Alþýðublaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 m e n n i n g Samkeppnisráð úrskurðar um fjárhagslegan aðskilnað Framleiðendur höfðu sigur á Sjónvarpinu Samkeppnisráð hefur kveðið upp úrskurð þar sem mælt er fyrir um fjár- hagslegan aðskilnað milli þess hluta rekstrar Ríkisútvarpsins sem annast öflun og útsendingu á dagskrárefni og þess hluta rekstrarins sem snýr að framleiðslu dagskrárefnis Sjónvarps. Aðskilnaðurinn skal eiga sér stað ekki síðar en 1. júh' á næsta ári. Aðdragandi að þessari ákvörðun Samkeppnisráðs er sá að á liðnum vetri barst erindi ffá Framleiðendafé- laginu, sem em samtök félaga og fyr- irtækja sem framleiða kvikmyndir, þar sem lýst er samkeppnislegu misrétti sem félagsmenn telja sig sæta í við- skiptum við Ríkisútvarpið - Sjónvarp. Gerði félagið þá kröfu með vísan til ákvæða samkeppnislaga að þær deild- ir Sjónvarpsins sem stunda fram- leiðslu innlends dagskrárefnis verði fjárhagslega aðskildar öðmm rekstri Ríkisútvarpsins. Sjálfstætt starfandi kvikmyndagerð- armenn hafa lýst því að þeir sem stjórni innkaupum á innlendu dag- skrárefni Sjónvarpsins beri saman kostnaðaráætlanir kvikmyndafram- leiðenda annars vegar og kostnaðar- áætlanir fyrir dagskrárgerð Sjónvarps- ins hins vegar þegar ákvarðanir em teknar um dagskrárkaup eða fram- leiðslu. Hins vegar sé bókhald Sjón- varpsins ekki sundurliðað með þeim hætti að þar komi ffarn raunverulegur kostnaður við eigin framleiðslu dag- skrárefnis. Ríkisútvarpið hefur ekki hnekkt þessum fullyrðingum. Samkeppnisráð féllst á röksemdir kvikmyndaframleiðenda og í heild sinni hljóða ákvörðunarorð Sam- keppnisráðs þannig: „Til að kostnaðaráætlanir Ríkisút- varps - Sjónvarps gefi glöggar og raunhæfar upplýsingar um þann fasta og breytilega kostnað sem fellur til vegna framleiðslu innlends dagskrár- efnis stofhunarinnar, þannig að sjálf- stætt starfandi kvikmyndaframleið- endur búi við sanngjamari samkeppn- isskilyrði, mælir Samkeppnisráð fyrir um fjárhagslegan aðskilnað, annars vegar milli þess hluta rekstrar Ríkisút- varpsins sem annast öflun og útsend- ingu á dagskrárefhi og hins vegar þess hluta rekstrarins sem snýr að fram- leiðslu dagskrárefhis Sjónvarps, eigi síðar en 1. júh 1996. Er þetta gert á grundvelli 2. mgr. 14. gr. samkeppnis- laganr. 8/1993.“ ■ Norræna húsið íVatnsmýrinni Skandínavar spá í margmiðlun Norræn ráðstefna um margmiðlun (multiinedia) verður sett í dag í Nor- ræna húsinu og stendur hún framá laugardag. Meginmarkmið ráðstefn- unnar er að fjalla um hvemig hægt sé að þróa gerð einfaldrar alfræði (lexi- kon) á geisladiski fyrir unglinga og fullorðna sem hafa takmarkaðan mál- þroska og málskilning. Það er Svein Hage, starfsmaður Kunnskaps-forlagsins í Osló, sem flyt- ur inngangsfyrirlesturinn og þará eftir munu fulltrúar Norðurlandaþjóðanna kynna verkefni í margmiðlunarformi frá viðkomandi löndum. í því sam- bandi má nefna kynningu á finnskum rithöfundum og skáldum - og léttar matreiðslubækur. Ráðstefnan er haldin á vegum starfsnefndar Norðurlandaráðs sem vinnur að gerð og útgáfu efnis á auð- lesnu máli fyrir alla aldurshópa þroskaheffra. Hér á landi hefur Náms- gagnastofhunin eitt forlaga sinnt þessu verkefni. Ennfremur hefur starfs- nefndin fjallað um flokkun og skrán- ingu á auðlesnu efhi fyrir bókasöfh og möguleika á norrænum gagnagrunni. Um tuttugu manns frá Norðurlöndun- um sækja ráðstefhuna auk íslendinga. Fulltrúar frá Námsgagnstofnun og Landssamtökunum Þroskahjálp eiga sæti í starfsnefndinni og hafa þær Sylvía Guðmundsdóttir og Gerður Steinþórsdóttir starfað innan hennar síðustu ár. Ragnheiður hyllt sem konan á bak við Hauk Morthens Á mánudagskvöldið hélt Listaklúbbur Leikhúskjallarans minningarkvöld um Hauk Morthens (1924-1992) einsog greint var frá í Alþýðublaðinu í gær. í lok dagskrárinnar var ekkju Hauks, Ragnheiði Magnúsdóttur, klappað lof í lófa. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, sem hafði umsjón með dagskránni, sagði við það tækifæri, að hún hefði það á tilfinningunni að Ragnheiður hefði verið konan á bak við Hauk og henni bæri ekki síst að þakka að íslend- ingum hefði borið gæfa til að njóta listar hans. Á myndinni má sjá - ásamt Ragnheiði - tónlistarmennina og leik- arana Hinrik Ólafsson, Kormák Geirharðsson og Valgeir Skagfjörð. A-mynd: E.ÓI. Hnífla gamla með lömbin sín. M»nd: jón fárðarson. ■ Undur og stórmerki á Suðurlandi 18 ára tvílemba Sá atburður átti sér stað á bænum Ásamýri í Holtum fyrir skömmu að 18 vetra ær bar tveimur lömbum. Dýralæknar telja það algert einsdæmi að sauðfé nái svo háum aldri og kindur endist aðeins í sjö til átta ár eigi þær að haldast tvílembdar. Þetta kemur fram í frétt Sunn- lenska fréttablaðsins. Þar kemur fram að ærin heitir Hnifla og er fædd vorið 1977. Eigendur Hníflu eru hjónin Sigurbjörn Tryggvi Gunn- arsson og Magnea Bjarnadóttir, bændur á Ásamýri, sem er nýbýli úr Þjóðólfshaga. Sunnlenska hefur það eftir Sigurbimi að Hnífla hafi alla tíð verið frekar stygg og hörð af sér. Hún haldi enn þokkalegum tönnum og góðum fóðrum og því verði hún látið lifa eitthvað áfram. Nýlistasafnið við Vatnsstíg 10 eyiaskeggjar í Ameríku New York-Nýló / 10 eyja- skeggjar í Ameríku nefnist sum- arsýning Nýlistasafnsins í ár, en hún verður opnuð á laugardaginn kemur. Sýningin er samsýning fimm ísienskra myndlistarmanna og jafnmargra frá Puerto Rico, en þau eiga það öil sameiginiegt að vera búsett í New York. Eftirfarandi myndiistarmenn taka þátt í sýningunni: Ana Roa Rivera Marrero, Annex Burgos, Arnaldo Moraies, Carmen Olmo, Charles Juhasz-Alvarado, Hrafn- hildur Arnardóttir, Ingibjörg Jó- hannsdóttir, Kristín Hauksdóttir, Magnús Sigurðsson og Stefán Jónsson. New York-Nýló / 10 eyja- sLeggjar í Ameríku er sjálfstætt framhald sýningar sem haldin var á Puerto Rico árið 1994. Form og efnistök eru margbreytt, en myndlistarmennirnir vinna með innsetningar, skúlptúra og mál- verk. Nýiistasafnið er að Vatnsstíg 3b í Reykjavík og opið alla daga frá klukkan 14:00 til 18:00. Sýning- unni lýkur 25. júní. Ciint Eastwood telst nú af léttasta skeiði, - enginn má sköpum renna, - þótt vart telji sig kominn á eftirlauna- aldur, en hann varð hálf-sjötugur 31. maí. í aldarljórðung, frá miðjum sjö- unda áramgnum til loka hins m'unda, naut hann umfram aðra leikara hylli unglingspilta frá fermingaraldri til tví- tugs, um leið og hann var einn ffemsti þeirra í augum annarra gesta kvik- myndahúsanna. Haraldur I Jóhannsson hagfræðingur skrifar Fyrsta sinni mun Clint Eastwood hafa birst á hvíta tjaldinu 1955 í Francis in the Navy (Francis í flotan- um), en vinsældum náði hann 1964 í vestra Sergio Leone, A Fistful of Dollars (Handfylli af dollurum) og síðan enn frekar 1967 í Hang' em High (Hengið þá í háum gálga), en nafntogaðasta mynd hans mun Dirty Harry (Skímgi Harry), 1971. - Jafn- framt hefur Clint Eastwood getið sér orð sem leikstjóri, en 16 kvikmyndum hefur hann leikstýrt, og mun hin síð- asta þeirra vera Unforgiven, 1993. - Þá hefur Clint Eastwood haft nokkur afskipti af stjómmálum, var bæjar- stjóri í Carmel í Kalifomíu 1986-88. Þórunn Vald. treður upp á arabísku kvöldi... Þórunn Valdimarsdóttir rithöfund- ur treður meðal annarra upp á hinu árlega arabísk-íslenska matar- og menningar- kvöldi í dag, 1. júní, að Ármúla 40. Girnilegir ar- abískir réttir verða á boð- stólum og á dagskrá er arabísk tón- list og dans. Heiðursgest- ur kvöldsins er doktor Izzedin Aryan, aðalritari palestínska Rauða hálfmánans á Vesturbakkanum og Gaza-svæð- inu, en hann er nú í heimsókn á ís- landi og mun til að mynda sækja heim Vigdísi forseta. Upplýsingar veitir Sveinn Rúnar Hauksson, for- maður Félagsins Ísland-Palestina, í síma 553-1302. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Innritun nemenda í framhaldsskóla í Reykjavík Innritun nemenda í framhaldsskóla í Reykjavík fer fram í Miðbæjarskólanum við Fríkirkjuveg dagana 6.-7. júní frá kl. 9.00-18.00. Umsóknum fylgi Ijósrit af prófskírteini (skóla einkunnum). Nemendur skulu senda viðkomandi skólum staðfest afrit einkunna úr samræmdum prófum strax og þær liggja fyrir. Námsráðgjafar verða til viðtals í Miðbæjarskólanum innritunardagana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.