Alþýðublaðið - 21.06.1995, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
frakkland
■ Dagbókarbrot Francois Mitterand um Charles de Gaulle á miðvikudeginum
15. september 1971: „...hlýt ég að segja, að hann hafi verið síðasti hinna víðsýnu
pólitísku hugsuða 19. aldarfremur en undanfari aldahvarfanna 2000, eins og oftertalið"
D
I I e
e G a u
var í beinan legg
pólitískur afkomandi
i c h e I i
„Charles de Gaulle þykir mér
merkilegri sakir þess, hver maður
hann var, en hins, hveiju hann kom til
leiðar. Þótt það kunni að hneyksla les-
endur, hlýt ég að segja, að hann hafi
verið síðasti hinna víðsýnu pólitfsku
hugsuða 19. aldar fremur en undanfari
aldahvarfanna 2000, eins og oft er tal-
ið.
Innan árs frá andláti hans er Gaul-
isminn andvana horfinn. Stofnanir
riða sakir ágjafar og strauma, sem til
komu vegna dauða frumkvöðuls
þeirra. Arftakar hans laga ekki aðeins
stefnu sína að breyttum aðstæðum,
heldur fjarlægjast lflca þau sjónarmið,
sem þeir höfðu áður að leiðarljósi.
Fara þeir villur vegar? Enn einu
sinni er veröldin komin í það fyrra
horf sitt, sem hún var í áður en de
Gaulle fldæddi hana stefnumiðum sín-
um. Að því leyti eru arftakar hans
raunsæismenn.
De Gaulle var viljasterkur og hafði
eindregnar skoðanir. Tungutak hans
var það, sem í draumum heyrist. Þegar
hann tók til máls, var sem eitthvað
mikið vekti fyrir honum á hvetju því
sviði, sem hann vék að, og hann væri
þess fullviss, að það fram gengi.
Vegna þessa eiginleika hans og skap-
gerðar fannst samtíðarmönnum hans
hann vera sér glöggskyggnari. Og
samt virðist mér sem honum hafi sést
yfir flestar meginhugmyndir samtíðar
sinnar.
En mér h'ður ekki úr minni, að fyrir
sakir hins fullvalda hugar hans áði
sagan stundarkorn, að ýmis ófagur
veruleiki vék fyrir lögmálum hugar
hans og að hugur hans er enn ein upp-
spretta þjóðlífs okkar.
Margir hafa reynt að lýsa mannin-
um de Gaulle. Fýrsta sinn sá ég hann í
Alsír 3. eða 4. desember 1943. Kvöld-
ið áður hafði ég komið þangað frá
London, um Bristol og Gíbraltar.
Minnist ég Alsír þeirra daga, - Alsírs,
„sem af lagði þef af geitfé og ilmaði af
jasmine-víði,“ - sem orlofsstaðar her-
manna með ólgandi, en dýrmætu, lífi.
De Gaulle hershöfðingi tók á móti
mér að viðstöddum Henry Frenay,
yfirumsjónarmanni stríðsfanga. Til
skrifstofu hans í Villa des Glycines
hafði leið mín verið löng og erfið, leg-
ið um Þýskaland, Frakkland og Eng-
land, og þarna sat hann gegnt mér,
með þetta höfuð sitt, kynlegt að lögun,
of htið í hlutfalli við háan lflcamsvöxt
hans, með þetta condottiere-máXii sitt,
nauðrakað af prestlingum hans, með
langa fótleggi sína undir borðinu,
maðurinn, sem mér hafði svo oft verið
hugsað til.
Eg sótti í mig kjark með því að
hugsa til Stendhal. Ekki var um það
að efast, að þama sat de Gaulle. Nógu
vingjamlegur var hann. Máls hóf hann
á hversdagslegum orðum, að nokkm í
alvöru, að nokkru í gamni: „Mér
skilst, að þér hafið komið hingað með
enskri flugvél."
Um leið og hann talaði bægði hann
fagra, en dálítið mjúka, hönd sína eins
og í takt við lag, sem ekki heyrðist.
Hann spurði mig um andspymuhreyf-
inguna, aðferðir hennar og móð. Þótt
tónfall orða hans héldist kæmleysis-
legt, harðnaði það óðar og hann kom
að merg málsins.
Að áliti hans skipti meginmáli, að
áróðri væri uppi haldið í búðum stríðs-
fanga og að fangar, sem strokið hefðu,
létu stjórnmál síðan til sín taka. Til
kæmi alvarlegt vandamál, þegar hálf
önnur milljón fangi yrði leyst úr búð-
unum. Það yrði að yfirvega án tafar.
Hann áleit líka að gera ætti þegar í
stað ráðstafanir til að hindra deilur á
milli flokka andspymumanna, sem só-
uðu kröftum þeirra. Vopn og peningar
yrðu þeim ekki sendir, fyrr en þeir
hefðu verið sameinaðir, - en forystu
um það ætlaði hann Michel Charette,
systursyni sínum, að á daginn kom.
Alls ekki áður. Hvaða mótbárur hefði
ég gegn þeim sjálfsögðu starfsreglum
þjóðlegs aga?
Ég svaraði því til, að hversu þarfur
sem sá agi væri, þá væri staðreyndin
sú, að hreyfmg andspymumanna inn-
an Frakklands starfaði að eigin lögum
og yrði ekki auðveldlega. talin á að
taka við utanaðkomandi fyrirmælum
Oft hef ég velt fyrir mér, hvers
vegna sú sérstæða stund færði mig
ekki nær honum, sem ég hafði lært
svo margar dýrmætar lexíur af. Ef
undan er skilinn einn fundur í maí eða
júní 1945, sem hann veitti umsjónar-
mönnum með fyrrverandi samtökum
stríðsfanga, liðu íjórtán ár, þangað til
ég kom aftur á fund de Gaulle. A
stundum hef ég harmað, hve langt var
þeirra á milli.
Ég var vinur tveggja forsætisráð-
herra íjórða lýðveldisins og ráðherra í
stjórnum þeirra, Roberts Schuman
og Pierre Mendes France, sem
reyndu að gefa skeiði því nýjan stfl og
nýjar hugmyndir. An efa hafði de
Gaulle þeim meiri stíl, en ef til vill
„Tungutak hans var það, sem í draumum heyrist. Þegar hann tók til máls,
var sem eitthvað mikið vekti fyrir honum á hverju því sviði, sem hann vék
að, og hann væri þess fullviss, að það fram gengi. Vegna þessa eiginleika
hans og skapgerðar fannst samtíðarmönnum hans hann vera sér glögg-
skyggnari. Og samt virðist mér sem honum hafi sést yfir flestar megin-
hugmyndir samtiðar sinnar."
og að við hin ýmsu samtök, sem hann
véki að, yrði fyrirmælum hans ekki
komið.
Fundur okkar var á enda. Hann stóð
á fætur og tók í hönd mér.
Heim komnum til Frakklands nær
þremur mánuðum síðar skýrði Alex-
ander Parodi mér frá því, að með
samþykki þeirra í Alsír hefði ríkis-
stjómin í útlegð útnefnt mig yfirum-
sjónarmann stríðsfanga, brottfluttra og
ílóttamanna í hinni væntanlegu ríkis-
stjórn. Sem slíkur sat ég 27. ágúst
1944 fyrsta allsherjarfund frjálsu
frönsku ríkisstjómarinnar undir for-
sæti de Gaulle hershöfðingja.
Ég hlýddi á, fylgdist með, dáðist að.
Þar eð ég hef upplifað margar sögu-
legar stundir, sem allt of fljótt fymist
yfir og gleymast, hef ég lært að meta
hughræringar þeirra. En ég var tuttugu
og sjö ára gamall, enn haldinn eld-
móði og mér var gjamt að líta atburði
stærri en þeir voru í raun. En gild
ástæða var þá til að glenna upp augu:
Nýtt tímaskeið var að hefjast og þar
var de Gaulle hershöfðingi.
færri frumlegar hugmyndir, þótt eng-
inn gæti léð ríkinu mál sem hann. Að
hafa á réttu að standa var Mendés
France ástríða. Schuman var lflca fóm-
arlamb hennar, þótt honum væri ótti
við að hafa á röngu að standa.
Þær áhyggjur sóttu ekki á de
Gaulle. Hann var. Athafnir skópu
hann, og sú sannfæring hans, að hann
vœri Frakkland, að hann léði því að
sönnu mál, að hann væri holdgerving-
ur stundarkoms í ævarandi örlagaferli,
snart mig fremur en angraði. Sú sann-
færing hans þótti mér aldrei hlægileg
né fáránleg.
Sakir meðfæddrar, einskærrar ástar
sinnar á Frakklandi, hætti de Gaulle til
að ráðast gegn skuggum. De Gaulle
var í beinan legg pólitískur afkomandi
Kichelieu, þótt Pitt, Metternich og
Bismarck hefðu líka haft áhrif á
hugsanagang hans, og í huga hans var
keisarinn enn við völd í Moskvu.
Föðurlandið var dulúðlegt land-
svæði, markað af guði, og byggt þjóð
verkamanna og hermanna. Hvenær
sem því helga landsvæði var ógnað,
Francois Mitterand: Charles De
Gaulle þykir mér merkilegri sakir
þess, hver maður hann var, en
hins, hverju hann kom til leiðar.
Þótt það kunni að hneyksla lesend-
ur, hlýt ég að segja, að hann hafi
verið síðasti hinna víðsýnu pólit-
ísku hugsuða 19. aldar fremur en
undanfari aldahvarfanna 2000, eins
og oft er talið.
kallaði það örlagaþmngna land náttúr-
lega ffam hetju þá, sem á var þörf. Að
þessu sinni var de Gaulle hetjan. Sakir
skapgerðar og menntunar leit hann at-
burði sem persónuleg ævintýri hinna
fáu hamingjusömu, sem kallaðir væm
til að aðhafast, mæla og ákvarða fyrir
alla.
Ég var aldrei gaullisti, að minnsta
kosti ekki í svo ríkum mæli, að þann
titil verðskuldaði. Hinn sérstæði mað-
ur sem var höfuð Fijálsra Frakka bæði
hreif mig og vakti mér hroll.
Að mínu áliti var andspyma okkar
gegn nasistum í Frakklandi, linnulaus
snerting við pínu og dauða, harla ólflc
þeirri mótspymu, sem uppi var haldið
utan lands, og taldi ég þá síðamefndu
ekki í fyrirrúmi, eins og hún taldi sig
sjálf vera. Ég efaðist um, að heitið
„andspyrna“ yrði í rauninni viðhaft
um baráttu háða frá London eða Alsír,
enn einn þátt í hefðbundnu stríði.
Ég dáði þann hóp manna, kringum
de Gaulle, sem létu til Frakklands
segja á hveijum einum vígstöðum, og
þá ekki síst vegna hofmóðs banda-
manna okkar. En annan hug bar ég til,
og var stoltur af, baráttu, sem mér
fannst fólk okkar rúið heiðri fyrir, en í
hópi þess var ég.
Hvað sem því h'ður, varð de Gaulle-
tilgátan að raunveruleika og máði
þannig út keppinauta sína, og í dag er
hún sá raunveruleiki, sem sagnfræð-
ingar þurfa við að fást. Þannig mun
gleymast, að hann einn ól ekki af sér
andspymuhreyfinguna og að tíðum óx
hún án tilverknaðar hans, eins og
gleymast mun, að aðrir verjendur de
Gaulle hefðu ífam stigið, vígðir í and-
spyrnu, til að berjast fyrir og halda
uppi réttindum Frakklands, hvemig
sem atburðum hefði fram undið.
Að þessu sögðu, ber að viðurkenna
það sem de Gaulle og gaullista-hreyf-
ingin áorkuðu og vom á ámnum 1940
til 1944.
Um er að ræða afgerandi hlutverk
manns, sem stígur í veg fyrir örlögin,
tekur þau kverkataki og fyrir sakir
viðvarana og viljastyrks ryður þeim
nýja braut. í það verður ekki lögð önn-
ur merking né á kostur." ■
CtMf»0tP*R0»fU Biíf OIOiflUSWAM*
m
VELIN
MYND EFTIft FRANCQISOUPEYMOH
Vélaður
sakamaður
Háskólabíó: Vélin
Adalleikari: Gerard Depardieu
★★
Geðlæknir á sjúkrahúsi hefur saman
sett úr heilasjá tæki Til að flytja hugs-
anir á milli manna. Til athugunar fær
hann sturlaðan kvennamorðingja. Við
hann og sjálfan sig tengir hann tækið.
Kvikmyndir
Á milli þeirra verður vitundarvíxlun:
Morðinginn hreiðrar um sig í lflcama
læknisins, en læknirinn í hans. (Dokt-
or Jekyll hafði minni umsvif til að
verða herra Hyde). Hvemig má fólk
vara sig á þessu? - Hvað sem veldur,
minnir myndin á þýskar myndir frá
þriðja áratugnum, (þótt hvergi sjáist
vofa Fritz Lang). Gerard Depardieu
er samt eins franskur og fyrri daginn.
Har. Jóh.
Barningur-
byrjendaverk
Stjörnubíó: Exotica
Aðalleikari: Mia
Skattrannsóknamaður hefur misst
dóttur sín með voveiflegum hætti, en
lætur dóttur vinar síns sitja sem bam-
fóstm í auðu húsi sínu. Á daginn rann-
sakar hann bækur gæludýrasala, grun-
aðs um brot á náttúruvemdarlögum. Á
kvöldin horfir hann á netkardans á
næturklúbbi. - Myndin er lystilega
saman sett, fagmannlega leikin og
söguþráðurinn keðja æsiatriða. Minnir
myndin á byijendaverk eða verðlauna-
verk úr kvikmyndaskóla. Sitt sýnist þó
hveijum. í Cannes hlaut hún verðlaun
gagnrýnenda, en hér í blaðinu aðeins
eina stjömu.
Har. Jóh.
Kynslóðabil
í Pittsburgh
Bíóborgin: Herbergisfélagar
Aðalhlutverk: Peter Fal, D.B.
Sweeney, Julianne Moore
★★
Á sjöunda áratugnum vex drengur
upp í Pittsburgh hjá afa sínum bakara,
sem komungur fluttist til Bandaríkj-
anna frá Póllandi laust fyrir aldamótin.-
Strákurinn verður læknir, og tekur
hann afa sinn til sín, þegar honum er
sagt upp (fyrir aldurs sakir), en sá
gamli krækir sér þó aftur í vinnu. Til-
vemna líta þeir ólflcum augum, enda
mótaðir á ólíkum árabilum, en eru
tengdir órofa böndum. Þegar læknir-
inn giftist, þarf sá garríli tíma til að
venjast eiginkonunni. og svo framveg-
is - Vel gerð, geðþekk minniháttar
mynd.
Har. Jóh.
Alþýðublaðið
-þótt þú þuríir
að stela því