Alþýðublaðið - 11.08.1995, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 11.08.1995, Qupperneq 5
HELGIN 11.-13. ÁGÚST1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 er einn í margbreytni og margvísi og það er harla gott. Heimurinn er aleinn í þessari hæfilegu fjar- lægð frá sólu, hæfileg til þess að í auðninni spretti grösin og fólkið og ofgnótt heimsins. Að vera myndvís, það er að taka á móti heim- inum, takast á við heiminn, lesa heiminn og fjölbreytilegan sannleika hans. Allt verk Thors er vitnisburður um lestur mannsins á heiminum, lestur sem er órafjarri dogma og credo, trúarlegu, pólitísku, bók- menntalegu, vísindalegu dogma; lestur á hinu óendanlega smáa í hinu stóra samhengi mað- ur-heimur, lestur sem fer fram á sjálfsögðum vettvangi, það er að segja vettvangi tungu- málsins. Ég sé ekki betur en verkið leggi áherslu á heild og einingu manns og heims. Thor er laus við fast credo, laus við kreddur og geng- ur gegn deildaskiptingu heimsins í austur og vestur- kirkjuna og allar aðrar deildarskipting- ar. Guð er einn og sköpun hans líka og þar með er ég ekki að halda því fram að Thor sé trúmaður, það skiptir reyndar ekki höfuðmáli: „Guð er guð“ eins og segir í Kabbala, dul- speki gyðinga, og „staður guðs er heimurinn en heimurinn er ekki staður guðs“. Sam- kvæmt þessari dulspeki er orsökin fyrir tilver- unni sú að Guð langaði til að sjá guð - í raun langaði hann kannski til að vera skáld. Það væri afar forvitnilegt að beita kabbalískri túlkun á verk Thors en það yrði fremur dokt- orsverkefni og verður ekki unnið hér í dag. Það er ekki endilega trúartilfinning sem ég finn hjá Thor; miklu fremur tilfinning fyrir ótrúlegum möguleikum mannsins til sköpunar og eyðingar og einnig tilfinningu fyrir fögn- uðinum að meta dýrð hlutanna, njóta helgi þeirra; uppgötva helgi augnabliksins sem er eilífð á sama hátt og dropinn er líka úthaf. Dýrð hins smáa sem vitnisburður um hið stóra, dýrð augnabliksins og þjáning þess jafnframt, augnabliksins sem stendur kyrrt því skáldið hefur kyrrsett það svo það geti sagt okkur frá eilífðinni og það er ekki endilega helgi Guðs sem Thor leggur áherslu á heldur helgi mannsins, mannhelgin: „sá sem bjargar einni manneskju bjargar öllum heiminum". Og þegar hér er komið sögu dettur mér í hug að taka sýni úr fljótinu að lokum, nýlegt sýni og sit og hugsa og viti menn: dyrabjallan hringir og pósturinn er með nýjasta hefti TMM (annað hefti 1995) og seg- ist ekki hafa komið því inn um lúguna enda er Tímaritið herðabreitt og myndarlegt og ég fletti efnisyfirlitinu og finn ná- kvæmlega það sem ég leit- aði að: sýni úr fljótinu þar sem greina má glæsilegt dæmi um það hvernig Thor stöðvar andartakið, augnablikið; þetta heitir á kvikmyndamáli arrét sur l’image á frönsku sem er fallegra en freeze-frame sem er kuldalegra en merkir hið sama. Að lokum kemur hér þetta örstutta dæmi um augnablik sem er eilíft í meðförum Thors, eilíft og heilagt án þess það vitni um neitt credo annað en lífsfögnuð og lífshroll mannsins sem er frábær- lega einn í heimi sem allt- af er einn: (Úr „Á ametýstoddi öld- unnar". TMM-2-95) „Svimhátt lá hann á bakinu og barst á ametýst- oddi öldunnar (á brunandi skriði undir rjúkandi skýj- um) hvassbeittum sem broddskar ögn til hliðar við mjóhrygginn í ofvæni andartaksins, þegar allt vatzt úr fjórðu vídd tím- ans, og er kyrrt í hinum víddunum þremur: svo öskrið verður myndfast; og hann þannig með fætur á lofti og hendumar £ jafn- væginu, á þessum moln- andi tindi glærum, sem verður gler fyrir vatn; gimsteinn þó fremur í hátíðniskurði svo svimhraðrar hreyfingar að skynjast sem standandi kyrr; og svo stutt bil tíma að mælist ekki, nema sem eilífð; svo skammvinn sem væri ævarandi; og hangir þar, og hvolfir ein manneskja upp í himin og ský stormsins og fastneglda fugla á bálsins væng, með augu hans viðskila festi af glæmm söltum perlum gagnsæjum; blá svo blá, í nifl- heljarfrosti vitundarspennunnar í þessari ang- ist; og hefur þó sem hliðsjón væri á smaragð- græna skyggnifleti á píramíðahlíðum þessara sæturna; og em skaraðir líktog ógagnsæjum gluggum randstæðum og hijúfköntuðum sem skára hver annan, og skera næstum því fugl og fugl; eða skæm, færi allt aftur af stað úr þessuni kyrrfrysta dauða; ef ekki væri líf utan um hann.“ ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.