Alþýðublaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 3
HELGIN 11.-13. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Griðrof RÉTTTJRINN til sjálfsvamar, til að verja líf þitt og þinna ef á mann er ráð- ist, er viðurkenndur að lögum sem nauðvöm þess sem beittur er ofbeldi. Þetta er lögvemdaður réttur í flestum þjóðfélögum. Rétturinn til sjálfsvamar er meira að segja viðurkenndur að al- þjóðalögum. I stofnsáttmála Samein- uðu þjóðanna (51. grein) er að finna ákvæði þar sem rétturinn til sjálf- svamar þjóða sem á hefur verið ráðist, er viðurkenndur. Bosnía-Hersegovína er sjálfstætt ríki, sem nýtur viðurkenn- ingar sem slíkt og er aðildarríki Sam- einuðu þjóðanna. Háborðið Sameinuðu þjóðimar hafa yfir eng- um sameiginlegum herstyrk að ráða til að koma til hjálpar þeim aðildarríkjum sínum, sem á hefur verið ráðist. Sjálf- sagt á engin þjóð, sem ekki hefur tryggt öryggi sitt fyrirfram með samn- ingum (eins og til dæmis við íslend- ingar með aðild að Atlantshafsbanda- laginu) rétt á því að aðrar þjóðir komi og heyi þeirra vamarstríð fyrir þær. Samt em fordæmi fyrir því. Kóreu- stríðið í byijun sjötta áratugarins. Þær þjóðir sem þá sendu hermenn sína á vígvöllinn til þess að hnekkja innrás- arstríði Norður-Kóreu (að undirlagi Stalíns og Maós) í Suður-Kóreu, gerðu það í nafni Sameinuðu þjóð- anna. Engum hugkvæmdist þó í þann tíð að fela nefhd embættismanna Sam- einuðu þjóðanna að stjóma hemaðar- aðgerðum á vígvellinum. Enda tókst að hnekkja innrásinni með vopnavaldi og knýja fram vopnahléssamninga sem haldið hafa til þessa dags. HLUTSKIPTI Bosmu-Hersegóvínu er nú sýnu verra en Suður-Kóreu fyrir tæpri hálfri öld. Þrátt fyrir staðreyndir mála um það, hver er árásaraðilinn og hver er fómarlambið, hvarflar það ekki að Sameinuðu þjóðunum að leggja fómarlömbunum, Bosníumúslimum, lið. Sameinuðu þjóðimar segjast ekki vilja gera upp á milli styrjaldaraðila. En Sameinuðu þjóðimar hafa gengið lengra í íhlutun sinni: Þær hafa sett og framfylgt vopnasölubanni áfómar- lömbin, ríkisstjóm Bosníu-Herseg- óvínu. Þar með hafa Sameinuðu þjóð- imar svipt þá sem orðið hafa fyrir of- beldi neyðarrétti súium til sjálfsvamar. Þar með hafa Sameinuðu þjóðimar brotið sinn eigin stofnsáttmála. Þar með em Sameinuðu þjóðimar, og þar með talið Evrópusambandið, samsek árásaraðilanum, Bosníu-Serbum. Þeir heyja árásarstríð sitt með vopnum og þögulu samþykki júgóslavneska ríkis- hersins, sem á sínum tíma var metinn fjórði öflugasti landher Evópu. Þar með em Sameinuðu þjóðimar - hið al- þjóðlega samfélag - orðnar sökunautar stríðsglæpamanna. Og nota bene: Það em ekki mín orð. Það er niðurstaða sérstaks dómstóls á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fjallað hefur um stríðs- giæpi árásaraðilanna og komist að rök- studdum og ótvíræðum niðurstöðum. I hópi hinna ákærðu eru nafngreindir stjórnmálaleiðtogar og herforingjar Bosníu Serba. „I stríðsréttarhöldunum í Nurnberg, þar sem dæmt var í glæpamálum nazistaleiðtoganna og leppa þeirra eftir styrjöld sem kostaði 50 milljónir mannslífa, var hlutleysi gagnvart glæpum nazista flokkað undir stríðsglæpi. Rökin voru þau að slíkir aðilar væru samsekir um glæpi gangsteranna. Samkvæmt því eru Sameinuðu þjóðirnar samsekar um glæp." ÞAÐ ER misskilningur að friðar- gæslusveitir Sameinuðu þjóðanna í fyrrum Júgóslavíu séu þar til þess að halda friðinn; tryggja framkvæmd friðarsamninga. Af þeirri einföldu ástæðu að það eru engir friðarsamn- ingar til að framfylgja. Það er enginn friður. Það er blóðugt stríð. Þeir sem eru hlutlausir í stríði hafa ekkert að gera á vígvellinum nema að fara sér að voða og verða sér til skammar. Friðargæsluliðar Samein- uðu þjóðanna em undir ströngum fyr- irmælum um að gæta hlutleysis. Þeim er meinað að gera upp á milli stríðsað- ila. Þess vegna segja fréttamenn frá því að mönnum er misþyrmt eða þeir drepnir og konum nauðgað að friðar- gæsluliðum Sameinuðu þjóðanna ásjáandi, án þess að þeir hreyfi legg eða lið. Þeir mega ekki gera upp á milli stríðsaðila, milli árásaraðila og fómarlamba. Þeir eiga að vera hlut- lausir. í stríðsréttarhöldunum í Num- berg, þar sem dæmt var í glæpamálum nazistaleiðtoganna og leppa þeirra eft- ir styrjöld sem kostaði 50 milljónir mannslífa, var hlutleysi gagnvart glæpum nazista flokkað undir stríðs- glæpi. Rökin vom þau að slíkir aðilar væru samsekir um glæpi gangster- anna. Samkvæmt því em Sameinuðu þjóðimar samsekar um glæp. HINGAÐ TIL hafa hinir ráðalausu leiðtogar Evrópusambandsins réttlætt tilvist friðargæslusveitanna með því að þær hafi þrátt fyrfr allt linað þján- ingar fórnarlamba stríðsins. Friðar- gæslusveitirnar hafi fætt og klætt hungraða og klæðlausa; tryggt lyf og læknishjálp særðum og íimlestum. Það er rétt. En fulltrúar öryggisráðsins og Evrópusambandsins hafa líka sam- ið um griðarsvæði þar sem flóttafólk frá hörmungum stríðsins hefur talið sig óhult - í trausti þess að Sameinuðu þjóðimar og Evrópusambandið stæðu við orð sín: Að menn skyldu njóta griða á yfirlýstum og umsömdum griðasvæðum. Það hefur ekki staðist. Þvert á móti. Enn á ný hafa fulltrúar Sameinuðu þjóðanna á staðnum (friðargæsluliðar) orðið að horfa aðgerðarlaust á árásir á þessi griðasvæði. Þeir hafa drukkið bikar niðurlægingarinnar í botn með því að vera teknir í gíslingu hjá árásar- aðilanum, eða notaðir sem skildir í árásaraðgerðum. Friðsamir menn eru gjaman sein- þreyttir til vandræða. En þar kemur í samskiptum við samviskulausa of- beldismenn að segja verður: Hingað - en ekki lengra. Og þá þýðir ekki að hóta að beita valdi, nema við það sé staðið. Það stoðar ekki að leggja nafn sitt við samninga um griðasvæði, en horfa síðan aðgerðarlaus á þegar grið em rofin á vamarlausu fólki. Þeir heita griðmðingar, sem ijúfa grið. Þeir em úrhrök. Og þeir sem eru samsekir þeim em litlu skárri. MENN geta endalaust velt vöngum yfir myrkviði hins aldagamla haturs sem ríkt hefúr í samskiptum þjóða og þjóðarbrota á Balkanskaga. Menn geta endalaust miklað fyrir sér að harkaleg viðbrögð geti magnað upp stríðið; að loftárásir geti að lokum neytt Milosev- ic í Belgrad til að beita júgóslavneska hernum af fullum þunga; að stríðið geti breiðst út til annarra þjóða og þjóðarbrota, sem hingað til hafa beðið átekta. Það vom á sínum tíma rök Cham- erlains gegn Hitler. Það hafa alltaf verið rök þeirra sem vilja heiðra skálkinn svo hann skaði þig ekki. Það hafa alltaf verið rök þeirra sem vilja kaupa frið, hvaða verði sem er. En það vom ekki rök Churchills í orrustunni um Bretland. Það var ekki málflutningur De Gaulles eða hins Fijálsa Frakklands. Það var ekki mál- flutningur Roosevelts eftir Pearl Har- bour. Það voru ekki rök Margrétar Thacther við innrásina í Falklandseyj- ar. Það vom ekki rök Bush Banda- ríkjaforseta eftir innrásina í Kuweit. Það em ekki rök stjómmálaleiðtoga, sem mark er á takandi. Að lokum er tími kominn til að segja: Hingað en ekki lengra. Höfundur er formaður Alþýðuflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra Vinir vorir á Morgun- blaðinu eru enn við sitt heygarðshorn í for- ystugrein í gær, þarsem mátti lesa ítarlega grein- argerð um það sem ým- ist hefur verið kallað „farsinn" eða „hneyksl- ið" í Höfða. Reyndar liggur ritstjórunum svo mikið á hjarta að þeir þurftu að smækka letrið til að koma öllum boð- skapnum fyrir. Tíminn og Alþýðubladiö fá hressilega á baukinn fyr- ir að hafa leyft sér að gera grín að þessari krossferð Moggans. Ein- sog þar stendur: „Þá ætlar allt um koll að keyra, Tíminn og Al- þýðublaðið fyllast heil- agri vandlætingu og engu líkara en tími kalda stríðsins sé runninn upp og pólitíska ofstækið lifni einsog skíðlogandi eldur í gömlum glóð- um..." Það var nefni- lega það: Tímanum og Alþýðublaðinu er að tak- ast að vekja aftur það kalda stríð sem Reagan og Gorbatsjov bundu enda á í Höfða. Morgun- blaðið-kjarni málsins... Sjáanleg stakkaskipti hafa orðið á Helgar- póstinum að undan- förnu, og mjög til hins betra. Blaðið er nú líkara Pressunni meðan hún var og hét. Minna er um æsifréttir þótt vitanlega. séu nokkur vel valin hneyksli á sínum stað. Þannig er því haldið fram að Jón Ólafsson hafi tekið yfir skuldir Reykjavíkurlistans við Stöð 2- uppá lítinn milljónkall. En HP virðist sem á réttri leið undir snöfurlegri ritstjórn Sigurðar Más Jónssonar... h i n u m e g i n "FarSido" eftir Gary Laraon. Ég er farinn að finna fyrir meðvirkni. fimm á förnum Hvern styður þú í stríðinu í fyrrum Júgóslavíu? Stefán Sigurðsson, hag- fræðingur: Ég styð Samein- uðu þjóðimar og Évrópusam- bandið og vona að þeir fari að taka lýðræðislega afstöðu og stoppa þetta stríð. Ólafur Freyr Saemunds- son, vegfarandi: Ég vona að þeir fari að enda þetta stríð en þetta eru allt manneskjur eins og við að vemda sitt svæði. Friðrik Þór Guðmundsson, stjórnmálafræðingur: Ég styð alla nema Bosníu-Serba og styð Sameinuðu þjóðirnar til raunhæfra verka kick butt. Sverrir Eiríksson, sölufull- trúi: Ég styð engan í þessu strfði vegna þess að enginn verður sigurvegari í þessari styijöld. Arthur Morthens, borgar- fulltrúi: Ég styð þá sem geta komið á friði á þessu stríðs- hijáða svæði. v i t i m e n n í Morgunblaðinu 9. þessa mánaðar sendir Jóna Margeirsdóttir mér nokkur orð. Þar lætur hún að því liggja, að ég hafi verið að gera að gamni mínu með tillögu þar í blað- inu um sameiningu embætta for- seta og biskups. Ég skal leyfa henni að haida um það hvað sem hún vill. Reyndar hef ég orðið þcss var, að hún er ekki ein um þann grun, hvernig sem á því stendur. Jjelqi Hálfdanarson sendi eina af hinum langdrægu eldflaugum sínum í Morgunblaðinu í gær. Nei, mér finnst hún frekar leiðinleg. Margrét Frímannsdóttir aðspurð hvort hún hlusti ó tónlist Bjarkar. HP í gær. Finnst mér stærðin skipta ein- hverju máli? Tja, þegar ég þarf að nota hann, já. Hún skiptir mig ann- ars engu máli svona dags daglega. „Þossi plötusnúður" tók þátt í líflegum umræð- um ó síöum HP um stærð þið-vitið-á-hverju. Já, hún skiptir mjög miklu máli. Afstaða Nönnu Guðbergsdóttur fyrirsætu til stærðar. Annars á maður ekki að rökstyðja fordóma þannig að ég held að ég hafi sagt nóg. Geirlaugur skáld Magnússon aðspurður um leiðinlegustu verk heimsbókmenntanna. Hann tilnefndi ekki minni menn en Goethe, Ezra Pound og Hemingway. HP í gær. Helst er svo að sjá að höfundurinn haldi að frostavetur- inn hafi komið eftir haustinu 1918. Hann var hinsvegar 1917-18. Halldór frá Kirkjubóli að leiðrétta missagnir ( ævisögu Jóns Þorlákssonar eftir Hannes H. Gissurarson. Tíminn í gær. Skattskrána á veraldarvefinn. Magnús H. Skarphéðinsson hefur skoðanir á bókstaflega öllu. Þær eru misjafnlega vinsælar. Lesendabréf hans í DV í gær bar þessa ógnvekj- andi fyrirsögn. Þá má benda á að vera AWACS-vélanna á árunum eftir 1978 var ekkert grín... Allt rennir þetta stoðum undir það að hér hafi verið kjarnorkuvopn um lengri eða skemmri tíma. Birna Þórðardóttir í DV í gær. Fréttaskot úr fortíð Noel Coward hinn frægi enski rithöf- undur, höfundur „Carahade" er um þessar mundir að semja leikrit, sem verður það lengsta sem nokkru sinni hefur verið leikið. Það þarf tuttugu tíma til að leika það á enda, og veður leikinn einn þáttur á kvöldi (heila viku. Heilt hús í New York hefur þegar keypt leikritið og veður það leikið þar í vetur. Sunnudagsblaö Alþýöublaösins, 18. ágúst 1935.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.