Alþýðublaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
n c
■ Ef hættu ber að höndum
Það er margt sem getur komið
fyrir. Maður getur orðið fyrir
árás hákarls, verið rænt, villst í
eyðimörkinni eða rekist á frum-
stæða villimenn útí skógi. Þá
dugir ekki að deyja ráðalaus,
heldur vera vel undirbúinn.
Upplýsingar um hvað eigi að
gera er að finna víða. Heilmikið
ertil á Internetinu, og hafa bæk-
ur líka verið gefnar út um þetta
efni. Ein slík er The Book of
Survival (Bjargráðsbókin), sem
er eftir Anthony nokkurn
Greenbank. Hún kom út í
Bandaríkjunum árið 1967, og í
henni er að finna alls kyns ráð
hvernig bregðast eigi við í
neyðartilfellum. Jónas Sen
blaðaði í gegnum bókina og
varð margs vísari. Hér á eftir
koma nokkur gullkorn sem Jón
Óskar hefur myndskreytt af
stakri snilld. Alþýðubladið mæl-
isttil þess að fólk klippi út grein-
ina og taki hana með sér ef það
ætlar eitthvert út í bláinn...
Innfæddir
í frumskóginum
Ef þeir ráðast á þig, reyndu þá að
komast í skjól. Ekki berjast á móti
nema eitruðum örvum rigni yfir þig.
Skjóttu þá yfir höfuð hinna innfæddu.
Þú ert í verulega vondum málum ef þú
slysast til að drepa frumstæðan vilh-
mann.
Ef þú ert bara á ferð um frumskóg-
inn og þér finnst sem að verið sé að
fylgjast með þér, reyndu þá að finna
ijóður. Þar skaltu sýna að þú sért tóm-
hent(ur); hinir innfæddu munu þá telja
að þú berir ekki vopn. Gott er að skilja
gjafir eftir í ijóðrinu, og koma svo aft-
ur síðar til að gá hvort þær séu þar
enn.
Ef þú rekst á hina innfæddu, gerðu
þeim þá skiljanlegt að ásetningur þinn
sé ffiðsamlegur. Aftur er mikilvægt að
þú sért tómhent(ur)- notaðu merkja-
mál til að sýna þeim hvað það er sem
þig vantar. Þá færðu líklega að koma
til þorpsins þar sem þeir búa.
Farðu svo varlega. Virtu siði hinna
innfæddu. Sýndu þeim vinahót og
gefðu þeim gjafir. Reyndu að læra
tungumál þeinra og láttu konur þeiira í
friði. Gættu þess að eignum þínum sé
ekki stohð.
Slöngubit
Hafðu hátt á svæðum þar sem snák-
ar eru svo þeim verði ekki hverft við
þegar þú allt í einu birtist. Aðalástæð-
urnar fyrir því að snákar bíta eru
nefnilega þær að þeim er komið að
óvörum. Þá hrökkva þeir í kút og bíta
nánast óvart.
Vertu í stígvélum. Ef þau em þunn,
vefðu þá klæði ,um þau. Ef þú þaift að
stíga yfir mnna eða hátt gras, lemdu
þá í gróðurinn á undan þér með langri
spýtu. Snákar em næturdýr, á nóttunni
skaltu því vera með vasaljós og löng
prik. Ekki sofa á jörðinni, og gættu
þess hvar þú setur hendumar.
Ef snákur bítur þig, reyndu þá að
drepa snákinn með gijóti, barefli eða
með því að skjóta hann. Þegar hann er
örugglega dauður, taktu þá hræið af
honum til læknis eða næsta sjúkra-
skýlis. Með því að sjá hvaða tegund
snáks beit þig veit læknirinn hvaða
eitur er á ferðinni og hvaða mótefni á
að gefa þér.
Snákar forðast venjulega að bíta
fólk. Aðeins um tíu prósent þeirra em
eitraðir, og jafnvel eimrsnákar spýta
ekki alltaf eitri sínu þó þeir bíti. Þú átt
því góða möguleika þó útlitið sé svart.
Ef óður hundur
ræðst á þig
Venjulegur sveitahundur í framandi
landi er oft hættulegur. Ef hann er
með hundaæði getur bit hans leitt til
dauða. Einkenni hundaæðis em þau að
hundurinn er með stjörf augu, hann
froðufellir og skjögrar um.
Ef hann gerir sig líklegan til að ráð-
ast á þig, hentu þá í hann steini til að
halda honum í íjarlægð. Ef það viricar
ekki, kýldu hann þá af alefli á trýnið -
nefið er viðkvæmast. Réttu honum
handlegginn, og þegar hann glefsar í
þig færðu þá handlegginn leiftur-
snöggt undir kjaftinn um leið og þú
færir hinn handlegginn fyrir aftan höf-
uð hundsins. Haltu honum þannig í
heljargreipum og kallaðu á hjálp.
Hvemig á að
komast óvopnaður
úr klóm tígrisdýrs
Það er ekki hægt.
Þar sem hákarlar
eru á ferð
Ekki vera með hávaða í bátnum.
Haltu þið fjarri fljótandi blóði, ælu,
úrgangi og leifum af fiski. Ekki veiða
nálægt hákörlum. Veitu'í dökkum föt-
um ef mögulegt er og láttu ekki skína í
bera útlimi. Ljósir litir draga hákarl-
ana að.
Ekki stinga þér útbyrðis án þess að
hafa gáð vel og vandlega að hákörlum
bæði allt í kring og líka undir yfir-
borðinu. Haltu þið nálægt bátnum ef
þú ætlar að fá þér sundsprett. Ef þú
situr á borðstokknum, gættu þín þá að
vera ekki að dingla fótunum í vatninu.
Hákarlar eiga það nefnilega til að
koma að án þess að gera boð á undan
sér. Ef þeir em á ferðinni vertu þá ekki
með nein blikkandi ljós til að vekja
áhuga þeirra. Vertu þögul(l), þá er Kk-
legt að þeir skynji að hjá þér sé ekkert
ætilegt og synda burt.
Ef þú og félagar þínir verðið fyrir
hákarlsárás á meðan þú ert í bámum,
snúið þá bökum saman og sparkið í
hákarlana. Reynið a stinga þá í augun
eða tálknin með hníf, notið þannig
líka árar og krókstjaka.
Byssuskot geta hrætt hákarla.
Ef þú ert á sundi þar sem hákarlar
eru ættirðu að gæta þín á að synda
með jöfnum, reglulegum hreyfingum.
Hvers kyns óróleiki laðar hákarlana
að. Haltu þig ljarri stórum fiskitorfum
- þar em hákarlar í veiðihug oft á ferð.
Ef þú ert ein(n) á sundi og hákarl
kemur aðvífandi ættirðu að reyna eft-
irfarandi: Ekki flýja, heldur synda
þvert á stefnu hákarlsins. Beygðu svo
skyndilega og syntu beint að honum.
Þetta gæti hrætt hann. Ef hann er
kominn mjög nálægt, sparkaðu þá í
hann; kýldu hann eða reyndu að ýta
honum burt. Öskraðu undir yfirborð-
inu. Lemdu í öldumar. Ef þú er vopn-
uð/vopnaður hmfi, stingdu þá í augu
eða tálkn hákarlsins.
Hungurmorða
í eyðimörkinni
Reyndu að ná þér í kókoshnetur.
Þær vaxa efst á pálmatrjám. Náðu
þeim niður með því að grýta í þær
steinum. Ef það gengur ekki, klifraðu
þá upp í tréð. Það er mjög erfitt nema
þú sért með belti eða kaðalspotta. Ef
svo vel ber við, búðu þá til lykkju um
tréstofninn, og verður ummál lykkj-
unnar að vera aðeins meira en ummál
trésins. Komdu lykkjunni fyrir í mitt-
ishæð, og stígðu svo í hana. Hún mun
ekki renna niður. Réttu úr þér og
reyndu að ná einhverri handfestu.
Haltu þér fast á meðan þú krækir tán-
um í lykkjuna og dregur hana upp
með fótunum. Hífðu þig hærra upp
með höndunum og stígðu aftur í
lykkjuna. Þannig skaltu halda áfram
koll af kolli uns þú nærð til kókos-
hnetna.
Ef ráðist er
að þér með vopni
Ef þú hefur enga möguleika á að
beita brögðum og getur ekki flúið,
reyndu þá að ná vopninu af andstæð-
ingi þínum. Ef um byssu er að ræða
verðurðu að spila eftir eyranu - tala
við þann sem er að ógna þér, rugla
hann í ríminu ef aðstæður leyfa, en
oftast þarftu þó að gera það sem hann
vill.
Segjum sem svo að það sé verið að
troða þér í strigapoka og eigi síðan að
stinga þér inn í bíl. Tilgangurinn sé að
henda þér í einhverja á. Um leið er þér
ógnað með byssu - hver veit, kannski
er maðurinn með byssuna einum of
öruggur með sjálfan sig. Það gæti nú
aldeilis komið sér vel fyrir þig, þú
gætir reynt að flýja , til dæmis með
eins konar skyndiárás. Þú gætir líka
beitt brögðum, til dæmis þessu gamla
góða sem sýnt er í óteljandi bíómynd-
um - að þykjast sjá eitthvað skelfilegt
fyrir aftan andstæðing þinn til að fá
hann til að líta við. Vertu lúmsk(ur)
þegar þú gerir það og ekki ofleika.
Ef ráðist er á þig með hnífi, reyndu
þá að halda árásarmanninum í fjar-
lægð. Notaðu stól, spaða, lampa, - allt
sem er hart og við hendina. Taktu
hraustlega á móti og passaðu að and-
stæðingurinn nái ekki taki á því sem
þú hefur fundið fyrir vopn.
Athugaðu líka hvemig hann heldur
á hnífnum. Ef hann ætlar að skutla
honum í þig, þá þarf hann fyrst að
breyta takinu. Það gefur þér augnablik
til að veijast.
Til að ná hnífnum af árásaraðilan-
um þarftu að ná taki á úlnlið þeirrar
handar sem heldur á hnííhum. Ef það
bregst, sparkaðu þá í punginn á hon-
um.
Ef þú ert að ferðast
á puttanum og þér
er rænt af ökumanni
Stingdu tveimur puttum upp í kok
og ældu yfir allan bílinn hans.
Fyllibytta sem ræðst á þig
Kýldu hann í magann. Þá verður
hann veikur og lætur þig í friði.
Ef æstur múgurinn
ræðst á þig
Reyndu að koma þér í burtu. Ef það
tekst ekki, farðu upp að vegg. Ef þú
slærð niður þann fyrsta sem ræðst á
þig þá gætu hinir misst kjarkinn og
látið þig í friði.
Geimverur sem stíga
út úr disklaga geimfari
Forðastu snöggar hreyfmgar. Ekki
vera með neinn hávaða. Andaðu ró-
lega. Ekki horfa ógnandi á geimver-
umar. ■
n um borfl
í