Alþýðublaðið - 15.08.1995, Page 1

Alþýðublaðið - 15.08.1995, Page 1
■ Mörg dæmi um verðhækkanir í kjölfar GATT-samningsins þrátt fyrir yfirlýsingar um að engar hækkaniryrðu Mistök í framkvæmdinni - segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verslunarráðs. „Það var margtekið fram að það ætti engin vara að hækka í verði með GATT-samningnum. Það em hinsveg- ar dæmi um hækkanir og fram- kvæmdin hefur því ekki verið án mis- taka og það verður að taka á þeim þegar tækifæri gefst,“ sagði Vilhjálm- ur Egilsson framkvæmdastjóri Versl- unarráðs í samtali við blaðið. Verslunarráð hefur nýlega óskað álits Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort íslenska áfengislöggjöfin stand- ist ákvæði EES-samningsins, en ráðið dregur mjög í efa að svo sé. Hinsvegar hafa komið fram ýmsar brotalamir á framkvæmd laganna um GATT- samninginn án þess að Verslunarráð hafi látið í sér heyra. Nægir þar að nefna miklar verðhækkanir á sumum tegundum grænmetjs og nú er upplýst að innflutt jólatré munu hækka um 60% vegna skatta sem stjórnvöld leggja á þau í tengslum við GATT- samninginn. Þessar hækkanir ganga þvert á markmið samningsins. „Við höfum ekki mikið gert í þess- um málum opinberlega. En þegar það hafa komið upp mál sem eru ekki í samræmi við það sem um var talað höfum við haft samband við landbún- aðarráðuneytið og spurt hvað væri á seyði,“ sagði Vilhjálmur. Hann var spurður hvort Verslunarráð hefði látíð hækkanir gjalda á innflutt grænmeti til sín taka. „Það komu upp einhver svona mál þegar þetta byrjaði og þá fengum við þau svör að þetta væri að sumu leyti spurning um niðurbrot í tollflokka sem ætlunin væri að taka á. Varðandi pasta þá sögðust þeir vera nota heimild í EES-samningnum til að leggja á verðjöfnunargjöld. Þetta eru þau mál sem hafa rekið á okkar fjörur en ég taldi að þeir myndu bara leysa þessi tollflokkavandamál. Það eru ein- stök dæmi um vörur sem hafa hækkað í kjölfar GATT-samningsins og ég lít svo á að það sé í gildi stefna um að taka á þeim málum." En hvað með 60% hœkkun á inn- fluttum jólatrjám? „Þetta er eitt af því sem þarf að fara yfir. Þegar mistök koma í ljós við breytingar á tollskránni verður að kippa þeim í lag. Við lítum svo á að yfirlýsingin um að ekkert eigi að hækka við gildistöku GATT-samn- ingsins hljóti að standa og gerum því ekki stórmál útaf mistökum ef þau verða leiðrétt. Verði þau ekki leiðrétt er það ákveðin stefnubreyting sem er þá sjálfstætt mál sem þarf að vinna í,“ sagði Vilhjálmur Egilsson. „Við höfum ekki mikið gert í þess- um málum opinberlega. Alfar, vættir og þursar marsera á föstudaginn Fjölnir Bragason, Birgitta Jóns- dóttir, Jón Sæmundur, Halldór Auðarson og Jóna Hilmars- dóttir voru að vinna í Iðnó í gær. Óháð listahátíð verður sett föstudaginn 18. ágúst á af- mæli Reykjavíkurborgar með mikilli landvættagöngu frá Hlemmi og Skólavörðuholti niður á Ingólfstorg. Þema göngunnar tengist álfum, vættum, þursum og öðrum goðsagnaverum úr íslenskri þjóðtrú. Iðnó verður miðstöð hátíðarinnar og nú hefur kraft- mikið fólk unnið að endurbót- um á húsinu í sex vikur svo það er nothæf listamiðstöð. Húsið hefur verið þrifið, veggir hafa verið klæddir og málaðir og nýjar rafmagnsleiðslur lagðar. Myndlistasýning í Iðnó verður opin alla daga frá klukk- an tvö til sjö og lengur þegar tónleikar eru á kvöldin. Óháða listahátíðin stendur frá 18. ág- ústtil 3. september. ■ Könnun Verslunarráðs varðandi símaskrána Vi 11 u r og st i Leiðréttingaskrá kemur út í dag. Af 159 aðilum innan Verslunarráðs segja 19,5% að skráning fyrirtækis þeirra í símaskrána sé ekki í samræmi við beiðni og 31,4% sögðu reynslu af viðskiptum sínum við símaskrána at- hugaverða. Rúm 52% töldu óþarft að skipta símaskránni í tvennt. Síminn hefúr nú gefið út leiðréttingaskrá þar sem 600 villur í símaskránni eru leið- réttar. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Verslunarráð gerði með því að senda fýrirspumir tíl 305 aðila innan ráðsins. Svör bárust frá 159 eða 52,1% þeirra sem spurðir voru. Rúm 77% sögðu skráningu íyrirtækja þeirra í símaskrána í samræmi við beiðni en 19,5% sögðu svo ekki vera. Liðlega r ð s a m 60% gerðu ekki athugasemdir við við- skipti sín við símaskrána en það gerðu hins vegar rúm 31%. Almennt var kvartað undan of löngum skilafresti vegna upplýsinga, úreltum vinnu- brögðum og óljósri ábyrgð, stirðum samskiptum og alls konar villum. Af þessum athugasemdum voru 16 taldar mjög alvarlegs eðlis þar sem raskað s kipti var verulega hagsmunum viðkomandi símnotenda. Rúm 18% fyrirtækja í könnunni töldu skiptingu símaskrár- innar skaðlega. Póst- og símamálastofnunin setur leiðréttingaskrá íyrir símaskrána í póst í dag og er henni dreift á öll heimili og fyrirtæki í landinu. Alls voru tæplega 600 villur leiðréttar. Björn Bjarnason Stjórnmálakerfi deyja en listin lifir Sigurður Tómas Björgvinsson Frumleg úrræði ríkisstjórnar Forystugrein Ábyrgð Morgunblaðsins ■ Skrif Helgarpóstsins um Vilborgu Yrsu Sigurðardóttur Alvar- legt brotá siða- reglum Siðanefnd Blaðamannafélags ís- lands hefur úrskurðað að umfjöll- un Helgarpóstsins í apríl síðast liðnum um Vilborgu Yrsu Sigurð- ardóttur sé brot á siðareglum Blaðamannafélagsins og að brotið sé alvarlegt. Siðanefnd telur að Helgarpósturinn hafi í umfjöllun sinni ekki fylgt ákvæðum um vönduð vinnubrögð og fyllstu til- litssemi í vandasömum málum. Umfjöllun Helgarpóstsins 20. aprfl birtist á tæpri opnu undir fyrirsögninni „Yrsa eltir ástmann á flótta undan dómi í stóra kóka- ínmálinu“. Á forsíðu er vísað til efnisins með stórri mynd af Vil- borgu Yrsu og aðalfyrirsögninni „Kókaínparið í Kanada“. Umfjöll- un blaðsins var kærð til siða- nefndar og hinir kærðu eru Styrmir Guðlaugsson fyrrverandi aðstoðarritstjóri, Ævar Örn Jós- epsson blaðamaður og Gunnar Smári Egilsson fyrrverandi rit- stjóri. í greinargerð siðancfndar segir meðal annars: „Við gerð úttektarinnar um Vil- borgu Yrsu virðast kærðu hafa lagt upp með ákveðna fyrirfram- gefna mynd af söguhetju sinni, tínt fram þær staðreyndir og sög- ur sem studdu þessa mynd en látið vera að kanna aðra stigu sem hugsanlega hefðu leitt til upplýs- inga á skjön við upphaflega til- gátu.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.