Alþýðublaðið - 13.07.1995, Side 5

Alþýðublaðið - 13.07.1995, Side 5
FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ I 5 ia (Hauksson) í vinnustofu hans á fimmtu hæð við Suðurlandsbraut í tilefni af sýningum listamannsins í Norræna húsinu og á Mokka 1; hveria einustu línu gera. Þetta var spuming um að vinna af heilhug og af sannfæringu. En ég held reyndar að það sé takmark allra listamanna." Hógvær. Það hefur vakið fyrir þér spurn- ingin hvernig nálgast mœtti við- fangsefnið, og kannski málverkið sem slíkt? „Það merkilega við það var, að þetta kom eiginlega mikið af sjálfu sér. Ég vissi tiltölulega fljótt hvemig ég vildi mála hlutina. Það var ekki beinlínis eins og ég væri að spekúl- era í því að mála öðmvísi heldur var það öðruvísi. Verkið varð að vera heild, hver einasti fersentimeter varð að skipta máli.“ En fyrst málaðirðu meira ex- pressjónískt. Núna ertu farinn að mála hcegar og þynna málninguna meira út, málar í lögum... Sem svar við þessu fer Georg Guðni inn í næsta herbergi og sæk- ir stóra rúllu, sem hann leggur á gólfið og flét- ur þar út. Við blasir stór mynd af dökku fjalli, með ljósum lit- um, gráum, gulum, í kring. Himinn, jörð, fjallið. Allt öðmvísi en það sem hann er að gera í dag. Pensilförin eru greinileg, stutt, snögg. Fléttur, rimlar. Stjómlausara. „En mótífið hefur líka breyst.“ Segir Georg Guðni. „Eitt stakt fjall. Þetta er svona monument. En núna frnnst mér þetta þurfa að vera meira venjulegt. Hef ekki lengur áhuga á mónumental landslagi. Vil heldur eitthvað sem er algerlega laust við stórfengleika. En á þessu tíma,“ við horfum á myndina frá námsámnum, „heilluðu mig stór stök fjöll... „ En þú notar alltaf þennan blá- grátóna skala, segi ég, enda ekki ennþá búin að spyrja hann um það hvort honum hafi aldrei dottið f hug að mála sólskin. Hann játar því með semingi. „Svona suddaveður efnis- gerir hlutina." Blátt, grátt, hvít þok- an. „Það er eins og rýmið verði þró- aðra, efniskenndara í rigningu. Mað- ur finnur betur fyrir því.“ Við ská- skjótum augunum út um gluggann, á Esjuna, umvafða þokunni. Og núna ertu farinn að mála fleirifjöU, jafnvel dali með ám. Hann dregur nýtt verk. Grátóna, hvítt, áin rennur í hlykkjum í áttina til áhorfandans, til okkar. Úr fortxð- inni inn í nútíðina... Ekki endilega landslag, prófa ég. „Þetta er auðvitað landslag, en það sem skiptir höfuðmáli er að þetta er málverk. Þeg- ar ég byrja er þetta spurning um það hvernig ég legg litina niður. Ég er að reyna að tengja saman mál- verkið sem feming og myndina. Innihaldið og efnið. Því maður er með einhverja mynd á léreftinu og svö fem- ing sem er líka partur af málverkinu. En í byrjun var þetta tilviljunarkenndara. - Eg vil hafa algera konsentrasjón í þessu, leggja allt í hveija einustu línu og þá er ekki hægt að kasta til hönd- unum. Það verður að ná línunni alla leið yfir.“ Þú lyftir ekki penslinum á leið- inni? „Jú til að bæta á litinn. En ég verð samt að halda áfram með „Mitt takmark var að vinna sem best úr því sém ég var að gera. Þetta var spurning um að vinna af heilhug og af sannfæringu. En ég held reyndar að það sé takmark allra listamanna." sömu línuna alla leið.“ Við höfum horft á verkið úr fjar- lægð, en fæmm okkur nú nær. Verk- ið gerbreytist. Landslagið hverfur inn í litinn. An verður að hvítum strok- um. „Áferðin á verkinu er þekkt frá gamalli tíð.“ Hún er akademísk. Þú byggir litina smám saman upp? ,Já. Ég legg lag yfir lag. Lýsi það kannski. Bæti svo öðru lagi við. Dekki það. Með tímanum sem fer í að mála það setur maður svo mikið í verkið. Með hverju lagi fyrir sig er tími lagður inn í verkið. Þannig kem- ur fortíðin inn. Svo leggur maður nýtt lag yfir og þá er kominn nýr dagur. Svo heldur maður áfram, þannig að þetta tekur einhveija mán- uði.. Það er eins og maður setji minningar inn í verkið... Það dekk- ist, svo fer að birta aftur. Litirnir koma og fara aftur.“ Georg Guðni talar sífellt hraðar og af ástríðu. Þetta er líklega ástœðan fyrir þessari dýpt myndarinnar. Maður sekkur inn í hana, sérstaklega þeg- ar horft er á hana úr einhverri fjar- lœgð. Georg Guðni geiigur frá verk- inu, aftur fyrir stólana. Eg fylgi á eft- ir. ,Já, ég held að tíminn skipti máli. Því með þessum langa tíma leggur maður meira í það. Þetta er ekki að- eins spuming um að búa til verkið, heldur að pæla betur í því sem maður er að gera.“ Sjálfskoðun kannski? Það mátti reyna. „Og dalurinn. Hann er ekki tómur, heldur er hann fullur. Þetta eins og þegar við horfum hér út.“ Við lítum út, yfir á Esjuna hulda hvítri slæðu. Rigning, súld. Viðeigandi veður fyrir þetta stefnumót. „Við sjáum jörðina þar sem hún leysist upp svo það verður enginn munur á jörðinni og himninum. Efnið verður loftkennt. Því er eins farið með dýptina, hún nær alveg frá því að allt leysist upp, þama í fjarlægðinni, alveg til okkar. Það er eins og maður sjái umgerðina, en síðan sé eitthvað ennþá aftar. Og það er partur af því. Hér áður var meiri snerpa í verkunum, en núna er snýst málunin um að allt verði eitt. Það em ekki lengur skil milli himins og jarðar." Við sökkvum inn í myndina, eða hún rennur út. „Þetta er spurning um fjarlægð og ná- lægð.“ Við færum okkur aftur nær. Svo nálægt að við hættum að sjá, dýptir, fjarlægðir. „Héma lendirðu í efn- inu. En þegar maður færir sig aftar hverfur maður inn í það.“ Við prófum að horfa frá verkið frá ýmsum hliðum og á annað verk, aðeins minna, sem hangir uppi á veggnum á móti, fyrir aftan stólana. Það breytist eftir því hvar maður stendur, eftir því hvemig birtar fell- ur á það. Það þarf að finna rétta staðinn. Horfa á það frá ská - eða beint á móti - finna réttu fjarlægðina.. „og þegar birtan minnkar rökkvar í myndinni." Hún breytist með ljósinu. En í millitíðinni var það abstrakt- ið, geómetrían. Georg Guðni segist hafa ákveðið að snúa frá henni þegar honum var bent á að verkin hans líkt- ust verkum Ad Reinhardts. Ekki það að þeir hafi verið að fást við líka hluti. Þvert á móti. ,En honum fannst óþægilegt að vita af þessum verkum, svona líkum sínum eigin að forminu til. Veit líka sjálfur hvemig það er að eiga „eftirhermur". Finnst það stund- um óþægilegt. En segir að jafnframt reki vitneskjan um aðra sem em að fást við svipuð viðfangsefni, hann áfram. Koma í veg fyrir að hann staðni, sitji festur í því sama. Eins og það sé einhver hætta á því, hugsum við. En áður en verkin urðu að hreinni geómetríu voru það lárétta og lóð- réttar línur landslagsins, sem urðu sí- fellt skarpari, hlíðamar brattari og að lokum var hann farinn að mála himin og jörð á sitt hvorn flötinn. En þá voru verkin líka orðin svo stór, of stór, að mati Georgs Guðna, sem sjálfur vill hafa lítil verk heima hjá sér. Of stór, svo.hann varð að minnka þau. Þau urðu geómetrísk. En það gekk ekki alveg upp. Hann ákvað að snúa sér aftur að landslag- inu. Segir að það hafi verið átak. Hann var ekki viss um að honum tækist það. Að hann gæti málað fjöll. Svo hann fikraði sig áfram. Sýnir mér lítið olíumálverk af stöku fjalli. Síðan annað. Fleiri fjöll. Þetta tók tíma. Langan tíma. Heilt ár. Að lok- um málaði hann Ónefnd VII árið 1992 sem er á sýningunni á Kjarvals- stöðum. Eftir það gat hann haldið áfram. Mér dettur samt í hug að spyrja hann hvort honum hafi ekki dottið í hug að reyna við eitthvað annað en fjöll. Fígúrur? Portrett? Og viti menn. Georg Guðni dregur upp ljósmynd af sjálfsmynd. Hann hafði reynt. En það hentaði honum ekki. Landslagið á í honum, sjálfu borgarbaminu, svo sterk ítök að hann fyllist reglulega útþrá. Nei, hann þarf alls ekki að komast af landi brott. Finnst hann ekkert hafa út að gera nema þegar hann á að setja þar upp sýningar. Finnst óþarfi að vera áffam eftir opnun. Hann þarf að komast út í náttúruna. Út í sveit. Upp á hálendið. Það er hans útþrá. Við skiljum af hveiju Georg Guðni málar landslag. Hann er hluti af því. Georg Guðni og landið eru eitt. En sólin? Hann er búinn að útskýra það hvers vegna hann heillast meira af sudd- anum. Þegar allt verð- ur efniskennd. Eins og skýrist. - Þá eru álf- konur lfka á ferð.- Kemur mér samt á óvart með því að draga fram, enn eina mynd- ina. Að þessu sinn sól- skinsbjarta. Eða öllu heldur vota. Gula. „Maður sér það héma hvað grasið á íslandi er í rauninni gult.“ Vorið. Þetta er mynd af vori. Gulu grasi. Gulum mosa. Sem verður rauður í for- grunninum. Dalurinn opnari. Ekki lengur þröngur. Það hefur stytt upp. í bili að minnsta kosti. Og klukkutíma síðar, þegar ég er á leiðinni niður í bæ, hefur þokunni létt af Esjunni. Himininn blánað. Kannski sólin sé á næsta leiti? Allavega opnar Georg Guðni sýningu í Norræna húsinu 15. júlí, sýnir fram að því á Mokka. Þar má kæta sinnið hvort sem heiðríkja er eða þoka. ■ „Já. Ég legg lag yfir lag. Lýsi það kannski. Bæti svo öðru lagi við. Dekki það. Með tímanum sem fer í að mála það setur maður svo mikið í verkið. Með hverju lagi fyr- ir sig er tími lagður inn í verkið. Þannig kemur fortíðin inn. Svo leggur maður nýtt lag yfir og þá er kominn nýr dagur. Svo heldur maður áfram, þannig að þetta tekur einhverja mánuði... Það er eins og maður setji minningar inn í verkið..."

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.