Alþýðublaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 1995
ALÞÝÐU BLAÐID
7
D e n n i i n aJ
■ Glæsileg listaverkabók um Leif Breidfjörð
Hann er fa gmaður
ý áBi m fram i fing lurgóma
-segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur sem skrifartexta bókarinnar.
Aðalsteinn: Efast um að það sé neinn listamaður á Norðurlöndum sem
hafi rykti Leifs Breiðfjörð á alþjóðavettvangi. A-mynd: E.ÓI.
„Leifur Breiðfjörð er fagmaður
fram í fingurgóma. Það sem ein-
kennir hann einna helst er hvað hann
hefur klára og fína skreytigáfu. Hann
er mjög næmur fyrir aðstæðum hvar
sem er og finnur hvað er passandi
fyrir mótív og liti og frábær teikn-
ari,“ sagði Aðalsteinn Ingóifsson
listfræðingur í spjalli við Alþýðu-
blaðið.
Mál og menning hefur gefið út
bók um glerlistamanninn Leif Breið-
fjörð og er hún prýdd fjölda lit-
mynda af listaverkum Leifs. Aðal-
steinn Ingólfsson skrifar texta bókar-
innar sem auk íslensku er prentaður
á ensku og þýsku.
„Glerlistin er sérheimur með eigin
stefnum og straumum en endurspegl-
ar þó líka það sem geriskí megin-
straumum myndlistar. Stfllega séð þá
vegur Leifur svolítið salt á milli
enska skólans og þýska skólans.
Enski skólinn er mjög náttúrukennd-
ur, blóm og gróandi ýmis konar.
Þýski skólinn er meira upp á harða
formfræði og stranga uppbyggingu.
Leifur er býsna þekkt nafn í heimi
glerlistar og ég efast um að það sé
neinn listamaður á Norðurlöndum
sem hafi hans rykti á alþjóðavett-
vangi,“ sagði Aðalsteinn.
Hefur Leifur unnið mörg verk
fyrir útlendinga?
„Ég man ekki eftir öðrum gler-
listamanni á Norðurlöndum sem hef-
ur fengið eins mörg verkefni í Evr-
ópu og Leifur. Hann hefur til dæmis
gert fjölmarga glugga í Þýskalandi,
bæði geistlegrar tegundar og svo fyr-
ir spilavíti og opinberar byggingar.
Hann er með mjög góðan umboðs-
mann, lækni að nafni Schanbacher,
sem er jafnframt galleríisti. Hann
hefur gert mikið í því að koma Leifi
að þar sem þarf að glerja í Þýska-
landi."
Erum við íslendingar ekki
nokkuð einangraðir í þessari list-
grein?
„Jú, við eigum þar ekkert sem
heitir hefð. Leifur er fyrsti atvinnu-
maðurinn í þessu og tekur þetta sem
fagmaður frá upphafi til enda. Þeir
sem höfðu áður fengist við glerlist,
eins og Nína Tryggvadóttir og
Gerður Helgadóttir voru fyrst og
fremst myndlistarmenn sem tóku
þetta sem aukagetu. Þær létu gler-
verkstæði úti í heimi vinna mikið
fyrir sig og voru ekki með puttana í
þessu frá upphafi til enda eins og
Leifur."
Er glerlistin útbreidd í Evrópu?
,Já, þetta er ein alelsta myndlistin.
Gotnesku kirkjumar vom allar með
steindu gleri og það er svo nú á tutt-
ugustu öld sem það er að ganga í
endumýjun lífdaga. Sérstaklega var
það eftir síðara stríð þegar allt var í
kaldakoli og menn voru að byggja
upp. Þá vaknaði þessi þörf til að hafa
svona glugga í nýjum byggingum.
Þjóðverjar hafa verið þar einna
fremstir í flokki og síðan Frakkar.
Glerlistin er sérveröld innan mynd-
listarinnar en mjög útbreidd. Hins
vegar er ekki á vísan að róa í þessum
efnum. Menn leggja yfirleitt ekki í
þessa vinnu við glerlistaverk nema
þeir séu nokkuð vissir um að geta
selt þau. Það er í sumum tilfellum
margra mánaða vinna að setja saman
glugga. En Leifur hefur líka unnið
giugga fyrir einstaklinga sem hengja
þá upp í stofunum."
I bókinni um Leif Breiðfjörð rekur
Aðalsteinn Ingólfsson feril Leifs og
fjallar um mörg listaverk hans. Þar
segir á einum stað:
„Af stofnanaverkum Leifs hin síð-
ari ár ber ugglaust hæst glerverkið í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar (1987) og
glugga í Þjóðarbókhlöðu (1994).
Flugstöðvargluggarnir eru tvær
fimmhyrndar glermyndir, samtals
um 70 fermetrar að stærð, stærsta
verk Leifs til þessa. Glermyndirnar
hanga með 45° halla niður úr loftinu
beggja vegna í aðalsal byggingarinn-
ar, sú stærri gegnt norðurglugga, en
sú minni við suðurglugga. Hér er
gamla flugdrekahugmyndin endur-
borin í réttu samhengi, sem stórbrot-
ið tákn fyrir flugþrá mannsins. Leið-
arstef í báðum skermunum eru risa-
vaxin höfuð er horfa til stjamanna,
eins og í minningu helstu flugkappa
sögunnar frá íkarusi til geimfar-
anna, en í kjölfari/útblæstri þeirra
svífa vonir mannanna, vættir lands-
ins og fuglar himinsins. Megin-
áherslur í myndunum eru eins konar
endurómur af byggingarstflnum allt
um kring, en auk þess ríma gulir og
rauðir litatónar þeirra við ríkjandi liti
í salnum. Ópalgler og gular kúlur eru
felldar inn í skermana og vakna til
lífsins að kvöldlagi þegar rafmagns-
ljósum er beint að þeim.
I afgreiðslusal Þjóðarbókhlöðu er
að finna nýjustu útfærslu Leifs á
þeim háleitu hugsjónaverkum sem
birtast í Flugstöðvarskermunum. Þar
er um myndþrennu að ræða er nefn-
ist Mannsandinn: Fortíð-nútíð-fram-
tíð, þrjú höfuð, hvert á eigin stalli
eða grísk-rómverskri súlu, og vísar
hvert þeirra til tímabils í íslandssög-
unni. Yst til vinstri er fomt höfuð og
dimmúðugt, markað gotneskri skrift
handritanna, nánar tiltekið tilvitnun í
Ólafs sögu helga, en fyrir miðju er
sólbjart höfuð nútíðar, letrað tölvu-
tákni sem vísar til ljóðlína eftir Jón-
as Hallgrímsson. Yst til hægri er
svipur framtíðar, án leturs eða
merkjamáls af nokkru tagi, enda
óvíst með hvaða hætti Islendinga-
sögur framtíðar verða skráðar."
Eins og áður er komið fram eru
listaverk eftir Leif Breiðfjörð þekkt
víða erlendis. f bókinni segir Aðal-
steinn ffá einu kunnasta verki Leifs á
erlendri gmnd:
„Mesta frægðarför á ferli sínum
fór Leifur til Edinborgar árið 1983,
þar sem hann var beðinn um að gera
Skotum 5x10 metra glugga í minn-
ingu Roberts Burns, þjóðskálds
Skota, til uppsetningar í' St. Giles,
höfuðkirkju skosku kirkjudeildarinn-
ar. Þá hafði 50 tillögum glerlista-
manna, margra heimsfrægra, verið
hafnað.
Leifur fékk frjálsar hendur um út-
færslu verksins, en minnugur þess
sem Sax Shaw hafði innprentað hon-
um forðum daga, dró hann að sér
miklar heimildir um Burns, skáld-
skap hans og samtíð, áður en hann
hófst handa um teiknivinnu. Leifur
þurfti að fella gler sitt inn í umgjörð-
ina sem fyrir var, 19. aldar smíð í
nýgotneskum stfl, taka tillit til hlut-
falla og litbrigða í kirkjunni allri, og
sjá til þess að helstu atriði verksins
væru læsileg úr talsverðri fjarlægð,
utan kirkju sem innan.
í verki sínu gengur Leifur út frá
hugmyndum þar sem skarast áhuga-
mál Roberts Burns og kenningar
kristinnar kirkju. Leiðarvísir St. Gil-
es dómkirkjunnar segir eftirfarandi
um úrlausn hans: „I verkinu eru
tvisvar sinnum fimm ferhyrndir
gluggar, hver ofan á öðrum, með
gotneskri flúrskreytingu efst. Leifur
tekur nokkurt tillit til þessarar form-
gerðar, en deilir glugganum samt
niður í þrjár láréttar einingar. Neðri
gluggarnir fimm eru lofgjörð um
náttúruna, samanber ljóð Bums:
Again rejoicing Nature sees
Her role assume its vemal lines:
Her leafy locks wave in the breeze,
All freshly steep 'd in moming dews.
Efri gluggamir fimm vísa til „sam-
félagsins og bræðralags manna“:
It’s comin yetfor a’that,
That man to man the world o’er
Shall brithers befora’ that.
Fyrir gotnesku flúrskreytingunni
miðri er tákn alvalds ástarinnar og
lfldst skjannabjartri sól, sem minnir á
fræga ljóðlínu Bums: My love is like
a red, red rose.
Nú blasir þessi steindi gluggi við
öllum þeim sem ganga The Royal
Mile, þekktustu götu Edinborgar;
laðar að sér fjölda gesta, vekur umtal
og ekki síst athygli á íslenskri list-
sköpun af alþjóðlegri stærð.“ ■
Mikil bókmenntahátíð verður haldin á íslandi í september og fjöldi foringja úr heimi alheimsbókmenntanna
eru væntanlegirtil landsins. Yfirskriftin er sannfræði og skáldskapur
Gaarder, Nasrin, Epstein og öll hin í bókmenntaveislu
Örnólfur Thorsson: Fyrirtæki hins íslenska atvinnulifs eru, þegar á reynir,
menningarleg mörg hver. A-mynd: E.ÓI.
„Nú þegar eru 24 nöfn staðfest,"
segir Ömólfur Thorsson um þá höf-
unda sem væntanlegir em til landsins í
september en þá verður mikil bók-
menntahátíð haldin. Hún er fjórða
sinnar tegundar sem haldin er en sú
fyrsta var árið 1985 þannig að fyrir-
bærið er orðið 10 ára. Undirbúnings-
nefndin var með blaðamannafund síð-
astliðinn mánudag til að kynna gem-
inginn, „ekki er ráð nema í tíma sé
tekið," segir Ömólfur en hann á sæti í
nefndinni. Og hann bætir því við að
ætíð hafi verið lagt er út frá einhveij-
um kenniorðum og síðast voru það
bama- og unglingabækur sem vom til
gmndvallar.
„Núna er yfirskriftin: Sannfrœði og
skáldskapur sem er tilraun til að þýða
Fact & fiction. Margir höfundar heim-
spekirita og sagnfræðirita em væntan-
legir og síðan eiginlegir skáldsagna-
höfundar. Sá frægasti er vísast Jostein
Gaarder, sá sem skrifaði metsölubók-
ina Veröld Soffíu, skáldsögu um heim-
spekina."
Ömólfur nefnir einnig skáldkonuna
og lækninn Tasmilu Nasrin frá
Bangladesh til sögunnar en verk henn-
ar hafa skipað henni á bannlista hrein-
trúarmanna múhameðsofstækismanna.
Hún er nú búsett í Svíþjóð.
Norræna húsið er í fyrirsvari fyrir
hátíðina og forstjóri þess, Torben
Rasmussen er yfirvaldið. Það er stór
hópur sem skipar undirbúningsnefnd-
ina, að stofni til hinn sami og fyrir tíu
árum. Hópurinn er samansettur af
menningarvitum ýmisskonar: rithöf-
undum, bókmenntafræðingum, for-
leggjumm, ritstjómm... Starfið felst
meðal annars í því að afla ljár og Öm-
ólfur segir að Norræni menningar-
málasjóðurinn styrki hátíðina rausnar-
lega, Norræna húsið, Ríki og borg.
„Auk þess fyrirtæki hins íslenska at-
vinnulífs sem eru, þegar á reynir,
menningarleg mörg hver.“
Dagskráin verður með áþekku sniði’
og verið hefur, upplestrar á hverju
kvöldi í Þjóðleikhúskjallaranum frá
sunnudegi og út vikuna 10. til 16 sept-
ember. Þar koma ffam gestir og þeirra
íslensku þýðarar, íslenskir rithöfúndar
og aðrir. „Þetta er sá liður sem hefur
lukkast hvað best,“ segir Örnólfur.
„Það hefur tekist vel að fá áhorfend-
ur.“
Síðan verður dagskrá í Norræna
húsinu að deginum til. Hún skiptist í
þijá parta: Pallborðsumræður um ýmis
efúi, samtöl og höfundakynningar, (ís-
lenskur og erlendur), fyrirlestrar.
Fjórði liðurinn er svo skólaheimsókn-
ir. Ömólfur bendir sérstaklega á síð-
asta daginn sem verður helgaður bók-
menntakynningu en þau mál hafa ver-
ið mikið til umræðu hérlendis, það er
að segja, hvemig fagurbókmenntum
vegni í heimi útgáfunnar og kannski
ekki síður hvemig hægt sé að koma ís-
lenskum bókmenntum á framfæri er-
lendis. Von er á þremur til fjórum er-
lendum forleggjurum: Epstein frá
Random House, MícCrum útgáfu-
stjóri hjá Faber og Michael Kriiger
frá Hanser í Þýskalandi. Þeir taka þátt
í umræðum sem verða fýrir hádegi en
eftir hádegi mæta fúlltrúar ffá norræn-
um bókastofum sem eru einskonar
bókmenntakynningastofur. „Þessi mál
hafa verið í deigltmni hér heima und-
anfarið, nú er meðal annars nefnd á
vegum menntamálaráðuneytis að velta
fyrir sér hvemig þessum málurn verði
best fyrir komið. Vegur íslenskra bók-
mennta hefur farið vaxandi erlendis,
sífellt fleiri höfundar ná árangri en
stuðningur opinberra aðila hér heima
hefur verið mjög lítill. Frændur okkar
á Norðurlöndum hafa talsverða
reynslu í þessum efnum, þannig hafa
Norðmenn til dæmis og Finnar náð
miklum árangri. Þessi laugardagsumr-
æða verður vonandi til að hvetja ís-
lensk stjómvöld enn frekar til þess að
setja hér á laggir íslenska bókmennta-
stofu,“ segir Órnólfur Thorsson að
lokum. ■