Alþýðublaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 3
MiÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Ný matargerð Eftirfarandi ljóðlínur eða leirburður eftir smekk komu í huga minn er ég vaknaði eftir hádegi sunnudaginn 9. apríl síðastliðinn: Eg erframsóknarfjós mína framtíðarsýn má þvífinna á botni á KEA-kjötbolludós Höfundur er ókunnur. Mér til vor- kunnar má minna á að samkvæmt sænskum/bandarískum auglýsinga- könnunum bylja yfir 1.500 skilaboð eða auglýsingar dag hvern á meðal- neytenda. Hvað skyldu slík boð hafa verið mörg í þessum siðustu alþingis- kosningum? Pallborðið | Halldór E. Sigurbjörnsson skrifar Alþýðuflokkurinn bauð kjósendum ekki upp á neinar kjötbollur kraum- andi í sósu, eins og Framsóknatflokk- amir tveir (einn?), heldur bauð hann upp á la nouvelle cuisine, það er frem- ur lítið á diskinn en allt meinhollt, skýrt, sundurgreinanlegt, ódýrt (!) og án eftirkasta í framtíðinni. Kjósendur þáðu ekki kostaboðið en stungu göfl- um sínum fremur í óskilgreint og leyndardómsfullt innihald kjötbollu- dósarinnar. Hvað leynist i gumsinu? Því fá íslendingar að kynnast næstu árin. Aðdragandi alþingiskosninga 1995 var næsta sögulegur. Jóhanna bauð sig fram til formanns en sveik síðan bæði og klauf. Guðmundur Arni lenti skömmu síðar í harðari ólgusjó fjöl- miðlamanna en dæmi eru um áður í íslenskri stjómmálasögu. Jón Baldvin fór svo alla leið á botninn á vinsælda- lista íslenskra stjórnmálamanna og fylgi flokksins gott sem hvarf um skeið. A nýju ári kom hins vegar í ljós að áreiðanleiki skoðanakannanna er oft lítill er þúsundir tóku þátt í full síð- búnu prófkjöri Alþýðuflokksins á Reykjanesi. Á aukafíokksþingi náði síðan Evrópusambandsmálið fram að ganga ásamt öðrum eldfimum áherslu- málum, var þá orðið helst til stutt í kosningar. Sú harkalega lending sem Alþýðu- flokkurinn varð fyrir, það er að missa stjómartaumana og komast í stjómar- andstöðu, ætti að verða forystumönn- um flokksins hæftleg áminning. Nú er þeim vonandi ljóst að þeir tilheyra flokki sem samanstendur af flokks- mönnum sem gera til þeirra kröfur og til þess að á þá sé hlustað. Enginn af núverandi þingmönnum tfokksins á sjálfgefið kall til ákveðins sætis á framboðslista flokksins fyrir næstu al- þingiskosningar með þau kosningaúr- slit á bakinu er fyrir liggja. Ætti sú staðreynd að vera nægileg til þess að þeir haldi sig á táberginu næstu ár. Þar sem svo fór sem fór þá er Al- þýðuflokkurinn einnig sem betur fer laus í bili við tcekifœriskrata, bitlinga- krata og þriggja nátta krata sem því miður hafa á umliðnum árum átt greiðan aðgang að framámönnum flokksins og jafnvel til æðstu metorða. Hefur það verið flokknum til tjóns jafht inn á við sem út á við. Umfjöllun um flokksstarf í Alþýðu- flokknum - Jafnaðarmannaflokki ís- lands - og hvað betur má fara fer best í spumarformi: I. Er eðlilegt og uppbyggilegt að flokksstarf í öðrum stjómmálaflokk- um, klofningstilburðir eða ekker't framlag til flokksstarfs í Alþýðu- flokknum sé verðlaunað með virðing- arstöðum eða embættum utan eða inn- an flokks svo og með sæti á framboðs- lista flokksins? II. Er ekki full þörf á „naflaskoðun" á skipulagi Alþýðuflokksins, manna- haldi og vinnubrögðum öllum? Samkvæmt sögulegri hefð Alþýðu- flokksins ætti Jón Baldvin eða kallinn { brúnni ekki að þurfa að kemba hær- V Samkvæmt sögulegri hefð Alþýðuflokksins ætti Jón Baldvin eða kallinn í brúnni ekki að þurfa að kemba hærurnar á næsta flokksþingi ... Láti flokkurinn af hefðinni þá koma ýmsir kandídatar til sögunnar: Guðmundur Árni, Össur Skarphéðinsson, Sighvatur Björgvins- son, Rannveig Guðmundsdóttir og á kaffihús- um hefur Ingibjörg Sólrún verið nefnd. umar á næsta flokksþingi. Það er hins vegar ekki hægt að segja að hann hafí ekki fiskað. Ef hann hefði landað í Eyjum á krókaleyfisbát eftir síðustu veiðiferð þá myndu sjógarpamir þar hafa sagt að er hann lagðist að bryggju: „Þú ftskaðir nú sæmilega í dag kallinn þrátt fyrir allt.“ Láti flokkurinn af hefðinni þá koma ýmsir kandídatar til sögunnar. Guð- mundur Árni á sem varaformaður kröfu á formannstign auk þess sem hann stóð af sér stærsta fjölmiðla- áhlaup samtímans. Aðrir hafa verið nefndir og má þá fyrstan telja Össur Skarphéðinsson. Virðist þá einkum hafa verið miðað við það skemmti- gildi sem Össur hefur sem ræðumað- ur. Sighvatur Björgvinsson á eflaust tilvísun á formannsstólinn að sumra mati. Þá hefur nafn Rannveigar Guð- mundsdóttir borið á góma og þá helst sem málamiðlun stríðandi afla og konu með flekklausan stjómmálaferil. Á kaffthúsum hefur Ingibjörg Sólrún verið nefnd og væri það ekki í fyrsta skiptið sem flokkurinn leysti innan- húsmál sín með utanaðkomandi að- stoð eins og það kallast. Hver sem val- inn verður { brúna þá verður hann/hún að uppfylla tvenn skilyrði: f fyrsta lagi verður hann/hún að fiska að minnsta kosti sæmilega og í annan stað verður hann/hún að vera fær um að efla flokksstarfið, fjölga í áhöfninni og halda öllum um borð. Við bíðum í lúkamum. Höfundur var prófkjörsstjóri Rannveigar Guðmundsdóttur 1995 og í alþingis- kosningunum einn af kosningastjórum Alþýðuflokksins á Reykjanesi. Það er eins gott að ekki þurfi að kalla saman Al- þingi i skyndi í þessari viku. Um leið og vorþinginu lauk voru mjög margir þingmenn farnir rakleitttil útlanda. Rit- stjórn Alþýðubladsins fékk að kenna á ferðagleðinni í gær, þegar til stóð að fá álit frá nokkrum þingmönnum Alþýðuflokksins. Jón Bald- vin Hannibalsson var far- inn til Þýskalands, Rann- veig Guðmundsdóttir er austur í Indónesíu, Össur Skarphéðinsson í París. Þá eru þeir Lúðvík Bergvins- son og Guðmundur Árni Stefánsson líka á faralds- fæti, og talið var að Sig- hvatur Björgvinsson væri farinn utan. Eftir var einn þingmaður Alþýðuflokksins og hann hopaði hvergi, Gísli S. Einarsson, margra manna maki af Akranesi... Allt er á huldu um pólitík- ina í Hafnarfirði, þótt kunnugir telji að bæjarfull- trúarnir noti tækifærið á vinabæjarmótinu í Noregi til að vingast hver við annan. Margt er skrafað um að Guðmundur Árni Stef- ánsson taki aftur við bæj- arstjórastöð- unni, en hann var óskoraður og sigursæll leiðtogi jafnað- armanna í Hafnarfirði uns hann gerðist ráðherra og þingmaður fyrirtveimur árum. Úr her- búðum Alþýðubandalagsins heyrum við, að allaballar séu reiðubúnir að skoða þennan möguleika með opnum huga... Uppsagnir Ellerts B. Schrams og Guð- mundar Magnússonar á Dl/áttu sér talsverðan að- draganda. DV hefur talað verulega í sölu að undan- förnu og auglýsingatekjur hafa skroppið saman. Á sama tíma hefur Morgun- bladið haldið sjó og vel það. Það virðist hinsvegar vera Hetgarpósturínn-Mánudags- pósturínn sem er senuþjóf- urinn á fjölmiðlamarkaðin- um. Þvert á hrakspár hefur blaðið dafnað eftir uppstokk- un snemma vors. í sjoppun- um, sem eru marktækastar í þessum efnum, heyrum við að blaðið renni út. Valda- hlutföll í íslenskum fjöl- miðlaheimi gætu því verið að breytast verulega... "FarSide" eftir Gary Larson. „Æi, Hulda...! Þetta kemur bara ekkert áhrifamikid út á filmunni þegar þú gerir þetta svona. Reyndu nú að halda uppi heilanum, Hulda. Stóra heiianum... það rétt ákvörðun hjá forráðamönnum ÍBK að reka Inga Björn Albertsson? Uros Ivanovich, ríkis- starfsmaður: Nei. Ég veit að Ingi Björn er einn af okkar bestu þjálfurum og góður full- trúi íþróttarinnar. Halla Karlsdóttir, skrif- stofumaður: Já, mér fannst það fyllilega rétt ákvörðun að reka Inga Bjöm Albertsson. Erlingur Jóhannesson, leikari: Já, það fannst mér vegna þess að Ingi Bjöm vann ekki samkvæmt þeim mark- miðum sem stjórn félagsins Sigurður Ragnarsson, sál- fræðingur: Nei, alls ekki. Það var mjög undarlega staðið að þessu máli. Frímann Sigurðsson, brúðubílstjóri: Nei, þeir hefðu ekki átt að reka Inga Bjöm. m e n n Jafnréttissinninn Helgi Hálfdanar- son vill að heilbrigð kvenfrelsisbar- átta gangi út á það að konur berjist fyrir því að komast aftur heim þar sem þær „venjulegu frjálshuga konur“ eru þrælar utan heimilis af nauð og eigi sér þann draum að gera heimilið að menningarat- hvarfi. Þrátt fyrir háan aldur virð- ist Helgi hafa óvenjulega mikla þekkingu á þvi hvaða drauma „venjulegar“ frjálshuga konur eiga sér. Stöllurnar Kolfinna Baldvinsdóttir og Jóhanna Vilhjálmsdóttir hafa nú hætt sér í þaö óðs manns æöi að eiga í Mogga-ritdeilu viö Helga Hálfdanarson atvinnu-ritdeilu-mann sem veit ekkort yndislegra en að rífast útí eitt um undar- legustu hluti. Enda mun hann vera einn fárra ís- lendinga sem komið hefur sér upp alter-egóitil að rífast við á síðum dagblaðanna. Ungir Islendingar eru æðislega fallegir, efnilegir, menntaðir og ungir. Unga kynslóðin er betur af guði gerð en þær sem slitu sauð- skinnsskónum á hrjóstrum vegleys- unnar og svellbólstrum jarðbanna. Þetta vita allir og þeir sem sækjast eftir atkvæðum krakkanna fara mörgum fögrum orðum um æsku- blómann sem gefur svo fögur fyrir- heit um eigið framtíðarheill og þjóðarinnar, sem forsætisráðherr- ann heldur að sprangi um með skotthúfu og rauðan skúf í peysu. En þjóðin hefur svikið þá sem landið erfa. Steinunn Óskarsdóttir, formaður Þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkur, flutti átakanlegar ásakanir um meðferðina á unga fólkinu í votviðrinu 17. júní síðast- liðinn. Oddur Ólafsson vandaði sig sérstaklega við að rakka niður þjóðhátíðarræöu ÍTR-formannsins Steinunnar Valdísar í Tíma- pistli sínum í gær. Klykkti síöan út með oröunum: „Gamlingjarnir eiga einleik i stöðunni: Borgið skuldirnar áöur en þið deyið. Þá mun æskunni vel farnast." Villtir og Vefararnir ■ Það er þriggja kvikmynda kvöíd framundan hjá Villtum og kó: Klukkan 17:00 verður farið á Bullets Over Broadway í Regnboganum, klukkan 18:50 ætlum við að hlaupa yfir í Stjörnubió á Immortal Beloved og ættum svo að ná bróðurpartinum af Die Hard With a Vengeance klukkan 21:00 í Bíóborginni. Að því loknu er ekki úr vegi að líta á snillingana Birgi „bíennal" Andrésson og Bjarna „vísirós" Þórarinsson á Café List eða 22... ■ Vefararnir hafa grafið upp Veffang G7- fundar leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims sem haldinn var fyrir stuttu. Stjórnmálafríkin geta því smellt sér inná ISPO-sörver fram- kvæmdanefndar Evrópusambandsins - http://www.ispo.cec.be - lesið meðal annars flestar ræðurnar sem fluttar voru á fundinum, kynnt sér lokaniðurstöður og látið í sér heyra með heimsástandið. ■ Nú er loksins komin til sögunnar heimasiða Græn- metisréttindasamtakanna. Spurn- ing: „Hvað er eiginlega grænmeti?" Svar: „Grænmeti er friðarsinnað og býr þétt saman í traustum fjölskyldu- hópum. Grænmeti er hæglátt í eðli sínu." Upplýsingar eru einnig gefnar á heimasíðunni um hættulega hópa sem fjandsamlegir eru grænmeti - Samtök grænmetisætna munu vera þau allra hryllilegustu. Ennfremur er sagt frá kvikmyndum sem fela i sér neikvæða og jákvæða umfjöllun um grænmeti: Benny & Joon hafði þann- ig atriði þarsem ógæfumaðurinn Johnny Depp kramdi kartöflu með tennisspaða, en í The Good Earth mátti hinsvegar sjá margar yndislegar senur með villtu og frjálsu káli. Græn- metisréttindasamtökin er að finna á http://www.cam.org/~acl.veg. html... TAKE THATi veröld ísaks Þegar Wright-bræðumir buðu Banda- ríkjaher fyrst ílugvél sína sem fýrst tók sig á loft árið 1903 vom embætt- ismenn vægast sagt vantrúaðir á grip- inn og meinta flughæfni hans. Reynd- ar var neikvæðni hersins svo yfir- þyrmandi að þeir komu ekki að sjá reynsluflug fyrr en árið 1908. Eftir að metflug Orwille Wright í Bandaríkj- unum og síðan metflug Wilbur Wright í Frakklandi færðu bræðmn- um heimsfrægð, samþykkti herinn loksins árið 1909 að taka flugvélina til notkunar. Byggt á Isaac Asimov's Book of Facts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.