Alþýðublaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐHD ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ1995 m e n n i n g ■ Olafur Jóhann Olafsson hefur notið mikillar velgengni á ritvellinum og allar skáldsögur hans orðið metsölubækur. Is- lenska ritdómara hefur hinsvegar greint stórlega á um verk Ólafs Jóhanns. Norskir kollegar þeirra virðast hinsvegar nokk- uð sammála um ágæti skáldsögunnar Fyrirgefning syndanna sem nýverið kom út í Noregi r Olafur Jóhannfær fína dóma í Noregi Fyrirgefning syndanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson kom nýverið út hjá Gyldendal í Noregi undir heitinu Syndenes forlatelse. Dómar í þarlend- um blöðum hafa verið einkar lofsam- legir. Þar er Ólafur Jóhann sagður vera einn fremsti og athyglisverðasti rithöfundur Islendinga af yngri kyn- slóðinni. Gagnrýnendurnir segja að erfitt sé að leggja bókina frá sér, sagan sé mjög dramatísk og veki lesandann til umhugsunar. Fyrirgefning synd- anna hefur nú komið út í Bandaríkjun- um, Englandi og Noregi. Hún hefur hvarvetna fengið góða dóma. f haust er fyrirgefning syndanna væntanleg í Þýskalandi, Frakldandi og Danmörku. „Skáldsaga um mannlegar ástríður" Vigdis Moe Skarstein segir í um- sögn sinni í Adresseavisen að Fyrir- gefning syndanna sé sterk skáldsaga um siðferðilegan vanda manns og um- breytingu hans og um refsingu sem felist í ævilangri angist út af syndum sem hann hafi drýgt í fortíðinni. Hún segir að hægt sé að lesa Fyrirgefningu syndanna eins og sakamálasögu en samspil mannlegra tilfmninga og þess ástands sem stríðið hafi skapað gefi tilefni til margs konar túlkunar. í lok dómsins segir Vigdis Moe Skarstein: „Eðlisfræðingurinn Ólafúr Jóhann Ól- afsson hefur skrifað skáldsögu um mannlegar ástríður, vanmátt, drottnun- argirni og einmanaleika þannig að engu er líkara en kalt vatn renni milli skinns og hörunds lesandanum. Um leið veitir höfundurinn innsýni í sam- band persónanna og vekur með því einnig samúð lesandans. Fyrirgefning syndanna er bók sem erfitt er að leggja frá sér fyrr en að lestri loknum. Sniglaveislan, sem er þriðja skáldsaga Ólafs Jóhanns, kom út á Islandi 1994. Ég hlakka til að fá norska þýðingu hennar í hendur, vonandi sem fýrst“. Djöfull í New York Fyrirsögnin á gagmýni Lars Helge Nilsen í Bergens Tidende er „Djöfull í New York“ en þar segir að Fyrirgefn- ing syndanna sé þess fullkomlega verð að vera lesin en hins vegar sé ekki auðvelt að skrifa um hana gagnrýni því að sagan gefi sjálfri sér langt nef á lokasíðu bókarinnar. Hann segir enn- fremur að Ólafur Jóhann skemmti les- endum með því að dusta rykið af hinni harmrænu og rómantísku skáldsögu. „Þjáningar Péturs á gamals aldri eiga . sér skýringu í ástinni sem hann glataði ö og grimmilegri hefnd hans á yngri ár- „ um. Það hvemig hann glataði ástinni .. og sneri baki við heimi æskunnar af ^ hugleysi hefur fylgt honum alla tíð. A »• árinu 1995 er ekki auðvelt að taka £ þennan gamla, fúla nirfil í sátt á þess- < um forsendum. Nema þetta sé kald- hæðni hjá Ólafi Jóhanni, þessi óvænti endir gæti gefið slfkt til kynna. Skáld- sagan er í það minnsta skemmtileg og læsileg svo valið stendur um það hvort maður vill trúa frásögninni eða hvort þetta er einfaldlega góð saga“. Lars Helge Nilsen hrósar kápu- mynd bókarinnar en það er Ijósmynd af svartklæddum manni sem er einn á ferð á götum New York borgar í hríð- arbyl árið 1947. Hann segir að þetta sé frábær lýsing á einmana manni. Maður sem misnotaði líf sitt Vdrt land segir í gagnrýni sem Nils- Petter Enstad ritar að hægt sé að lesa Fyrirgefningu syndanna sem skrifta- mál manns sem hafi misnotað eigið líf. „Sagan um Pétur Pétursson gæti verið saga svo margra okkar, saga um það hvemig lífið hefði getað orðið ef maður hefði látið biturleika yfir raun- verulegri eða ímyndaðri niðurlægingu stýra gerðum sínum. Kannski eru skriftamálin það besta sem völ er á í slíkuin tilfellum?" Stíllinn knappur, nakinn og þaulhugsaður Gagnrýnandi Haugesunds Avis, Svein Iversen, segir heldur óliklegt að aðalpersónan í fyrirgefningu syndanna hljóti aflausn, „því að sjaldan hefur nokkur höfundur skapað jafn sjálf- hverfa persónu og Pétur Pétursson þar sem hann situr gamall og sjúkur í lúx- usíbúð sinni á Manhattan og bíður dauða síns“. Iversen segir að stíll Ólafs Jóhanns sé knappur, nakinn, þaulhugsaður og þjóni vel tilgangi sínum. f lok dómsins segir Iversen að Fyrirgefning synd- anna sé mjög dramatísk skáldsaga sem veki lesandann til umhugsunar og standi framarlega í íslenskum nútíma- bókmenntum. Einn fremsti rithöfundur yngri kynslóðarinnar Gagnrýnandi Arbeiderbladets, Kjell Olaf Jensen, segir í ritdómi sín- um um Fyrirgefningu syndanna að Ól- afur Jóhann Ólafsson sé einn fremsti og athyglisverðasti rithöfundurinn af yngri kynslóðinni á fslandi og það sem skapi skáldsögu hans algera sér- stöðu sé einföld frásagnartækni. Sagan lýsi biturri afstöðu aðalpersónunnar til lífs og manna en um leið söknuði yftr því að geta ekki unnað öðru fólki. AU- ir ljúka gagnrýnendurnir lofsorði á þýðandann, Jón Sveinbjöm Jónsson. ■ Hver er orsök ófriðarins innan þjóðkirkjunn< Sæmundur Guövinsson leitaði álits fjögurra s Deilt um en ekki k< Biskup valdalaus meðan sóknarnefndir reka presta og ráða. Við nýafstaðna prestastefnu urðu miklar umræður um deilur innan kirkjunnar. Þar virtist vera af ýmsu að taka. Prestar hafa deilt innbyrðis og við biskup, prestar hafa lent í deilum við sóknarnefndir og kirkju- kóra og kunnar eru deilur presta við ríkisvaldið um kaup og kjör. Biskupinn, herra Ólafur Skúlason, gerði þessar deilur að umtalscfni við setningu prestastefnunnar og átaldi kirkjunnar þjóna fyrir orð og at- ferli. Alþýðublaðið ræddi við nokkra sóknarpresta og kannaði hvort tekist hefði að setja þessar deilur niður. Prestarnir töldu ekki rétt að setja deilur um einangruð tilvik upp sem ófrið innan kirkj- unnar. Hins vegar fer ekki milli mála að sú ákvörðun að kalla prest til þjónustu í Hveragerði en auglýsa ekki brauðið liefur vaidið fjaðrafoki meðal presta. Það mál setti skugga á prcstastefnuna. Biaðið ræddi einnig við forstöðumann Krossins og innti hann álits á deilum innan kirkjunnar. ■ Séra Gunnar Björnsson Deilt um köllunar- ákvæðid „Ég held að það sé kannski ekki al- menn ánægja með lögin um veitingu prestakalla. Það á að vera þannig að prestar geti sótt um laus prestaköll en til þess þarf að auglýsa þau. Síðan er það þetta ákvæði um að sóknamefndir geti kallað prest til starfa og þegar það er gert slag í slag án þess að starfið sé auglýst verða menn beiskir út af því,“ sagði séra Gunnar Bjömsson, sókn- arprestur í Holti í Önundarfirði. „Eins og lögin líta út núna er ekki að sjá að það sé verið að brjóta þau þótt það sé byijað á að kalla prestinn. En þama er deilt um lögskýringu því aðrir vilja lesa það út úr lögunum að fyrst beri að auglýsa. Ef enginn sækir að loknum fjögurra vikna fresti þá eigi þetta köllunarákvæði að koma til framkvæmda. Það eigi að vera til vara. En þrátt fyrir að prestaköll séu auglýst er það ekki lengur svo að um- sækjendur messi eins og áður var. Þeir mæta bara fyrir framan fimm gall- harða skrifstofumenn og em spurðir út úr. Áður gat söfnuðurinn komið í kirkju og hlustað á umsækjendur messa. Núgildandi lög um þetta efni vom samþykkt á Alþingi 1987 og síð- an hefúr staðið til að endurskoða þau,“ sagði Gunnar. En burtséð frá þessu. Um hvað er deilt innan kirkjunnar? „Þau skoðanaskipti sem vom hvað hvössust á prestastefnunni fjölluðu einkum um þetta sem ég var að ræða um. Sumir prestar vilja halda köllun- arákvæði laganna óbreyttu en aðrir ekki. Þeir sem eru á móti þessu ákvæði vom hins vegar þeirrar skoð- unar að kirkjustjómin hefði átt að leið- beina sóknamefndinni í þessu tiltekna máli [Hvergerðismálinu] en ekki setja grænt ljós á að köllunarákvæðinu yrði beitt. Mér finnst þetta hafa verið helsta ágreiningsel'nið," sagði séra Gunnar Bjömsson. ■ Séra Gunnlaugur Stefánsson Fjölmiðlar fylgjast betur með „Ég komst ekki á prestastefnuna sökum anna heimafyrir nú um há- bjargræðistímann. En ég hef ekki orð- ið var við að það sé djúpstæður ágreiningur innan kirkjunnar. Þetta em fyrst og fremst einstök mál sem koma upp við veitingu prestakalla af því lögin em kannski ekki nógu skýr t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.