Alþýðublaðið - 21.06.1995, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ1995
ALÞÝÐUBLAÐHD
a
5
En ég hef líka verið að sía út, því ég
er með svo mikið af textum. Ég er því
mjög ánægður með og eiginlega feg-
inn að hafa ekki gert þetta fyrr. Text-
amir hafa fengið að veðrast betur. Að-
eins það mikilvægasta stendur eftir.
En ég hef áður birt ljóð í tímaritum."
Eru textamir lengur að gerjast en
myndverkin? Er erfiðara að ráða við
tungumálið?
„Tungumálið stendur manni nú eig-
inlega nær. Það er alveg inni í manni.“
(Þögn). „Maður er alltaf að dfla við
þetta hvað hlutirnir heita. Hlutirnir
ekki til nema þeir heiti eitthvað, eins
og sagt er!“
Þú segir að í Ijóðunum sé að finna
sannsöguleg atvik, en ekki endilega
eitthvað sem þú hejur upplifað?"
„Jú, en auðvitað í bland við það
sem ég hef séð. Oft er maður hrein-
lega ein augu. Og eyru.“
Erlu samrnála mér um að hægt sé
að kalla þetta borgarljóð, Ijóð um
manneskjuna í dag?
,Jú,jú,“ segir Haraldur og er greini-
lega ennþá að hugsa um það sem við
vorum að tala um áðan: ,JÉg hef búið
til myndlist þegar ég er gersamlega
orðlaus."
Er samhengi á milli Ijóðanna og
þess sem þú ert að fást við í myndlist-
inni?
,Já, ég er alltaf að vinna með mitt
nánasta umhverfi. Með borgar-
stemmningar. Ég hef vakúmpakkað
ryki og búið til hljóðeinangrað loft.
Svo er ég með sýningu á Intemetinu,
sem heitir Fenómenalógía Haraldar
Jónssonar og tengist þessu beint. Þar
er ég með myndir af fyrirbæmm, en
það má eiginlega segja að þessi bók sé
lflca fenómenalógía. Að hún fjalli um
það sem slær mig eða strýkur mér í
umhverfmu."
Þú rýnir (þjóðfélagið?
„Ég læt ekkert mannlegt vera mér
óviðkomandi.“
Líturðu á þig sem þátttakanda eða
áhorfanda?
„Ég er' mjög sérkennileg blanda af
introvert og extrovert. Eiginlega er ég
staddur á þessu næfurþunna hnífsblaði
þarna á milli. Ég á auðvelt með að
vera einn og svo get ég á hinn bóginn
verið með fólki alveg út í eitt, verið
svona salarmaður."
Er ekki nauðsynlegt þegar menn
eru að skrifa og fást við myndlist að
geta verið einir?
„Jú jú. Ég er búinn að komast að
því að menn verða að koma víða við.
Vera jöfnum höndum...“ Blaðamaður
lýkur við setninguna sem liggur enn í
loftinu á Sólon ...“einir og í félags-
skap.“
Hvemig myndir þú sjálfur lýsa Ijóð-
unum (bókinni?
„Mér finnst vera í henni íslenskur
sagnaandi. Mér finnst hún vera þjóð-
leg án þess að vera þjóðemisleg. Það
er heimskautstíll á þessu. Þetta er
veðrað, en samt ekki of kalt. Golf-
straumurinn nær vonandi að smeygja
sér þama inn á milli.“
Af hverju þjóðleg?
„Allt er einhvem veginn svo nálægt
héma. Síðan er það náttúrulega hin
margrómaða þögn sem við erum að
selja útlendingnum. Maður hefur mar-
inerast í henni eins og fleiri . Þó við
séum ekki jafn góðir - eða slæmir og
Finnar sem þegja á tveimur tungumál-
um í einu, fmnsku og sænsku."
Það er víst áreiðanlega hægt að
segja að þú sért ekki með neinar
málalengingar.
„Nei, - nei.“ (Hlátur beggja). „Þeg-
ar ekkert annað er eftir. Þetta eru
heimsendar."
Af hverju þegja íslendingar og
Finnar svona mikið? vill spyrill fá að
vita en fær á staðinn yfirlýsingu frá
Halla.
„Eg er alltaf að vinna
með mitt nánasta um-
hverfi. Með borgar-
stemmningar. Ég hef
vakúmpakkað ryki og
búið til hljóðeinangrað
loft. Svo er ég með sýn-
ingu á Internetinu, sem
heitir Fenómenalógía
Haraldar Jónssonar og
tengist þessu beint. Þar
er ég með myndir af fyr-
irbærum, en það má eig-
inlega segja að þessi bók
sé líka fenómenalógía.
Að hún fjalli um það sem
slær mig eða strýkur mér
í umhverfinu."
„Ég er náttúrleg fæddur í Finn-
landi."
???
, foreldrar mínir voru þar við nám.“
Bjóstu þar lengi?
„Nei, bara í tvö ár. En ég held það
hafi hafit afdrifarikar afleiðingar."
Finnsk þögn
,Jaaá.“
(Löng þögn og afar íslensk)
Hikandi: Líturðu á Ijóðin þín sem
þjóðfélagsgagnrýni eða ertu bara
skoðandi?
„Það er náttúrlega ýmislegt að.
Maður hefur um margt að hugsa.Og
maður hugsar alltaf sitt,- Jú, jú.“
Og Boleroið dynur enn í hátölurun-
um, yfirgnæfir vandræðaganginn.
En finnst þér eitthvað gagnrýni vert
( íslensku þjóðfélagi?
Hann hugsar sig um. Reynir að
snúa sig út úr þessu. Spuming er alltof
meginlandsleg. Sprottin af rótum
ffanskrar myndlistarskoðunar, franskr-
ar málgleði sem spyrillinn er gegnsósa
af þessa dagana. „Þetta orð á íslensku,
skoðun. Það er auðvitað skoðun og
skoðun. Þetta eru skoðanir, - skil-
urðu.“
A efitir þessu myndast visst lofttæmi
og vissara að vera fljótur til að skipta
um sjónarhom. Þú hefur að minnsta
kosti aldrei séð ástæðu til að flýja
land. Það er vafamál hvort þetta er
spuming eða fullyrðing.
„Ég hef allavega aldrei tekið
ákvörðun um það. Eg fæddist auðvit-
að ekki héma. Er meira svona gestur.
Ég var einu ári á undan í skóla.. .æ þú
veist hvemig þetta er. Maður er eigin-
lega hálfgerður sígauni. Eða gyðing-
ur.“ Lausnarorðið er sígaunagyðingur.
Eru þeir nú til?! flissar spyrillinn.
En Halli misskilur spuminguna.
„Sígaunar. Já, já þeir em til.“ Við
hlæjum íslenskt og myndskáldið styn-
ur upp á milli hlátursgusanna: „Ætli
maður sé ekki.. þegar öllu em á bom-
inn hvolft... bara sígaunagyðingur.
Einskonar farfúgl."
Snúum okkur svo aftur að alvör-
unni.
Eiga Ijóðin þín eitthvað sameigin-
legt með Ijóðum annarra samtima-
skálda?
„Neeii. Ég held þetta sé mekaník af
svo mörgu. Ég hef til dæmis orðið fyr-
ir miklum áhrifum af blöðum og bæk-
lingum, auglýsingabæklingum og
fréttaskotum."
Lestu fréttaskotin?
„Já, ég verð fyrir inspírasjónum af
bæði þeim, viðtölum og setningum
sem fjúka fyrir hom. En líka af fjöl-
skyldualbúmum. Maður stendur agn-
dofa þegar maður sér sannleikann:“
En hvað er að gerast hjá þér í
myndlistirmi?
„Það er þessi sýning á Intemetinu.
Síðan er ég að leggja línumar og lulla
þetta í lausaganginum. - Eins og er.“
Er mikið af myndlistarsýningum á
intemetinu ?
„Nei. Ómar Stefánsson var með
fyrstu sýninguna, og mín er sérstak-
lega hönnuð fyrir Internetið."
Eru þetta þá verk sem þú hefur unn-
ið á tölvu?
„Þær eru margar hverjar tölvu-
kenndar.Þetta em myndir af verkum
eftir mig og eins ljósmyndir sem ég
hef fundið.“
Síðan ferðu á jjöll í sumar eins og
alltaf?
,Já.
Er það nauðsynlegt myndlistar-
manninum?
, Jaá. Fá borgað fyrir að ganga.“
Lífsbjörg og ánægja?
„Já, svona lífsbjörg í Norðurhöf-
um.“ Greinilega misheppnuð spum-
ing, því svarið er háðskt.
Blaðamaður tekur þá upp á því að
veifa bókinni ffam í hann: Ekki verð-
urðu ríkur af þessu!
Við eyðum þessu því svarið rennur
út í sandinn.
Enþér finnst gaman áfjöllum?
„Það er sígaunaeðlið sem þarna
kemur upp í mér. Þetta með að koma
og fara. Annars á ég mjög auðvelt
með að vera lengi á sama staðnum, á
sama tíma og mér gengur alltaf mjög
vel að breyta um umhverfi." En part-
ir, c’est mourir un peu.
Síðan fömm við að tala um orðið
skaut, heimskaut, skautbúning, konu-
skaut, andstæður og finnst það skrýtið,
þetta orð. En hið ósagða eltir okkur
uppi líkt og syndir gærdagsins.
á tímabili þorir hann
ekki að sjást út úr húsi
nema ef vera skyldi í
langferðabíl með reyk-
litaðar rúður sem
líður hægt á milli staða
Hvers vegna heldurðu að við séum
svona héma ínorðrinu?
„Er það ekki bara af því að kjöt
geymist best í kulda?"
???!!
„Það ffýs allt.“
Og þá væntanlega raddböndin.
Þykist hafa náð þessu.
„Liggur þetta ekki lúmskt í þessari
köldu hljóðeinangmn og víðáttubrjál-
„Ég er mjög sérkennileg
blanda af introvert og
extrovert. Eiginlega er ég
staddur á þessu næfur-
þunna hnífsblaði þarna á
milli. Ég á auðvelt með
að vera einn og svo get
ég á hinn bóginn verið
með fólki alveg út í eitt,
verið svona salarmaður."
æðinu sem grípur eyjaskeggja á sumr-
in.
En þetta breyttist strax með tilkomu
fijálsu útvarpsstöðvanna. Og kaffihús-
anna. Og reglulegra gervihnattasend-
inga. Það er greinilegt."
Heldurðu að við séum að glata
þessari þagnarlist?
,Já, sem er af hinu góða.“
En mega menn vera að því að lesa
Ijóð á tímumfrjálsrarfjölmiðlunar?
,Já, ég held það. Frekar en skáld-
sögumar - eða jafnvel blaðagreinar.
Ljóðin eru í neytendapakkningum,
sem fólk getur gripið í og gleymt sér
yfir. Þau em ekki lengri en texti sem
lýsir innihaldi á matvælaumbúðum.
Éða einkamáladálkur í DV. Samt er
enginn síðasti neysludagur."
Lestur Ijóða krefjast nú samt meiri
íhugunar en þeir textar?
,Já, en lengdin er sú sama. Ég er til
dæmis með ljóðin stutt."
En tölum aftur um Ijóðin. Innihald
þeirra er tekið úr umhverfinu. Þú ert
ekki mikið fyrir sjálfsskoðun?
„Nei. - Samt speglast maður í því
sem maður sér, tekur bara eftir því
sem maður er. Það sem birtist í ljóð-
unum er eins og úthverfan á mér.“
hann hverfur inn í dimmt
herbergið og grunur læðist
strax að honum um að
útlínur ógreinilegra innan-
stokksmunanna skarist illi-
lega við hans eigin.
Samt er þetta ekki alveg satt því
sum ljóðin eru persónuleg. Lýsa
skáldinu með nokkuð ótvíræðum
hætti:
verður eiginlega
að standa grafkyrr
því hversu hratt
sem hann hleypur
færist umhverfið
óðfluga í öfuga átt
Haraldur næstum því roðnar.
„Ég geri þetta þegar ég er í útlönd-
um. Þegar ég er allt í einu á miðri götu
í mannhafinu og hverf inn í sjálfan
mig. Ég stoppa því ég kemst ekki
lengra. Ætli þetta sé ekki blanda af
taugaveiklun og einhverju - líklega
innhverfri fhugun."
Við erum komin út á hála braut
játninga og því tímabært fyrir Einar
ljósmyndara að mæta á staðinn.
Starfsstúlkurnar á Sólon hafa lfka
fundið á sér yfirvofandi veðrabreyt-
ingar og koma aðvífandi til að rífa
undan okkur körfustólana. Þar með
leystist fundurinn sjálfkrafa upp. ■
„Allt er einhvern veginn
svo nálægt hérna. Sfðan
er það náttúrulega hin
margrómaða þögn sem
við erum að selja útlend-
ingnum. Maður hefur
marinerast í henni eins
og fleiri . Þó við séum
ekki jafn góðir - eða
slæmir og Finnar sem
þegja á tveimur tungu-
málum í einu, finnsku og
sænsku."