Alþýðublaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 d u n rinnar Mikil er dýrð þjóðskáldsins. Ekki dugar minna en heilt Alþýðublað til að minnast hans og mæra - að sjálf- sögðu. Ýmsir voru til kallaðir að vitna og opnuviðtal við vemdara Jón- asar í nútímanum, Kolbrúnu Berg- þórsdóttur, svona til að árétta það að engin spellvirki verði unnin á goðinu. Hápunkti náði umfjöllunin þegar fé- lagi Össur lýsti því yfir að íslandslýs- ing Jónasar hefði orðið klassískur gullmoli. Mörg eru efin í sögunni, nema að sjálfsögðu snilld Jónasar. Pallborðið I Allt var þetta blað hið merkasta, enda ekki við öðru að búast. í skemmtilegri grein í blaðinu segir Jón Stefánsson að látin skáld séu eins konar stofustáss á íslandi. Jónas Hall- grímsson er helsta stofustáss íslenskr- ar menningar, yfir honum hvílir helgi. Jón Stefánsson vil afhelgun Jónasar, ævisögu sem færir okkur manninn og skáldið Jónas Hallgríms- son aftur. Helgidómur Jónasar er nátengdur öðmm helgidómi: íslenskri sjálfstæð- isbaráttu. Fram til þessa dags hefur íslensk þjóðemishyggja haft slík tök á pólitískri og menningarlegri orð- ræðu í landinu að allt annað en helgi- sagan um Jónas hefur verið nánast óhugsandi. Nýr skilningur og áhugi landsmanna á Jónasi verður án efa nátengdur nýrri orðræðu um menn- ingu þjóðarinnar, sjálfstæðisbaráttuna og minnkandi vægi þjóðemishyggju almennt í íslensku þjóðlífi. Ungt fólk nútímans mun vafalaust finna annað áhugavert í skáldskap Jónasar en sú kynslóð sem óx upp við draumana frá 1944. Frægasta ljóð Jónasar, fsland, er til að mynda tómt bull, svo notað sé orðfæri Guðmund- vndra Thorssonar. Ljóðið ísland er auðvitað samgróið íslenskri menn- ingu, en sagan hefur leikið innihald þess grátt. Rómantísk þjóðernis- hyggja á 19. öld jafnt hér á landi sem annars staðar hefur yfir sér blæ sög- unnar um Þymirós. Jónas Hallgríms- son var í hlutverki prinsins hugum- prúða sem kyssti hina íslensku Þymi- rósu með íslandsljóði sínu svo hún vaknaði upp frá sex hundruð ára svefni. Þessar forsendur em nú horfn- ar og ljóðið merkingarlaust. Oft er sagt að öll saga sé samtíma- saga í þeim skilningi að hver kynslóð skrifi söguna út frá sínum sjónarhóli og sínum hugmyndaheimi. Þegar hugmyndaheimur Fjölnismanna og nútíma Evrópusinna mætast, verður sagan að sjálfsögðu skrifuð á annan hátt en fyrrnm. Hefðin verður þó ekki umflúin með öllu, mýtan er enn hluti af okkur: hún ól okkur upp. Hin óumflýjanlega endurskoðun íslenskrar þjóðemishyggju er þegar hafrn af krafti og mun þegar yfir líkur umtuma sjálfsskilningi þjóðarinnar. Ný staða í alþjóðamálum, bylting í samskipun og þögult streð fræði- manna á bókasöfnum og skjalasöfn- um vinnur sitt verk hægt en ömgg- lega. Sá mæti Fransmaður Renan sagði fyrir meir en 100 ámm að for- sendan fyrir því að vera þjóð væri að misskilja sögu sína. Líklegt er að merking þjóðarhugtaksins breytist stórlega á næstu áratugum, og þjóð- emishyggjan heyri sögunni til eftir 200 ára litríkan feril. Hvað verður þá um ástmögur þjóð- arinnar? Að lokinni afhelgun ís- lenskrar sjáfstæðisbaráttu mun Jóni Stefánssyni sjálfsagt verða að þeirri ósk sinni að skrifaðar verða merkar ævisögur Jónasar. Kolbrún Berþórs- dóttir mun einnig fá nóg að gera við að verja ástina sína, sinn Jónas. Af- helgun Jónasar er veiðileyfi á ólíkar túlkanir og „helgispjöll" - alveg gríð- arlegt bull. Menn munu vaða elginn, láta vaða á súðum - láta vaða. Bulla. Höfundur er stjórnmálafræðingur. „Hin óumflýjanlega endurskoðun íslenskrar þjóðernishyggju er þegar hafin af krafti og mun þegar yfir líkur umturna sjálfsskilningi þjóðarinnar." h i n u m e < i n FarSide" eftir Gary Larson. Nú er búið að auglýsa starf sveitarstjóra á Hvolsvelli, sem ísólfur Gylfi Pálmason, nýkjörinn þingmaður Framsóknar, gegndi við góðan orðstír. Sveitarstjórastarfið á Hvol- svelli þykir greinilega góð- ur biti: hátt i 50 sóttu um stöðuna. Nema mönnum þyki staðan ávísun á enn frekari vegtyllur í tilver- unni... Rekstur margra héraðs- fréttablaða hefur gengið erfiðlega að undanförnu. Nú var eitt yngsta héraðs- fréttablaðið að koma út í síðasta sinn, Eyfirska frétta- btaðií), sem hóf göngu sína á Dalvík í fyrra. Um var að ræða vikublað sem Pröst- ur Haraldsson, gamal- reyndur blaðamaður, rit- stýrði. í síðasta tölublaðinu lýsir hann áhyggjum yfir því hve rekstur óháðra hér- aðsblaða gangi illa, „en vonandi kemur sá tími aldrei að þessir nauðsyn- legu fjölmiðlar gefast end- anlega upp fyrir markaðs- lögmálum sjónvarpsdag- skránna"... Við erum þegar búin að segja frá nokkrum ís- lenskum skáldverkum sem væntanleg eru síðar á ár- inu. Nú heyrum við að næstum full- víst sé að þau Ólafur Gunnarsson og Steinunn Sigurðar- dóttir sendi frá sér skáld- sögur. Þar ættu að vera forvitnileg verk á ferð... r Inýju Fréttabréfi Kvenna- listans er talsverð úttekt í kjölfar auðmýkjandi kosn- ingaósigurs. Starfshópur tilgreinir fjölmargar ástæð- ur fyrir ósigrinum: aðrir flokkar hafi „stolið" stefnu- málunum, Þjóðvaki hafi haft svipaðar áherslur og þar að auki konur í fremstu víglínu. Þá er og sagt að framboðsmál á Reykjanesi hafi „áreiðanlega haft slæm áhrif, enda fjölmiðlar fúsir að dreifa ásökunum um klíkuskap, skipulags- leysi, kúgun og ofbeldi"! Flokkskonur velta líka fyrir sér hvort útafskipta- reglan svokallaða sé gengin sér til húðar og hvort sérstaðan hafi gufað upp þegar Kvennó tók þátt í Reykjavíkurlistanum og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri. Síðust en ekki síst í na- flaskoðun kvenna er sú spurning hvort þær séu orðnar „of hefðbundnar" þarsem ýmsum hafi þótt „- vanta fjörið og ferskleikann í kosningabaráttuna". Væntanlega munu þing- konur Kvennó fylgja þessu eftir með geggjuðu fjöri næstu fjögur ár... „Ókei, Sæmi. Það getur vel verið að ég hafi ekki hitt neinn þeirra, en get þó allavega huggað mig við það, að ég náði að rústa gjörsamlega veisluhaldinu hjá þessum helv... froskum!" fimm á förnu Hversu gamall verður Clint Eastwood í dag? Rétt svar: Hann á 65 ára afmæli m e n n Voðalega skapvondur Frakki skrifar í DV í gær um íslenska frægð og frama og er að reyna halda því frani að heimsbyggðin standi ekki á öndinni ár og tíð, fyrr og síð yfir íslenskum frægðar- konum og -mönnum. Oddur Ólafsson var í hörkustuði Á vídavangi íTímanum ígær. Maðurinn er svo blindaður af frönskum menningarhroka að hann heldur því jafnvel fram að flestir landa sinna viti ekki einu sinni að Frakkar urðu heimsmeistarar í göf- ugustu íþróttagrein allra tíma, hand- boltanum, í frábærlega vel skipu- lagðri keppni í fremsta boltaleikja- og kraftlyftinga-mannalandi heims. Oddur enn á flugi. Er einsog að skylmast með vasahníf við mann með sverð. Lúövík Friðriksson kaupmaöur í Kársneskjör um samkeppni við stórmarkaöina. Kópavogspóstur- inn. Brot á leikreglum stóra bróður í Evrópu verða vart tekin neinum vettlingatökum. Því má allt cins búast við því, ef ritstjóri Vestfirska fréttablaðsins fylgist ekki nógu grannt með nafnskírteinum sölu- fólks, að þá verði hann settur á bakvið lás og slá. Höröur Kristjánsson í leiðara Vestfirska frétta- blaðsins um áhrif frá tilskipunum ESB um vinnu- vernd barna og unglinga. Margar reynslusögur mætti segja af kvennalistakonum, sem lentu í losti hér og þar um landið. Fréttabréf Kvennalistans, þarsem fjallað var um þá stund á kosninganótt þegar flokkurinn datt af þingi. Villtir á Vefnum Jæja, þá er mestur hrollur loks horf- inn úr Villtum eftir brokkgenga helgi, Atró-geimið farið að rifjast upp í dít- eils, menn að mestu hættar að sítera í Jónasar-tribjútinn, blúsgrúvið mánudagsins bölvaða að baki og Ámundi mættur á klakann, undar- lega fölur á vangann eftir velheppn- aða hálfraraldarafmælisheimsókn til Spanjóla. Sjagga, sjagga, sjagga, sjagga, sjagga, sjagg! Hann tók í höndina á mér, heilsaði mér! Jamm. Fínt. Og Creation Records nefnist breskt tónlistarútgáfufyrirtæki sem á snærum sínum hefur eyrnakonfekts- gerðarmenn á borð við þá sóma- kæru öðlingsdjammara sem skipa súpergrúppurnar Oasis, The Boo Radleys og The Jazz Butcher Con- spiracy. Allt um Creation og böndin sem Villtir elska svo heitt er að finna á heimasíðunni http://www.mus icbase.co.uk/music/creation þar- sem sæberlistagoðið Ed Ball segir hina 12 ára sögu Creation í mátulegu máli og meitluðum myndum. Meðal innihalds eru dagbókarbrot Martin Carr úr TBR frá upptökum Wake Up! hvar hann segir frá mikilvægi þess að stútfylla ísskápa í hljóðverum af bjór og svo framvegis. Helgi : Gefðu okkur grið - fyrir grænum frið! Jömmí, jömmí... Snorri Þórisson, fram- Gerður Gunnarsdóttir, kvæmdastjóri: Hann er sjö- fiðluleikari: Gamli sjannörinn tíuáraídag. verður sjötíuogfjögurra ára. Baldur Stefánsson, skóg- Ásta Garðarsdóttir, móðir: ræktarbarþjónn: East- Hannersjötíu áratöffari. wood..., þessi sköllótti með sleikjóinn? Er hann ekki jafn- gamalJ Morgan Kane? María Roff, vegfarandi: He’s seventy years old... & there goes a real man! veröld ísaks Jean Marie Collot d'Herbois (1750-1796) var kannski ekki tilþrifa- mikill eða yfirhöfuð frambærilegur leikari. Og það getur vel verið að áhorfendur í Lyons í Frakklandi hafi verið í fullum rétti þegar þeir gerðu eitt sinn aðsúg að honum með for- mælingum og óbótaskömmum - í miðri leiksýningu - eftir hörmulega frammistöðu á sviðinu. En það verður þó að viðurkennast að það var ákveð- inn stíll yfir Collot d'Herbois þessum; stíll sem hann sýndi glögglega þegar hann sneri afturtil Lyons sem valda- mikill dómari og hafði aðeins eitt í huga: Hefnd! Það var sambyltingar- maður hans, böðullinn Robespierre, sem skipaði Collot d'Herbois og á skömmum tíma náði leikarinn mis- heppnaði að hefna óbilgjarnrar gagn- rýninnar svo um munaði með því að senda um sex þúsund borgara Lyons rakleiðis undir velbrýnda fallöxina. Það er jafngott að tilfallandi fórnar- lömb Súsönnu okkar Svavarsdóttur öðlist ekki slík völd í náinni framtíð... Byggt á toamc Asimov's r'' Book offacts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.