Alþýðublaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ir? óknarpresta - og forstöðumanns Krossins nnri mál snningar miðað við þá hefð sem rikt hefur um að prestaköll eigi að auglýsa og prest eigi að skipa,“ sagði séra Gunnlaug- ur Stefánsson, sóknarprestur í Hey- dölum. „Fram á þennan dag hefur það gilt í kirkjunni að þegar enginn prestur hef- ur gefið sig fram við auglýsingu prestakalls þá hafa sóknamefndir eða biskup farið að leita að manni sem vildi taka við embætti tímabundið og hann þá kallaður og settur í ákveðinn tíma. En þegar farið er að nýta þessa leið í lögunum sem forgangsleið þá hlýtur mörgum að bregða í brún. Þarna er verið að umbylta hefðinni sem hefur ríkt. En kannski að löggjaf- inn hafi einmitt verið að opna þessa leið. Sé svo hefði sú umræða sem nú fer fram átt að eiga sér stað er verið var að setja lögin,“ sagði'Gunnlaugur. „Ég hef alltaf verið hlynntur rétti sóknarbama til að hafa mjög víðtæk áhrif á kjör presta og taldi að þann vanda sem var við.að etja við prest- kosningar mætti fyrst og fremst rekja til prestanna sjálfra. Eg tel að það styrki presta í starfi að geta líka þegið hið veraldlega umboð sitt frá sóknar- bömunum. Það er bæði veraldlegt og andlegt umboð sem presturinn fer með. Ég er síðasti presturinn sem var kjörinn í almennum prestkosningum en það var í ársbyijun 1987. En nú er það sami hópurinn sem ræður því hvaða prestur verði ráðinn hvort sem auglýst er eða prestur kallaður til starf'a." Þarfþá að breyta lögum um þetta? ,,Ég hef verið að mæla fyrir því inn- an kirkjunnar að ýmsar starfsreglur sem settar em verði ekki bundnar í lögum heldur setji kirkjuþing reglur þar um. Það er búið að ákveða að setja á nefnd til að skoða þetta, en málið hefur verið í stöðugri endurskoðun frá því Iögin vom sett.“ Er deilt um önnur mál innan Idrkjunnar? „Ég held að það sé almennt ekki miklar deilur innan kirkjunnar. Þetta er eins og í stóm samfélagi að einstak- linga getur greint á um einstök atriði. Fjölmiðlar eru hins vegar farnir að fylgjast betur með en áður og þess vegna virðist meira um deilur á yfir- borðinu. Það hefur sjaldan verið jafn góður friður um kenningarlegan gmndvöll kirkjunnar og nú er. Fyrr á öldinni logaði allt í guðfræðilegum deilum. Guðífæði mannréttinda hefur verið að eflast mjög innan kirkjunnar síðustu ár og um það góð samstaða. Kirkjan hefur verið að taka afstöðu til félagslegra málefna í auknum mæli og kirkjan hefur verið að láta til sín taka á vettvangi friðannála og mannréttinda- mála. Kirkjan lagar sig að þjóðfélags- legum aðstæðum hverju sinni hvað varðar skipulag og starfshætti en kenningarlegur gmndvöllur hennar er alltaf sá hinn sami. Það er mjög mikil- vægt að veija sjálfstæði safnaðanna og þeir geti tekið sínar ákvarðanir án þess að eitthvert yfirvald sé að grípa þar inn í. Sóknarkirkjan er sem betur fer mjög óháð ríkinu sem er afar mikil- vægt og vill gleymast í umræðunni," sagði séra Gunnlaugur Stefánsson. ■ Séra Karl Sigurbjörnsson Stór orð hafa fallið „Það eru miklar breytingar að ganga yfir og eðlilegt að deilur séu uppi við slíkar aðstæður. Menn em að fóta sig við breyttar aðstæður í stjóm- un og ýmsar samskiptadeilur sem hafa komið upp eru skiljanlegar í ljósi þess,“ sagði séra Karl Sigurbjörns- son, sóknarprestur í Hallgrímskirkju. ,£g held að það sé ekki djúpstæður ágreiningur um þetta köllunarákvæði sem talsvert hefur verið rætt um. Ef tekst að breyta lögunum næst eflaust samstaða um að fella þetta ákvæði út, það er að segja að gera það að ftum- reglu að embætti verði auglýst. Hins vegar em mismunandi áherslur varð- andi stjómun og um samskipti presta og sóknarnefnda. Það em að verða breytingar á uppbyggingu og starfs- háttum safnaða og þá eru menn að fóta sig í því umhverfi. En það er ekki guðfræðilegur eða kenningarlegur ágreiningur innan kirkjunnar. Á prestastefnunni var samþykkt mjög merkileg ályktun sem hefur verið unn- in í samstarfi kirknanna í Bretlandi og á Norðurlöndum og ennfremur í Eystrarsaltslöndunum um samskipti þessara kirkna. Þetta er mjög söguleg ályktun sem rann ljúflega í gegn,“ sagði Karl. En menn eru ekki sammála um allt innan kirkjunnar? „Nei, og ég held að það sé að sumu leyti merki um líf. Hins vegar hafa menn ekki alltaf gætt stillingar í hita leiksins og látið stór orð falla og kannski heldur þung. Ég tel að and- rúmsloftið hafi að sumu leyti hreinsast á prestastefnunni. Hins vegar veit ég ekki hvort svona fjöldafúndir séu eðli- legur vettvangur til þess að ræða um persónuleg og viðkvæm mál. Það er erfitt að vinna úr því í margmenni og það varð nokkur hvellur í lokin varð- andi Hveragerðismálið. Það setti skugga á prestastefnuna og þessu lauk í hálfgerðu uppnámi gagnvart því máli.“ En tókst prestastefnan vel í heild? „Það fer eftir því við hvað maður miðar. Þetta er stór og mikil samkoma þar sem margt ber á góma. Sumt tókst vel og annað ekki. Það voru mjög málefnalegar umræður um þetta stóra frumvarp um stöðu og skipulag kirkj- unnar. Ef það verður að lögum verður kirkjan gerð sjálfstæðari gagnvart rík- isvaldinu og hún fær frelsi í sínum málefnum. Það er gríðarlega stórt skref og líka vandasamt mál. Það voru mjög gagnlegar umræður og skoðana- skipti um þetta mál og sú nefnd sem er að vinna að því og síðan kirkjuþing og Alþingi hafa úr miklu að moða til að forma þetta endanlega.“ ■ Það er þá ekki um klofning að rœða innan Prestafe'lagsins þrátt fyr- ir deilur? „Nei, það er enginn klofningur. Stjórnin klofnaði að vísu varðandi Hveragerðismálið, en það er bara eins og gerist og gengur.“ Verður meiri fríður innan kirkj- unnar framvegis? „Ekkert frekar hér eftir en hingað tíl. Ég held að menn hafi ekki komist niður á neina samstöðu um þessi mál. Umræðan heldur áfram og menn reyna að ná niðurstöðu," sagði Karl Sigurbjömsson. ■ Séra Baldur Kristjánsson Ekki ágreiningur um stærstu málin „Mér sýnist ekki vera mikill ágrein- ingur innan kirkjunnar. Það var til dæmis ekki ágreiningur um stærstu málin sem prestastefnan fjallaði um, svo sem eins og ný lög um starfshætti þjóðkirkjunnar," sagði séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Bjam- arnesi í Hornafirði. Baldur er jafn- framt varaformaður Prestafélagsins og tekur við embætti biskupsritara 1. ág- úst næst komandi. „Ég get ekki séð að þaðssé trúarleg- ur eða faglegur ágreiningur uppi í kirkjunni umfram það sem eðlilegt má teljast. Það er hins vegar alltaf svo þegar menn koma saman á presta- stefnu og aðalfund Prestafélags ís- lands þá blása þeir svolítið út í upp- hafi. Menn hafa ekki talað saman mánuðum saman og sitja vetrarlangt í kulda og myrkri þröngra dala fjarri ættingjum og vinum og heyra kannski aldrei í biskupi vegna þess að embætt- ið hefur í mörgu að snúast. En það er ekki ágreiningur um stefnu og stöðu kirkjunnar," sagði Baldur. Það hefur þó verið viðurkennt að deilt sé um ýmislegt innan kirkjunn- ar? „Menn hafa deilt hart um Hvera- gerðismálið. Ég held að það eigi sér rætur í því að prestar em mjög ósáttir við lögin um veitingu prestakalla og finna ekki í þeim það réttlæti sem þeir bjuggust við og vilja. Það er eins og prestar hafi ekki almennt áttað sig á því að þetta köllunarákvæði var fyrir Gunnar Björnsson Óánægja með lögin. Gunnlaugur Stefánsson Ekki djúpstæður ágreiningur. Karl Sigurbjörnsson Hvellur vegna Hvera- gerðismálsins. Baldur Kristjánsson Guðfræðingar fleiri en embættin. Gunnar Þorsteinsson Hnípin kirkja í vanda. hendi. Guðfræðingar em orðnir miklu fleiri en embættin og sóknarprests- embættum fækkar ef eitthvað er. Menn fara að fá það á tilfinninguna að þeir geti lítið hreyft sig og því veldur það miklum hita þegar álitleg brauð em ekki einu sinni augiýst. En þetta er ekki að koma upp núna. Það var kall- að til dæmis í Bústaðasókn og á nokkmm fleiri stöðum fyrir nokkmm ámm. Þá-urðu engar umræður því á þeim tíma var ekki svona þröngt um embætti. En í þeirri rammalöggjöf sem kirkjuþing samþykkti síðast liðið haust segir beinlínis að laus sóknar- prestsembætti skuli auglýsa og ég verð ekki var við annað en menn séu almenn á því að tryggja beri að allir standi þar jafnt að vígi,“ sagði Baldur Kristjánsson. ■ Gunnar Þorsteinsson Krossinum Biskupinn valdalaus blaðafulltrúi „Rótin að þessum deilum sem fara vaxandi innan kirkjunnar er valdaleysi biskups. Hann hefur nánast engin völd og er eins og nokkurs konar blaðafull- trúi kirkjunnar. Hann getur hvorki sett presta af né kallað þá til starfa. Hvem- ig ætlar hann að stjóma sínu fyrirtæki ef hann má hvorki ráða menn né reka,“ sagði Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins. „Um leið og valdið minnkar hjá embættinu minnkar virðingin fyrir því. Síðan kemur í ljós að það sem biskup vill og ætlar sér fær hann ekki í höfn. Hann situr uppi með þetta bákn hálf stjómlaust. Það má segja að sókn- arnefndirnar sem ekki eiga að hafa völd í þessu tilliti hafi tekið völdin í sínar hendur. Þær em famar að ráða og reka presta og það gengur ekki. Kirkjan verður að laga þetta mál því það er óbiblíulegt og ófært að stjóma batteríi sem er byggt upp með þessum hætti. Biskupinn hefur ekki virðingu sem skyldi vegna þess að hann hefur ekki vald sem skyldi. En þetta er kirkja í tilvistarkreppu og starfsemi hennar beinist að því að viðhalda sjálfri sér og óbreyttu ástandi.“ Grátið þið ekki krókódílstárum yfir deilum innan kirkjunnar? „Nei. Þetta er hörmung fyrir okkur ekki síður en aðra. Menn halda að kirkja í hremmingum sé vatn á myllu okkar en því fer fjarri. Við viljum að fólk sæki til okkar vegna þess að okk- ar kenningar og starfshættir em betri en ekki vegna þess að kirkjan sé í ein- hverjum hremmingum. Við drúpum höfði eins og hinir.“ Er þá ekki tímabcert að kirkjan fái að ráða meiru um eigin málefni? „Ég er alveg sannfærður um að það yrði til bóta. Kirkjan verður ekki svona mikið rekald ef hún fær að stjórna sínum málum og setja sér stefnu. Þetta kerfi að kirkjan skuli vera verktaki á vegum ríkissjóðs er óbiblíu- legt og ófært. Hún þarf að sækja öll sín mál, stór og smá, niður í ráðuneyti. Það em fulltrúar þar sem stýra málum kirkjunnar.“ Finnst þér að þarna eigi alveg að skera á milli? „Auðvitað er það hið eina biblíu- lega svar og Lúter væri alveg sam- mála mér um það að kirkjan á ekki heima sem hjáleiga ríkisins. Hún á heima sem sjálfstæð stofnun og þarf að vera spámannleg rödd inn f þjóðfé- lagið og gagnrýnandi á ríkisvaldið en ekki vera hluti af því. Lúter talaði um sverðin tvö, ríkisvald og hið geist- lega.“ En kirkjan deilir ekki um kenning- ar. Finnst þér miður að þar skuli ekki vera rökrœtt um þau mál? „Ég sakna þess að kirkjan skuli ekki hafa sínar kenningar í endurskoðun. Þekking tímans hefur grafið undan nokkrum grundvallarkenningum. Bamaskím stenst ekki skoöun og eitt og annað sem kirkjan iðkar í dag er orðið úrelt miðað við þá þekkingu sem við búum yfir. Deilur um spírit- isma em liðnar og ég held að það sé búið að vinna sigur á spíritisma innan kirkjunnar. Það er helst að það standi styrr um viðhorf kirkjunnar til nýtrú- arhreyfinga en kenningarleg átök inn- an hennar em því miður engin. En þar til tekið verður á skipulagsmálunum er hér hnípin kirkja í vanda,“ sagði Gunnar Þorsteinsson. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.