Alþýðublaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ1995 s k o ð a n i r MMUBIMÐ 20923. tölublað Hverfisgötu 8-10 Útgefandi Ritstjórar Fréttastjóri Umbrot Prentun Reykjavík Sími 625566 Alprent Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Stefán Hrafn Hagalín Gagarín hf. ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Kaldarástir Einu sinni skrifaði Guðbergur Bergsson bók sem hét Astir sam- lyndra hjóna. Sá bókartitill verður bersýnilega ekki notaður til að lýsa samkomulaginu á stjómarheimilinu. Þó ríkisstjómin sé að- eins fárra vikna gömul hefur htið borið á samlyndi: þess í stað hefur stuttur ferill hennar einkennst af átökum.og ágreiningi. Jómfrúaræða Kristjáns Pálssonar, nýs þingmanns sjálfstæðis- manna, var lögð undir heiftarlega árás á Ingibjörgu Páhnadóttur heilbrigðisráðherra. Kristján ásakaði ráðherrann um að vera ábyrg fýrir mikilli skerðingu „á þjónustu sem bitnar strax mjög harkalega á öldruðum og bamshafandi konum.“ Og nýi þingmað- urinn klykkti út með eftirfarandi setningu: „Svona gemm við ekki, hæstvirtur heilbrigðisráðherra.“ Meiri tíðindum sætti þó hlutur Guðmundar Bjamasonar, land- búnaðarráðherra, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Guðmundur lýsti þar með skorinorðum hætti að viðskilnaður Halldórs Blöndals í tengslum við málefni sauðfjárbænda væri enganveginn viðunandi. Orð hans var ekki hægt að skilja öðm vísi en svo, að annaðhvort hefði fyrirrennarinn ekki haft áhuga á því að ráðast til atlögu við vanda sauðfjárbænda, eða skort til þess pólitískan kjark. Ræða Guðmundar Bjamasonar er vafalítið einsdæmi. Elstu menn þingsins muna ekki eftir því að nýr ráðherra noti fyrstu embættisræðu sína til að gagnrýna forvera sinn fyrir slælega lfammistöðu - sem situr með honum ríkisstjóm. Hvemig halda menn að ffamhaldið verði? Bullandi ágreiningur Úr skammri lífssögu ríkisstjómarinnar sætir nú mestum tíðind- um, að logandi ágreiningur geisar um stjóm fiskveiða innan þing- flokka stjómarliðsins. Einsog þjóðin man þá lofuðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum að þeir myndu ekki styðja ríkisstjóm sem héldi ffam óbreyttu kvótakerfi. Þeir lofuðu jafiiffamt að breyta því kerfi sem krókabátar búa við, og rétta verulega hlut smábáta á aflamarki. Reyknesingar í Framsóknarflokki höfðu uppi svipuð loforð. Og nú er komið að því að standa við stóm orðin. Þar stendur hinsvegar hnífurinn í Þorsteini Pálssyni. Hann hef- ur engan hug á því að hjálpa „vinum“ sínum að vestan til að komast úr snömnni. Það þjónar einfaldlega ekki hagsmunum sæ- greifanna, sem hann byggir á hnignandi áhrif sín innan Sjálfstæð- isflokksins. Þessvegna gengur hvorki né rekur. Agreiningxmnn um sjávarútvegsmálin er einfaldlega svo mikill innan stjórnarflokkanna að ekki hefur enn tekist að vinna ffum- vörp um málið, þrátt fyrir stífa sáttafundi. Allt bendir því til að þingið þurfi að sitja iðjulítið ffam á sumar, meðan verið er að jafna ágreining innan stjómarflokkanna. Bj ar gvætturinn Einar Oddur Kristjánsson má muna tímana tvenna. Hann var helsti liðsoddi Þorsteins Pálssonar á landsfundinum, þegar Davíð felldi hann sem formann. Nú launar Þorsteinn liðveisluna forð- um. Fyrst gerir hann Einar Odd að ómerkingi með því að festa hann frekar í snömnni, sem Einar fléttaði með yfirlýsingum sínum um kvótakerfið í kosningabaráttunni fyrir vestan. Beint ofan í það setur hann upp leikrit til að koma í veg fyrir að Einar Oddur verði formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, og afhendir stöðuna Al- þýðubandalaginu. Höfundur leikritsins er að sjálfsögðu hinn gagnmerki skuggaráðherra sjávarútvegsins, Kristján Ragnarsson, enda fréttu sumir þingmenn tíðindin úr höfðustöðvum LIÚ. Guð hjálpi þeim, sem eiga mikið af svona vinum. ■ I„Eflaust verður reynt að halda því fram að ráðherraseta Ingibjargar sé plús fyrir framsóknarkonur. Sumsé að þær hagnist á því að kona varð ráðherra, ekki af því að hún var hæfust, heldur af því að hún var fram- sóknarkona. Það er öfugsnúið bókhald og skringilegur femínismi." Bjargvættir vanhæfra kvenna Það verður líklega lífseigasta arf- leifð Kvennalistans að genginn er í gildi einhver óformlegur kvennakvóti í pólitík. Það er viðtekið lögmál, að velja verði tiltekinn fjölda kvenna í áhrifastöður, burtséð frá því hvort þær eru hæfastar til þeirra eða ekki. Sem þýðir á mannamáli: þær em nauðsyn- legar, þótt ekki sé nema til skrauts. Heldur er það snautleg arfleifð femín- istanna. Gestaboð | Karl Th. Birgisson skrifar Síðasta fómarlamb þessa var Sjálf- stæðisflokkurinn, sem lenti í krísu þegar kom að því að velja forystu- menn flokksins á nýju kjörtímabili. Allir sem um málið fjölluðu vom á því að það væri konum sérstakt áfall að Ólafur Garðar varð forseti Alþingis í stað Salóme. Aftur og aftur heyrði ég að sjálf- stæðiskonur (eða „sjálfstæðar konur“, hvað sem það nú annars þýðir) hefðu „misst“ forseta Alþingis þegar Ólafur tók við af Salóme. Og að það þyrfti að bæta upp með einhveijum hætti. Augnablik, gott fólk: nákvæmlega hveiju töpuðu sjálfstæðiskonur þegar Salóme hætti? Getur einhver bent mér á hvað sjálfstæðiskonur grœddu á því að Salóme var forseti? (Eða ef út í það er farið: getur einhver bent mér á hver græddi yfirleitt nokkuð á því að Sal- óme varð forseti? Varla hún sjálf, launalág og seinna þingsætislaus í þokkabót.) En auðvitað skiptir það ekki máli: konur áttu að „fá“ þingfor- seta ef þær „fengu“ ekki ráðherra. Ef ekki þingforseta, þá þingflokksfor- mann. Ef ekki þingflokksformann, þá að minnsta kosti nefndarformann. Óg svo framvegis. Aðrir lentu reyndar í viðlíka vanda, ekki sízt framsóknarmenn; þeir urðu að finna konu í ráðherrastól. Niður- staðan varð Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra, ákvörðun sem allt bendir til að hafi ekki verið byggð á hæíhi hennar eða reynslu. Hvaða konur hagnast annars af ráð- herrasetu Ingibjargar Pálmadóttur? Ekki konur sem borga skatta í alltof dýrt heilbrigðiskerfi og ekki konur sem verða veikar á landsbyggðinni, ef marka má umræður á Alþingi í fyrra- dag. En eflaust verður reynt að halda því fram að ráðherraseta Ingibjargar sé plús fyrir ffamsóknarkonur. Sumsé að þær hagnist á því að kona varð ráð- herra, ekki af því að hún var hæfust, heldur af því að hún var ffamsóknar- kona. (Með hæfilegri illgirni mætti álykta að aðrar vanhæfar ffamsóknar- konur eygi nú von.) Það er öfugsnúið bókhald og skringilegur femínismi. Með sömu röksemdafærslu liggur beint við að ég kvarti fyrir hönd karl- manna vegna kynjasamsetningar í þingflokki Þjóðvaka. Þar eru þrjár konur á móti einum karli. Veit þetta fólk ekki að karlmenn eru um helm- ingur mannkyns og að þetta er langt frá því hlutfalli sem tíðkast á Norður- löndunum, sem þó eru lengst komin í jafnréttisátt? Þessi rök mætti semsé færa, en einhvem veginn finnst mér karlmenn ekki hafa tapað neinu sér- staklega við þessa niðurstöðu. Enda eru rökin bull og kerfið vitlaust - móðgun við konur sem komast áfram af eigin verðleikum og dónaskapur gagnvart hæfum karlmönnum sem er fómað á altari kvennakvótanna. Mig gmnar reyndar að það hafi ekki verið kvennakvótinn einn sem réði ferðinni um sálarkreppu flokkanna, heldur hafi þetta líka verið viðbrögð við samvizkubitinu sem er að plaga alla flokka út af eina alvörujafhréttis- málinu í kosningabaráttunni: launa- muni kynjanna. Við þeim raunvera- lega og alvarlega vanda hafði enginn flokkur svar (nema hugsanlega Kvennalistinn, enda má vel ímynda sér að sá flokkur hefði þurrkazt út ef málið hefði ekki verið svo mikið til umræðu) og það var afar áberandi úr- ræðaleysi. Kapphlaupið um að setja konur í áhrifastöður má nefnilega líka skilja sem örvæntingarfulla tilraun flokk- anna til að sýna að þeir séu nú þrátt fyrir allt engar karlrembusamkomur, þótt ekki kunni þeir leiðir til lausnar í þessu mannréttindamáli. Og konur nýttu sér vitanlega út í æsar samvizku- bit karlanna með kröfugerð á hendur þeim, - en það er svosem gömul tak- tík og ný. Getur það virkilega verið niðurstaðan: að Kvennalistinn, sem var stofnaður til að greiða leið kvenna í þjóðfélaginu, hafi náð því markmiði að hluta til - með því að neyða karl- ana til að hefja til virðingar mish'tið hæfar konur? Ja, sveiattan. ■ Höfundur er hestasveinn. Atburðir dagsins 1794 Robespierre sleppur lífs þegar honum er sýnt annað banatilræðið á skömmum tíma. 1941 Hood, stærsla herskip heims, sökk um 250 mílur vestur af Reykjanesi eftir or- ustu við þýska herskipið Bis- marck. 1418 fórust en þremur var bjargað. 1974 Duke Elling- ton, einn ástsælasti jazzisti ald- arinnar, deyr. 1988 Snjókoma í Sýrlandi í fyrsta skipti í 50 ár. Afmælisbörn dagsins Gabriel Fahrenheit þýskur eðlisfræðingur, 1686. Jean Paul Marat einn af leiðtogum á tímum frönsku byltingarinn- ar, 1743. Victoría Bretadrottn- ing, 1819. Bob Dylan banda- rískur rokkari, 1941. Annáisbrot dagsins í Novembri mánuði þess árs hvarf maður undir Eyjafjöllum, Brandur að nafni, en fannst dauður seinna, blár og blóðrisa við sjó. Geta menn til, að draugur sá muni hann drepið hafa, er þar áður grandaði fleir- um. Sjávarborgarannáll, 1638. Krafa dagsins Ég hef alltaf vitað, að ég gæti ekki skrifað neitt, sem full- nægði þeim ytrustu kröfum, sem ég gerði til skáldskapar. Og hvers virði var mér það þá að leggja lífið í sölumar fyrir það. Eg held, að allir eigi að yrkja eða skrifa einhverskonar skáldskap, en guð forði veröld- inni frá því, að það væri allt prentað! Siguröur Nordal, samtal viö Nlatt- hías Johannessen. Málsháttur dagsins Þrisvar hefur allt orðið forðum. Orð dagsins Efiir látinn mig ég met mér það helzl að kosti, á mér hœgra augað grét, er hið vinstra brosti. Páll Ólafsson. Skák dagsins Þá er komið að endatafli vik- unnar. Svartur virðist býsna að- þrengdur og aukþess peði und- ir. En Serbinn Kontic, sem hefur svart og á leik gegn landa sínum llincic fann snjalla leið ú) að tryggja sér jafntefli. Hvað gerir svartur? 1. ... Hf5! Jafnar taflið. Drepi hvíti kóngurinn fellur hrókur- inn á h7 og svarta peðið rennur upp í borð. 2. a6 Ha5 2. Ha7 Hxg5!! Jafntefli. Svarta peðið á h2 gerir gæfumuninn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.