Alþýðublaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 5
HELGIN 25. - 28. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 lynda skáld glotti í skeggið og rumdi eitthvað óskiljanlegt, líklega eitthvað í þá átt að bæði værum við kjánar. En við sættumst svo og af því Matthías er sannur karlmaður var það fyrsta sem hann sagði við mig eftir sættimar: „Þetta var allt þér að kenna“ og af því ég er sönn kona sagði ég: „Það er alveg satt hjá þér, Matthías minn. Fyrir- gefðu.“ Hrafn, er Matthías ekki ör- ugglega í útlöndum núna?“ Oldungis ekki. En er ekki niður- staðan sú að bókmenntafrœðingum sé yfirleitt ekki treystandi fyrir Jón- asi Hallgrímssyni? „Niðurstaðan er náttúrlega sú að fjöldi bókmenntafræðinga hefur orðið sér til skammar með idjótísk- um túlkunum og skrifum um bók- menntir. Og bullið er svo yfirgnæf- andi að það nennir enginn að skammast yfir því lengur." Engu skáldi hlotnast slík ást Það er auðvitað búið að skrifa djöfuldóm um Jónas. Margt afþví er tómt bull. Hverjir hafa skrifað af viti um skáldið? „Guðmundur Andri, sá frábæri stílisti skrifaði grein um „Ferðalok" í TMM. Ég er mjög hrifin af þeirri grein. Guðmundur Andri er mjög næmur á skáldskap og hann kemur alltaf að kjarna málsins. Hann á að skrifa miklu meira um skáldskap en hann gerir.“ Ég minni á Hannes Pétursson. „Gleymum honum ekki. Hannes bullar ekki. Svo er það vitanlega Laxness. Merkilegt, Hrafn, að mestu bókmenntafræðingarnir eru skáld. Nei, ég tala einsog bjáni, það er bara einsog á að vera. Skáldin kunna að skrifa en þá list kunna fæstir bókmenntafræðingar. Við eigum reyndar menn einsog Krist- ján Árnason og Halldór Guðmunds- son en þeir mættu bara vera miklu afkastameiri, það sárvantar vel skrifaðar greinar um bókmenntir." Að lokum. Margt er á huldu um þetta ástsœlasta skáld okkar. Jafn- vel hvernig hann dó, hvar hann var grafinn, hverja hann elskaði. Held- urðu kannski að ímynd okkar af Jónasi séfjarri lagi? „Það kann vel að vera en það skiptir engu máli því við elskum hann, elskum hann eins heitt og hann á skilið. Það er ekki mörgum skáldum sem hlotnast slík ást.“ ■ ekki. Um leið missti ég allan áhuga á því að komast á spenann í bók- menntakreðsunum." „Kolbrún, þetta er akademísk stofnun" Svo eru það viðskipti ykkar Matt- híasar Viðars Sœmundssonar. ,Já, Matthías vinur minn. Af öll- um þeim mönnum sem ég hef þekkt þá er Matthías Viðar sá sem minnstan áhuga hefur á því að vera hamingjusamur. Hans eftirlætis- skáld eru ekki afkastamikil enda sleppa þau sjaldnast flöskunni, en þegar þau losa um takið til að taka sér penna í hönd þá yrkja þau um dauðann og djöfulinn. Matthías Viðar er ekki ýkja hrifinn af Jónasi. Ég held að honum þyki Jónas ekki hafa verið nógu mikill vesalingur og hafa borið sig of vel. Jónas kunni nefnilega að gleðjast yfir því smáa en skáldin hans Matthíasar sjá það smáa ekki fyrir tilvistarmyrkr- inu. Þegar ég tek mið af þeim mönnum sem Matthías Viðar hefur í hávegum þá skal engan undra að ég mætti í námskeið hans um Jónas Hallgrímsson í heimspekideild Há- skólans einungis til þess að gæta hagsmuna skáldsins. Eitt það fyrsta sem ég heyrði frá kennara mínum var: „Við munum kynna okkur skáldskap Jónasar Hallgrímssonar og komast að því að hann var stór- lega ofmetinn." Auðvitað gaggaði ég til hans hvort óumflýjanlegt væri að komast að þessari niðurstöðu. Hann leit á mig, við það að missa þolinmæðina og sagði: „Kolbrún, þetta er akademísk stofnun." Það var skiljanlega ekki framhald á þátttöku minni á þessu námskeiði, reyndar töluðumst við Matthías ekki við í hálft ár eftir þetta, og auðvitað mundi hann segja þessa sögu allt öðruvísi, lofaðu mér því að gefa honum ekki tækifæri til þess.“ Þú stendur með þínufólki. „Ég stóð með látnum snillingi gegn þeim lifandi. Ég verð að við- urkenna að einstaka sinnum hvarfl- aði að mér að tryggðin við Jónas væri varla þess virði því mér þykir jafn vænt um Matthías og þig, og ég hefði varla getað staðið á fýlunni lengur en þessa sex mánuði. A þeim tíma vældum við sitt í hvoru lagi í sameiginlegum kunningja, Þorsteini frá Hamri, um vonsku og heimsku hins aðilans, en það ró- Geirlaugur Magnússonir. iwji því þekkirðu blómin öll stórskáld snillíngur bláfjólur eyrarrós fífilinn frjóan vart til að detta dauðdrukkinn í stiga að slíkt yrði tíska allsráðandi yfirþyrmandi nýjasta tíska

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.