Alþýðublaðið - 11.08.1995, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 11.08.1995, Qupperneq 7
HELGIN 11.-13. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 7 ■ Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar hámenningarlegt aðdáendabréf handa Thor Vilhjálmssyni, grand old man íslenskra bókmennta Stórskáldið og smáskáldin „Ég er hér að yrkja skoðanir mínar um manninn sem við hljótum að viðurkenna sem mesta starfandi rithöfund okkar, höfðingjann Thor Vilhjálmsson." Milan Kundera, væntanlegur Nób- elsverðlaunahöfundur, sagði fyrir nokkrum árum eitthvað á þá leið að rithöfundurinn væri dauður. Orðin hljómuðu mátulega geðvonskulega og gáfulega til að komast í móð. Síðan hafa menn túlkað þessa kenningu af mikilli leikgleði og einn þáttur þeirrar túlkunar byggir á daðri við þá hug- mynd að rithöfundar eigi að fela sig hæverskir bak við verk sín og láta op- inberlega h'tið á sér bera. Nú er alkunna að litríkir persónu- leikar, sem þar að auki eru gáfaðir og kappsfullir heimsmenn, halda sig sjaldnast til sveita. Sviðsljósið er þeirra og má ekki öðruvísi vera. Þessir menn minna okkur sífellt á hversu mikils virði er að vera trúr sjálfum sér, sannfæringu sinni og skoðunum. Og hversu mikilvægt er að varðveita keppnishörku, tilfinningaríki og skap. Eg er hér að yrkja skoðanir mínar um manninn sem við hljótum að við- urkenna sem mesta starfandi rithöfund okkar, höfðingjann Thor Vilhjálms- son. Og þar sem hann er ekki einungis einn af eftirlætisrithöfundum tnínum, heldur einnig einn af eftirlætismönn- unum mínum þá fæ ég ekki hjúpað mig kufli gáfulegs kaldlyndis og stundað vísindalegar nákvæmnisrann- sóknir á manninum og verkum hans. Til þess skortir mig vilja, því þetta er affnæliskveðja, ekki krufning. „Stórskáld stendur á herðum hundr- að smáskálda," er haft eftir manni sem ég kann ekki skil á, en hugsunin bend- ir til að þar hafi verið á ferð ágæt vits- munavera. En vitanlega tekst lending stór- skáldanna ekki ætíð með einu stökki. Stundum þarf allmargar atrennur og mótbyrinn er jafnvel þungur og ill- vinnanlegur. Samtíminn hveiju sinni á oft í merkilegu basli við að viður- kenna snillinga sína, einkum þá sem í verkum sínum, hugsunum og fram- kvæmdum ferðast á undan honum. Og nú fyllist ég löngun til að hverfa á vit hins svokallaða nýraunsæis í ís- lenskum bókmenntum, sem lét á sér kræla á áttunda áratugnum og skilaði ekki eftirminnilegum afurðum. Ein- hverju sinni nefndi ég þann áratug sem eitt mesta niðurlægingarskeið ís- lenskra bókmennta. Sú fullyrðing gerði einhverja félaga mína í bók- menntafræðum æfa, og tel ég því ástæðu til að ítreka þessa skoðun mína. I áratug, eða um það bil, skeiðuðu ffam á ritvöllinn lopapeysukommar og rauðsokkar sem áttu sér ríka pólitíska hugsjón, en bjuggu því miður hvorki yfir skáldlegu næmi né listrænum metnaði. Þetta voru rithöfundar án hæfileika, en vopnaðir einlægum vilja til að koma á þjóðfélagslegum umbót- um. Þeir birtu okkur í verkum sínum mæddar eiginkonur og menn þeirra, sem margir hverjir reyndust vera kvenníðingar. Einnig brá fyrir at- vinnurekendum sem bjuggu að því óláni að vera samviskulausir. Raunum þessa fólks var lýst í skýrslukenndum textum sem vel hefðu getað notið sín í blaðagreinum en reyndust engin skrautblóm í aldingarði íslenskra bók- mennta. Þó fór svo að hugmyndaffæði þessara bóka tryggði þeim góða dóma, jafnvel bókmenntaverðlaun. Af hverju? í dag skilur það ekki nokkur maður, nema kannski höfund- amir og þeir sem hömpuðu þeim. Voltaire vissi sínu viti og eftir hon- um er haft: „Lofsamlegir ritdómar um lélagar bækur eru oft engu síður skað- legir andlegum framfömm en skamm- ir um góðar bækur.“ Bókmenntaffæðingar og gagnrýn- endur villtust inn í þoku og mátu skáldskapinn eftir pólitíska erindinu og slíkar túlkaxúr lýsa lítilli tryggð við skáldskapargyðjuna, en henni ber bók- menntatúlkendum vitanlega að sýna auðmjúka þjónustulund, engu síður en skáldunum. Og okkar maður, hver var hans starfi á þessum ámm? Jú, hann sendi frá sér hveija bókina á fætur annarri. Þar dró hann aldrei upp einfaldan pól- itískan algildissannleik, rithöfundur- inn sem hafði þó ríka pólitíska sann- færingu. Skáldskapurinn var honum meira virði en svo að hann skipti á honum og pólitískri einstefnu. Honum mætti einkennilegt fálæti á þessum ár- um. Þó hafði hann skrifað eina feg- urstu skáldsögu sem við eigum, Fljótt fljótt sagði fuglinn og þær bækur sem fylgdu á eftir einkenndust af meistara- legum töktum. Fæstir neituðu andagift hans, en menn vildu öðmvísi bækur. Hann var sífellt beðinn um að fýlgja straumnum, skrifa eins og allir hinir. Jafhvel góðum og glöggmn ritdóm- ara eins og Ólafi Jónssyni varð á að beita fyrir sig ólund í gagnrýni um Mánasigð: „Það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur: því fleiri sem bækur hans verða því örðugra á ég með að festa hugann við hið evrópska eða alþjóðlega sögusvið Thors Vil- hjálmssonar og fólk sem þar ferðast aftur og fram. Þetta er sjálfsagt mín sök...“ Ég tala sem gagnrýnandi þegar ég segi að mér líkar þessi síðasta setning. í henni opnar gagnrýnandinn dymar fýrir skáldinu, segir það sem gagnrýn- endur segja of sjaldan: „Mér gæti skjátlast." Skáldið gekk sinn veg, og bar sig vel, enda hafði það gert sér grein fýrir því að maðurinn er löngum einn. Og svo enn dag létti þokunni. Gagnrýn- endur sáu skýrt og tóku eftir því að þeir höfðu villst af leið. Þeir rönkuðu við sér á hamrinum sem nýraunsæu skáldin höfðu hvert af öðm rambað framaf, í of mörgum vondum bókum, og nú stukku þeir í átt til skáldsins, fullir sektarkenndar og iðmnar. Síðan hafa ekki þeir vikið frá skáldinu. Skáldið brást aldrei köllun sinni og sannfæringu og leiddi þannig verk sín til sigurs. Það kostaði langa baráttu og ef gagnrýnendur hefðu í mati sfnu sett listræn gildi f öndvegi hefði aldrei þurft að koma til þeirrar viðureignar. Nú er Thor Vilhjálmsson orðinn „- grand old man“ íslenskra bókmennta. Rithöfundurinn sem leiddi okkur eftir vegi fegurðarinnar og hins volduga einmanaleika í skáldsögum sem búa að hreinni stflsnilld. Hafa honum þó ekki enn verið afhent íslensk stílverð- laun. Kæra skáldið mitt, við aðdáendur þínir stefnum að því að leiðrétta þann misskilning. Þakka þér fýrir að auðga anda okkar, íjársjóðir þínir fýlgja okk- ur inn í framtíðina. Stéttín erfyrsta skrefiö inn... Mikiðúrval af hellum og steinuin. Mjög gott verð. ■ 5TÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI577 1700 - FAX 577 1701

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.