Alþýðublaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 13. júlí 1995 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk rwmiRiMM 104. tölublað - 76. árgangur ■ Srebrenica fallin í hendur Bosníu-Serbum „Pad blasir við styrjöld upp á líf og dauða" - ef friðargæsluliðið fer alfarið frá þessu landsvæði, segir Amór Hannibalsson prófessor í samtali við Gudrúnu Vilmundardóttur. Arnór Hannibalsson: Venjulega er styrjöld háð með einhverju skilgreindu markmiði, en ekki bara sisvona. Vesturlöndin, eða Sameinuðu þjóðirnar, hafa verið að skipta sér af þessu, án þess að skilgreina markmiðið með afskiptum sínum. Bosnfu-Serbar höfðu hótanir Sam- einuðu þjóðanna um loftárásir Atl- antshafsbandalagsins að engu og héldu áfram sókn sinni að borginni Srebrenica, sem hefur verið eitt af sex griðarsvæðum Sameinuðu þjóð- anna í Bosníu. Þetta yfirlýsta griða- svæði er nú fallið í hendur Bosníu- Serbum. Á milli 20 og 30 þúsund manns eru á flótta úr borginni og stefna á Tuzla í Austur-Bosníu, sem hefur verið umsetin í þrjú ár, og er full af flóttafólki fyrir. Sameinuðu þjóðirnar lýstu því yfir að friða- gæsluliðar yrðu kallaðir heim félli borgin í hendur Serbum. Ef svo fer, verða mikil tímamót í Balkanskaga- stríðinu. Friðargæslusveitirnar eru enn á svæðinu, en nú verður varla hjá því komist að endurskoða hlut- verk Sameinuðu þjóðanna í þessu stríði. Alþýðublaðið spurði Arnór Hannibalsson prófessor álits á stöð- unni. „Það er erfitt að dæma um þennan pott, sem sýður í þama. Það líður að því að það verði þarna tímamót, að það þurfi að taka ákvörðun. Tæki- færið gafst þegar stríðið fór af stað, þá hefði verið hægt að skrúfa fyrir það. En það var ekki gert, Bosníu- Serbar og Serbar í Serbíu eru enn þá í bandalagi þó að það eigi að heita að landamærin séu lokuð og Serbar í Serbíu haft ekki aðstöðu til að senda Serbum í Bosníu vopn og vistir. Það sem um er að ræða núna er hvemig Vesturveldin vilja að Bosnía líti út. Á að skipta henni á milli þjóðerna, eða á að reyna að koma á einhvers konar fyrirkomulagi eins og var hér áður fyrr að þjóðemin bjuggu saman í friði og spekt. Eftir það sem gerst hefur síðustu ár er lítil von til þess að friðsamlegt sambýli komist á. Til þess þyrfti hörkustjórnarvald, sem Vesturveldin eru ekki tilbúin að senda þangað. Næsta skref er þá spumingin um hvemig eigi að skipta Bosníu. Hugmynd Serba var að stofna Stór-Serbíu, sem næði frá landamæmm Bosníu og Serbíu þvert yfir Serbíu og yfir austur- Króatíu, hérað sem heitir Austur-Slavónía og hérað sem hefur verið kallað Kraína. Vesturveldin virðast hafa verið að hneigjast að því að láta það ekki verða, en ef það á ekki að verða, þá verður að grípa til einhverra aðgerða. Það táknar hemaðaraðgerðir." Sem sagt: að Atlantshafsbanda- lagið blandi se'r í átökin? „iá. En hershöfðingjar Vesturveld- anna hafa margsinnis lýst því yfir að styrjöld sem yrði háð í þessu fjöllótta landi kostaði of mörg mannslíf. Styrjöldin yrði vissulega mannfrek í liði þeirra sem berjast á jörðu niðri, en það eru nú líka til flugvélar. I Persaflóastríðinu sögðust þeir að minnsta kosti hafa getað miðað út skotmörk og hitt þau með nánast fullkominni nákvæmni. Án þess að maður sé skyldugúr til að trúa því. Það ætti að vera hægt að þyngja vog- ina öðrum megin, með svona að- gerðum. Ef Vesturveldin ætla að halda áfram að halda að sér höndum, þá er sú leið til að vopnasölubanninu verði aflétt á báða aðila, og stórveld- in styðji annan aðilann, væntanlega þá múslima, með ráðum, dáð, vopn- um og vistum. Þetta yrði hörkustyrj- ^ild núna í vetur sem framundan er. *Það eru engir kostir góðir.“ Hvað blasir við ef Sameinuðu þjóðirnar kalla friðargœslusveitirn- arheim? „Það blasir við styrjöld upp á líf og dauða ef friðargæsluliðið fer al- farið frá þessu landsvæði. Venjulega er styrjöld háð með einhverju skil- greindu markmiði, en ekki bara si- sona. Vesturlöndin, eða Sameinuðu þjóðimar, hafa verið að skipta sér af þessu, án þess að skilgreina mark- miðið með afskiptum sínum. Owen lávarður margítrekaði að hann væri raunsæismaður og samþykkti að Bosníu-Serbar mættu ráða yfir þeim landsvæðum sem þeir hefðu þegar helgað sér með hervaldi. Nú er hann farinn frá, og núverandi fulltrúi Sam- einuðu þjóðanna í Bosníu hefur aldrei skilgreint afskipti samtak- anna.“ Friðargœsla Sameinuðu þjóð- anna hefur ekki gengið sem skyldi... „Friðargæslulið er ekki til neins nema báðir aðilar hafi ákveðið vopnahlé. Friðargæsla á að sjá til þess að vopnahlé séu virt. Enginn hefur lengur tölu á öllum þeim vopnahléum, sem hafa verið gerð í Bosníu undanfarin ár, og þau hafa aldrei verið virt. Þar af leiðandi er friðargæsluliðið auðvitað í miklum vandræðum, því það má hvorugan aðilann styðja. Friðargæslusvæðin núna eru eyjar, innan landsvæðis sem Serbar hafa helgað sér. Það er ein spurningin hvort það tilheyri framtíðarskipan mála í Bosníu að hafa slíkar eyjar, eða hvemig landa- mæri serbneska yfirráðasvæðisins eiga að líta út. Þetta eru spumingar sem þarf að svara um leið og friðar- gæsluliðið fer út, sem virðist líklegt." Hvernig stendur á vandrœða- gangi stórveldanna? „Það eru meðal annars draugar fortíðarinnar. Þjóðverjar hafa hikað við að blanda sér í þetta mál af sögu- legum ástæðum. Hin hefðbundna af- staða Frakka til Balkanskaga er sú að styðja Serba, þó hún virðist vera að breytast. Það er eitt vandamálið, að stórveldin Þýskaland, Bretland, Frakkland og Bandaríkin komi sér saman um styrjaldarmarkmið. Að þau komi sér í fyrsta lagi saman um að grípa til aðgerða, og skilgreini svo nákvæmlega markmið þeirra og hvemig þau hugsa sér framtíðina.“ Hvernig er hœgt að hugsa sér framtíðina? „Það eru tvær meginstefnur sem rekast á. Annars vegar hin gamla góða regla um sjálfsákvörðunarrétt þjóða - en sú regla gæti í sjálfu sér verið forskrift að allsherjar upplausn í Evrópu, því landamæri fara óvíða eftir þjóðemum. Hins vegar er hug- myndin um friðsamlega sambúð þjóðerna innan sama ríkis. En það virðist vera fjarlægur draumur. Menn hafa ekki komist að niðurstöðu um hvemig eigi að draga línumar inn á landakortið, hvernig eigi að skipta svæðinu á milli þjóðanna. Þær þjóð- ir, sem nú berjast, hafa lifað þama í sátt og samlyndi allar aldir fram á þennan dag. Það var ákveðin klíka sem vann að því að koma styrjöld- inni af stað. Sú klíka naut alltaf, og nýtur líklega enn þá, stuðnings yftr- valda í Belgrad, og þau yfirvöld em ekkert annað en gamli kjami komm- únistaflokksins. Ef það á að verða friður á Balkanskaga verður að byrja á því að draga vígtennumar úr þess- um valdamönnum. Milosevic var alltaf leiðtogi kommúnistaflokksins, þangað til hann varð þjóðemissinni á einni nóttu. Valdamarkmiðin hafa ekki breyst. Vesturveldin hafa ekki vilja beita sér fyrir því að koma mál- um þannig fyrir að valdamaskínan í Belgrad missi sína valdastöðu. Það hnýtast þarna saman svo margir þræðir. En á endanum verður auðvit- að að leysa hnútinn. Eða höggva á hann.“ Það er líklegt að höggvið verði á hnútinn með allsherjar styrjöld nœsta vetur? „Fólk á Balkanskaga hefur búið við styrjaldarástand í fjögur ár. Mað- ur horfir með hryllingi til næsta vetr- ar, ef hann á að helgast allsherjar styrjöld. Það yrði barist til síðasta blóðdropa, og þá hugsun er erfitt að hugsa til enda. Venjulega eru styrj- aldir réttlættar með því að þær séu neyðarúrræði á leið til friðar, en vonin um varanlegan frið að lokinni styrjöld á Balkanskaga í vetur er lítil." ■ ■ Klúbbur Listsumars '95 og Karólínu í Deiglunni á Akureyri í dag Djass, djass, djass... Klúbbur Listsumars ’95 og Karól- ínu í Deiglunni er eitt af þeim atriðum sem verið hafa jafn gríðarlega vinsæl í sumar og í fyrra — á Listsumri ’94. Djasstríóið Skipað þeim leggur sitt af mörkum til klúbbsins og leikur í kvöld, fimmtudag, í Deiglunni klukk- an 22:00. Aðgangur er ókeypis. Ásamt djasstríóinu, sem skipað er Gunnari Gunnarssyni píanóleikara, Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara og Árna Katli trommuleikara, munu koma fram Ragnheiður Ólafsdóttir söngkona og Gunnar Ringsted gítar- leikara. Það er verður að teljast fengur fyrir Skipað þeim að fá Gunnar til liðs við sig þarsem hann hefur á síðustu árum getið sér gott orð fyrir djassgítarleik með fjölda hljómsveita — og spilað með þeim bæði djass- og dægurlög. Flateyjardagar hefjast í dag Vestfjarðavíkingurinn, sýningar og sjóferðir „Það er ákveðið að hafa svokall- aða Flateyjardaga frá og með 13. júlí og til loka ágúst. Þessir dagar byrja með aflraunamótinu Vest- fjarðavíkingurinn þar sem flestir sterkustu menn landsins reyna með sér. Á laugardaginn verða síðan opn- aðar málverka- og ljósmyndasýning- ar og sögusýning verður sett upp,“ sagði Guðmundur Lárusson, for- stjóri Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, í samtali við Alþýðublaðið. Flateyjardagar voru haldnir í fyrsta sinn í fyrra og þóttu takast vel. Þá var aðeins um eina helgi að ræða en nú stendur hátíðin í sex vikur. Margir hafa lagst á eitt um að koma á þessum Flateyjardögum. „Við vitum að það geta ekki allir komið í einu til að sjá þessar sýning- ar og því ákveðið að láta þær standa í sumar. í veitingastofunni Vogi verður sýning á gömlum ljósmynd- um úr safni Olafs Steinþórssonar. Þetta eru myndir af atburðum og íbú- um fyrri ára í Flatey. I kirkjunni verður sýning á myndum úr safni Þorsteins Jósepssonar. Þar er um að ræða sölusýningu á ljósmyndum af byggðinni í Flateyjarhreppi /yrir og um miðja öldina. Þá er Árni Elfar með sölusýningu á málverkum og teikningum frá Flatey,“ sagði Guðmundur. „Þá er sögusýningin dálítið sér- stök. Hún er á stórum spjöldum sem standa úti og þar er rakin saga byggðarinnar, húsanna og persónu- lýsing íbúa fyrri alda í máli og myndum. Það er einnig leiðarlýsing á þessum spjöldum og ég tel þetta mjög áhugavert efni. Helgina 11. til 13. ágúst verður síðan aðaldagskrá Flateyjardaga. Þá verður margt til skemmtunar, meðal annars leiksýn- ingar úti og inni, lúðrasveit, kórsöng- ur, einsöngur og tónleikar. Flateyrar- ferðir eru með sérstakar skoðunar- ferðir í úteyjar í sumar og einnig er séð um leiðsögn í Flatey fyrir farþeg- ana,“ sagði Guðmundur Lárusson. Breiðafjarðaferjan Baldur býður upp á tvær ferðir daglega til Flateyjar í sumar, hvort sem farið er frá Stykk- ishólmi eða Bijánslæk. Farþegar geta haft tveggja tíma dvöl í eynni minnst en einnig dvalið þar heilan dag. Þeir sem vilja vera lengur geta fengið gistingu í íbúð, svefnpokaplássi eða “ tjaldað. Veitingastofan Vogur selur = heita og kalda rétti. Að sögn Guð- f mundar Lárussonar er ferðamanna- “ straumurinn nú kominn á fullt skrið og er sívaxandi áhugi á ferðum til Flateyjar. „Þar er allt annar heimur en sá sem blasir við þegar fólk fer Þingvallahringinn," sagði Guðmundur. Guðmundur Lárusson: Ferða- mannastraumurinn er nú kominn á fullt skrið og sívaxandi áhugi er á ferðum til Flateyjar. „Þar er allt annar heimur en sá sem blasir við þegar fólk fer Þingvallahringinn."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.