Alþýðublaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ1995 m e n n i n g ■ Hinn 7. júní ávarpaði sjálft lárviðarskáld Breta, Ted Hughes, samkomu í ICA (International Contemporary Arts) að afloknum leiklestri Fionu Shaw og Michael Charlesworth í tilefni af útgáfu Justice Undone- Grámosinn glóir- eftir Thor Vilhjálmsson. Lárviðarskáldið ræddi kynni sín af íslendingum, íslandi, íslendingasögunum og heimsborgaranum Thor Alþjóðlegur borgari sem byggir á þúsund ára hefð Fæstir gera sér nógu glögga grein fyrir hinni löngu og merku bókmenntahefð íslendinga, og munu því lesa Grámosa Thors sem hverja aðra evrópska nútímaskáld- sögu. Mín trú er sú að hér sé um allt annars konar bókmenntir að ræða. Ahugi minn á Islandi vakn- aði fyrst er ég var kornungur og tók að lesa íslendingasögurnar og íslenskar þjóðsögur, en hvoru- tveggja hef ég síðan lesið aftur og aftur síðar í lífinu. Islendingasögurnar eru í raun einhverjar merkustu bókmenntir sem til eru: einhverjir raunveruleg- ustu, kaldranalegustu og hræðileg- ustu harmleikir sem nokkurntíma hafa verið skráðir. í íslendingasög- unum tvinnast hin æðstu gildi sam- an við hin erfiðustu lífsskilyrði á endimörkum hins byggilega heims, og þar myndast einhverskonar „eldsmiðja“ sagna, þegar helstu vígamönnum Norður-Evrópu lend- ir þarna saman. í þessari „eld- smiðju“, þar sem allir þessir þættir runnu saman, urðu til á tiltölulega stuttu tímabili þessar ótrúlegu sög- ur um hversdagslega viðburði í lífi venjulegra fjölskyldna. Þessar sög- ur eru merkilegar ekki aðeins sök- um hins ótrúlega raunveruleika og efnalega ástands sem fólkið bjó Á þessu eldfjalli bjuggu svo örfáar fjöl- skyldur, dreifðar um landið, og áttu allar meira og minni í úti- stöðum hver við aðra, einkum vegna jarða- deilna. við, heldur ekki síður vegna þess að þær eiga rætur í þessu einkenni- lega landi, þessu óraunverulega „geimlandi" sem er í rauninni nak- ið eldfjall, skreytt því sem tekist hefur að skjóta rótum í eldfjallinu. Á þessu eldfjalli bjuggu svo örfáar fjölskyldur, dreifðar um landið, og áttu allar meira og minni í útistöð- um hver við aðra, einkum vegna jarðadeilna. fslendingar eru mestu lögvísindamenn í heimi, það er sagt að þar sé þriðji hver maður lögmaður og þessir frumbyggjar deildu og börðust svo heiftarlega að stofnun Alþingis varð aðkall- andi til að útkljá hin eilífu deilu- mál. Þessar sögur eru ekki aðeins naktar og nöturlegar frásagnir af raunveruleika þessa tíma, þær til- heyra einnig munnmælasagnahefð þeirri er vel var þekkt fyrr á öldum í Evrópu. fslensku þjóðsögurnar, svo ólíkar sem þær eru íslendinga- sögunum, eiga einnig rætur f munnmælasagnahefðinni og þær eru einhverjar mögnuðustu, draugalegustu og skrýtnustu þjóð- sögur sem ég veit um. A.'lar ís- lensku þjóðsögurnar hljóma eins og sannar sögur, og þó ac guðun- um séu gerð skil í fornkveðskap íslendinga, þá eru hinar dæmi- gerðu þjóðsögur Islendinga fyrst og fremst gamansamar smásögur um venjulegt fólk hér og þar, og ýmislegt sérkennilegt sem henti það, hin undarlegu fyrirbrigði sem á vegi þess verða og nálægðina við hið óútskýranlega sem mótar líf þess. Þannig virðist sem allir á fs- landi búi í heimi þar sem engin mörk eru á milli hins raunverulega og hins yfirskilvitlega, þar sem hið yfirskilvitlega eru skrýtnar verur sem búa í klettum, ám, bæjum og móum. Þetta skapar afar einkenni- legt og hjátrúarfullt andrúmsloft og það andrúmsloft er einnig að finna í íslendingasögunum þar sem hinir undariegustu hlutir gerast á stundum, furðulegir draugar birtast í þessum hráslagalegu sögum. Sögurnar og þjóðsögurnar voru einu íslensku bókmenntirnar sem ég hafði kynnt mér áður en ég fór til íslands og þangað fór ég í raun- inni því ég hafði hrifist af landinu og langaði jafnframt að renna þar fyrir fisk. Eg ferðaðist hringinn í kringum landið því þjóðbraut hef- ur verið lögð í kringum landið og liggur hún víða mjög nærri strönd- inni. Ég hafði kynnst Thor Vil- hjálmssyni á bókmenntahátíð í Spoleto og hann var eini maðurinn sem ég þekkti á íslandi og ég hringdi í hann er ég kom til lands- ins. Thor reyndist afar gestrisinn og góður heim að sækja. Hann tók mig nánast að sér, og son minn sömuleiðis sem var í för með mér. Við ókum saman frá Norðurlandi til Reykjavfkur, síðan aftur til Húsavíkur og enduðum aftur hjá Thor í Reykjavík þannig að ég fór í rauninni tvo hringi kringum land- ið og kynntist því þessu hrjóstruga og glæsilega landi afar vel; jöklun- um, þessari nekt sem minnir á tunglið, og hinni óvenjulegu strandlínu, því maður fylgir henni mestan hluta ferðarinnar kringum landið. Vegirnir minna á enska sveitavegi og troðninga mestan hluta leiðarinnar og hlaut ég afar góða yfirsýn yfir hina eyðilegu byggð. Hvar sem numið er staðar á íslandi, getur að líta litla á eða læk, auðn allt um kring og maður freistast út í vatnið í von um að krækja í fisk en þá verður manni litið upp og sér einhvern mann standa og fylgjast með úr nálægu holti og annan sem fylgist með af öðru fjalli og ef þú gerir þig lík- legan til að renna fyrir fisk þá koma þeir hlaupandi niður hlíðarn- ar hrópandi „No fiskur!“. Landsins er hvarvetna stranglega gætt á þennan hátt, sérhver maður fylgist með nágranna sínum og maður fær ...verk hans verða ekki eingöngu skilgreind sem nútímabókmenntir heldur ef til vill miklu frem- ur sem eðlileg framvinda langrar sögu ein- hverra merkustu bókmennta sem skrifaðar hafa verið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.