Alþýðublaðið - 13.07.1995, Page 4

Alþýðublaðið - 13.07.1995, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ1995 ■ Steinunn Helga Sigurðardóttir opnar sýningu til minningar um langömmu sína, hafnfirska kvenskörunginn Guðrúnu Steinunni Ólafsdóttur, í galleríinu Við Hamarinn. Verk Steinunnar Helgu byggja á fornu útsaumsmynstri langömmunnar sem listakonan forvinnur með nútíma tölvutækni og málar síðan í óvenjulegum litum. Myndirnar hafa að vonum vakið sterk viðbrögð — meira að segja útí Kaupmannahöfn. Alþýðublaðið spjallaði stuttlega í gær við hláturmilda listakonuna „Annaðhvort hatar fólk myndirnar eða flnnst þær ógurlega góðar" segir listakonan og hlær dátt. Hún getur ekki lifað af listinni og hún selur næstum aldrei verk. En Steinunn Helga lætur sér það í léttu rúmi liggja því hún er gera það sem HENNI finnst skemmtilegast. Steinunn Helga Sigurðardóttir: „Fólk tekur myndirnar mínar alltof alvarlega. Það er einsog einhver agaleg dýpt þurfi að vera í allri myndlist. En þetta er alls ekkert djúpt hjá mér. Svona er ég bara — þetta finnst mér skemmtilegt að gera einsog þér finnst skemmtilegt að pikka á tölvu. [hlær] Maður er það sem maður gerir." Steinunn Helga Sigurðardóttir opnar á laugardaginn sýningu á verk- um sínum í galleríinu Við Hamarinn í Hafnarfirði. Myndimar á sýningunni eiga nokkuð sérstaka sögu því þannig háttar til að í ár, 1995, hefði langamma listakonunnar, kona að nafni Guðrún Steinunn Ólafsdóttir, orðið 100 ára gömul. Sýningin er framlag Steinunnar Helgu til að sýna lífi og starfi nöfnu sinnar og langömmu virðingu. ,,Eg vinn þessi verk uppúr bók sem inniheldur teiknaðar myndir af mynstr- um. Bókin er orðin mjög gömul og illa farin - öll að detta í sundur - og ég hef geymt hana inm' geymslu í mörg ár. Ég tímdi vitaskuld aldrei að henda henni og ætlaði einn daginn að mála mynstr- in — en vildi afturámóti ekki mála bara eitthvað. Þegar ég útskrifaðist úr fjöltæknideild Myndlista- og handíða- skóla Islands fyrir tveimur árum sýndi ég svo verk sem byggð voru á mynstr- unum. Steinunn langamma átti þessi mynstur fyrst, síðan gaf hún ömmu Sigrúnu þau og hún gaf tengdadóttur sinni, móður minni, þau. Ég eignaðist mynstrabókina fyrir tíu eða fimmtán árum. Ég er búin að vera vinna við að mála uppúr þessu í þrjú ár. Þetta er náttúrlega mín saga og okkar saga og mér fannst tilvalið í tileíhi af afmælinu að sýna þessi verk núna. — Lang- amma var hafnfirskur kvenskörungur af gamla skólanum," sagði Steinunn Helga í samtali við Alþýðublaðið í gær. En Steinunn Helga hefur valið að tjá þessi gömlu mynstur á nýjan hátt: kjólakonur fyrri tíma völdu útsaum, en hún notar form sem á ágætlega við nú á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar og speglar mynstrin í nútíma tölvu- tækni og listfengi sínu. En hvað finnst fólki um að Steinunn Helga sé að taka þessi fomu mynstur, skyssuvinna þau í tölvu og mála svo í sterkum og óhefðbundnum htum? ,jég hef fengið alveg ótrúleg viðbrögð; ann- aðhvort hatar fólk myndimar eða frnnst þær ógurlega góðar. Þegar vinkona mín og maðurinn minn vom að pakka niður myndunum útí Kaupmannahöfh gekk þar meira að segja einhver kona framhjá, sá myndimar og blótaði þeim í sand og ösku: ’Sjá hvemig þið farið með j)essi gömlu og fallegu mynstur,’ varð henni að orði.“ Afhverju í ósköpunum eru við- brögðin við myndunum svona sterk? ,JÉg held að fóúc taki myndimar mínar alltof alvarlega. Það er einsog einhver agaleg dýpt þurfi að vera í allri mynd- list. En þetta er alls ekkert djúpt hjá mér. Svona er ég bara — þetta finnst mér skemmtilegt að gera einsog þér finnst skemmtilegt að pikka á tölvu. [hlær] Maður er það sem maður gerir.” Og hvert skyldi vera inntakið^ eða rauði þráðurinn í sýningunni? ,JÉg er íslendingur og ég er kona,“ svarar Steinunn Helga og hlær dátt. „Nei axm- ars, er þetta er bara okkar saga — þessi útsaumsmynstur? Ég myndi segja það; það voru nú einu sinni þessar sömu konur sem ólu okkur upp.“ Hvað ætlar listakonan að gera þegar sýningin í galleríinu Við Hamarinn er afstaðin? „Þá fer ég heim til Kaup- mannahafnar. Ég er síðan byrjuð að vinna með íslendingahandritin í tengsl- um við sýningu sem ég verð með í Árhus í Danmörku næsta haust. Þar ætla ég að teikna stórar veggmyndir og myndskreyta sögumar okkar þannig. Ég er búin að sjá galleríið í Árhus og gera fullt af skyssum, en ég líka að hugsa um að hafa textana með. Það er mikið atriði svo fólk skilji hvað þama er á ferðinni.” Steinunn Helga lauk námi frá fjöl- tæknideild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1993. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga á undanfómum ámm - á íslandi, í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi - og haldið tvær einkasýn- ingar, aðra í Kaupmannahöfh og hina í Hanover í Þýskalandi. Hún hefur feng- ið mjög góð ummæli um verk sín á þessum sýningum og falast hefur ver- ið eftir þátttöku hennar á sýningum víða — samanber sýninguna í Árhus. Listakonan býr nú með fjölskyldu sinni á erlendri grundu, en hún stundar nám hjá Jannis Kourncllis við Lista- akademíuna í Diisseldorf. „Þetta er eilífðamám. — En ég bý samt í Kaup- mannahöfh og flýg einfaldlega á milli. Maðurinn minn er kokkur á SAS- hótelunum og þannig get ég flogið ódýrt á milli Kaupmannahafnar og Dusseldorf.” Hvers vegna býr hún í Kaupmanna- höfti? „Það er bara svo gott að búa þar, en erfitt að búa á fslandi. Upphaflega fór ég í nám þangað.” Og hún er ekkert á leiðinni til íslands? „Neinei, Jesús minn. Það er allt svo miklu afslappaðra úti, maður er ftjálsari og getur ferðast miklu meira.“ Hvernig skyldi lifibrauðinu vera háttað. Nær hún að lifa af list sinnil „Neineineinei. [hlær] Ég er í fullri vinnu með og starfa á heimili fyrir mikið þroskaheft böm í Kaupmanna- höfn. Svo er fjölskyldan alltaf að stækka: ég á mann, tvö böm, tvo dr'su- páfagauka [hlær] og við eigum síðan von á hundi.” Hvemig er að blanda þessu öllu sam- an; listinni, fjölskyldunni og starfinu? „Mjög fftit. Þetta er oft innblástur því allt það sem maður upplifir r' lífinu gerir mann að því sem maður er.“ Sér hún framá að geta lifað af listinni? „Nei. [hlær -asta skipti] Ekki nema ég geti kannski kennt einhvem tíma. Og ég sel heldur aldrei. Ég hef selt tvö verk á þremur ámm. Þaraf eitt á útskriftar- sýningunni. En þetta er skemmtilegt ltf og mér finnast það mikil forréttindi að geta unnið við þetta.” ,JEitt til viðbótar,” sagði listakonan rétt áður en blaðamaður kvaddi. .^Etlið þið að koma á sýninguna?" Órugglega. „Flott. Það em allir á Alþýðublaðinu velkomnir á opnunina klukkan tvö á laugardaginn.” Nú? „Já. Það verður boðið uppá brennivtn, kaffi og klein- ur.“ Brennsi? Alvöru íslenskur brennsi? „Já, við verðum að halda r gamlar, þjóðlegar og góðar hefðir. Ég ætlaði meira að segja að vera t' upphlut en ég nenni því ekki. Það er alltof heitt úti.“ Sýningin í galleríinu Við Hamarinn stendur yfir fram til 30. júh' og er opin alla daga frá klukkan 14:00 til 18:00. ■ I Margrét Eiísabet Ólafsdóttir heimsótti Georg Guðr Leggalh Það var búið að segja mér að hann væri feiminn. Að ég myndi jafnvel þurfa að toga orðin upp úr honum. Allavega hafa dálrtið fyrir þvr að fá hann til að tjá sig. Um verkin. En Guðni Georg Hauksson reynist ekki vera sérlega feiminn. Hlédrægur jú, ekki óframfærinn. Hann byrjar að tala, eiginlega áður en ég ber upp fyrstu spurninguna. Og mér verður fljótlega ljóst að hann er með hjartað í myndlistina. Málverkið á hug hans allan. Hann gæti áreiðanlega talað um það langt fram á kvöld. Af sr'num hógværa ákafa. Við setjum niður r tvo gamla hægindastóla sem stillt hefur verið upp dálítið frá veggnum við annan enda vinnustofunnar við Suðurlandsbraut. Á milli okkar er trékassi notaður fyrir borð. Bolli og tómur mjólkurkexpakki. Við byrjum að spjalla. Ég dreg fram blað og penna, segulband. Georg Gúðni dregur fram myndir. Ljósmyndir. Af eldri málverkum. Síðan fer hann að draga sjálf verkin fram. Hengir þau upp á vegginn á móti stólunum. Eitt af öðru. Finnur jafnvel gamalt verk, málað á brúnan umbúðapappír frá skólaárunum. Hálf lúið. Svona til að sýna mér þróunina. Breytingarnar sem hann er búinn að fara t gegnum. Ég sé fljótt að það þýðir lítið að ætla sér að sitja kyrr á stól meðan talað er við Georg Guðna. Sum verkanna sækir hann inn í lítið herbergi við hliðina. Þar er lr'ka eldavélarhella fyrir rtölsku kaffikönnuna og t'sskáp- ur. En líka ljósmyndir. Af verkum ofan r skúffur, af landslagi uppi á vegg. Fjöll og tunglið. Við tölum um ferilinn, um það hvemig þetta hófst allt saman á meðan hann var ennþá r' skólanum. Hvað varð til þess að hann byrjaði að mála landslag, sem síðan þróaðist út í hreina geómetríu. Um þreifingar hans til að ná lands- laginu aftur. Nýju landslagi. Þvr' það er ekki eins og áður. Fjöll fleiri. Aukin dulúð. Meiri dýpt. Það er auð- heyrt að Georg Guðni veltir þvr mik- ið fyrir sér sem hann er að gera. Hann anar ekki að neinu. Hann ferð- ast um landið, lætur umhverfið síast inn. Það fær að gerjast með honum meðan ferðinni er haldið áfram milli landshluta. Hann málar aldrei á staðnum. Ekki það sem er í kringum hann. Fer norður og málar Miðdalinn þar, norðurlandið kannski fyrir aust- an. Hann vill ekki gera „kópíur”, markmiðið er ekki að „herma eftir“, reyna að líkjast náttúr- _ unni, raunsær. Og hann málar hægt, svo hægt að það tekur hann marga mánuði að klára eitt þokkalega stórt verk. Þú byrjar að mála landslag 1983 þegar enginn er að mála „Landslagið var klisja, sunnudags- málarafyrirbæri. Það var enginn annar að gera þetta. En ég fann landslag. Hvemig fljótlega að það var datt þér það í hug? „Málverkið var í miklum uppgangi á þessum ttfna, og allir r Myndlistaskólanum að mála. En það er satt að það var ekki mikið um að menn væru að mála landslag. Sjálfum fannst mér það eigin- lega alveg út t hött.“ Hvað kveikti íþér? „Landslagið var kli- sja, sunnudagsmálara- fyrirbæri. Það var eng- inn annar að gera þetta. En ég fann fljót- lega að það var hægt ■ að vinna með það ef maður gerði það að alvöru viðfangsefni fyrir sjálfum sér. Þvr það var alveg eins hægt að sulla með landslag og hvað annað. Og ef það var gert af alvöru opnuð- ust geysilegir möguleikar." Það var þörfin fyrir að gera sitt eigið, sætta sig ekki við að mála að- eins það sem sett var fyrir í skólan- hægt að vinna með það ef maður gerði það að alvöru við- fangsefni fyrir sjálf- um sér. Því það var alveg eins hægt að sulla með landslag og hvað annað. Og ef það var gert af alvöru opnuðust geysileg- ir möguleikar." um. „Það risti ekki djúpt í manni. Skilurðu?” Georg Guðni segir að það hafi mikið verið að gerast r skólanum á þessum árum, mikill hamagangur og læti. „Ég fékk eiginlega yfir mig nóg af því. Vildi heldur einbeita mér að því að finna út hvað mig langaði til m að gera. Sú leit leiddi mig að landslaginu.” Þú hefur haft þörf fyrir að móta þér þinn eigin stíl, þína eigin stefnu? „Ég vildi brjóta nið- ur vinnubrögðin. Fyrstu landslagsverkin sem ég málaði voru mjög natúralísk og það var liður r' því að brjóta niður þessi vinnubrögð sem maður var kominn r. Það var fyrst þá sem mér fannst ég hafa náð einhverju sem átti vel við mig. Landslagið var auð- vitað r' andstöðu við þennan tíma og við manns eigin hóp. En þegar á allt var litið skipti það t' rauninni engu máli hvort það passaði inn t eitthvað. Maður hugsaði sem svo að það gæti vel ■ verið að seinna meir myndi einhverjum líka það sem mað- ur var að gera. Þó það væri ekki stór spuming í sjálfu sér, þetta hvað öðr- um myndi finnast. Þetta snerist um að vera samkvæmur sjálfum sér.“ Ekki elta upp það sem aðrir vildu að þú gerðir? „Einmitt. Mitt takmark var að vinna sem best úr því sem ég var að

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.