Alþýðublaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 27. júní 1995 MDUBLeiB 94. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Ferðahandbók um Reykjavík - 6 göngu- leiðir um Þingholt og sunnanvert Skóla- vörðuholt Guðjón Friðriksson gæðir göt- ur borgar- innar lífi „Vinstra megin [Óðinsjgötu eru tvö sérkennileg samföst hús, bæði nr. 22. Þetta eru hálfgerðar skúrbyggingar með flötu þaki en mjóum bogadregn- um gluggum sem minna helst á hallar- glugga. Fyrir ffaman annað þeirra er myndarlegur tijágarður og þar koma ísaldarklappir í Ijós, þær einu sem sjást enn í holtinu. Þetta minnir okkur á að héma voru einu sinni gijótnámur. Allt grjótið í Alþingishúsinu var höggvið á þessum stað upp úr 1880.“ Þessi tilvitnun er sótt í nýútkomna bók Guðjóns Friðrikssonar, rithöfundar og sagnfræðings, Indœla Reykjavtk, 6 gönguleiðir um Þingholt og sunnan- vert Skólavörðuholt. Eins og titillinn ber með sér, þá er bókin leiðsögubók um tiltekin hverfi borgarinnar. I henni er að finna fróð- leik um sögu og mannlíf, byggingar- list, gróður og garða. Það eru engar ýkjur að segja að bókin er yfirmáta fróðleg og einstaklega vel úr garði gerð. Henni er skipt niður í sex kafla, eftir gönguleiðunum, og er í hveijum þeirra staldrað við allt það sem áhuga gæti vakið og því lýst í máli og mynd- um. Þegar Guðjón kom við á Alþýðu- blaðinu sagðist hann í stuttu spjalli sjálfur hafa búið lengi í þessu hverfi og þá löngum gert sér það til gamans að ganga þar um með freyju sinni. „Við höfum haft yndi af því að ganga um hverfið og sjá þar eitthvað nýtt í hvert skipti, fara inn í húsasund og uppgötva bakveraldir." Guðjón þekkir Þingholtið og Skóla- vörðuholtið því vel, þótt göngur hans hafi ekki beinlínis verið kveikjan að tilurð bókarinnar, heldur það að fyrir tíu árum var hann ráðinn til að skrifa sögu Reykjavíkurborgar. „Ég fór í gegnum gífurlega mikið af heimildum við þá vinnu og punktaði þá niður hjá mér um einstök hús. Undir lokin var ég komin með heljarinnar spjaldskrá og má segja að hún sé grunurinn að þessari bók.“ Hver kafli tekur mið af því að geng- ið sé í eina dags- eða kvöldstund. ,3ókin er hugsuð sem ferðahandbók, þótt hún sé ólík öðrum ferðahandbók- um sem gefnar hafa verið út hér á landi af því hún veitir leiðsögn um þéttbýli. Hugmyndin er sú að fólk geti haft bókina með höndum og skoðað um leið og það les. Þetta er tilraun til að fá fólk til að nýta betur útivistar- svæði innan borgarinnar." Heldurðu að fólk þekki borgina Sagnfræðingurinn Guðjón Friðriksson á göngu um Þingholtin. Hann hefur nú sent frá sér stórfróðlega bók þarsem fjallað er um hvað fyrir augu ber á göngu um hverfið og sunnanvert Skólavörðuholtið. A-mynd: E.ÓI. yfirleitt illa? „Það er auðvitað upp og ofan. Samt finnst mér lítill skilningur vera á því hvað er verðmætt." En þekkir það almennt sögu borg- arinnar? ,fólk sem er mikið á ferð í þessum hverfum skynjar söguna vel held ég. En það eru margir aldir upp í öðrum fjarlægari borgarhlutum og eiga sjald- an eða aldrei erindi í gamla borgar- hluta. Annars er bókin ekki síður hugsuð fyrir utanbæjarfólk sem er á ferð í bænum.“ Það stendur ekki til að gefa bókina út d öðrum tungumálum svo erlendir ferðamenn geti nýtt sér hana? „Þessi bók er sniðin fyrir íslendinga enda margt í sögunni sem útlendir ferðamenn haf engan skilning á. Þeir þekkja ekki Þórberg Þórðarson svo dæmi sé tekið, og því þyrfti að um- skrifa bókina ef ætlunin væri að þýða hana.“ Hefurðu uppi áform um að skrifa bœkur um fleiri hverfi? ,3f þessi bók fær sæmilega góðar viðtökur þætti mér spennandi að gera svona bækur, um jafnvel aðra bæi, eins og Stykkishólm, Húsavík og Eyr- arbakka. Þegar komið er á staði sem þessa á landsbyggðinni þá vantar að- gengilegar upplýsingar þar sem maður fær leiðsögn um bæinn. Það er ekki hægt að nálgast slíkt nema rekast á sögufróðan innanbæjarmann. Það er til fullt af bókum hér um fjöll og fim- indi, en mannabyggðir hafa ekki verið með í dæminu fram að þessu.“ Er það af þvt' að það er svo stutt síðan viðfluttum á mölina? „Ætli það ekki. Við erum dálitlir sveitamenn ennþá, ekki enn búin að taka borgina almennilega í sátt.“ Bók Guðjóns ætti að leiða lesendur hennar í allan sannleikann um að Reykjavík reis ekki í gær, að þar eru til hús og garðar sem búa yfir fjöl- skrúðugri sögu, sem kemur inn á sögu íslenskrar byggingalistar, íbúa- og verslunarsögu. Bókin Indæla Reykjavík, 6 göngu- leiðir um Þingholt og sunnanvert Skólavörðuholt er 161 blaðsíða og kostar 2.880 krónur. Utgefandi er Ið- unn. ■ Fulltrúar Jafnaðarmannaflokks íslands styrkja tengslin við þýska skoðanabræður sína Sjávarútvegsstefna ESB og stækkun sambandsins - voru meðal aðalumræðuefna, ásamt varnar- og ör- yggismálum og samstarfi jafnaðarmannaflokkanna í Evrópu, segir Jón Baldvin Hannibalsson sem ávarpaði þingflokksfund þýskra jafnaðarmanna. Jafnaðarmannaflokkur Þýskalands (SDP) er nú á kerfisbundinn hátt að efla tengslin við jafnaðarmannaflokka í Evrópu - einkum innan Evrópusam- bandsins og í Mið- og Austur- Evr- ópu. Fyrir skömmu buðu þeir þó til viðræðna í Þýskalandi fjórum fulltrú- um Alþýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks Islands. Þeir sem völdust til ferðarinnar voru formaður Alþýðu- flokksins, Jón Baldvin Hannibals- son, og af hálfu þingflokksins þau Lúðvík Bergvinsson alþingismaður og Petrína Baldursdóttir varaþing- maður. Fjórði maður í för var Þröstur Ólafsson hagfræðingur. Heimsóknin þótti velheppnuð og ágætlega undir- búin og skipulögð, svosem gestgjaf- anna var von og vísa. „Efni viðræðnanna var í stórum dráttum fjórþætt: sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins og útfærsla henn- ar innan sambandsins; undirbúningur fyrir stækkun Evrópusambandsins - það er að segja mótun tillagna og stefnu vegna ríkjaráðstefnunnar 1996; vamar- og öryggismál sambandsríkj- anna og síðast en alls ekki síst sam- starf jafnaðarmannaflokkanna í Evr- ópu,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Dagskráin var í stuttu máli sagt þannig, að mánudagskvöldið 19. júní buðu þýsku gestgjafarnir okkur að sitja fund með fulltrúum norður-þýsks sjávarútvegs og þingmönnum af því svæði. Þar kynntumst við Islending- amir því í návígi hvemig fjallað er um ýmis þau vandamál og ágreiningsefni sem upp koma innan Þýskalands - og Evrópusambandsins - og fræddumst um framkvæmd sameiginlegrar fisk- veiðistefnu sambandsins. Þarna var margt ffóðlegt að heyra og sérílagi at- hyglisvert hvaða álit Þjóðverjarnir höfðu á samstarfinu við Dani, Hol- lendinga og hinar nýfijálsu þjóðir við Eystrasaltið. Ég gerði þeim afturámóti stuttlega grein fyrir kjamanum í ís- lenskri fiskveiðistefnu, hvemig kvóta- kerfið væri uppbyggt og við bárum saman bækur okkar um kosti og galla þess - ásamt því að ræða reynslu Þjóðveija um fiskveiðistjómun innan Evrópusambandsins. Á þriðjudeginum tókum við síðan þátt í fundi sérstaks vinnuhóps innan þingflokks þýskra jafnaðarmanna undir forystu Carstens Voigt. Þar lágu fyrir mikil gögn um megnistefnu, sjónarmið og tillögur þýskra jafnaðar- manna að því er varðar stefnu og breytingar á starfsháttum yfirstjómar sambandsins. Hluti þess fundar fór svo í umræður um Bosm'u þarsem að gætti vemlegrar angistar Þjóðveija ef Jón Baldvin Hannibalsson: Einna markverðast við ferðina var fundur sem við íslendingarnir áttum með framkvæmdastjóra Jafnaðar- mannaflokks Þýskalands og for- manni þingflokks þeirra. A-mynd: E.ÓI. þeir stæðu nú frammi fyrir því að þurfa senda í fyrsta sinn vopnaðar sveitir útfýrir landamæri Þýskalands - til Bosm'u - þarsem þær myndu jafn- vel lenda í bardögum. Seinna þennan dag sátum við þingflokksfund jafnað- armanna í boði Rudolf Scharping, leiðtoga Jafnaðarmannaflokks Þýska- lands. Þama vom nú fyrst og fremst föstu málin á dagskrá, en ég fékk þó tækifæri til að ávarpa fundinn stutt- lega og segja frá sögu íslenskra jafn- aðarmanna og samskiptum okkar við hina þýsku skoðanabræður. Menn voru almennt sammála um að þau samskipti þyrfti að efla f kjölfar auk- ins sammna innan Evrópu. Miðvikudagurinn fór mestmegnis í tvennt: annarsvegar umræður um Evr- ópumál við fulltrúa Evrópusambands- ins og stjómarinnar í Bonn og hins- vegar viðræður við þýsku jafnaðar- mennina um flokksmál. Þar hittum við fyrir Gunther Verheugen, fram- kvæmdastjóra Jafnaðarmannaflokks Þýskalands, og formann þingflokks- ins, Peter Struck. Að loknum þeim viðræðum var ákveðið að skiptast á upplýsingum og viðhalda reglubundn- ara samstarfi milli flokkanna í fram- tíðinni. Ég held það sé óhætt að segja, að fundurinn með Verheugen og Stmck hafi verið einna markvérðastur við ferðina," sagði Jón Baldvin að lokum. Vlnningstólur r- iaugardaginn: 24. júm'1995 VINNINGAR FJÖLDI . VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING II 5 af 5 0 2.041.810 M +4af 5 0 543.919 a 4 af 5 69 7.130 Q 3 af 5 2.134 530 Aðaltölur: BÓNUSTALA: Heildarupphaeð þessa viku: kr. 4.208.719 UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 91- 6» 15 11 LUKKULfNA 99 10 00 - TEXTAVARP «1 ■ Gullkistan á Laugarvatni Sápa í Húsmæðraskólanum Síðustu daga listahátíðarinnar Gullkistan á Laugarvatni er von á leikhópi þangað, sem ætlar að sýna grínleikinn Sápa tvö; Sex við sama borð og enginn lýgur eftir Ingi- Mörgu Hjartardóttur og Sigrúnu Oskarsdóttur. Sýningar verða í Hót- el Eddu Húsmæðraskólanum fimmtudags-, föstudags- og laugar- dagskvöld klukkan 20:30. Leikritið segir frá þremur hjónum sem öll em í blekkingarleik af einu eða öðm tagi, þótt enginn leggi beinh'nis stund á hreinar lygar. Sviðið er veitingahús þangað sem pör, þó ekki endilega hjón, rata inn. Flest eru þau ófull- nægð og haldin þrá eftir einhverju öðm en þvr sem þau hafa, hvort sem það er nýtt ástarsamband, breytt mataræði eða óvænt atvik í þvotta- húsinu. Leikarar eru ekki af verri endanum; Bessi Bjarnason, Edda Björgvinsdóttir, Eggert Þorleifs- son, Margrét Ákadóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Valgeir Skag- fjörð, sem jafnframt semur söngtexta og lög þau er flutt em í sýningunni. Leikstjóri hópsins er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Hægt er að panta miða í gestamót- töku Hótels Eddu í síma 486.1154 og kostar hver miði 1.200 krónur. ■ Slippstöðin Oddi Ingi tekur við stjóminni Um næstu mánaðamót tekur Ingi Björnsson við stöðu framkvæmda- stjóra Slippstöðvarinnar Odda hf. á Akureyri. Ingi er hagfræðingur að mennt og var síðast framkvæmda- stjóri Meklenburger Hochseefi- scherei, dótturfyrirtækis Útgerðar- félags Akureyringa í Þýskalandi. Á sama tíma og Ingi tekur við Slippstöðinni Odda lætur Guð- mundur Tuliníus af störfum, en hann hefur verið framkvæmda- stjóri fyrirtækisins síðast liðin tvö ár.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.