Alþýðublaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ1995 m e n n ■ Clint Eastwood er 65 ára í dag. Því fagnar Jakob Bjarnar Grétarsson heilshugar og hafði samband við nokkra af handahófi sem þóttu líklegir til að vera samstiga honum í skilyrðislausri aðdáun á þessum mikla meistara. Það gat ekki klikkað ahead Clint er orðinn 65 ára en hann gæti þess vegna verið 165 ára. Það er af því að hann er eilífur. í honum kristallast hið grjótharða eðli karldýrsins. Eitt- hvað sem menn vilja miða sig við og heldur í þeim lífinu. Ef tilvistarspurn- ingarnar verða of þungbærar þá er rétt að hugsa til Clints. Hann stendur fyrir það að komast af: Að berjast fyrir lífinu af fullkomnu skeytingarleysi um það hvernig það fer með þig sem manneskju. Enda skiptir manneskjan í sjálfu sér litlu máli þegar hún er dauð. Ef einhver gæti leikið Bjart í Sumar- húsum þá er það Clint. Ekkert fær honum haggað. Dýrlingar stæla ekki aðra Valdimar Öm Flygenring, leikari og trúbador: „Clint er mikili minimal- isti í leik. Hann er eins og fljót sem streymir lygnt áfram en er alltaf jafn þungt og mikið. Þetta er engin lækjar- spræna. Clint ber af öllum sem þessi hrái einfaldi harðjaxl. Honum hefur tekist að túlka hann öðrum mönnum betur. Charles Bronson náði, þegar hann var upp á sitt besta, góðum tök- um á því lflca. En Clint er toppurinn: Dirty Harry og Magnuminn: Go ahead punk. Make my day! Þegar ég heyrði setninguna fannst mér þetta vera one- liner ársins. Vissulega setning sem gæti verið sú síðasta sem einhver heyrði á ævinni. Og þá eru Dollara- myndimar ekki síðri. Þær fylgdu manni í gegnum æskuna og það má segja að þær hafi orðið til þess að ég tók ákvörðun um að verða leikari. Ég veit ekki hvort að það sé vegna þess að ég er að réttlæta það fyrir sjáifum mér að ég sé að eldast en það sem hefur gerst með Clint og aldurinn er að hans eigin karakter fer að krist- allast. Hann hættir að vera þessi töffari eða gæi sem er að rembast (eða öllu heldur sem flestir halda að sé að rembast - hann bara er svona) og verður algjörlega hann sjálfur. Það er engin tilviljun að hann er að leika í Brýmar íMadisonsýslu núna. Einmitt þennan ljósmyndara sem stöðugt er að segja við sjálfan sig: Ég er ein af þess- um manngerðum sem er að hverfa. Það er reyndar furðulegt að hafa Meryl Streep í þessu en ég óttast ekki um Clint. Hann er gegnumheill. Það má eiginlega segja að hann sé kominn í dýrfingatölu. Og þá sem hinn eini sanni dýrlingur á eigin forsendum. Dýrlingar geta ekki verið að stæla neina aðra. Þið skilið kveðju til hans frá mér. Clint er stór partur af mínu uppeldi. Hann á sinn þátt í að hafa komið mér til manns og á sjálfsagt efitir að vaxa innra með mér. Alveg á vissu plani. Hann er mjög sérhæfður en það er ein- mitt í sérhæfmgunni sem snilldin kristaflast. Að vinna á því sviði sem menn eru bestir. Þá fyrst ná þeir tök- um á hinum æðsta sannleik og breyt- ast í dýrlinga." Engar sætar í Clint-myndum Egill Helgason, kvikmyndagagn- rýnandi: „Það er einkennilegt með Clint að hann varð fyrst stjama í Evr- ópu, og svo í Ameríku. ítalinn Sergio Leone, sem var höfúndur spaghett- ívestranna þar sem Clint varð ffægur, var einhvemtíma spurður af því hvað hann hefði séð í Clint sem enginn í Ameríku hafði komið auga á. Leone sagði eitthvað á þessa leið: Þegar Michelangelo var spurður að því að konur í myndum Clints em nánast undantekningafaust í ljótu deifdinni. Lfldegt telst að konur séu slflc aukaat- riði að það er tafið ástæðulaust að hafa þær með, okkur strákunum til tmflun- Sjón Þetta er Messíasinn og sem alltaf er mættur með sitt logandi sverð. A-mynd: E.ÓI. Svo drap hann þá alla Bjöm Jörundur, poppari: „Cfint kenndi mér að skjóta. Hann var meg- inuppistaða allra minna byssuleikja og augnaráðsins sem ég kom með inn úr byssó í drekkutímann. Uppáhalds- myndin mín með Clint er lfldega Un- forgiven. Þá er hann að leika mann mjög illa farinn af byssuleik. Byssóið nær hámarki í þeirri mynd. Það er al- varlegt byssó sem er farið að öðlast allt aðra og dýpri merkingu heldur en nokkum tíma í upphafi þegar þetta snerist bara um að drepa. Enda hlífði hann þeim alveg þangað til á síðustu mínútunum. Þá var ekki hjá því kom- ist að gera eitthvað í málinu og þá Egill Helgason Leikarar eins og Robert DeNiro leggja allt uppúr því að sýna tilfinningar, Clint er hins vegar geispandi yfir þessu öllu. A-mynd: E.ÓI. Valdimar Örn Flygen- ring Vissulega setning sem gæti verið sú síðasta sem einhver heyrði á ævinni. A-mynd: E.ÓI. hvað hann hefði séð í marmarablokk- inni sem hann valdi úr hundrað öðmm marmarablokkum, svaraði hann: Ég sá Moses! Ég mundi gefa sama svar við spumingunni, bara öfúgt, sagði Le- one: Það sem ég sá í Eastwood var marmari, ekkert annað. Leone var svo spurður að því hvemig hann myndi bera saman Clint og leikara á borð við Robert DeNiro. Leone svaraði að þeir tilheyrðu ekki einu sinni sömu atvinnugrein. Það væri eins og ekkert væri einfaldara fyrir DeNiro en að klæða sig í nýja og nýja persónuleika, hann gæti skipt um hlutverk eins og aðrir um skyrtu. Clint klæddi sig hins vegar bara í gömlu brynjuna og setti hlífina fyrir andlitið á sér þannig að skrölti í. Það sé einmitt þessi andlitshh'f sem er lykillinn að persónunni hans. Hann gengur um eins og hálfsofandi í kúlnahríð og sprengjuregni og breytist aldrei neitt - hann er alltaf sama marmarablokkin. Þannig er Robert DeNiro leikari en Clint er fyrst og ffemst stjama. Leikar- ar eins og Robert DeNiro leggja aflt uppúr því að sýna tilfmningar, Clint er hins vegar geispandi yfir þessu öllu. Eitt í viðbót. Ég hef tekið eftir því Hrafn Gunnlaugsson Ég sá að honum leið illa í þessum búningi en ég var alveg steinhissa á því hvað hann varð í raun og veru kvenlegur. A-mynd: E.ÓI. Björn Jörundur Hann var meginuppistaða allra minna byssuleikja og augnaráðsins sem ég kom með inn úr byssó í drekkutímann. A-mynd: E.ÓI. klikkaði hann ekki. Enda var hann bú- inn að gefa út yfirlýsingar um að hann hafi drepið, dýr, hunda, konur og böm og bara allt sem hreyfðist. Svo drap hann þá alla. Það er rosalegt byssó. Núna vil ég fara að sjá hann sem Bandaríkjaforseta. Hann hefur mikla reynslu af stjómunarstörfum, sem til dæmis Ronnie hafði ekki, leikstýrt sínum kvikmyndum og verið borgar- stjóri." Sendiboðinn hefur talað Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón), rithöfúndur: ,,Ég er einlægur Clint-aðdáandi. Sam Shepard sagði, í blaðaviðtali fyrir ekki Iöngu þegar hann var spurður hvað maður þyrfti að hafa til að vera rithöfundur, að það væri eiginlega bara eitt og það er að geta verið einn. í Clint er þessi of- boðsfegi styrkur og þessi gífurlegi hæfileiki að vera einn og vinna verkin. Ætli það sé ekki þetta sem snertir við mér og ég finn mig í. Ferill Chnts er ákaflega merkilegur. Hann kemur fyrst fram á sjónarsviðið sem hið fjallmyndarlega ungmenni í Rawhide-sjónvarpsþdttunum og Doll- aramyndimar em í raun h'til guðspjöll: Að koma upp í gegnum spaghett- ívestrann, sem var deconstruction á vestranum ameríska, er meira en að segja það. Clint er þátttakandi í því með Sergio Leone sem hefði sjálfsagt aldrei getað gert þetta án hans: Að taka vestrann og skilgreina hann al- gjörlega upp á nýtt; sýna flórinn og það allt. Fyrir utan að þessar myndir em mýtólógískar. Þessi þögn sem um- lykur Clint þar til hann tekur út úr sér vindlinginn og hás röddin segir eitt- hvað sem síðar varð: Go ahead, punk. Make my day! Þá veit maður að sendiboðinn hefur talað. Það er allt aðdáunarvert við þennan mann og ég hef snúið nokkmm kon- um til Clint-trúar. (Ha???) Já, já. Þær sem héldu að þetta væm bara byssu- myndir fyrir stráka. En þama koma fyrir gallharðar og fínar kvenhetjur. Sandra Locke er til dæmis með hon- um í mörgum myndum og stendur sig vel. En þetta sýnir fyrst og fremst að sendiboðinn funkerar á öllum stigum samfélagsins. Hann hfir á öllum tím- um við allar aðstæður. Þetta er Messí- asinn og sem alltaf er mættur með sitt logandi sverð. Clint er djarfur og spennandi kvikmyndahöfundur. Til dæmis hvemig þessi ást hans á jass-tónlist varð til þess að tónhst í myndum á borð við Dirty Harry er útfríkað jassf- unk sem gengur gegn öllu sem hét kvikmyndatónhst á þeim tíma. Hann nær fram allt öðrum áhrifúm en aðrir. Svo kemur hann fram sem hinn mikli sögumaður í The Unforgiven. Hann kaupir handritið einhveijum tíu ámm áður en hann gerir myndina. Svo bíður hann rólegur eftir því að hann verði eldri og hrukkóttari og veðurbarðari allur til að passa í hlut- verkið. Og þegar menn em með svona langtímaverkefni serrí ganga fullkomlega upp er ekki annað hægt MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 5 m e n n en að stilla þeim við hhð þeirra stærstu á þessari öld.“ Ríður burt á múlasna Hrafn Gunnlaugsson, kvikmynda- leikstjóri: „Chnt er andhetjan sem Sergio Leone bjó til. Maðurinn sem ríður burt á múlasna þegar hann er bú- inn að skjóta alla í þorpinu. Ég man fyrst eftir honum í Hnefafylli afdoll- urum, ég sá aldrei þessa kúrekaþætti, nema einhver brot, en þar er hann mjög hlægilegur með bamarassaand- lit. Leone hefur haft mikil áhrif á mig rétt eins og Dostojevsky í bókmennt- unum. Það er kannski fyrst og fremst ffásagnatækni og týpumar sem hann býr tíl. Andhetjan hefur gengið aftur í Morgan Kane og öllum skohanum - búið að reyna að stæla þetta alveg endalaust. Svo fór Clint að leikstýra sjálfur og gerði margar vondar mynd- ir. En í síðustu myndinni var eins og það kæmi eitthvað. Þar held ég að hann hafi hreinlega farið í skóla hjá sínum gamla meistara Leone því Un- forgiven er að mörgu leyti mjög góð mynd. í henni er mjög svipuð ffá- sagnatækni og hjá Leone ef menn hafa stúderað myndmál. Karakteruppbygg- ingin er mjög lflc. Hann er að vitna í Blondie - manninn án nafns. Þessi maður er orðinn gamall og dettur af baki. Hann á að hafa verið mikill byssumaður og vígamaður en liggur þama með svínum. Myndin hefði aldrei náð að verða það sem hún er nema vegna þess að menn þekkja hin- ar myndimar. Hún nýtur þess að byggja á goðsögninni. Eg sá Eastwood í einhverri lög- reglumynd þar sem hann fór í kven- mannsföt. Hann þurfti að dulbúa sig sem kvenmann út af eiturlyfjasölum eða bófum. Þar þótti mér honum tak- ast nokkuð vel upp. Ég sá að honum leið illa í þessum búningi en ég var al- veg steinhissa á því hvað hann varð í raun og vem kvenlegur. Þetta móment þekkjum við. Hetjan þarf að bregða sér í fáránleikabúning. Eins og Gísli Súrsson þegar hann leikur Ingjalds- fíflið til að sleppa. Það er þekkt bragð að láta hetjuna leika fífl á ögurstundu eða bregða sér í búning sem er and- stæður eðh hetjunnar. Þama þurfti hörkutólið sem sagt að leika gleði- konu. Leone gerir hann mjög mýtólógísk- an. Ég held að leikstjórar búi til leik- stjóra. Þetta verður eins og kóral- vinnsla. í sama stfl: Liv Ullman er farin að leikstýra sem hún hefði aldrei gert nema af því að Ingmar Bergman leikstýrði henni í upphafi. Þessar myndir hennar em ekki nema dauft bergmál af myndunum hans. Eins með Eastwood en þar sem honum tekst best upp verður þetta nokkuð skýrt bergmál. Leone er einn af þess- um klassfsku stóm kvikmyndaleik- stjórum og það væri absúrd ef East- wood vitnaði ekki í hann enda getur hann ekki annað. Hann tilheyrir þess- ari goðsögn." ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.