Alþýðublaðið - 31.05.1995, Síða 6

Alþýðublaðið - 31.05.1995, Síða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ1995 n n i n Þórey Friðbjörnsdóttir: Handhafi bókmenntaverðlaunanna 1995. ■ Verðlaunabókin Epla- sneplar eftir Þóreyju Frid- bjömsdóttur komin út „Verður maður piparsveinn að eilffu?" - spyr söguhetjan Breki Bolla- son á ögurstundu í lífi sínu. Vaka-Helgafell hefur gefið út bók- ina Eplasnepla eftir Þóreyju Frið- björnsdóttur. Algengt er að slíkar bækur komi út á haustdögum og hefúr lítið framboð því verið á lesefni af þessu tagi í bókabúðum utan þess tíma. Það er að segja: ef frá eru taldar þær bækur sem hlotið hafa íslensku barnabókaverðlaunin undanfarin tíu vor. Þórey hlaut einmitt fslensku bama- bókaverðlaunin 1995 á dögunum og í umsögn dómnefndar segir: „Sagan er sögð á nýstárlegan hátt og skrifuð af mikilli leikni. Höfundur hefur næman skilning á reynsluheimi íslenskra barna og unglinga [enda kennari í Hlíðaskóla] og setur dagleg vandamál og spurningar sem vakna í einkar spaugilegt ljós.“ í kynningu útgefanda á bókarkápu segir að Eplasneplar sé „fyndin og bráðfjörug saga“ og smellfyndin fyrir stráka og stelpur á öllum aldri. Þar er jafnframt vitnað í söguhetjuna Breka Bollason: „Afhverju má maður ekki vaka fram eftir á kvöldin og kveikja í flugeldum inní herbergi? Og hvað á maður að gera þegar draumadísin tek- ur ekki einu sinni eftir manni þótt maður sé kominn með gel í hárið og klæddur í gamla leðurjakkann hans Ragga frænda? Verður maður pipar- sveinn að eilífu?“ Þórey Friðbjömsdóttir hefur áður skrifað unglingabækumar Aldrei aftur árið 1993 og Þegar sálin sér ári síðar. Eplasneplar er 136 blaðsíðu. Krist- ín Ragna Gunnarsdóttir gerði kápu- mynd bókarinnar og G.Ben-Edda prentstofa hf. sá um prentvinnslu hennar. Bókin kostar 1.490 krónur. Minningardagskrá um Hauk Morthens var haldin í fyrrakvöld í Þjóðleikhúskjallaranum og tókst hún vel. Varflytjendum vel tekið eins og þessar myndir bera glöggt með sér. Það er lítil hætta á því að Haukur og lögin hans gleymist. Valgeir Skag- fjörð söng og spilaði á píanó og annaðist útsetningar á lögun- um og aðlagaði þau að flytjendum, sem voru auk hans: Hinrik Ólafsson, Vigdís Gunnarsdóttir (söngur og kynningar), Kor- mákur Geirharðsson trommur og Einar Sigurðsson bassi. Umsjón með dagskránni hafði Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Einar Ólason, Ijósmyndari Alþýðublaðsins, lét sig ekki vanta. Leikararnir og söngvararnir Hinrik Ólafsson og Vigdís Gunnarsdóttir lifðu sig inn í lögin sem Haukur Morthens gerði fræg. Það er ekki að efa að Ijúfar minningarnar hafi gert vart við sig á þessu borði. Dýrleif Örlygsdóttir klappar flytjendum iof í lófa, likast til ekki síst Kor- máki sínum Geirharðssyni, sem sveiflaði burstunum yfir snerlinum alveg eins og herforingi. Og yngri kynslóðin lét sig ekki vanta heldur. HÚSNÆÐISNEFND KÓPAVOGS Umsóknir Húsnæðisnefnd Kópavogs vekur athygli á, að umsóknar- frestur um félagslegar eigna- og kaupleiguíbúðir rennur út þann 6. júní nk. Þeir einir koma til greina sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1. Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign. 2. Eru innan eigna- og tekjumarka sem Húsnæðisstofnun ríkisins setur. 3. Sýna fram á greiðslugetu sem miðast við að greiðslu- byrði lána fari ekki yfir 30%. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Húsnæðis- nefndar Kópavogs að Fannborg 4, sem er opin frá kl. 9-15 alla virka daga. Athygli er vakin á því, að ENDURNÝJA ÞARF ELDRI UMSOKNIR og ef fólk óskar eftir að flytja sig til inn- an kerfisins, þarf að leggja fram nýja umsókn. Nánari upplýsingar veittar hjá Húsnæðisnefnd Kópavogs, Fannborg 4, eða í síma 45140 frá kl. 11-12 alla virka daga. Húsnæðisnefnd Kópavogs. New York á þriðja áratugnum? Regnboginn: Bullets Over Broadway Aðalhlutverk: John Cusack, Di- anne Wiest, Jennifer Tilly ★ ★ ★ ★ Sjö tilnefningar til Óskarsverðlauna hlaut mynd þessi í vetur og Dianne Wiest verðlaunin fyrir besta leik konu í aukahlutverki. Þykir myndin jafnvel besta mynd Woody Allen. - Gerist myndin í New York á þriðja áratugn- um, eins og varðveist hefúr í þjóðsög- um. Og er hún í raunsæisstíl - að minnsta kosti á yfirborðinu. Ungum leikritahöfundi býðst upp- færsla á einu leikrita sinna, (en þá upphefð hefur hann enn ekki hlotið). Einn jöfur undirheima vill koma ást- konu sinni upp á fjalirnar, en með henni á æfingar sendir gæslumann, til að ekki haldi hún framhjá honum. Sá tekur að lifa sig inn í æfmgamar og að stinga upp á texta-breytingum, sýni- lega til bóta, en lítur þá af ástkonunni. Mun ekki þurfa að rekja þá sögu. Samtöl, leikur, sviðsetning, kvik- myndun, - allt er þetta með mestu ágætum. Stendur myndin undir til- nefningum sfnum. Kvikmyndir | Ein hátíðar- myndanna? Borgarbíó: Ed Wood Aðalhlutverk: Johnny Depp, Martin Landau, Sarah Jessica __________Parker_________ ★ ★ ★ í Hollywood á eftirstríðsárunum gerði Edward D. Wood við misjafnan orðstír ódýrar spennumyndir. Urðu ekki ófáar þeirra dregnar í dilk vísinda- skáldskapar. Var hann (1974?) kjörinn versti kvikmyndaléikstjórinn og varð sá titill honum til nokkurs frama. - f síðari heimsstyijöldinni gat Wood sér gott orð, var sæmdur heiðursmerki fyr- ir vasklega framgöngu upp strönd gegn kúlum óvina. Þótt elskur væri að Haraldur um Ed Wood: „...mun hún einkum skírskota til hóps kvik- myndaunnenda, en sumum þeirra mun þykja hin frábæra kynningar- runa í upphafi nægilegt tilefni til að líta hana augum." konum, hafði hann gaman af að ganga í kvenklæðum. Og fyrsta vinsæla kvik- mynd hans var Glen og Glenda, um kynskiptinginn Christine Jörgensen. Kvikmynd þessa hefur Tim Burton gert um starfsár Woods í Hollywood og þá jafnframt um vináttu hans við Bela Lugosi síðustu æviár hans. Myndin er svart-hvít, og þótt tíma- skekkja virðist í fyrstu, nýtur hún þess til að draga fram Hollywood sjötta og sjöunda áratugarins. Og kann henni að vera ætíað að minnast aðnokkru aldar-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.