Alþýðublaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 1
Föstudagur 21. júlí 1995 Stofnað 1919______________________________________________109. tölublað - 76. árgangur ■ Christian Roth, forstjóri álversins í Straumsvík, seturfram róttækartillögur um breytingar á vinnumarkaði Vill fækka verkalýðsfélögum í sjö Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnartelur þetta fráleita tölu en afþakkar leiðsögn þýskra greifa við sameiningu félaga. Forstjóri álversins í Straumsvík, doktor Christian Roth, leggur til að verkalýðsfélögum á íslandi verði fækk- að úr 350 til 400 niður í sjö til tíu. Að- eins verði eitt verkalýðsfélag í hveiju fýrirtæki og aðild að verkalýðsfélögum verði frjáls. Guðmundur J. Guð- mundsson. formaður Dagsbrúnar, seg- ir að sameina þurfi fleiii verkalýðsfélög og breyta uppbyggingu hreyfingarinn- ar. Það verði hins vegar ekki gert með lögum eða leiðsögn þýskra greifa. í Ísaltíðindum, sem Islenska áifélag- ið gefur út, er grein eftir Christian Roth þar sem hann ræðir um kjarasamninga og verkfoll. Hann segir að eftir sjö ára dvöl hér á landi þar sem hann hafi tek- ist á við beinar afleiðingar ófriðar á vinnumarkaði mæli hann eindregið með breytingum á mjög gamaldags og úreltum vinnureglum. Með því að fækka verkalýðsfélögum í 7 til 10, að- eins verði eitt verkalýðsfélag í fyrirtæki og aðild frjáls að verkalýðsfélögum myndu flestar vinnudeilur á íslandi leysast með réttlátum hætti. Við fengj- um sterkari foringja í stærri verkalýðs- félögum. Starfsmenn ÍSAL gætu til dæmis sameinast í verkalýðsfélagi með starfsmönnum Grundartanga, Héðins og Slippstöðvarinnar Odda ásamt starfsmönnum marga annarra fyrir- tækja í málmiðnaði. Samningaviðræð- ur yrðu þá milli VSÍ og stjómar verka- lýðsfélags í málmiðnaði sem teldi rúm- lega tíu þúsund félaga. „Það er ffáleitt að tala um að fækka verkalýðsfélögum niður í sjö til tíu. Hitt er rétt að það mætti sameina fjölda verkalýðsfélaga, til dæmis Dagsbrún og Framsókn sem eru á sama vinnu- svæði og jafhvel Iðju. Bjöm Jónsson sameinaði á sínum tíma mörg verka- lýðsfélög á Akureyri og við Eyjafjörð í eitt félag, Einingu," sagði Guðmundur J. Guðmundsson. „Ég er hins vegar ekki frá því að þetta þróist í það að allir þeir sem em á sama vinnustað séu í sama verkalýðsfé- laginu. En hvað varðar það að aðild að verkalýðsfélögunum skuli vera frjáls þá tala vinnuveitendur ekki um það vegna ástar þeirra á frelsinu. Þeir gera það til að geta haft svo og svo mikið af ófélagsbundnu fólki sem væri óháð ef drægi til verkfalla. Hins vegar er eng- inn þvingaður til að vera í Dagsbrún þó þeir þurfi að greiða til félagsins. En ég held að verkalýðshreyfingin ætti að snúa sér að því að sameinast meira og mynda sterkari heildir. Og það þarf að endurskipuleggja skipu- lagsmál Alþýðusambandsins. Þetta Arna Kristín fremur tónaseið við sæinn Arna Kristín Einarsdóttir flautuleikari kemur fram á þriðjudagstónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar hinn 25. júlí, klukkan 20:30, ásamt þeim Aðalheiði Eggertsdóttur píanóleikara og Geir Rafnssyni slagverksleikara. Á efnisskránni eru verk eftir Georges-Hue, Alice Gomez, Claude Debussy, André Jolivet og J.S. Bach. „Prógrammið er krefjandi fyrir flautuna, hvert verk er ákveðin glíma við ólika stíla og ólíka tækni. En mér finnst mjög spennandi að fást við svona ólík verk; ég reyni að ná einhverjum anda á milli verkanna og trúi því að það skapi spennu, ákveðna heild, sem getur hrifið fólk." sagði Arna Kristín í stuttu spjalli við Alþýðublaðið. „Ég ætla að byrja létt, með frönsku flautuflúri, og dýpka svo á þessu þegar á líður. Efnisskráin er sett saman á óhefðbundinn hátt. Yfirleitt er alltaf byrjað á Bach, en ég ætla að enda á honum. Venjulega byrja tónleikar rólega og verða svo fjörugri og fjörugri, en ég ætla að gera einmitt öfugt. Ekki það að ég vilji að fólk fari niður- lútt heim af tónleikunum, óskin er að það fari heim með hlýtt hjarta. Ég hlakka til að sjá hvort þetta gengur." verður hins vegar verkalýðshreyfmgin bandsms eða þyskra greifa sem vilja að gera sjálf. Það verður ekki gert með kenna okkur bæði frelsi og lýðræði í lögum, leiðsögn Vinnuveitendasam- verkalýðsmálum," sagði Guðmundur J. ■ Uppnám innan forystu Reykjavíkurlistans vegna lokaðs fundar borgarstjóra meðfólki úrfélagshyggjuflokkunum Ingibjörgu frjálst að funda með hverjum sem er - segir Þórunn Sveinbjamardóttir, Kvennalistakona. ,JÉg held að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hljóti að vera frjálst með funda með hverjum sem er og ræða málin í þröngum sem víðum hópum. Hún þarf ekki leyfi frá ein- um né neinum til þess að halda fund. Ég hef ekki meira um þetta að segja,“ sagði Þórunn Sveinbjarn- ardóttir Kvennalistakona í samtali við Alþýðublaðið. Frétt blaðsins af lokuðum fundi borgarstjóra í Ráðhúsinu með fólki úr félagshyggjuflokkunum hefur valdið miklu fjaðrafoki. A þessum fundi var rætt um leiðir til að vinna að sameiningu flokkanna eða frekara samstarfi. I frétt Alþýðublaðsins voru nafngreindir nokkrir einstak- lingar úr félagshyggjuflokkunum sem voru meðal íúndarmanna. Þess- ar upplýsingar komu flatt upp á ýmsa, þar á meðal suma forystu- menn Reykjavíkurlistans. „Ég vil í sjálfu sér ekkert ræða þessi mál enda írétti ég fyrst af þess- um fundi í Alþýðublaðinu. En þar var talað um að framhald þessara funda um hugsanlega sameiningu gæti farið nokkuð eftir því hvort Margrét Frímannsdóttir næði kjöri sem formaður Alþýðubanda- lagsins. Hún væri meiri sameining- arsinni heldur en Steingrímur J. Sigfússon. Það má skilja þetta sem svo að Ingibjörg Sólrún sé að reyna að hafa áhrif á formannskjör Al- þýðubandalagsins og það hefur hleypt illu blóði í menn,“ sagði kunnur félagi Alþýðubandalagsins í Reykjavík í samtali við Alþýðu- blaðið. í Tímanum í gær segir að horfur séu á að nokkrir borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans, þar á meðal Sig- rún Magnúsdóttir, Guðrún Ag- ústsdóttir og Ámi Þór Sigurðsson muni óska eftir fundi með Ingi- björgu Sólrúnu til að fá úr því skorið hvort og hversu alvarlegar samn- ingaviðræður um pólitískt samstarf á einhveijum allt öðrum grundvelli en Reykjavíkurlistasamstarfi sé í gangi hjá sumum þeirra sem standa að Reykjavíkurlistanum. Borgarstjóri er nú í fríi erlendis. Haft er eftir Árna Þór Sigurðssyni, Alþýðubandalagi, að lokuð fundahöld af þessu tagi hafi mjög skaðleg áhrif á samstarfið innan R-listans. Hann vilji fá skýr- ingar frá borgarstjóra enda væri mjög óeðlilegt að vera í einhveijum samninga- eða sameiningarviðræð- um á bak við til þess kjörna tals- menn og oddvita flokkanna. ■ Enginn frambjóðandi til varaformanns í Alþyðubandalaginu Gaf afsvar vegna anna -segir Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi. „Það höfðu allmargir félagar úr * flokknum samband við mig og óskuðu eíitir því að ég byði mig fram til vara- formanns. Hugmyndin var sú að, með- an ég var að velta þessu fýrir mér, að ég færi fram á eigin forsendum, óháður báðum frambjóðendum til formanns. En niðurstaðan var sú að ég kem þessu ekki heim og saman við þau störf sem ég er að sinna,“ sagði Valþór Hlöð- versson, bæjarfulltrúi í Kópavogi í samtali við Alþýðublaðið. Valþór sagð- ist hafa hugsað málið í nokkra daga áð- ur en hann gaf afsvar um að bjóða sig fram til varaformanns í Alþýðubanda- laginu. Valþór sagði að hann hefði treyst sér til að vinna sem varaformað- ur hvort heldur væri með Steingrími J. Sigfússyni eða Margréti Frímanns- dóttur. ,Jig komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ég gæti ekki bætt þessum verkum á mig. Ég sé fyrir mér það mörg verkefhi framundan fyrir næsta varaformann flokksins, sem á sam- kvæmt hefðinni að vinna að innan- flokksmálum, að hann geri vart annað næsm tvö til þijú árin en að sinna þeim verkum. Því taldi ég útilokað að gera það af einhveiju viti og af þeim krafti sem ég vildi leggja í það meðfram starfi bæjarfulltrúa og fúllu starfi í eigin fyrirtæki," sagði Valþór Hlöðversson. Sæhmreituur fjj&lskyidhmmiiaaurí Heitu pottarnir frá Trefjum eru fyllilega sambærilegir við þá bestu erlendu, bæði hvað varðar verð og gæði. Þeir eru mótaðir úr akrýli, níðsterku plast- efni, það er hart sem gler og hita- og efnaþolið. Þá er auðvelt að þrífa og hægt er að fá laust lok eða létta og trausta öryggishlíf, sem dregin er yfir pottinn, þegar hann er ekki í notkun. Pottana má hafa frístandandi eða grafa þá í jörð og ýmis auka- búnaður er fáanlegur, svo sem loft- og vatnsnuddkerfi. Akrýlpottarnir frá Trefjum fást í ótal litaafbrigðum og 5 stærðum, sem rúma frá 4 - 12 manns. Það er auðvelt að láta drauminn rætast, því verðið er frá aðeins 79.875 krónum! Komið og skoðið pottana uppsetta í sýningarsal okkar, hringið eða skrifið og fáið sendan litprentaðan bækling og verðlista. TREFJAR HF. HJALLAHRA UNI 2, HAFNARFIRÐI, SÍMI 555-1027

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.