann annar helsti hugmyndafræði- legur talsmaður kommúnistafiokks Júgóslavíu. Hann var sendur í tví- gang, 1945 og 1948, til viðræðna við Stalín í Moskvu til þess að reyna að koma í veg fyrir fullkominn aðskiln- að Júgóslavíu við alþjóðahreyfingu kommúnista. Seinna skrifaði hann mjög eftirminnilega bók um þetta sem heitir Samtöl við Stalín og kom út 1962,“ sagði Jón Baldvin. Sá í gegnum falsið „Það sem mér finnst einna merki- legast við Djilas er að hann er einna fyrstur af þeirri kynslóð manna í Austur-Evrópu, sem koma til valda eftir frelsisstríð gegn nasistum undir sér að þau eru unnin í félagi við ann- að fólk. Málið er það, að ef Stúd- entaráð er öflugt en Röskva ekki, þá kemur það náttúrlega til með að merkjum hugmyndafræði kommún- ista, og tekur svo skamman tíma að sjá í gegnum falsið og neitar að láta kúga sig. Það er athyglisvert að þriðjung af fullorðinsárunum var hann í tugthúsi. Fyrst af hálfu fasista- stjómar í þrjú ár og síðan níu ár und- ir semifasistastjóm Títós. Hann er því á annan áratug í tugthúsi og reyndar að lokum var það hlutskipti bitna á starfi Röskvu. Ég held, að ef við náum að kveikja uppí pólitískri umræðu innan Röskvu þá gæti það hrist vel upp í starfinu. Okkar stefna hans að gista sömu dýflissuna undir Tító og hann hafði áður gist sem ungur maður í baráttunni gegn fasist- um. Það segir sína sögu. Svo mikið var þeim í mun að hann næði ekki að skrifa að honum var synjað um pappír. Næsta bók hans, sem heitir Land Without Justice, var næstum öll skrifúð á salemispappír. Það sem Djilas er að segja er ein- er að Röskva verði virkari sem breið hreyfing ungs fólks, en sem ekki maskína með afmarkaðan tilgang. Það þarf að opna fyrir almennt fé- lagsstarf í Röskvu allt árið um kring, en ekki eingöngu rétt fyrir kosning- ar.“ Hvernig líst þér annars á nýjan ráðherra menntamála? „Bjöm Bjamason á eftir að sanna sig. Hann verðurdæmdur af verkum sínum og er vitaskuld enn alveg óskrifað blað.“ Hefur þú verið að þvælast í flokkapólitíkinni? „Nei, það hef ég ekki. Ég vil skil- greina mig meðal þess unga fólks í dag, sem hefur verið mikið að fylgj- ast með pólitíkinni og er ekki ánægt með þessa hefðbundnu gerð hennar. Þetta unga fólk vil reyna að finna einhvem nýjan flöt. Fólk sem hefur starfað saman innan Röskvu hefur mikið talað um það eftir kosningam- ar, að því finnist skrýtið að geta ekki unnið saman í hefðbundinni pólitík. Að einhveiju leyti er þetta þó ein- földun því pólitísk umræða í Röskvu undanfarin ár hefur verið lítil. Þessu ætlum við nú að reyna breyta: auka umræðuna og sjá hvaða gmndvall- arhugsjónir Röskva standi íyrir.“ faldlega þetta: Fámennur hópur, að nafninu til með á vömnum háleitar hugsjónir kemst til valda með vopnavaldi og heldur áfram alræðis- valdi með vopnum. Byggir upp lög- regluríki sem er byggt á skoðana- kúgun og að allt vald, efnahagslegt, pólitískt og hugmyndalegt er í hönd- um sama hópsins. Þegar harðsnúinn, ofstækisfullur, illa menntaður, oft og tíðum heimskur valdahópur og ger- spilltur, framlengir líf sitt með of- beldi hlýst af þjóðfélag sem er óbærilegt og á sér enga von.“ Sá fyrsti sem þorði „Djilas var áreiðanlega ekki sá eini sem vissi að hverju stefndi. Hann var að vísu geysilega skarp- skyggn en lyrst og frernst heiðarleg- ur og hann var sá fyrsti sem þorði að segja það sem hinir vissu líka en þorðu ekki. Það er þessi tónn, ein- lægur, sársaukafullur en óbugandi sem kemst til skila og gerir þetta verk hans öðmvísi en einhver fræði- rit þar sem sama efni er kannski gerð skil með fræðilegri hætti en ekki af sömu ástrfðu og einlægni. Það er eftirtektarvert að Djilas gengur í sínar hremmingar á þessum ámm frá 1954 og fram yfir 1960 á sama árabilinu og Amór bróðir minn er í Moskvu. Þeir eiga náttúrlega ólíkar forsendur en komast að sömu niðurstöðu á sama tíma. I bréfaskrift- um okkar Arnórs á þessum ámm er oft vitnað til Djilasar. Það er athyglisvert fyrir mannlega eymd og óheiðarleika íslensku kommúnistahreyfingarinnar að við- brögð þeirra vom þau sömu og vald- hafanna í Austur-Évrópu. Þeir vildu ekki af Djilas vita. Ég var orðinn leiður á að heyra það sem mér fannst vera bemskt blaður í Einari Olgeirs- syni um þetta valdakerfi í Austur- Evrópu. Þess vegna var það sem ég bað hann um að koma á þennan fund með okkur menntaskólastrákum til að ræða Djilas. Viðbrögð Einars vom þau sem ég gat um í upphafi," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Foringjar skæruliðasveita júgóslavneskra kommúnista funda í helli sumarið 1944. Frá vinstri: Vladimir Bakaric, Ivan Milutinovic, Edvard Kardelj, Josip Broz Titó, Alexander-Leka Rankovic, Svetozar Vuk- manovic og Milovan Djilas. ■ Jónas Gunnar Allansson er nýkjörinn formaður Röskvu. í samtali við Alþýðublaðið segir hann frá afar róttækum breytingum, sem ætlað er að gera fljótlega á starfi samtakanna Röskvuliðar gerast „pólitískir"... Jónas Gunnar Allansson: Fólk innan Röskvu hefur mikið talað um það eftir kosningarnar, að því finnist skrýtið að geta ekki unnið saman í hefðbundinni pólitík. A-mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.