Alþýðublaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ1995 -
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o d a n i r
Skyldur kjósenda
„Hann orðaði það svo að árvekni almennings
skipti miklu meira máli en einn og einn Hitler
á stangli. Ef siðferðiskennd og virðing kjós-
enda fyrir mannréttindum eru í góðu lagi finn-
ur nýr Hitler engan jarðveg til að skjóta rótum
í. Ef kjósendur eru á hinn bóginn spilltir, for-
dómafullir og hugsandi fyrst og fremst um
eigin hag, fá þeir yfir sig valdamenn í stíl."
Um daginn horfði ég á fróðlegan
sjónvarpsþátt um Noam Chomsky,
málfræðing með meiru, sem lýst var í
þættinum sem baráttumanni fyrir
frjálslyndum sósíalisma. Chomsky
hefur áhyggjur af lýðræðinu og því
sem hann telur vera lævísa áróðurs-
starfsemi á vegum kerfisins til að
halda fólki frá því að hugsa gagnrýn-
ið. Dæmin sem hann tiltók fjölluðu
einkum um bandaríska fjölmiðla og
stríðsátök. I þeim efnum telur Chom-
sky auðsætt að fjölmiðlarnir taki
gagnrýnislítið undir áróður stjórn-
valda. Meðal annars sé engin tilraun
gerð til að líta hlutlaust á fréttirnar,
svo sem með því að fjalla á sama hátt
um fjöldamorð bandamanna Banda-
ríkjastjórnar (til dæmis fndónesa á
íbúum Austur-Tímor) og önnur
fjöldamorð sem vondu mennirnir
frömdu og hamrað er á sí og æ.
Margt er til í því sem Chomsky
heldur fram, þótt ef til vill sé of einfalt
að skella skuldinni á einhvers konar
samsæri fjölmiðla og stjómvalda. Það
fyrirbæri að væg múgæsing myndist
um (oft ímyndaða) hagsmuni og sam-
kennd þjóðar er skýranlegt á einfaldari
hátt en þann sem Chomsky nefnir. Á
fslandi væri unnt að nefna hvalveiði-
málið sem dæmi. Eins og Birgir Her-
mannsson rakti ágætlega í nýlegri
pallborðsgrein hér í blaðinu er langt
því frá að skynsemi og kalt mat hafi
stjórnað hvalveiðistefnu Islendinga,
heldur miklu fremur einhvers konar
tilfinningaþrungin andstaða við
heimska útlendinga og grænfriðunga
sem bruggi launráð gegn okkur. Fjöl-
miðlar hafa endurspeglað þessa þjóð-
arsátt um ofsóknarkemjd, án þess að
þar sé beinlínis samsæri á ferð; fremur
skortur á kjarki til að gagnrýna og
ganga á berhögg við þjóðarsálina.
Chomsky lagði áherslu á að al-
menningur yrði að vera vel upplýstur
og gagnrýninn og að siðferðisstig hins
almenna kjósanda skipti miklu máli.
Hann orðaði það svo að árvekni al-
mennings skipti miklu meira máli en
einn og einn Hitler á stangli. Ef sið-
ferðiskennd og virðing kjósenda fyrir
mannréttindum eru í góðu lagi finnur
nýr Hitler engan jarðveg til að skjóta
rótum í. Ef kjósendur eru á hinn bóg-
inn spilltir, fordómafullir og hugsandi
fyrst og fremst um eigin hag, fá þeir
yfir sig valdamenn í stíl.
Ég á það sameiginlegt með Chom-
sky að hafa áhyggjur af þróun lýðræð-
isins á Vesturlöndum. Áð mínu mati
telja of margir að lýðræði að forminu
til sé allt sem þarf. Ekkert er fjær
sanni. Lýðræðið er fremur óstöðugt
stjómkerfi í eðli sínu og gerir miklar
kröfur til almennings. Ef almenningur
rís ekki undir þeim kröfúm, hvort sem
það er af sérhlífni, fáfræði eða af-
skiptaleysi, er voðinn vís.
Ágæt umræða hefur átt sér stað
undanfarið hér á landi um siðferði
stjómmálamanna. Meðal annars er nú
nýbúið að samþykkja lög um þingfar-
arkaup og greiðslur til alþingismanna
sem voru löngu tímabær. Umræðan
hefur án efa haft þar sitt að segja. En
siðferði kjósenda er ekki síður mikil-
vægt en siðferði stjórnmálamanna,
enda er hið síðamefnda í nánu sam-
bandi við það fyrmefnda.
Kjósendur sem velja stjórnmála-
menn eftir þjónkun þeirra við þrýsti-
hópa fá það sem þeir biðja um: stjóm-
málamenn sem taka sérhagsmuni um-
fram heildarhag og em í stjómmálum
til að tryggja sér og sínum stuðnings-
mönnum sem stærstan skerf af pen-
ingafjallinu í ríkissjóði. Fólk sem kýs
tiltekna stjórnmálamenn af hræðslu
við innflutt vinnuafl eða aðra kynþætti
(einn slíkur er Le Pen í Frakídandi)
ber auðvitað ábyrgð á afleiðingunum:
hatri, mannfyrirlitningu og ofbeldi.
Það sama gildir um stuðningsmenn
stjómmálamanna sem þekktir em af
því að raða skyldmennum í opinber
störf eða verkefni, gera mun á Jóni og
séra Jóni, bmðla með fé almennings
eða líða kæmleysi í ijárhagsáætlunum,
bókhaldi og meðferð fylgiskjala: þess-
ir sömu stuðningsmenn eru með at-
kvæði sínu að segja að svona vilji þeir
að fulltrúar þjóðarinnar hegði sér.
Ábyrgðin er ekkert síður þeirra en
stjómmálamannsins sjálfs.
Hin gullna regla kjósandans ætti að
vera: „Ég ætla að kjósa þann sem ég
treysti best, samkvæmt lífsskoðun
minni, fyrir heildarhag þjóðarinnar.“
Hún á ekki að vera: „Eg ætla að kjósa
þann sem færir mér persónulega mest
í budduna - skítt með annað fólk.“ Á
því hvora lífsregluna kjósendur til-
einka sér hvílir lýðræði framtíðarinn-
ar. ■
Höfundur er kerfisfræðingur
og stjórnarmaður í
Félagi frjálslyndra jafnaðarmanna.
Innan Sjálfstæðisflokksins eru
margir furðu lostnir yfir hin-
um afdráttarlausu yfirlýsing-
um Davíðs Oddssonar um
Evrópusambandið. Hann þykir
hafa lokað fyrir fullt og allt á
þann möguleika að ísland
sæki um aðiid í framtíðinni -
en samkvæmt öllum skoðana-
könnunum er helmingur kjós-
enda flokksins hlynntur aðild-
arumsókn. Hinsvegar er sagt
að alþýðuflokksmenn harmi
lítt yfirlýsingar Davíðs, enda
gefist nú kostur á að veiða sál-
ir í miklum mæli af Sjálfstæð-
isflokknum...
að er til þess tekið hve
Tímarit Máls og menning-
ar hefur tekið miklum stakka-
skiptum eftir að Friðrik
Rafnsson tók að sér ritstjórn-
ina. Nú er komið út nýtt hefti
og kennir margra grasa. Ritið
er að miklu leyti helgað Norð-
urlandameistaranum í bók-
menntum, Einari Má Guð-
mundssyni. Þakkarræða hans
við afhendingu verðlaunanna,
sem vakti talsverða athygli er
birt, sem og skemmtilegt við-
tal Silju Aðalsteinsdóttur
við skáldið. Páll Valsson bók-
menntafræðingur, sem dvalið
hefur í Svíþjóð síðustu miss-
eri, skrifar vandaðan og stór-
fróðlegan ritdóm um verð-
launabókina. Að vanda frum-
birtir TMM skáldskap eftir
þekkt og óþekkt skáld á ýms-
um aldri: Vilborgu Dag-
bjartsdóttur, Gerði Krist-
nýju, Þórodd Bjarnason,
Kristján Þórð Hrafnsson,
Guðjón Sveinsson og
Andra Snæ Magnason. Að-
dáendurThors Vilhjálms-
sonar geta glaðst yfir nýrri
sögu sem birtist í heftinu en
þar má einnig finna smásögur
eftir Stefaníu Þorgrímsdótt-
ur og þýska íslandsvininn
Wolfgang Schiffer. Skáld-
skap Davíðs Stefánssonar
eru gerð skil, einsog vera ber
á hundrað ára afmæli skálds-
ins, í merkri grein Sveins
Skorra Höskuldssonar og
Ólafur Gíslason listfræðing-
ur skrifar um Erró. Síðast en
ekki síst veltir góðvinur Al-
þýðubladsins, Haraldur
Jónsson, því fyrir sér hvernig
myndlistarmenn hafa reynt að
fanga mannssálina íverkum
sínum í aldanna rás. Semsagt
gaman...
Liðsmenn Þjóðvaka hafa
ekki lagt árar í bát þótt úr-
slit kosninganna hafi ekki ver-
ið til að hrópa húrra fyrir og
skoðanakannanir sýni að enn
sígi á ógæfuhlið. í dag hefst
mikil fundaherferð Þjóðvaka
vítt og breitt um landið, og
verður byrjað á Suðurlandi.
Komið verður við í Þorláks-
höfn, Eyrarbakka, Stokkseyri,
Selfossi, Hellu, Hvolsvelli og
Hveragerði, og í kvöld verður
haldinn opinn þingflokksfund-
ur í Hótel Ljósbrá i Hveragerði.
Þangað geta allir komið og
skrafað við Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, Ástu Ragnheiði
Jóhannesdóttur, Svanfríði
Jónasdóttur og Ágúst Ein-
arsson. Á næstu dögum
munu svo liðsoddar Þjóðvaka
fara í önnur kjördæmi að boða
fagnaðarerindið...
„Jón Oskar Hafsteinsson, segðu mér: hver djöfullinn geng-
ur hér á? Hversu lengi ætlar þetta vinapakk þitt eiginlega
að hanga hérna í heimsókn? Jón minn, vertu nú svo vænn
að fara útá verönd og kveikja á útiljósinu - athugum hvort
við losnum ekki við þau þannig...!"
Er jafnréttisbaráttan á réttri leið hér á landi?
Björn Sigurðsson, kvik-
myndatökumaður: Nei. Launa-
misréttið er alltof mikið milli kynj-
anna.
Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri:
Nei. Það cr fráleitt Itvað konur
sækja á okkur karlmenn - enda má
ekki jafna saman starfskröftum
karla og kvenna. Karlar verða að
sýna samstöðu gegn ásókn kvenna.
Vilborg Sigurðardóttir, hús-
móðir: Nei. Og það er í samræmi
við þá staðreynd að við lifum í
karlasamfélagi.
Jórunn Sörensen, kennari og
dýravinur: Ég vil miklu fremur
spyrja: Á hvaða leið er jafnréttis-
baráttan og hver ætlar hvert?
Sigrún Vilbergs, bankamað-
ur: Nei. Mér fínnst jafnréttisbarátt-
unni allavega miða ákaflega hægt.
m e n n
Til sölu sokkið krókaleyfi.
Auglýsing í Morgunblaðinu.
Vá ef löður deilna presta
gengur yfir kirtil Krists.
Fyrirsögn ÍTimanum, höfö eftir Ólafi Skúlasyni
biskupi. Ekki fylgdi sögunni hvort stafsetningar-
villan var líka frá'honum komin.
Aumingja Ingi Björn, alltaf
að taka pokann sinn.
Boggi blaðamaður í Tímanum.
Það er gieðilegt að nýkjörið
þjóðþing skuli hafa döngun í sér
til að bæta kjör fulltrúanna, svo
nánasarleg sem þau voru og eru.
Oddur Ólafsson um kjarabætur alþingismanna.
Tíminn í gær.
Það versta er að þessa daga
sá þjóðin ekki aðeins leiðtoga
sína barmi taugaáfalls, heldur
lafhrædda.
Rússneska blaðið Sevjodnja um ástandið
í Rússlandi meðan skæruliðar héldu gíslum
í Budennovsk. Mogginn í gær.
Hann sagðist agndofa af undrun
yfir heiðrinum.
Frásögn Morgunblaösins af viðbrögðum
skallapopparans Cliffs Richards sem var
aðlaður um helgina.
Þrátt fyrir röð aðvarana halda
herstjórar stórveldanna og sérstak-
lega Vesturlanda áfram að eyða
milljörðum í að undirbúa allt önn-
ur stríð en þau, sem háð verða.
Jónas Kristjánsson í DV í gær.
Villtir
og Vefararnir
■ í hádeginu á Sólon í gær hittu Villtir
stórfjölskyldumanninn Jón Sæmund
meö glóðarauga ættað frá Laugarvatni,
nýmyndlistarskáldið Halla Jóns um-
lukinn finnskum þagnarmúr og Diddu
bersöglissírenu. Glóðvolgt Extrablað-
ið, netfang: extra@centrum.is, sat á
flyglinum með ágætri þýðingu Diddu á
einu Ijóða rónaskáldsins Bukowski og
pistli eftir hana um Utangarösmenn:
„Til dæmis fór ég að vinna í ísbirninum
í nokkra klukkutíma til þess eins að geta
sagt af sannfæringu: Ég ætla aldrei aft-
ur að vinna í ísbirninum!" Villtir fóru
svo þreytulegir heim um kvöldið og
horfðu á drepleiðinlega Color of The
Night með Bruce Willis og Jane
March. Passið ykkur á því drasli! Það
er illskárra að svissa yfir á Omegu en
að horfa uppá Brúsa ýmist grátandi eða
sýnandi á sér dvergvaxinn sprellann...
■ Vefararnir duttu í gær inná hina
undurfurðulegu heimasíðu Cyber gall-
erisins þarsem myndlistarfríkin hafa
fengið lausan tauminn: http://gertru-
de.art.uiuc. edu/@art/gallery.html. Og
heimasíða vinvitringsins Peter Gran-
off hefur náð miklu flugi. Smellið ykkur
inná http://www.virtualvin.com og upp-
götvið allt um bestu vínin oa verstu,
hlæið í leiðinni að vínlegri fákunnáttu
amatörsins Einars Thoroddsen. Þeir
fáu nethausar sem enn hafa kreditkort í
fórum sínum geta síðan pantað ódýr
v/n á einfaldan hátt hjá Pétri... takfthati
veröld ísaks
Jöfurinn Thomas Jefferson lagði
fram frumvarp til laga um að banna
þrælahald innan Sambandsríkjanna.
Slík lög hefðu án vafa komið í veg
fyrir borgarastyijöldina. Því miður
var það fellt á þinginu - með ótrú-
lega svekkjandi eins atkvæðis mun.
Byggt á Isaac Asimov's
Book of Facts.