Alþýðublaðið - 24.05.1995, Side 8

Alþýðublaðið - 24.05.1995, Side 8
» * WffiEVffll/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar MÐUBLMl * * 'm.WFILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Miðvikudagur 24. maí 1995 77. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ MADUR VIKUNNARer Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra sem staðið hefur í eldlínunni síðustu daga. Jakob Bjarnar Grétarsson talaði við vini, samherja og pólitíska andstæðinga... Vinnufíkillinn síkáti \i i Það er Ijóst að Ingibjörg Pálmadótt- ir tók ekki að sér auðveldasta ráðu- neytið. Það kom mönnum sem fylgst hafa með þinginu ekki á óvart að Ingibjörg yrði ráðherra í sam- steypustjóm Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Það var mönnum hinsvegar nokkurt undrunarefni að þingmaðurinn af Vesturlandi, sem aðeins hefur setið fjögur ár á Al- þingi, skyldi fá í sinn hlut eitt erflð- asta ráðuneyti ríkisstjómarinnar. En hver er Ingibjörg Pálmadóttir? Alþýðublaðið hringdi í góðan hóp manna sem þekkja hana bæði í leik og í starfi. Það var samdóma álit allra að Ingibjörg sé dugnaðarforkur og falli ekki verk úr hendi. „Hún er ósér- hlífm,“ segir Magnús Stefánsson sá trausti vinur og þingmaður Framsókn- arflokksins. „Hún vinnur vel í þeim málum sem hún tekur sér fyrir hend- ur. Hún er mannblendin og á auðvelt með að nálgast fólk. Hún er brosmild, kát og hress. Hún er góður starfsfé- lagi.“ Þegar Magnús var beðinn um að nefna galla þá taldi hann áhugann geta orðið fuU mikinn. „Það er spum- ing hvort hún færist of mikið í fang og taki að sér of mörg verkefni. Hún kann ekki að segja nei og það getur komið niður á því sem hún er að gera.“ I sama streng tekur Pálmi Har- aldsson, sonur Ingibjargar og knatt- spymuhetja á Skaganum. „Hún á til að ofkeyra sig og veit ekki hvenær hún á að hætta. Hún tekur stundum of mikið að sér.“ Pálmi nefnir jákvæðni fyrst af öUu þegar hann er spurður um helstu kosti móður sinnar: „Hún er lífsglöð og alltaf brosandi. Hún er mikill vinnufíkill og getur ekki setið auðum höndum og kemur miklu í verk.“ Eiginmaður Ingibjargar, Haraldur Sturlaugsson forstjóri, hafði svipaða sögu að segja. Haraldur sagðist reyndar ekki endilega vera rétti mað- urinn til að tjá sig um konu sína en sagði þó þetta: „Við höfum verið gift í 23 ár og öll þessi ár hefur verið nóg að gera hjá okkur. Ég er vel giftur. Ég man ekki eftir neinum sérstökum ókostum í svipinn. En það er kannski vegna þess að það er svo langt síðan ég sá hana síðast." Hann segir að þessir funm karlmenn sem Ingibjörg býr með hafi haft það sem prinsipp að kvarta ekki þó að það hafi verið mikið að gera hjá henni. Guðjón Guðmundsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks á Vesturlandi, er greinilega ánægður með þessa fimm því hann segir plúsinn við Ingibjörgu vera: „Létt lund og elskuleg fram- koma. Svo er hún vel gift og fram- leiðir góða knattspyrnumenn. Mínusinn er takmarkalaus metnaður sem leiðir til þess að hún færist full- mikið í fang.“ Gísli S. Einarsson, þingmaður Al- þýðuflokks á Vesturlandi, hefúr þekkt Ingibjörgu í áratug og segir hana seig- ari en margur hyggur. „Hvað sem hver segir hefur hún haft pólitískt nef til að komast í þá stöðu sem hún nú gegnir og það án þess að það sé sér- stakur bægslagangur í kringum hana.“ Mínusinn telur Gísli vera ákveðið bráðræði. „Hún mætti hugsa sig betur um áður en hún svarar. Hún er hins vegar fljót að biðjast velvirðingar ef hún segir eitthvað sem kemur illa út. Hún þarf á öllu sínu að halda til að komast í gegnum þetta sem hún hefur færst í fang.“ Jón Krístjánsson, samflokksmað- ur hennar, þingmaður og ritstjóri hafði fátt út á hana að setja. „Hún hef- ur sjálfsagt sína galla eins og aðrir, ég hef ekki hugsað út í þá sérstaklega." Jón var hinsvegar tilbúinn að nefna kostina: ,JEinn af hennar helstu kost- um sé dugnaður og lagni í almennum samskiptum. Hún hefur verið nýtur liðsmaður í okkar þingflokki og af- skaplega dugleg og þægilegt að vinna með henni.“ Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Alþýðuflokksins í Reykjavík, hafði þetta um kostina að segja: „Hún er skemmtileg og hlý og það hlýtur að vera gaman að vera giftur henni. Allt hennar líf hefur markast af óvanalegri farsæld og slíkt fólk hefur tilhneig- ingu til að vera farsælt þegar það kemur í ný og erfið störf. Þess vegna held ég að Ingibjörg kunni að koma á óvart sem heilbrigðisráðherra þó fýrstu skref hennar gefi ekki tilefni til að ætla það. Tvímælalaust reikna ég henni það til tekna að eiga skemmti- legan bróður sem einnig er þingmað- ur.“ Varðandi galla var Össur einna helst á því að hún væri full mjúk: „Mér sýnist hún eiga erfitt með að skilja að hún er orðin ráðherra og þarf því að marka sína eigin sjálfstæðu stefnu andspænis misvitrum embætt- ismönnum. Hún á að leiða en ekki vera leidd. Hún verður að auka þyngd sína með því að auka sjálfstæði sitt.“ Nú, hinn skemmtilegi bróðir Ingi- bjargar, ísólfur Gylfi Pálmason, þingmaður Framsóknarflokksins á Suðurlandi, var markviss þegar kom að kostum stóru systur: ,JDugleg, ein- örð, ákveðin, skapgóð og skemmtileg og föst fyrir.“ Hann vildi halda því fyrir sjálfan sig hvort hún hefði tekið í hnakkadrambið á Iitla bróður í æsku, en um galla Ingibjargar sagði hann: „Lösturinn er kannski sá að henni hættir til að vilja gera of mikið sjálf.“ Valgerður Sverrisdóttir frá Lómatjörn, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, var á þvf að fjöldi kosta prýddu Ingibjörgu. „Hún er sérstaklega þægileg í umgengni, skemmtileg og fljót að átta sig á aðal- atriðum mála. Ingibjörg er sólargeisli í öllum félagsskap, hún er svo létt og skemmtileg. Hún er góð manneskja. Hún tekur vel leiðbeiningum og hlustar vel á ráðgjöf og gerir sér grein fyrir því að á sumum sviðum þarf maður á ráðgjöf að halda. Það er mik- ill kostur." Þegar Valgerður var beðin um að nefha ókost við Ingibjörgu kom nokk- uð óvænt uppúr dúrnum: „Hún er ekki flink að keyra bfl.“ Valgerður sagði að þegar þær væru saman í bfl þá fyndi hún iðulega þörf hjá sér að skipta sér að aksturslaginu. „Þá er heldur ekki hennar sterkasta hlið að raða hlutum skipulega en hún finnur nú samt alltaf allt sem hún er að leita að.“ Guðrún Helgadóttir, varaþing- maður Alþýðubandalagsins í Reykja- vík, sat með Ingibjörgu á þingi í ljög- ur ár og segir hana ákaflega væna manneskju: „Ég kann afskaplega vel við Ingibjörgu. Hún er geðþekk manneskja og hefur góða nærveru. Hún er áreiðanlega í stjómmálum af áhuga á velferð landsmanna og ekkert nema gott um það að segja.“ Þegar kom að því að nefna galla sagði Guðrún: ,J>að verður að segjast eins og er að Ingibjörg er ekki sérlega þjálfaður ræðumaður. Hún þyrfti satt að segja að aga svolítið betur ræðu- mennsku sína. En það er nokkuð sem vel er hægt að þjálfa með sér og vafa- laust gerir Ingibjörg það. Og ég vil taka það ffam að hún er ekkert ein um þetta og þeir finnast svo sem verri á þingi." ■ Guðrún Helgadóttir: Kunnugir innan bókaheimsins veðja á að hún verði fyrir valinu. a -mynd: E.ÓI. ■ Islensku barnabókaverðlaunin Hver hreppir tvöhundruð- þúsundkallinn? fslensku bamabókaverðlaunin verða afhent í dag klukkan fjögur í Þjóðar- bókhlöðunni. Verðlaunin em 200 þús- und krónur auk venjulegra höfundar- launa og í tilkynningu sem aðstandend- ur hafa sent frá sér kemur fram að verðlaunahafinn sé enginn nýliði með pennann. Það rfldr því óvenju mikil spenna og menn spá og spekúlera hver verði til að hreppa hnossið. Þeirri kenn- ingu hefur helst verið haldið á loft að það verði Guðrún Helgadóttir og er það rökstutt þannig að hún fór frá bókaforlaginu Iðunni til Vöku-Helga- fells í vetur. Það er einmitt Vaka- Helgafell sem stendur fyrir verðlauna- afhendingunni ásamt öðrum aðilum. En það kemur sem sagt í ljós í dag þeg- ar verðlaunabókin kemur út. Hingað til hafa það verið óþekktir höfundar sem hafa verið hreppt verð- launin utan tveir. Stofnað var til vejð- launanna í tilefni af 70 ára afmæli Ár- manns Kr. Einarssonar, eins helsta bamabókahöfundar okkar íslendinga. Bækur hans um þá Óla og Magga, Árna í Hraunkoti og fleiri lifa munu lifa lengi með þjóðinni. Þeir sem hafa fengið verðlaunin em í þessi í réttri tímaröð frá árinu 1986: Guðmundur Ólafsson (Emil og Skundi), Kristín Steinsdóttir (Fransk- brauð með sultu), Kristín Loftsdóttir (Fugl í búri), Heiður Baldursdóttir (Álagadalurinn), Karl Helgason (í pokahorninu), Iðunn Steinsdóttir (Gegnum þyrnigerðið), Friðrik Erlingsson (Benjamín dúfa), Elías Snæland (Brak og brestir) og Guðrún H. Eiríksdóttir (Röndóttir spóar). ■ Listaklúbbur Leikhússkjallarans Haukur Morthens. Dagskrá verður í Leikhússkjallaranum á mánudags- kvöldið til minningar um þennan snilling íslenskrar dægutónlistar. A-mynd: E.ÓI. Minning um Síðasta dagskrá Listaklúbbs Leikhús- skjallarans í vetur verður mánudaginn 29. maí og er hún helguð Hauki heitn- um Morthens, einum af okkar ástsæl- ustu dægurlagasöngvurum fýrr og síðar. Sagt verður frá ferli Hauks og mörg af hans vinsælustu lögum sungin: Bjössi á mjólkurbílnum, Simbi sjómaður, Til eru fræ „og fleiri góð,“ einsog það er orðað f tilkynningu. Flytjendur þetta kvöld em leikaramir Hinrik Ólafsson, Valgeir Skagfjörð og Vigdís Gunnarsdóttir. Einnig koma fram Kormákur Geirharðsson slag- verksleikari og Einar Sigurðsson bassaleikari. Starf Listaklúbbsins hefur verið mjög blómlegt í vetur - dagskrárnar fjöl- breyttar - og skiptir fjöldi þeirra lista- manna sem troðið hafa upp á vegum klúbbsins hundmðum. , J>að þótti ekki fýsilegt að standa fýrir uppákomum á mánudagskvöldum, en það er óhætt að segja að tilraunin hefur tekist og Listaklúbburinn er kominn til að vera,“ segir jafnframt í tilkynning- unni. I haust hefst starfið svo að nýju með Bókmenntahátíð í Reykjavík sem haldin verður í Listaklúbbnum dagana 11. til 15. september. Dagskrár Listaklúbbsins hefjast klukkan 20:30 og er aðgangseyrir 500 krónur fýrir almenning, en 300 krónur fýrir félaga klúbbsins. Hauk Nýja brúin yfir Lækinn: Ráðgert að útbúa göngustíg á lækjarbakkan- um undir henni. ■ Hafnarfjörður Brú á Lækinn Ný brú yfir lækinn í Hafnarfirði verður formlega tekin í notkun í dag með því að börn af leikskólanum Hlíðarbergi ganga fylktu liði yfir hana. Brúin tengir Setbergshverfið við nýja hverfið í Mosahlíð. Upphaflega hafði verið ráðgert að veita læknum um ræsi undir veginn sem tengir þessi tvö hverfi en á fúndi bæjarráðs í september síðast liðnum var samþykkt að ráðast í brúarsmíð- ina. Með brúnni aukast möguleikar á notkun útivistarsvæðisins á Stekkjar- hrauni, sem liggur milli hverfanna. Brúin er samsett af fjórum stálbitum sem tengdir eru við steypta sökkla við hvom enda brúarinnar. Éfhisval og út- lit brúarinnar er með það í huga að undirstrika ákveðnar andstæður, byggð - óhreyft land, manngert - nátt- úrulegt. Hönnuðir brúarinnar^ eru Jakob Líndal og Kristján Ásgeirs- son arkitektar og verkfræðistofa Bjöms og Stefáns. Brúarvígslan hefst klukkan 15.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.