Alþýðublaðið - 21.06.1995, Side 4

Alþýðublaðið - 21.06.1995, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ1995 mannfélag Húsaleigu er ekki hægt að hækka einhliða ■ Lýðveldissjóður Jónas Hallgríms- son á tölvutæku formi Fjölbreyttar úthlutanir úr Lýðveldissjóði: Ráðgjöf um orð er varða burðar- þol mannvirkja gagnvart jarðskjálftum og Mörður Árnason með nýja Slangurorðabók í undir- búningi. Það kennir margra forvitnilegra grasa í fyrstu úthlutun úr Lýðveldis- sjóði, sem settur var á laggimar í fyrra í tilefni hálfrar aldar lýðveldisafmælis. Sjóðurinn hefur til ráðstö’funar 100 milljónir á ári í fimm ár. 50 milljónum skal árlega veija til rannsókna á lífríki sjávar og 50 milljónum til eflingar ís- lenskri tungu. Við athöfn í Alþingis- húsinu 17. júní var tilkynnt hverjir hlytu úthlutanir. í stjóm Lýðveldissjóð sitja Rannveig Rist verkfræðingur, formaður; dr. Unnsteinn Stefánsson haffræðingur og Jón G. Friðjónsson málffæðingur. Sérstök verkefni til eflingar ís- lenskri tungu, sem hlutu úthlutun að þessu sinni, em eftirfarandi: Orðabók Háskólans 6 milljónir króna, Stofnun Ama Magnússonar 3 milljónir, Islensk málnefhd 2 milljónir, Athugun á mál- fari í íslenskum talmiðlum 800 þúsund krónur, íslenska lestrarfélagið 600 þúsund, Kennaraháskóli 600 þúsund, Háskólinn 500 þúsund, Orðalisti vegna fslenskunáms nýbúa 300 þús- und. Þá vom veittir eftirtaldir styrkir til verkefna í íslensku: Tryggvi Gísla- son: íslensk tilvitnanaorðabók, 400 þúsund; Ömólfur Thorsson: íslensk- ar ævintýrasögur frá upphafi ritaldar fram á síðustu öld; rannsókn, texta- banki, útgáfa, 350 þúsund; Jón Hilm- ar Jónsson: Hugatakaorðabók, 200 þúsund; Bókaútgáfan Höfði: Til að fullgera samheitaorðabók með fjöl- fræði- og krossgátuívafi, 200 þúsund; Mörður Ámason og fleiri: Undirbún- Jonas tölvutæki og Mörður slang- uryrti. ingur nýrrar Orðabókar um slangur, 300 þúsund; Mál og menning: Endur- skoðun fyrir 3. útgáfu íslenskrar orða- bókar, 500 þúsund; Verkfræðistofnun HÍ: Orðanefnd byggingarverkfræð- inga. Ráðgjöf um orð er varða burðar- þol mannvirkja gagnvart jarðskjálft- um, 150 þúsund; Skýrslutæknifélag Is- lands: Endurskoðun Tölvuorðasafns, 350 þúsund; Keneva Kunz: PI- SCHES - orðalisti/gagnagmnnur um sjávarútvegsmál, 300 þúsund; Félag íslenskra hjúkmnarfræðinga: fðorða- nefnd, 300 þúsund; Orðanefnd land- fræðinga: Orðasafn um landfræði og kortagerð, 400 þúsund; Jóhannes Gísli Jónsson: Aukafallsffumlög í ís- lensku, 300 þúsund; Höskuldur Þrá- insson og Kristján Árnason: Rann- sókn á íslensku nútímamáli, 400 þús- und; Þorsteinn G. Indriðason: Myndun samsettra orða í íslensku, 200 þúsund, Friðrik Skúlason: Gerð for- rits til að greina texta í samhengi, 200 þúsund; Jörgen Pind: Sálfræðilegir þættir í stafsetningarleikni, 200 þús- und; Hilmar Gunnarsson og Davíð Pálsson: Frágangur á verkum Jónasar Hallgrímssonar til útgáfu á marg- miðlunarformi: CD-ROM, 250. Hér verður fjallað um málefni sem Leigjendasamtökin hafa til meðferðar, eða erindi sem þangað berast og varðað geta fleiri en málsaðila sjálfa. Nöfn verða ekki birt nema með sam- þykki aðila. Leigan________________| Hinn 31. maí 1995 sendi bæjar- stjóm á Suðumesjum nokkmm kenn- urum bréf, þar sem tilkynnt er að húsaleiga fyrir kennaraíbúðir verði hækkuð í áfongum. Rökin em þau að leiga viðkomandi íbúða sé verulega lægri en gerist á markaði þar í pláss- inu. Svar: Um heimild til að vfkja húsa- leigusamningi til hliðar í heild eða að hluta eða breyta honum, gilda ákvæði laga númer 7/1936 um samningagerð, umboð og ógilda löggeminga. Sam- kvæmt því getur annar aðili samnings ekki breytt honum einhliða. Varðandi ákvæði í samningi um „sérstakt samkomulag um breytingar á leiguupphæð11 gildir að samkomulag verður ekki gert nema með samþykki beggja aðila. Þau rök að leiga sé lægri en markaðsleiga í plássinu era hald- laus, enda hljóta þau að hafa verið þekkt 1. september 1994 er viðkom- andi samningar voru gerðir. Meginatriðl: Annar samningsaðili getur ekki breytt samningi einhliða. ■ Isfirskar konur Kynbundið launamisrétti óþolandi Hinn 19. júní síðastliðinn var hald- inn fjölmennur kvennafúndur á Hótel ísafirði. Fundurinn var haldinn að frumkvæði kvenfélaganna á ísafirði og var að þessu sinni í umsjón Kven- félagsins Hvatar í Hnífsdal. Fundar- stjóri var Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir. Björg Baldursdóttir skóla- stjóri flutti ræðu dagsins og minntist 80 ára kosningaréttar kvenna. Eftir fjörugar umræður, þarsem margar konur tóku til máls, var samþykkt eft- irfarandi ályktun: ,J9ú þegar 80 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Islandi teljum við að mikið hafi áunnist í bar- áttunni fyrir jöfnum réttindum karla og kvenna. Stærsta réttindamál kvenna í dag eru launamálin og endur- mat á vinnuframlagi þeirra. Við vilj- um standa jafnfætis körlum í launum og teljum óþolandi það kynbundna launamisrétti sem viðgengst enn í dag þrátt fyrir jafhverðmæt og sambærileg störf. Við skorum á ríkisstjóm fslands og Alþingi að sjá til þess að þau lög séu ekki brotin.“ og Hildigunnur stundaði nám við Listdansskóla Þjóð- leikhússins, auk þess sem hún tók þátt í leikritum og söngleikjum sem bam og unglingur. Hún lærði leiklistina í New York, í samnefndum háskóla, þaðan sem hún útskrifaðist árið 1986. Ári síðar lék hún fyrst sem atvinnu- leikari hjá Þjóðleikhúsinu, í Vesaling- unum, þar sem hún hefur starfað síð- an. Fyrir utan vinnuna í leikhúsinu hef- ur Sigrún leikið í sjónvarpi og útvarpi. Nám hefur hún ekki lagt á hilluna, því hún sækir söngtíma í Tónlistarskóla Garðabæjar. ■ Menningarsjóður Garðabæjar Menningarstyrktar þær Sigrún Sigrún Waage leikkona og Hildi- við háskólann í Rochester. Hildigunn- gunnur Halldórsdóttir fiðuleikari hafa hlotið starfsstyrki menningar- sjóðs Garðabæjar á árinu 1995. Bæjar- stjórinn, Ingimundur Sigurpálsson, afhenti þeim styrkinn 17. júní, en þær stöllur vom valdar úr hópi ellefu um- sækjenda að tillögu menningarmála- nefndar bæjarins. Styrkhafamir eru báðir búsettir í Garðabæ eins og lög gera ráð fyrir. Hildigunnur hóf tónlist- amám sitt í Tónlistarskóla Garðabæj- ar, en tók lokapróf í einleik frá Tón- listarskólanum í Reykjavík 1987. Hún fór til Bandaríkjanna í framhaldsnám ur hefur komið fram sem einleikari bæði hérlendis og erlendis, en hún er jafnframt fastráðinn aðstoðarleiðari annarrar fiðlu hjá Sinfóníuhljómsveit íslands. Hún lætur það sér ekki nægja, heldur starfar sem konsertmeistari Kammersveitar Hafnarfjarðar og með Bach-sveitinni í Skálholti og Kamm- ersveit Reykjavíkur. Hún hefur einnig starfað með fleiri hópúm auk þess sem hún fæst við kennslu í fiðluleik og er söngvari og einsöngvari í sönghópn- um Hljómeyki. Ferill Sigrúnar er ekki síðri. Hún byrjaði í dansinum og ■ Fenómenalógía Haraldar Jónssonar „ Það sem slær mig og stiýkur mér" - segir myndlistarmaðurinn Haraldur um efni Ijóðabókar- innar Stundum alltaf sem hann sendi frá sér fyrir rúmri viku. Haraldur skoðar fyrirbæri í umhverfinu, dregur upp myndir með orðum og hefur skoðanir í skjóli heimskauts- þagnarinnar. Margrét Elísabet Ólafsdóttir gerði tilraun fyrir Alþýðublaðið til að brjóta finnska þagnarmúrinn sem um- lykur Harald. Flísarnar úr honum fara hér á eftir. Sólon á þriðjudagsmorgni. Það era fáir í kaffr. Blaðamaður Alþýðublaðs- ins er illa vaknaður enda kaffið þunnt á ritstjóminni. Koffíninnspýting morg- unsins hafði því bragðist. Bolero Rav- els glymur úr hátöluranum en gerir fátt til að bæta ástandið. Eins líklegt að lítið annað eigi eftir að heyrast á bandinu. Mjólkurkaffibollinn er ný- kominn á borðið við horngluggann þangað sem eini sólargeisli dagsins hefur náð að teygja sig hálfan, þegar rödd rýfur morgunþögnina með ekta íslensku hæi. Hann er mættur viðmæl- andinn. Haraldur Jónsson myndlist- armaður var að gefa út ljóðabók, Stundum alltaf sem hann las upp úr fyrir viku á þessunr sama stað, og krefst þess ,nú að við færum okkur Ijær fiskabúrinu, innar á staðinn, nær barnum og setjum í þægilegri stóla, rauðbrúna körfustola. Haraldur biður um kaffi og útsendari alþýðunnar hvæsir fyrstu spumingunni: Hvað er myndlistarmaðurinn að gefa út Ijóðabók? „Ég er búinn að fást lengi við að skrifa og má eiginlega segja að skrift- irnar séu einskonar afleggjari af myndlistinni." Hvemig þá? „Svona Stundum alltaf. Þetta eru vangaveltur um forrnið. Ég fæ mynd í höfuðið sem ég punkta niður. Síðan hafa ljóðin tekið á sig þetta form sem er dáh'tið ferkantað og fljótandi." Haraldur er að tala um ljóðin r bók- inni, sem falla öll inn í misstóra kassa; háa, lága og misbreiða ferhyminga. En afhverju eru þetta allt feming- ar? ,,Ég var að hugsa um þetta eins og úrklippur úr blaðagrein, svona dálk- sentimetra. Því ljóðin era öll byggð á sannsögulegum atburðum." Eru þau öll úrþínum reynsluheimi? „Ég hef séð þetta allt. Síðan er ég líka með fílaminni“ Myndir sem koma upp r hugann, ljóðin era eins og ljósmyndir, eitt and- artak, augnablik sem fest er á blað og hrint inn í eilífðina. Hvert ljóð minnir á hringiðu, sá sem tjallað er um situr fastur og lesandinn sogast með. kynnist sínu nánasta umhverfi best með því að strjúka stundum alltaf ryk úr vissum af- kimum íbúðarinnar „Já, - já,“ segir Haraldur. „Ég sé ljóðin meira fyrir mér sem þrívíðar myndir. Reyndar finnst mér texti alltaf vera þrívíður. Hann hefúr þessa eigin- leika ... líkan sýndarveruleikanum ... Textinn verður þrívíður inni í höfðinu á þér og orðin lyftast upp af pappím- um. Svo er auðvitað þessi blaðaúr- klippustemmning; brot úr lífi. En líka „Svona Stundum alltaf. Þetta eru vangaveltur um formið. Ég fæ mynd í höfuðið sem að ég punkta niður. Síðan hafa Ijóðin tekið á sig þetta form sem er dálítið fer- kantað og fljótandi ... Ég var að hugsa um þetta eins og úrklippur úr blaðagrein, svona dálk- sentimetra. Því Ijóðin eru öll byggð á sannsöguleg- um atburðum ... Ég hef séð þetta allt. Síðan er ég líka með fílaminni." fannst mér mjög gott að ramma Ijóðin af, hafa þau eins og þau séu hvarf- punktar - point defuite.“ Point de fuite, er það hvarfpunktur? segir spyijandinn og er nú allt í einu kominn inn r íslenskutíma, en áttar sig svo og heldur áfram með réttar spum- ingar. Þú segist skrifa niður hugmyndir, vinnurðu þá við skriftir jafnhliða myndlistinni? „Þetta er alveg sami heimurinn, sama byggingin með sínum kjölluram og háaloftum. Það má segja að ég geri voða lítinn greinarmun á þessu tven- nu. Það sem ég fæst við með skriftun- um tengist þó kannski umhverfinu meira beint. En ég hef oft á tilfinning- unni að þetta sé vrxlverkandi. Maður tekur efniskenndar eða óefniskenndar tamir.“ Hvemig stendur þá á því að þú hef- ur ekki kornið út með Ijóðabókfyrr? „Ég ætlaði að vera búinn að gefa þessa út miklu fyrr og var búinn að leggja drög að því. Síðan hafa örlögin gert það að verkum að liðin eru nokk- ur misserin frá því Bjartur ákvað að gefa ljóðin út.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.