Alþýðublaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
HELGIN 25. - 28. MAÍ1995
Hrafn Jökulsson ræðir við Kolbrúnu Bergþórsdóttur
um skáldið ódauðlega sem hún hefur tekið að sér að vernda
Maður sem
og hann er
vitanlega dauður!
Einu sinni tók ég þátt í skoðana-
könnun um bókmenntir sem Kol-
brún Bergþórsdóttir efndi til í því
skyni að fá á hreint hver væru tíu
bestu skáld allra tíma. Ég sendi
henni iista yfir 10 eftirlætisskáldin
mín - en fékk hann endursendan
ásamt yfirlætislegum ónotum: gjöra
svo vel að leiðrétta þann misskiln-
ing að Steinn Steinarr sé betra
skáld en Jónas Hallgrímsson. Ein-
hverjir þátttakendur aðrir lentu í
ámóta raunum áðuren þeir komu
saman lista sem var Kolbrúnu
þóknanlegur. Og þarf að taka fram:
þegar úrslit voru tilkynnt reyndist
Jónas Hallgnmsson hafa hlotið
yfirburðakosningu sem besta skáld
íslenskrar tungu.
Þá varð Kolbrún glöð, enda er
hún mestur aðdáandi Jónasar Hall-
gn'mssonar sem nú er á dögum. Og
þá er nú langt til jafnað. Ég spjall-
aði við Kolbrúnu um skáldið hjart-
fólgna, ljóðin, ástina í lífi hans, -
og heilagt stríð hennar við kollega
sína í bókmenntafræðinni sem eng-
an skilning hafa á Skáldinu Hennar
Kolbrúnar.
Hvenœr barfundum ykkar Jónas-
ar fyrst saman?
„Það var í bamæsku minni þegar
hin gáfaða og vel lesna móðir mín
hafði yfir okkur systrum „Buxur,
vesti, brók og skó“ og
„Sáuð þið hana systur
mína“. Seinna, þegar
við vorum örlítið eldri,
fór hún með „Óhræsið"
og mér fannst þá að
það hlyti að vera harm-
rænasta ljóð íslenskrar
tungu. Síðan hef ég
ekki lagt rjúpu mér til
munns. Þegar skáldum
tekst að fá böm til að
hrífast eða óttast þá
tapa þau aldrei takinu þó bömin
eldist og hafa reyndar ekki ósvipuð
áhrif og foreldrar. Og þótt komi til
uppreisnar gegn foreldravaldi þá
tekst ekki að eyða áhrifunum. Ég er
mjög fegin því að það var Jónas
sem náði taki á mér fyrsta áratuginn
sem ég lifði. Á unglingsárum sveik
ég hann um stundarsakir fyrir
sjálfsmeðaumkunarvælið í Steini
Steinarr, en sá tiltölulega fljótt að
mér og sneri aftur í heimahaga.
Sfðan hef ég ekki vikið frá skáldinu
mínu og reyndar lagt mig fram um
að gæta hagsmuna hans eftir því
sem vit mitt hefur haft afl til.“
Eitt það fyrsta sem ég heyrði frá
kennara mínum var: „Við munum
kynna okkur skáldskap Jónasar
Hallgrímssonar og komast að því að
hann var stórlega ofmetinn."
við fomar ástir, og þá er hægt að
segja: „Ó, að ég væri orðin nýr og
ynni þér að nýju.“ Ég held að Jónas
hafi verið einfari og því ekki getað
fest sig í hjónabandi. Skáldið í hon-
um hlaut að harma Þóm
en ég held að hann hafi
ekki verið áfjáður í
hjónaband nema á veik-
leikastundum, svona
svipað og hendir mig og
þig á nokkurra ára
fresti.“
(iríniur Thomsen iis^o-isor.*
Jónas Hallgrímsson
Þú, sem áður foldar fljóð
fögrum ljóðum gladdir,
og til hreysti hraustum óð
hugi drengja kvaddir,
hefir nú fljóða og hölda sál
hryggt úr öllum máta;
þeir sem íslenskt mæla mál
munu þig allir gráta.
Úr fjörugu máli fegri sprett
fékk ei neinn af sveinum,
hjá þér bæði lipurt og létt
lá það á kostum hreinum.
Þú gast látið lækjar nið
í ljóðum þínum heyra,
sjávar rót og svana klið,
sanda bárur keyra.
Gast í brag við björgin foss
bráðum látið sinnast,
og hendingarnar heitum koss
hverja við aðra minnast.
Náttúrunnar numdir mál,
numdir tungu fjalla,
svo að gastu stein og stál
í stuðla látið falla.
fslands varstu óskabarn,
úr þess faðmi tekinn
og út á lífsins eyðihjarn
örlagasvipum rekinn.
Langt frá þinna feðra fold,
fóstru þinna ljóða,
ertu nú lagður lágt í mold,
lista skáldið góða!
Þú hefur vitanlega hrifist afásta-
rógœfu skáldsins, eða hvað?
„Allar kvenkyns vitsmunaverur
þrá að vera elskaðar af snillingi og
fá ort um sig ódauðleg kvæði.“
Hvað veldur þvt' að Jónas Hall-
grímsson er sveipaður Ijóma goð-
sagnarinnar umfram öll önnur
skáld?
„Hann var vitaskuld snillingur
sem drakk brennivín, elskaði konu
sem hann ekki fékk að eiga og dó
ungur. Það nægir venjulega til að
fylla upp í goðsögn. En ég held að
það auki enn á mátt goðsagnarinnar
hversu erfitt það er að gera sér
grein fyrir því hvemig maður hann
raunverulega var.“
Formóðir mfn
hryggbraut Jónas
Er þá einhver leið að brjótast í
gegnum goðsögnina um drykk-
fellda, óhamingjusama snillinginn
- hvernig maður heldur þú að Jón-
as hafi verið hvunndags?
„Ég held að hann hafi verið hlé-
drægur og viðkvæmur maður sem
vildi fá að vera í friði. Ég gæti trú-
að því að hann hafi myndað um sig
skel og hleypt fáum að sér og þess
vegna stundum virkað hranalegur á
ókunnuga, en hann hefur örugglega
verið allra manna kátastur í hópi
fárra einkavina. Ég held ekki að
hann hafi verið óhamingjusamur,
en stundum hefur honum leiðst, öll-
um einfömm leiðist einhvem tím-
ann og ef þeir em skáld-
snillingar þá yrkja þeir á
þeim stundum tregafull
ástarljóð."
Semsagt svona maður
einsog þig dreymir um
að kynnast?
„Þú þekkir mig of vel!
Gott og vel, maður sem
ég gæti elskað - og hann
er vitanlega dauður.
Annars var ein formóðir
mín sem hryggbraut
hann, einhver Knudsen
kvensa, og hafði um leið
af mér þá vegsemd að
verða afkomandi Jónasar
Hallgrímssonar. Það fyllir mig
stundum gremju."
Tölum aðeins um ástamál Jónas-
ar. Hver var stóra ástin í lífi hans?
„Ástin byggir á þroskaleysi þess
sem elskar, enda nennir enginn
sæmilega vel gefinn einstaklingur
sem kominn er yfir þrítugt að eyða
tíma sínum í svo bamslega íþrótt.
Hann er orðinn annar en hann var
og minnist hinnar fomu ástar ein-
sog hún hafi hent annan og öllu
saklausari mann. Þetta er kannski
eina færa leiðin til að halda tryggð
Hjónabandið
er dauði
listamannsins
Hefði það orðið ís-
lenskum bókmenntum til góðs ef
Þóra Gunnarsdóttir og Jónas Hall-
grímsson hefðu gengið í hjónaband
haustið 1828?
„Ef af því hjónabandi hefði orðið
þá hefði ljóðagerð Jónasar þróast á
þann veg að engin verulegur munur
væri merkjanlegur á skáldskap hans
og kvæðum Páls Ólafssonar. Eins-
og Hallgrímur Helgason myndi
segja, og vafalítið tala þar af
reynslu: Hjónabandið er dauði lista-
mannsins."
Þú ert þó ekki þeirrar skoðunar
að skáld þurfi að vera framúr hófi
óhamingjusöm til að geta skrifað?
„Sagði ekki Steinn Steinarr að til
að verða mikið skáld þyrftu menn
að hafa lent í lífsháska. Hefur Thor
ekki sagt eitthvað svipað? Já, menn
verða að búa við einhveijar þrautir
til að skáldið í þeim blómstri. Að
giftast prestsdóttur og eiga með
henni sjö böm kann einhveijum að
þykja svipa til lífsháska en mér
finnst það fremur í ætt við leiðinda
sjóvolk. Úr slíku kemur einungis
barinn og lemstraður skáldskapur.
En einsog ég sagði áðan þá held ég
ekki að Jónas hafi verið framúr hófi
óhamingjusamur, einungis mátu-
lega viðkvæmur og hæfilega þung-
lyndur, einsog sæmir skáldi."
Jónas gerði mig
að íslendingi
Þú segir það. Aðeins um skáldið
Jónas. Hvað finnst þér merkilegast
Helga Kress svaraði grein minni
aldrei en femíniskar vinkonur hennar
skutu á neyðarfundi og íhuguðu að
kæra mig fyrir meiðyrði. Það hefði
náttúrlega verið það besta að vera
dregin fyrir dóm fyrir að tala vel um
Jónas, en hinir femínisku vargar
kusu að draga sig í hlé.
við skáldskap hans?
„Þú mátt alls ekki spyrja mig að
þessu. Ég get ekki svarað þessu
einsog gagnrýnandi eða bók-
menntafræðingur, bara einsog hrif-
næm kona. Skáldskapur Jónasar er
það fallegasta sem ég hef lesið á ís-
lenskri tungu. Ég tek á móti honum
og legg hann að hjarta mér. En þeg-
ar ég fer að velta þessu fyrir mér þá
var það Jónas sem gerði mig að
náttúruunnanda. Það er skáldskap
hans að þakka að ég elska landið
mitt. Svo máttug eru hans verk. Ég
hugsa stundum um það, að ef ekki
kæmi til skáldskapur hans þá þekkti
ég ekki þjóðrækni og ættjarðarást
af eigin raun heldur einungis sem
hugtök. Jónas gerði mig að íslend-
ingi. Þegar ég hugsa einsog Guðrún
Ósvífursdóttur að ég unni ekki ís-
landi og vilji burt þá er það vegna
þess að ég hef gleymt Jónasi."
Bullið í femínistunum
Það fer ekki á milli mála að Jón-
as er þér afar kœr. Er ekki rétt
munað hjá mér að þú hafir lent í
ritdeilum við einhverja merka
frœðimenn vegna Jónasar?
„Ekki merka fræðimenn. Ég
skrifaði einu sinni grein í TMM
sem ég kallaði „Jónas Hallgrímsson
á tímum Júlíu Kristevu" þar sem ég
mótmælti femíniskri túlkun Helgu
Kress á „Grasaferð" Jónasar Hall-
grímssonar. Helga svaraði þeirri
grein aldrei en femíniskar vinkonur
hennar skutu á neyðarfundi og
íhuguðu að kæra mig fyrir meið-
yrði. Það hefði náttúrlega verið það
besta að vera dregin fyrir dóm fyrir
að tala vel um Jónas, en hinir fem-
ínisku vargar kusu að draga sig í
hlé. Ég held að það sem háfi farið
mest í taugamar á þeim við grein
mína var að ég neitaði að taka hin
femínisku fræði hátíðlega. Það á
aldrei að taka bulli sem fræði-
mennsku, en það fannst mér of
margir ágætir bókmenntamenn hafa
gert, kannski vegna þess að þeir
þorðu ekki að mótmæla, vissu að
svarið sem þeir fengju yrði: „Þið
eruð karlmenn og getið ekki skilið
reynsluheim kvenna." Ég er kona
og tel mig skilja skáldskap Jónasar
Hallgrímssonar en bullið úr femín-
istunum get ég ekki skilið sem
fræðimennsku. Ég skrifaði grein
mína til vamar Jónasi, ég lagði allt
mitt í hana og það er ekkert sem ég
hef skrifað sem ég er jafn stolt af.
Það hljómar kannski hrokafullt en
ég er viss um að Jónasi hefði líkað
hún.“
Alveg áreiðanlega, Kolla m(n. En
einu sinni heyrði ég líka að komið
hefði til handalögmála milli þín og
Ástráðs Eysteinssonar. Var það
ekki vegna hugmynda-
fræðilegs ágreinings
um Jónas?
,JÉg hef aldrei skilið
hvað Ástráður er að
reyna að segja í grein-
um sínum þannig að
ég geri mér enga grein
fyrir skoðun hans á
Jónasi. En í áður-
nefndri grein skamm-
aði ég hann, ekki bara
fyrir að margtaka und-
ir femíniska bullið í
Helgu, heldur einnig
fyrir að auka við það,
sem er vitaskuld enn
verra. Stuttu eftir að greinin komst
á prent hitti ég Ástráð á skrifstofu
hans og sagðist vonast til þess að
hann tæki þessi skrif ekki persónu-
lega. Hann varð arfareiður, en það
kom ekki til handalögmála, Ástráð-
ur er of kurteis til að standa í slíku.
Hann vísaði mér hinsvegar á dyr af
lítilli hlýju. Þá upplukust fyrir mér
lögmál bókmenntaheimsins, en þau
byggja á því að menn klappi hverj-
um öðmm á herðar með reglulegu
millibili og skiptir þá ekki máli
hvort menn hafa mælt af viti eða