Alþýðublaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ1995
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Utboð
F.h. gatnamálastjórans
smáverk.
Reykjavík, er óskað eftir tilboðum ( ýmis
Verk þetta nefnist: Ýmis smáverk vestan Reykjanesbrautar
Helstu magntölur eru:
Uppúrtekt 2.700 m3
Fylling 3.100 m3
Mulinn ofaníburður 2.800 m2
Hellu- og steinalögn 1.100 m2
Þökur 1.100 m2
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. nóvember 1995.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykja-
vík, frá og með þriðjudeginum 18. júlf, gegn kr. 10.000,- skilatrygg-
ingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 26. júlí 1995, kl.
11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
■ Þorsteinn Eggertsson, fyrrverandi
fréttaritari Alþýðublaðsins, sýnir í Eden
12 ára seldi hann
fyrsta olíumálverkið
Þorsteinn: Yrkir jafnt með pensli
sem orðum. A-mynd: E.ÓI.
„Þegar ég var fimmtán ára fúllyrti
skyggn maður norðan úr landi að ég
væri Leonardo da Vinci endurfædd-
ur. Mér fannst þetta mikið hrós þá,
þótt ég kæri mig ekki um þannig sam-
lfldngar núorðið. Ég seldi fyrsta olíu-
málverkið mitt tólf ára gamall og fékk
vandaðan klæðskerasaumaðan frakka
fyrir það,“ segir Þorsteinn Eggerts-
son listmálari með meiru um málara-
feril sinn.
Þorsteinn opnar málverkasýningu í
Eden í Hveragerði á morgun og er
4ra dyra
Samlœsingar
Vökvastýri/veltistýri
/
Utvarp/segulband
16 ventla vél m/beinni
fjölinn sprautun
Stillanleg hæð
öryggisbelta ífram-
sætum
Vindskeið aukabúnaður
/
AlfelgUr aukabúnaður
Með öllum Nissan bílum fylgir fríttþjónustueftirlit í eitt ár, eða 22.000 km.
Islensk ryðvörn og hljóðeinangrun auk verksmiðjuryðvarnar.
Sjálfskiptur
kr« 1.>331jOQQ
Beinskiptur
1.000
bmboðsmenn um allt land:
Akranes: Bjöm Lárusson, Bjarkargmnd 12, stmi 431 -1695
Borgames: Bílasala Vesturlands, Borgarbraut 58, sími 437-1577
ísafjörður: Bílasalan Lrnir, Skeið 5, sími 456-5448
Sauðárkrókur: Bifreiðaverkstæðið Áki, Sæmundargötu 16, sími 453-5141
Akureyri: Óseyri 5, Bílasala B.S.V., sími 461-2960
Htísavík: Víkurbarðinn, Haukamýri 4, sími 464-1940
Reyðarfjörður: Lykill hf., Búðareyri 25, sími 474-1199
Höfn: Bílverk, Víkurbraut 4, sími 478-1990
Selfoss: Betri bflasalan, Hrfsmýri 2A, sími 482-3100
Vestmannaeyjar: Bílverk, Flötum 27, sími 481-2782
Keflavík: B.G. bflasalan, Grófinni 7-8, sími 421-4690
NISSAIM
Ingvar
Helgason hf.
Sœvarhöfða 2
Sími 525 8000
Minnum á nýtt símanúmer - 525 8000
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17
þetta hans fimmta einkasýning en auk
þess hefur hann tekið þátt í sjö
samsýningum heima og erlendis. Á
sýningunni eru 30 verk og flest þeirra
nýleg. Þau eru ýmist unnin í olíu,
olíupastel eða með blandaðri tækni.
Sýningin stendur út júlímánuð og
flestar myndimar til sölu.
Þorsteinn er ekki við eina fjölina
felldur þar sem listin er annars vegar.
Hann fór ungur að syngja rokklög og
semja dægurlagatexta sem vöktu at-
hygli. Hann kom ffam á skemmtunum
sem hinn íslenski Elvis Presley við
gífúrlegan fögnuð. Á sínum tíma fór
Þorsteinn til Danmerkur að læra að
teikna og gerðist um leið fréttaritari
Alþýðublaðsins Hann skrifaði einkum
um ffægt fólk og tókst að ná viðtölum
við þrjá af meðlimum Bítlanna og
nokkru síðar alla meðlimi Rolling
Stones.
Eftir Danmerkurdvölina fór Þor-
steinn að teikna auglýsingar og gerðist
jafnframt mikilvirkur textahöfundur.
Hann hefur síðan samið á fjórða
hundrað dægurlagatexta og margir
þeirra orðnir sígildir. Nægir að nefna
Gvend á eyrinni, Ég elska alla, Heim í
Búðardal, Fjólublátt Ijós við barinn
og Er það satt sem þeir segja um
landann? Þorsteinn var myndmennta-
kennari í Reykjavík um 12 ára skeið,
annaðist þáttagerð fyrir útvarp og
sjónvarp og setti upp sýninguna Rokk-
skór og bítlahár sem gekk í 14 mán-
uði. Þá hefur hann skrifað skáldsögu á
ensku sem gefm var út í London 1991
og tveimur árum síðar skrifaði hann
unglingabók í félagi við 15 ára stúlku.
Það má því segja með sanni að Þor-
steinn Eggertsson hafi víða komið við.
Hvað er á seyði
um helgina?
Alþjóðleg
gítarhátíð á Akureyri
f kvöld klukkan 20:30 heldur Krist-
inn Árnason tónleika í Akureyrar-
kirkju. Á efniskránni er meðal annars
spönsk gítartónlist og Chacona eftir
J.S. Bach. Á morgun, laugardag,
verða efnilegir gítarnemendur með
fjölbreytta dagskrá í Deiglunni klukk-
an 18:00. Á sunnudaginn verður gítar-
hátíðinni svo slitið, eftir tónleika ,Jiol-
lenska sígaunans“ Erik Vaarzoon
Morel í Deiglunni klukkan 20:30.
Gönguferðir og
tónieikar á Þingvöllum
Á morgun, laugardag, verður farið í
gönguferð á eyðibýlið Skógarkot,
klukkan 14:00. Gangan hefst við
kirkjuna og tekur um það bil tvær og
hálfa klukkustund. Fólk er beðið um
að taka með sér skjólfatnað og nesti.
Klukkan 16:00 verður bama- klukku-
stund í Fögrubrekku. Klukkan 20:00
verður lagt í ljúfa gönguferð ffá Pen-
ingagjá. Leið liggur um spöngina og
endar með kyrrðarstund í Þingvalla-
kirkju. Á sunnudaginn verður síðan
klukkustundar helgistund fyrir böm í
Hvannagjá, hefst hún klukkan 11:00.
Klukkan 13:00 verður lagt í gönguferð
frá Valhallarplani. Farið verður um
Suðurgjár, og ráðlegt að hafa skjól-
fatnað og nesti meðferðis. Klukkan
15:00 mun Finnur Bjarnason bar-
ítónsöngvari halda tónleika í Þing-
vallakirkju. Þátttaka er öllum opin, og
ókeypis.
Helgarskákmót
Taflfélags Reykjavíkur
Taflfélag Reykjavíkur gengst fyrir
helgarskákmóti um helgina. Teflt
verður í félagsheimilinu að Faxafeni
12. Keppnisfyrirkomulag er þannig að
tefldar verða sjö umferðir eftir Monr-
ad-kerfi. Fyrstu þrjár umferðirnar
verða með hálftíma umhugsunartíma
en síðari umferðimar fjórar með einn-
ar og hálffar stundar umhugsunartíma
á fyrstu 30 leikina og svo hálftíma til
að ljúka skákinni. Öllum er heimil
þáttaka.