Alþýðublaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 1
Innfluttar landbúnaðarvörur verða 100 til 200 prósentum dýrari en innlendrar vegna ofurtolla í GATT-frumvarpi ríkisstjórnarinnar #r Ég var blekktur rr - segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, og kveðst hafa orðið fyrir jafn miklum vonbrigðum og meginhluti þjóðarinnar. ,JÞað voru ýmsir sem létu blekkjast af þeim upplýsingum sem höfðu kom- ið ífam um hvað fælist í þessum jóla- pakka um GATT. Ég lét blekkjast eins og fleiri og tjáði mig um málið á grundvelii þess sem fjölmiðlar höfðu sagt. Þegar sannleikurinn kom í ljós varð ég fyrir jafn miklum vonbrigðum og meginhluti þjóðarinnar," sagði Jó- hannes Gunnarsson formaður Neyt- Jóhannes: Ýmsir sem létu blekkj- ast af þeim upplýsingum sem höfðu komið fram um hvað fælist í þessum jólapakka um GATT. - segir Halldór Guðmundsson, í viðtali sem Alþýðublaðið átti ný- lega við Einar Braga skáld, í tilefni útgáfu hans á Ibsen-þýðingum sínum, komu fram harkalegar skoðanir hans á útgáfumálum í landinu. Hann segir þau háskalega illa á vegi stödd og tel- ur það vega að andlegu frelsi manna, að ekki séu nokkur forlög á landinu sæmilega á vegi stödd og geti keppt við hvert annað. Einar Bragi segir Mál og menningu algjörlega einoka mark- aðinn. Halldór Guðmundsson, útgáfu- stjóri Máls og menningar, var spurður hvort þessi fullyrðing skáldsins stæð- ist. „Því fer fjarri. Það er að mínum dómi allt of mikið upp í sig tekið að segja að það séu engin önnur forlög til í þessu landi. Það kom ífam í nýlegri úttekt að til dæmis Vaka-Helgafell hefur svipaða markaðshlutdeild og við. Það er alveg óþarfi að láta eins og við séum eina forlagið á landinu þó að það sé tímabundin kreppa í faginu," Halldór Guðmundsson, útgáfu- stjóri Máls og menningar: Það er alveg óþarfi að láta eins og við sé- um eina forlagið á landinu þó að það sé tímabundin kreppa í faginu. endasamtakanna í samtali við Alþýðu- blaðið. Áður en frumvarp ríkisstjóm- arinnar um GATT-samninginn var lagt fram lýsti Jóhannes yfir ánægju með að fallið hefði verið ffá ofurtoll- um á innfluttar landbúnaðarvörur og taldi að náðst hefði áfangasigur. Jó- hannes sló þó þann vamagla að hann hefði ekki séð ffumvarpið og því væri margt óljóst. Nú liggur frumvarpið hins vegar fyrir þar sem gert er ráð fyrir 30 prósenta verðtollum að við- bættum háum magntollum. „Það lak út ffá-einhvetjum, stjóm- mála- eða embættismönnum væntan- lega, að það ætti að gefa þjóðinni jóla- gjöf. Þetta átti að vera ffekar góð jóla- gjöf. Síðan kom pakkinn í formi ffum- varps og farið var að taka utan af hon- um. Þá kom bara f ljós að pakkinn var tómur. Miðað við það sem fjölmiðlar höfðu getið um þá koma þessir tollar mjög á óvart. Vissulega er farið úr þessum himinháu tollum en þó er ekki farið lengra en það að niðurstaðan hef- ur enga þýðingu," sagði Jóhannes Gunnarsson. „Nú liggur fyrir að GATT mun hafa sáralitla þýðingu fyrir íslenska þjóð. Það er smáglæta hvað varðar kjúk- útgáfustjóri Máls og menningar. sagði Halldór. Ólafur Ragnarsson, forstjóri Vöku-Helgafells og nýkjör- inn formaður Félags íslenskra bókaút- gefenda, undrast einnig hversu stór- orður Einar Bragi er. „Mér þykir Einar Bragi taka mikið upp í sig þegar hann talar um að andlegt ffelsi landsmanna sé í hættu. Það er auðvitað staðreynd sem ekki hefur farið fram hjá mönn- um að forlögum hefur fækkað á síð- ustu árum. Eg tel vandann ekki vera þann að það vanti fleiri bókaforlög. Ef eitthvað er þá er offfamleiðsla á bók- um á Islandi. Um það eru bókaffam- leiðendur sammála. Það er verið að gefa út fleiri titla en markaðurinn ræð- ur við.“ - Siá fréttaskvringu á blaðsíðu 5. Þegar viðauka við frumvarp ríkis- stjómarinnar um GATT- samninginn er flett kemur berlega í ljós að ætlunin er að leggja ofurgjöld á innfluttar landbúnaðarvörur. Má nefna sem dæmi að á innfluttar nautalundir skal Ieggja 30% verðtoll og síðan svokall- aðan magntoll þar ofan á sem er 1.462 krónur á hvert kíló. Á innflutt smjör leggst 623 króna magntollur ofan á 30% verðtoll. Óskar Magnússon, for- stjóri Hagkaups, segir nær að kalla ffumvarpið Gabb-ffumvarp í stað þess að kenna það við GATT. í samtali við Alþýðublaðið í gær gagnrýndi Jón Baldvin Hannibals- son alþingismaður GATT-frumvarp ríkisstjórnarinnar harðlega. Hann hnga og kalkún og ætti að vera gagn- vart eggjum ef menn halda ekki uppi tæknilegum viðskiptahindrunum. Ég segi að það sé glæta varðandi þessar vömr vegna þess að þær hafa verið seldar á okurverði hér. Þetta er eina glætan. Menn töluðu um að innflutta varan ætti að vera 30 prósentum dýr- ari en sú innlenda. Nú kemur í ljós að hún verður allt upp í eitt til tvö hundr- uð prósent dýrari eins og smjörið. sagði að hér væri um að ræða dulbúið frumvarp um ofurtolla. Fólk hefði skilið þetta sem svo að innfluttar land- búnaðarvörur yrðu 30% dýrari en inn- lendar þar sem gert væri ráð fýrir 30% verðtolli. Hins vegar bættist magntoll- urinn við sem væri föst krónutala og í mörgum tilfellum gríðarlega hár. Jón Baldvin benti á að innfluttur kjúkling- ur sem kostaði 100 krónur í innkaup- um yrði seldur á 1.253 krónur kílóið í verslun hér með öllum gjöldum. í fféttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld var haff eftir Óskari Magnússyni forstjóra Hagkaups að frumvarpið um GÁTT væri raunar GABB- frumvarp. Lítið sem ekkert væri hægt að flytja inn af landbúnaðarvörum með þessum toll- Þetta eru mikil vonbrigði. Menn skulu hafa það í huga að það verður ekki farið að flytja hingað inn eitthvað þriðja flokks rusl. Það eru kannski þær vörur sem eru á þessu svokallaða heimsmarkaðsverði. Við munum að sjálfsögðu gera kröfur til þeirra vara sem verða fluttar inn á sama hátt og íslendingar gera ríkar kröfur til innlendra landbúnaðarvara," sagði Jóhannes Gunnarsson. um. í viðaukanum með GATT- ffum- varpinu er birtur listi yfir vöruflokka og hvaða verðtoll og magntoll vörum- ar bera. Hér á eftir eru nokkur dæmi úr við- aukanum um upphæð magntollsins sem bætist ofan á 30% verðtoll í þess- um dæmum. Magntollur á nautahakk verður 510 krónur á kíló, á hryggvöðva nautakjöts 1.087 krónur og 703 krónur á hrygg- sneiðar. Svínalundir bera 1.195 krónu magntoll og hryggvöðvar 1.022 krónu magntoll á kfló. Svo farið sé yfir í kindakjöt skal greiða 390 króna magn- toll af hakki, 947 krónur af lundum og vöðvar af læri eru magntollaðir á 883 krónur. Vilji menn hins vegar flytja Steingrímur J. Sigfússon: Gengur ekki að undanskilja einhverja til- tekna toppa frá endurnýjunarregl- unni. ■ Frambjóðendur til formanns Alþýðubandalagsins Vilja halda endumýjunar- reglunni „Égnef verið ágætlega sáttur við þær endumýjunarreglur sem við höf- um haft. Það er ekki hægt að slíta þetta varðandi formanninn úr sam- hengi við þessa reglu sem gildir al- mennt í öllum okkar stofhunum og til- nefningum í stjómir, nefhdir og ráð á okkar vegum," sagði Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður í samtali við Alþýðublaðið. í Alþýðubandalaginu gildir sú regla að enginn er kjörgengur lengur en í þrjú kjörtímabil í miðstjóm og fram- kvæmdastjóm. Flokkurinn hefur yfir- leitt skipt um fulltrúa srna í stjómum, nefndum og ráðum eftir tvö fjögurra ára kjörtímabil. í samræmi við þessar reglur þarf Ólafúr Ragnar Grímsson nú að láta af formennsku í Alþýðu- bandalaginu en hann var kjörinn for- maður árið 1987. Þær raddir hafa heyrst innan flokksins að þessi ský- lausa endurnýjunarregla sé ekki heppileg og sjálfur hefur Ólafur Ragn- ar dregið það í efa. Steingrímur J. Sigfússon sagði ekki ganga að undanskilja einhverja til- tekna toppa frá þessari endumýjunar- reglu. Hún ætti að gilda um helstu for- ystumenn flokksins sem aðra meðan hún væri við lýði sem almenn grund- vallarregla. Þetta hefði marga góða kosti og tryggði endumýjun og hreyf- ingu. Hins vegar gæti verið veikt fyrir flokkinn við vissar aðstæður að vera með forystu sem væri í þann veginn að missa umboð sitt. Það vandamál mætti leysa og til dæmis koma í veg fyrir að forystan væri fráfarandi í að- draganda þingkosninga eins og var á liðnu vori. Margrét Frímannsdóttir alþingis- maður sagðist vilja halda þessari end- urnýjunarreglu sem nú gilti innan flokksins. Ekki tókst að ná tali af Ólafi Ragn- ari Grímssyni. r verðið inn hrossakjöt eða kjöt af ösnum skal greiða 256 krónur í magntoll. Kjúk- lingar og kalkúnar bera 603 króna magntoll en beinlausa kjúklingabita skal magntolla upp á 900 krónur kíló- ið. Af ostum á að greiða 430 krónur í magntoll en 500 krónur af gráðosti. Á egg leggjast 243 krónur á kfló en 61 króna á jógúrt. Af tómötum skal borga 198 krónur í magntoll og 136 krónur af gulrótum, en 197 krónur af gúrkum, svo nokkuð sé nefht. Þessar upphæðir leggjast ofan á 30% verðtoll eins og fyrr segir og því lítil von til þess að neytendur fái að njóta lægra matarverðs eins og vonir stóðu til með þátttökunni í GATT. ■ Eru útgáfumál í landinu á háskabraut? Því fer fjarri að við einokum markaðinn Látlaus fönkorgía framundan ■■■ Þennan mann mátti sjá útí sólinni í gær þarsem hann var að hita upp fyrir föstu- dagskvöldið, en þá mun hin goðumkennda Funkstratie halda stórtónleika í Tunglinu ásamt fleiri dansguðum. Maðurinn heitir Prófessor P-imp sem ku vera alter egó. Ef menn gá grannt má greina afgreiðslumann í bóka- búð að baki. Prófessor P-imp lofar dansfestivali annað kvöld. En hvaða kona er að flækjast þarna á myndinni? „Þetta er hún Madonna, eða Maddí eins og ég kýs að kalla hana. Hún verður með okkur í anda þegar fönkkeyrslan sprengir utan af okkur Tunglið." A-mynd: E.ÓI. ■ „GABB-frumvarp" ríkisstjórnarinnar Magntollurinn margfalda Fer upp í 1.462 krónur á nautalundum og 623 krónur á smjöri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.