Alþýðublaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ1995
s k o ð a n i r
UHNHUD
20938. tölublað
Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjórar Hrafn Jökulsson
SigurðurTómas Björgvinsson
Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín
Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
„Tæplega sæmandi“
Það eru talsverð pólitísk tíðindi þegar Davíð Oddsson reynist skyndi-
lega hafa skoðun í einhveiju máli. Þau tímamót urðu 17. júní þegar for-
sætisráðherra notaði hátíðarræðu sína til að afheita á mjög afdráttarlaus-
an hátt mögulegri aðild íslands að Evrópusambandinu, jafnframt því að
gera lítið úr því fólki sem telur að íslendingar eigi að sækja um aðild.
Á síðasta ári vakti mikla athygli þegar Davíð Oddsson lýsti yfir því,
að aðild Islands að ESB væri ekki á dagskrá. Innan Sjálfstæðisflokksins
vorú stuðningsmenn aðildar barðir til þagnar og hlýðni, til að ijúfa ekki
samstöðuna í aðdraganda alþingiskosninga. Þegar gengið var á forsætis-
ráðherra, vildi hann til skamms tíma hinsvegar ekki útiloka aðild í fram-
tíðinni, og í hinni almennt orðuðu kosningastefnuskrá Sjálfstæðisflokks-
ins var ekkert sem gaf til kynna að flokkurinn ætlaði að skipa sér undir
fána þeirra sem harðast beijast gegn ESB. Með þessum hætti tókst for-
ystu Sjálfstæðisflokksins að blekkja þann helming kjósenda flokksins
sem samkvæmt skoðanakönnunum er hlynntur aðildarumsókn að Evr-
ópusambandinu.
Á laugardaginn sagði forsætisráðherra: „Svokölluð Evrópumál eru
ekki ofarlega á baugi í íslenskri þjóðmálaumræðu. Kannski er það
vegna hins gifturíka milhvegs sem fannst fýrir okkar hönd.“ Hinn giftu-
nki millivegur er samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið - sem
flokkur Davíðs var reyndar á móti lengstaf. Þá hélt Davíð Oddsson því
fram, að gengi ísland í ESB yrði staða Alþingis „mjög áþekk því, sem
hún var á fyrstu dögum hins endurreista þings, fyrir 150 árum.“ Þetta
eru harla kynleg söguskýring, einsog Ólafur Stephensen, formaður Evr-
ópusamtakanna, benti á í samtali við Alþýðublaðið í gær. Ólafur sagði
meðal annars:, J fyrsta lagi er hæpið, þegar flokkur forsætisráðherra og
ríkisstjómin hafa þá stefnu að fylgjast með og sjá hvað gerist á ríkjaráð-
stefnunni, að gefa sér fyrirfram hvaða niðurstaða næst þar. í öðru lagi er
ákaflega hæpið að ætla að líkja tengslum aðildarríkja Evrópusambands-
ins í dag við samskipti hjálendu og herraþjóðar einhvem tímann á ní-
tjándu öld. Þetta er tæplega sæmandi forsætisráðherra."
Ólafur vekur einnig athygli á því, að með yfírlýsingum sínum hafi
Davíð Oddsson í raun horfið frá stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkis-
stjómarinnar, að bíða átekta en útiloka enga kosti. „Hann er með öðmm
orðum að taka Evrópusambandsaðildina af dagskrá með þessum um-
mælum,“ sagði Ólafúr Þ. Stephensen.
í forystugrein Morgunblaðsins í fyrradag er sagt, að vart sé ofmælt að
með þjóðhátíðarræðunni, hafi Davíð tekið afgerandi forystu fyrir þeim
hópi íslendinga sem em andvígir aðild íslands að Evrópusambandinu.
„Þetta er þeim mun athyglisverðara, þar sem umtalsverður stuðningur er
innan Sjálfstæðisflokksins við inngöngu í ESB,“ segir Morgunblaðið.
Og: „Þann stuðning má frnna innan þingflokksins, þótt ekki fari mikið
fyrir honum þar en hann er þeim mun meiri meðal atvinnurekenda og
ungs fólks innan Sjálfstæðisflokksins.“
Birgir Hermannsson stjómmálafræðingur kemst að svipaðri niður-
stöðu og Morgunblaðið í grein í Alþýðublaðinu í gær: „Hinn 17. júní
tók Davíð Oddsson formaður hins frjálslynda flokks allra landsmanna
óumdeilda forystu í flokki þjóðlegra íhaldsmanna - hvar í flokki sem
þeir annars skipa sér að öðm leyti.“ Birgir vekur líka athygli á því, að
andstaða Davíðs við aðild að Evrópusambandinu markast ekki fyrst og
fremst af sjávarútvegsstefnu þess, heldur af hefðbundnum forsendum ís-
lenskrar þjóðemishyggju.
Það gerist ekki á hveijum degi að Davíð Oddsson tekur afstöðu. Hann
hefur í seinni tíð orðið einskonar holdgervingur málamiðlana og hins al-
gera pólitíska tíðindaleysis. Þessvegna ætti kannski að virða það við for-
sætisráðherra að hann skuli þora að setja fram afdráttarlausa skoðun á
gmndvallarmáli.
Sú var tíð að Davíð Oddsson var galvaskur og kjaftfor ungur sjálf-
stæðismaður. Þá sat hann ineðal annars í frægri „aldamótanefnd"
flokksins - sem komst að þeirri niðurstöðu, aðskoða bæri aðild að ESB
í framtíðinni. Nú er hinn sami Davíð Oddsson orðinn oddviti þjóðlegra
íhaldsmanna - pólitískur rekkjunautur afturhaldsarma Alþýðubandalags
og Framsóknar. Svona týnist nú margt á langri leið.
Fijálslynt fólk, sem lét blekkjast til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn fyrir
fáeinum vikum, hefur enn einu sinni verið haft að fíflum. ■
Eitill Krists
og biskup Islands
„En með leyfi að spyrja: Hvenær hafa
fjölmiðlar þurft að búa til fréttir af upplausn
eða deilum innan kirkjunnar? Aldrei nokkurn-
tíma, vegna þess að síðustu ár hefur íslenska
þjóðkirkjan orðið það sem konungsfjölskyldan
er Bretum: stöðug uppspretta hneykslismála
og aðhláturs."
Aðalfyrirsögnin á forsíðu Tíinans í
gær var dálítið snúin við fyrstu sýn:
„Vá ef löður deilna presta gengur yfir
kirtil Krists."
Orðabókin segir okkur að kirtill sé:
eitill, líffæri sem vinnur úr efnum í
blóðinu og gefur frá sér eftú nauðsyn-
leg fyrir starfsemi líkamans...
Jú, vissulega hlýtur það að flokkast
undir talsverða vá ef löður deilna
presta gengur yfir eitil Krists.
Gott og vel. Þetta er útúrsnúningur.
Það vantaði y. Þetta átti að vera kyrtill
Krists en ekki kirtill Krists.
En hver var svona skáldlegur? Ekk-
ert hefur heyrst til Heimis Steinsson-
ar alltof lengi, og þá kemur bara einn
til greina: Biskupinn yfir íslandi, Ól-
afur Skúlason, að þmma yfir presta-
stefnu.
Einsog gengur |
HHrafn
Jökulsson
skrifar
Biskupinn er engum líkur þegar
hann talar sig upp í skáldlegar hæðir,
svífur um sjöunda himin orðgnóttar
og sáldrar spekiyrðum sínum yfir
þakklátan múginn. I dag ætlum við að
skrifa dálítið um Ólaf Skúlason og
kirkjuna.
Bakari og smiður
f áðumefndri ræðu gagnrýndi bisk-
up fjölmiðla mjög harkalega, einkum
þó Pressuna sálugu og Mánudags-
póstinn-Helgarpóstinn. Ólafur sagði:
„En þá þótti mér nú skörin fyrir al-
vöm færast upp í bekkinn þegar viku-
blað gefið út hér í Reykjavík og nú
víst tvisvar í viku harmaði í leiðara,
hversu lítill friður væri meðal presta.
En þetta blað hefur verið einstaklega
iðið við að finna sprek, tína saman og
leggja á ófriðarbál, sem það segir á
góðri leið með að tortíma kirkjunni."
Úff. Þetta hljómar skelfilega. En
með leyfi að spyija: Hvenær hafa fjöl-
miðlar þurft að búa til fréttir af upp-
lausn eða deilum innan kirkjunnar?
Aldrei nokkurntíma, vegna þess að
síðustu ár hefur íslenska þjóðkirkjan
orðið það sem konungsfjölskyldan er
Bretum: stöðug uppspretta hneykslis-
mála og aðhláturs.
Tollheimtumenn fyrr og nú
f stjórnarskrá lýðveldisins er
ákvæði um þjóðkirkju á íslandi: hins-
vegar er þar sömuleiðis skýrt kveðið á
um, að hægt sé að aðskilja ríki og
kirkju í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta
er reyndar eina grein stjómarskrárinn-
ar sem gerir ráð fyrir að þjóðin fái ein-
hveiju ráðið í milliliðalausri kosningu.
Síðustu ár hefur þeim öflum vaxið
nokkur fiskur um hrygg sem telja að
best sé að ríki og kirkja feti sitthvora
leið. í ávarpi á prestastefnu tók hinn
frjálslyndi og nútímalegi kirkjumála-
ráðherra, Þorsteinn Pálsson, slíkum
hugmyndum víðsfjarri. Hann sagði: „í
því mikla umróti sem nú á sér stað,
ekki bara í þjóðfélagi okkar heldur
samfélagi þjóðanna, lít ég á kirkjuna
sem rótfestu, sem þörf er á.“
a
Bíddu við: ástandið í Rússlandi - er
það rökstuðningur fyrir því að ís-
ienska ríkið púkki upp á ein trúar-
brögð öðmm fremur? Er styrjöldin í
Bosníu ástæða þess að hundruðum
milljóna er ausið í starfsmenn eins
safnaðar? Eða snýst þetta kannski bara
um Smugudeiluna? Eða verkfallið í
álverinu?
Stjómarskráin kveður á um trúfrelsi
og félagafrelsi. Samt sem áður eru
hvítvoðungar unnvörpum skrifaðir inn
í trúfélag ðlafs Skúlasonar. Ástæðan?
Jú, mamman er í þjóðkirkjunni. Af-
hverju er mamman í þjóðkirkjunni?
Trúlega vegna þess að amman var í
þjóðkirkjunni.
Trúfrelsi? Félagafrelsi?
Við skulum ekki hætta okkur langt
út á hálan ís umræðna um fínni blæ-
brigði kristinnar trúar, en einhvem-
veginn virðist það í fullkomnu ósam-
ræmi við boðskap Jesú frá Nazaret
að erindrekar almættisins séu einsog
hverjir aðrir opinberir starfsmenn.
Einhvemveginn minnir mig að þetta
hafi verið þveröfugt í árdaga: eða
hættu ekki tollheimtumenn hins opin-
bera í vinnunni til að geta boðað guðs-
orð?
En biskupinn okkar þreytist reyndar
ekki á því, seint og snemma, að minna
á að prestar séu barasta opinberir
starfsmenn. Kannski fremur skjól-
stæðingar Ömma frænda en guðs al-
máttugs?
Nei, því miður. Islenska þjóðkirkjan
er að verða að einu allsherjar fígúm-
verki: slitin úr tengslum við mannlíf í
landinu, nema þegar einhver opinber
starfsmaðurinn tekur sig til og skan-
dalíserar almennilega.
Og þá er það bara blöðunum að
kenna.
Þvflíkt Löður.
2 2 .
Atburðir dagsins
1939 Mesti hiti hér á landi,
30,5” C, mældist á Teigarhorni
í Berufirði. 1939 Frakkar gef-
ast upp, átta dögum eftir að
Þjóðverjar réðust inn í landið.
1941 Þjóðverjar gera innrás í
Sovétríkin. 1969 Bandaríska
söngkonan og Ieikkonan Judy
Garland fremur sjálfsmorð, 47
ára að aldri. 1989 Sjö kínversk-
ir námsmenn, sem tóku þátt í
mótmælum á Torgi hins him-
neska friðar, skotnir eftir sýnd-
arrétthöld.
Afmælisbörn dagsins
Erich Maria Rcmarque þýsk-
ur rithöfundur, kunnastur fyrir
Tíðindalaust á vesturvígstöðv-
unum, 1898. Billy Wilder
kvikmyndaleikstjóri af austur-
rískunt ættum, 1906. Kris
Kristofferson bandarískur
leikari og söngvari, 1936.
Meryl Streep bandarísk kvik-
myndastjama, 1949.
Annálsbrot dagsins
Á alþingi dæmd búslóð og al-
eiga margra manna á Suður-
nesjum undir kongl. Majest.
fyrir nokkra litla kauphöndlan
við hollenzka ófríhöndlara,
innsett til kongs náða um þeirra
Bremerholmsstraff.
Eyrarannáll, 1685.
Málsháttur dagsins
Oft njóta hjú góðra gesta.
IMóbelsverðlaun
dagsins
Kristmann getur þess síðar í
bókinni, að þar hefði komið tali
manna, að hann fengi Nóbels-
verðlaun, en svo sem vænta
mátti eyddi hann því hjali af
meðfæddu lítillæti. En ef ein-
hvemúma verða veitt verðlaun
fyrir bókmenntalega væmni, þá
mun Kristmann Guðmundsson
ekki þurfa að óttast keppinauta.
Sverrir Kristjánsson, ritdómur
um sjálfsævisögu Kristmanns
Guðmundssonar, Þjóöviljinn
14. desember 1960.
Orð dagsins
Vondslega hefir oss veröldin
blekkt,
ve'Iað og tœll oss nógu frekt,
efeg skal dœmdr af danskri
slekt
og deyja svo fyrir kóngsins
mekt.
Jón biskup Arason, ort skömmu
áður en hann var handtekinn.
Skák dagsins
Ungverjinn Adorjan er þétt-
ingssterkur stórmeistari, þótt
ekki sé hann litríkur úr hófi
fram. Hann hefur svart og á
leik í skák dagsins, gegn Ge-
orgíumanninum G. Georg-
ad/.c Hvítur var að drepa á f8,
en Adorjan lætur riddarann
eiga sig og blæs til sóknar.
Hvað gerir svartur?
1. ... Rxe5l! Glæsilegt, enda
gafst Georgadze upp án frekari
umsvifa. Samanber: 2. Hxc3
Rf3+! eða 2. fxe3 Rd3+ svo
dæmi séu tekin. Önnur úrræði
duga heldur ekki til að bjarga
hvítum.