Alþýðublaðið - 24.05.1995, Page 3

Alþýðublaðið - 24.05.1995, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Fjósamaðurinn í félagsmálaráðuneytinu... Þegar ég var ungur drengur var ég einsog allir aðrir sífellt spurður að því, hvað mig langaði að verða þegar ég yrði stór. Stundum langaði mig til þess að verða slökkviliðsmaður, stundum veðurfræðingur og stundum klósettkafari (þegar ég var vondu skapi). Síðan varð ég eldri og fór í menntaskóla og svo í háskólann að læra sálffæði og félagsráðgjöf. Pallborðið Og hvað með það? Ég fór í skóla vegna þess að ég var orðinn leiður á að fá bara vinnu við að múra og mála hús eða afgreiða iðnað- arvaming í búð. Ekki það að ég líti niður á þessi störf: frekar að ég vildi nýta þá hæfileika sem ég þóttist búa yfir. Síðan þegar ég er að ljúka námi fæ ég vinnu sem ég er ánægður með og passar við þá menntun sem ég afl- aði mér. Svona á gangur fífsins að vera. Þessum hugsunum skaut upp í koll- inn á mér þegar verkaskipting hinnar nýju ríkisstjórnar lýðveldisins var kynnt fyrir þjóðinni sem enn var með í maganum eftir páskaeggjaátið. Það sem sérstaklega vakti athygli mína var skipan Páls Braga Pétursson- ar, hins dugmikla bónda á Höllustöð- um, í sæti félagsmálaráðherra. Páll Bragi er efalaust mjög góður bóndi og kann vel það fag að reka bú sitt með sóma, jafnvel úr fjarlægð. Hann veit örugglega muninn á helstu húsdýrunum og veit hvað þau borða og hvenær þau eiga að vera inni eða úti og hvenær á að mjólka rollumar og rýja kýmar (eða var það öfugt?). Páll Bragi býr enda yfir mikilli reynslu á þessu sviði þó ekki sé mér „Þess vegna á að veljast í þetta starf maður sem hefur menntun og þekkingu á þessu sviði...Við getum varla búist við því að Páll Bragi, bóndi á Höllustöðum, komi með nýjar og frumlegar lausnir. Ekki af því að hann hafi ekki vilja til þess heldur af því að hann hefur ekki þann bakgrunn sem þarf." kunnugt um nánari menntun manns- ins. Þessar hugsanir mínar komu svo saman í þann punkt að ég varð glaður yfir því að ekki hafa allir áhuga á sama starfmu, því ekkert kann ég í því að vera bóndi og því gott til þess að vita að aðrir hafi áhuga á þeim störf- um. En þetta vakti hinsvegar óneitan- iega upp hjá mér spuminguna: hvers vegna þurfti endilega Páll Bragi að verða félagsmálaráðherra? Nú hefur hann enga menntun á þessu sviði og til að gera litla reynslu af störfum á þessu sviði að því er ég best veit. Er eitthvað grín hér á ferð hjá djók- urunum í Framsóknarflokknum eða er hér bara um venjulegar valdapotsredd- ingar að ræða? Og ég bara spyr: af hveiju í ósköp- unum er verið að halda hér uppi rán- dýrum háskóla sem ungar út mennta- fólki á færibandi ef ekki er þörf fyrir hugvit þeirra? Ef það er nóg fyrir yfrrmann félags- mála á ísiandi að hafa mjólkað kýr og slegið tún á traktor frá sambandinu þá er engin þörf á að henda peningum í menntamenn. Menntun verður hvort eð er einskis virði þegar þeir sem völdin hafa skilja ekki tilgang hennar. Það er kannski bara betra að vera án hennar því þá þarf maður ekki að vera á bömmer yfrr vitleysu eins og þess- ari. Við þurfum að fara að spá meira r það hver passar í hvaða starf: það er ekki í lagi að gera ómenntaðan bónda að yfrrmanni félagsmála á íslandi. Við skulum ekki gleyma því að yfirmaður félagsmála á ekki að fá starfið vegna þess að hann hefur lengi starfað í pólitflc og hefur verið hlýðinn flokksmaskínunni og góður. Félags- málaráðuneytið var nefhilega ekki bú- ið til fyrir stjórnmálamenn svo þeir gætu ráðstafað því til handa þurfandi flokksfélögum. Tilgangur félagsmálaráðuneytisins er að hafa yfirumsjón með félagsmál- um á Islandi og sjá til þess að þegn- amir búi við sæmilegt félags- og vel- ferðarkerfi. Það er ekki lítið starf. Þess vegna á að veljast í þetta starf maður sem hefur menntun og þekk- ingu á þessu sviði. A þann einan hátt er hægt að ætlast til þess að framþróun verði í málaflokknum. Við getum varla búist við því að Páll Bragi, bóndi á Höllustöðum, komi með nýjar og frumlegar lausnir. Ekki af þvr að hann hafi ekki vilja til þess heldur af því að hann hefur ekki þann bakgrunn sem þarf. Á meðan við lítum á ráðuneyti sem bitlinga fyrir flokkshollustu verður aldrei um neina framþróun að ræða. Við munum bara halda áfram að hjakka í sama farinu. Ég yrði ekkert rosalega hissa ef Páls Bragi myndi setja fram áætlun um húsnæðismál sem bæri yfirskriftina „Bitið framan hægra“. Bitið framan hægra.,, Höfundur er félagsráðgjafanemi. n Aánudagspósturinn I v/birti í síðasta tölublaði sínu leiðréttingu við smá- frétt sem greindi frá því að skrifstofur Heimsmyndar í Hafnarstræti hefðu verið innsiglaðar og starfsfólk þurft að leita til leigusala til að nálgast persónulegar eigur sínar. Það var sem- sagt dregið til baka og sagt að skrifstofurnar hefðu ver- ið fluttar í Skipholt þar sem Almenna bókafélagið, fyrir- tæki Friðriks Friðriksson- ar, eiganda Heimsmyndar, hefur aðsetur. Eitthvað virðast ritstjórinn Karl Th. Birgisson og kokkurinn sí- káti, Sigurður Hall, sem annast hefur sælkerasíður tímaritsins, eiga erfitt með að slíta sig frá miðborginni. Síðast sást til þeirra félaga rýna saman í ferðatölvu þess síðarnefnda á Hótel Borg í fyrradag, sem má heita undarlegt í Ijósi þess að þpir eiga að vera komnir með nýja aðstöðu upp í Skipholti... Tilkoma nýja staðarins í Austurstræti hefurvald- ið nokkrum skjálfta í veit- ingabransanum. Nokkuð mun það hafa vafist fyrir þeim Halli Helgasyni og Helga Björnssyni að finna nafn á nýja staðinn. Nú er hins vegar niðurstaða feng- in og varð nafnið Astró fyrirvalinu. Sem reyndar minnir í fyrstu á astraltertu- gubbið sem Stuðmenn sungu um hérforðum... ITímanum í gær var kostu- leg klausa sem ástæða er til að birta í heild: „Nýir húsbændur í utanríkisráðu- neytinu virðast vekja hrifn- ingu starfsmanna utanríkis- þjónustunnar og er talað um að mun betri starfsandi sé í ráðuneytinu hjá öllum þorra starfsmanna. Segja menn að nú sjáist starfs- menn utanríkisþjónustu lýðveldisins jafnvel brosa á Laugaveginum á leið í vinnuna, nokkuð sem ekki hefur gerst lengi." Það er ekki að spyrja að Halldóri Ásgrímssyni, þeim annál- aða gleðigjafa... Ein óvæntasta metsölu- bók síðustu vertíðar var Villtir svanir eftir kínverska rithöfundinn Jung Chang í þýðingu Hjörleifs Svein- björnssonar. í bókinni segir höfundurinn í senn sögu fjölskyldu sinnar og sögu Kína á þessari öld frá sjónarhóli þriggja kynslóða kvenna, sjálfrar sín, móður og ömmu. Nú geta hinir fjölmörgu aðdáendur Jung Chang glaðst yfir því að höfundurinn er á leið til landsins á vegum Máls og menningar. Á föstudaginn ætlar hún að árita bók sína í verslun IVIM og á laugar- dag klukkan tvö verður dagskrá í Háskólabíói, þar- sem Hjörleifur les úr bók- inni en síðan mun Chang flytja erindi um bók sína (á ensku) og að því loknu svara fyrirspurnum... "FarSide" oftir Gary Larson. „Jæja, þá. Einu sinni enn, en svo er það líka beint í háttinn." „Hurðu, Dóri. Helduru að það séu einhverjir birnir í þessum gamla helli?" „Ég veit'ða ekki, Dabbi. Komum og gáum." Arnfríður Smáradóttir, húsmóðir: ÍBV verður meist- ari 1. deildar og Vfldngur vinn- ur 2. deild. Vigdís Arsælsdóttir, skrif- stofumaður: Það verða mínir menn í Fram í 1. deild og Stjaman vinnur 2. deild. Ragnar Karlsson, verslun- armaður: Fram að sjálfsögðu í 1. deild og Stjarnan vinnur síðan 2. deild af því þeir eru í bláu. Andri Kristinsson, nemi: Skaginn sigrar í 1. deild og ég vona að KA vinni 2. deild. Þorbergur Helgason, hót- elstarfsmaður: Valur sigrar í I. deild og Stjaman vinnur 2. deild. v i t i m e n n Allir segja að þetta hafi veríð besta keppnin sem haldin hefur verið og gestrisnin með þeim ódæmum að íslensku stúlkurnar eru orðnar víð- frægar um allan boltaleikjaheim- inn. Oddur Ólafsson í Tímanum í gær. Mér er nær að halda að ráðherr- ann hafi komist í handrítið hjá Ara [Edwaldj því þessi málflutningur er mjög í þeim anda ómerkilegra út- úrsnúninga sem hann hefur tamið sér í seinni tíð. Jón Steinar Gunnlaugsson aö skrifa um sinn gamla vin og Eimreiöarklíkufélaga, Þorstein Pálsson. Mogginn í gær. Sagt er að KR-ingar muni spila 5-0 vöm í sumar. Loki í gær. Við erum algjörlega á móti því að markaðssetja Súðavík. Sigríður Hrönn Elíasdóttir á Súðavík, en útlit er fyrir aö margir erlendir og innlendir ferðamenn leggi leiö sína til bæjarins í kjölfar snjóflóösins í vetur. DV í gær. Ég tek undir skoðun Ólafs G. Ein- arssonar um að þingmaður láti af þingmennsku verði hann ráðherra. Guðni Ágústsson þingmaöur Framsóknar. DV í gær. Það er ekki hægt að sitja hjá þegar maður, sem hefur verið svo heils- hugar og duglegur í starfi, verður fyrir jafnalvarlegri gagnrýni og birtist í grein þessari, sem virðist bæði vera einhliða og ósanngjöm. Stephanie Williams, sem rekur alþjóölega um- boðsskrifstofu fyrir listamenn, um umfjöllun Mannlífs um Jakob Frímann Magnússon menn- ingarfulltrúa í Lundúnum. Vefnum Villtir á Vefnum hafa gjörsam- lega tapað sér uppá síðkastið eftir að hafa uppgötvað fleiri og fleiri leiðir til að eyða hverjum einasta eiri á Netinu. (Hugsið ykkur bilun- ina: það er varla að við getum nurlað saman fyrir Jameson á barnum!) Málið er að sífellt marg- breytilegri möguleikar gefast til þess atarna og hér koma fáein URL til viðbótar við þau sem við gáfum ykkur um daginn! ■ Listamanna-Gallerýið http://offworld.wwa.com/ ■ Gæludýrabangsasjoppan http://193.118.187.101/ help/bear/info ■ lnternet-"Kringlan" http://www.gate.net/ 'dmusic/aim.html ■ Lúxuskökubúðin http://193.118.l87.101/ help/renaiss/info ■ Apple Macintosh-Sjoppan http://www.micromedia. co.uk/callhav/default.htm ■ Týndra-Vina-Línan http://www.ais.net: 80/finafriend/ ■ Græju-Gjafa-Listinn http://www.innovations. co.uk/giftpoint veröld ísaks f bandaríska borgarastríðinu notuðu herlæknar ópíum gjaman sem verkja- lyf. f stríðslok er varlega áætlað að hundrað þúsund hermenn hafi verið orðnir háðir ópfum - og þá taldi þjóð- in einungis ijörtfu milljónir. Þrátt fyr- ir að eiturlyfjavandamálið sé ærið í Bandaríkjum dagsins í dag þá þýðir þetta það, að eiturlyfjaffldamir vom hlutfallslega miklu fleiri í þá daga. Byggt á Isoac Asimov's Book of Facts.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.