Alþýðublaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐK) MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 s k o d a n i r A1ÞY9U6UÐID 20976. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Aðskilnaður ríkis og kirkju Öðru hvoru kemur upp umræða um stöðu þjóðkirkjunnar hér á landi og aðskilnað ríkis og kirkju. Umræðan um þessi mál einkennist af varð- stöðu kirkjunnar um óbreytt ástand, eða þá að kirkjan krefst aukins sjálfstæðis, en vill um leið njóta allra forréttinda opinberrar ríkiskirkju. Þetta viðhorf kirkjunnar er auðvitað ekki veijandi. Trúmál eru hluti af einkalífi fólks; hluti af hinu borgaralega samfélagi sem ríkið á ekki að stjóma og ráðskast með. Trúfélög eiga að vera eins og hver önnur frjáls félög í landinu, lúta eigin reglum og bera ábyrgð á fjármálum sínum. Rrkinu kemur innra starf þeirra ekkert við. Frjálslyndi í trúmálum hefur aldrei rist djúpt hér á landi. Lengi vel skildu íslendingar ekki hugtakið trúífelsi, enda var því komið á hér á landi að frumkvæði Dana. Núverandi ríkisstjóm hefur það á stefnuskrá sinni að efla jákvæð áhrif trúarlífs meðal þjóðarinnar. Ekki er minnst einu orði á hvemig þetta skuli gert, en það vekur auðvitað undmn að ríkisstjóm skuli hafa slíkt á stefnuskrá sinni. Er það hlutverk ríkisins að ráðskast með trúarlíf fólks? Er það, að mati ríkisstjómarinnar, betra að vera frelsaður en trúlaus efahyggjumaður? Líklega yrði trúarlífi lands- manna mestur styrkur í því að ríkið hætti að skipta sér af trúmálum og skipulagi kirkjunnar. Víðast hvar á Vesturlöndum em ríki og kirkja strangt aðskilin. Þetta grundvallaratriði er hvergi í meiri hávegum haft en í Bandaríkjunum, en þar er trúarlíf og kirkjusókn meiri en í nokkm öðm vestrænu ríki. Ann- að dæmi er hið kaþólska Frakkland, þar sem aðskilnaður ríkis og kirkju var eitt helsta deilumál í stjómmálum á 19. öld og framan af þeirri 20. Enginn getur haldið því fram með sanngimi að trúarlíf Frakka hafi skaðast af þessum aðskilnaði, þó óhætt sé að fullyrða að aðskilnaðurinn hafi orðið frönsku þjóðlífi og stjómmálum til góðs. Svíar hafa nú ákveðið að ríki og kirkja verði aðskilin hinn 1. janúar árið 2000. Amm saman hafa Svíar rætt þetta mál og endanleg niður- staða er nú fengin. íslendingum væri hollt að íhuga hvort ekki væri far- sælast að fara að dæmi Svía í þessu máli og minnast kristnitökunnar með því að skilja að ríki og kirkju í landinu árið 2000. Það yrði sannar- lega meiri reisn yfir slfkri aðgerð en innihaldslausum tækifærisræðum við Öxará. Spurningar til Svavars Gestssonar Sjónarrönd, bók Svavars Gestssonar, hefur vakið mikla umræðu. Þessi umræða hefur beinst jafnt að þeim hugmyndum sem Svavar setur fram í bókinni og ekki síður að stöðu vinstrimanna í stjómmálum sam- tímans og hugsanlegri sameiningu þeirra í einn stóran jafnaðarmanna- flokk. Jón Baldvin Elannibalsson hefur í þremur ítarlegum greinum í Al- þýðublaðinu bent á, að nauðsynlegur hluti þessarar umræðu sé hinn sögulegi ágreiningur Alþýðuflokksins annarsvegar og Alþýðubanda- lagsins og forvera þess - Sósíalistaflokksins og Kommúnistaflokksins - hinsvegar. I þessum greinum hefúr Jón Baldvin vakið máls á mörgum óþægilegum efnum í sögu Alþýðubandalagsins sem ekki hafa verið gerð upp með ærlegum hætti, og spurt Svavar áleitinna spuminga um eigin fortíð. Á fjölmennum fundi Alþýðubandalagsins í Reykjavík lýsti Svavar því yfir að ekki stæði á honum að ræða fortíðina, þó það hefði aldrei verið tilgangur hans með ritun bókarinnar. Hann tók þó fram að hann teldi slfka umræðu tilgangslausa og ef farið væri út í hana væri nauð- synlegt að ræða einnig sögu Alþýðuflokksins. Ekki mun standa á Al- þýðublaðinu að ræða sögu Alþýðuflokksins. Vonandi mun Svavar ekki heykjast á því að ræða sögu Alþýðubandalagsins. Þessi umræða er nauðsynlegur hluti af stærri umræðu um stöðu jafn- aðarmanna í nútímanum og hvað þeir eiga sameiginlegt og hvað skilur á milli. ■ Pólitískur þroski jafnaðarmanna „Fyrirmyndin frá Svíþjóð segir okkur einnig að forsendan fyrir því að stór jafnaðarmannaflokk- ur verði að veruleika er sú að innan hans þrífist mismunandi skoðanir og að sá hópur sem verð- ur undir í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu sætti sig við niðurstöðuna. Þeim pólitíska þroska hafa íslenskir vinstrimenn ekki ennþá náð." Um fátt er meira rætt og skrifað hjá frændum okkar Svíum um þessar mundir en væntanlegt brotthvarf Ingv- ars Carlssons úr embætti forsætisráð- herra á næsta ári. Þá mun hann á sama tíma yfirgefa formannsstól sænska , Jafnaðarmannaflokksins, en sú staða er án efa sú valdamesta í sænskum stjómmálum. Þrátt fyrir að ýmsir fjöl- miðlar hafi látið í það skína að afsögn Carlsson haft komið á óvart þá bendir flest til þess að ákvörðunin hafi verið tekin fyrir talsvert löngu. Ferill Carls- son geymir sögu um hugrakkan stjómmálamann og jafnframt pólitísk- an þroska þeirrar stjómmálahreyfmgar sem hann hefúr leitt undanfarin ár. r^öið | Hugrekki Eftir að jafnaðarmenn biðu ósigur í kosningunum 1991, og hlutu „aðeins" 38 prósent atkvæða, hófust þegar miklar umræður um að tími Carlsson væri liðinn. Það var hins vegar aðeins einn galli á kröfugerð þeirra sem vildu formanninn feigan - það var enginn krónprins til staðar. Árin á undan höfðu menn haft augastað á Lars Enkvist fyrmrn borg- arstjóra í Malmö, en eftir kosningamar 1991 hafði það kvisast út að hann hygðist yfirgefa leiksvið stjórnmál- anna. Það var hins vegar krónprins- essa til staðar, Mona Sahlin, en hún þótti á þeim tíma of ung til þess að takast á við hið ábyrgðarmikla starf sem formaður sænska Jafhaðarmanna- flokksins gegnir. Nú er Sahlin hins vegar óumdeilanleg krónprinsessa sænska Jafnaðarmannaflokksins. Carlsson sat því áfram eftir kosn- ingamar 1991, en gaf jafnframt í skyn að kosningabaráttan 1994 yrði hans síðasta. Þrátt fyrir að sænskir kratar hafi þann stimpil á sér að þeir hafi byggt hið ofvaxna velferðarkerfi landsins, þá hafa orðið talsverðar áherslubreytingar þau tæplega tíu ár sem Carlsson hefur setið á formanns- stóli. Þær má einnig rekja til Kjell- Olof Feldt, sem sat um árabil sem ljár- málaráðherra, bæði undir forsæti Palmes og Carlssons. Hann neyddist hins vegar til þess að taka pokann sinn árið 1990 eftir að hafa lagt fram tillög- ur um niðurskurð í velferðarkerfxnu sem sænska verkalýðsforystan gat alls ekki sætt sig við. Umræddar tillögur sem bundu enda á pólitískan feril Feldts, gengu hins vegar ekki eins langt í aðhaldi og spamaði og þær aðgerðir sem ríkis- stjóm Carlsson hefur beitt sér fyrir eft- ir að jafnaðarmenn tóku við stjómar- taumunum að nýju 1994. Svíar hafa verið að sigla í gegnum djúpa efna- hagslega lægð undanfarin fimm til sex ár og eftir glundroðastjóm borgara- flokkanna 1991-1994 voru skuldir þjóðarinnar komnar að hættumörkum. Abyrgð og stöðugleika hafa verið ein- kennandi fyrir stefhu notTænu jafnað- armannaflokkanna í ríkisfjármálum, og ríkisstjórn Carlssons ætlar að ná þjóðarskuldum rnður þrátt fyrir að það kosti einhverjar tímabundnar óvin- sældir meðal stuðningsmanna Jafnað- armannaflokksins. Ingvar Carlsson hefur sýnt mikið pólitískt hugrekki í þessum efnum, því hann boðaði flest- ar þessara aðgerða fyrir kosningar og kom því ekki aftan að sínum kjósend- um eins og núverandi stjómarherrar á íslandi hafa til dæmis ásmndað. Sameining? Sænski Jafnaðarmannaflokkurinn hefur verið leiðandi afl í stjómmálum nánast alla þessa öld. Ákvarðanir sem teknar eru á flokksþingum sænskra jafnaðarmanna hafa áhrif á allt þjóðlíf í Svíþjóð, hvort sem flokkurinn er í stjóm eða stjómarandstöðu. Undir for- ystu Ingvars Carlssons hefur mikil samheldni rfkt innan flokksins og hef- ur hann verið farsæll og vinsæll for- maður þegar litið er til flokksmanna og samstarfsmaxma. Þá er ekki þar með sagt að sænskir jafnaðarmenn séu sammála í öllum# málum, því flokkurinn hefur mjög mikla málefnalega breidd. Að undan- fömu hafa verið hörð átök um aðgerð- ir í ríkisfjármálum og velferðarmálum, en þeir sem hafa orðið undir í þeim slag hafa virt hina lýðræðislegu niður- stöðu flokksins og þannig hefur þessi fjöldahreyfmg ávallt haldið velli. Þetta hefur ekki síður endurspeglast í átök- unum um aðild Svía að Evrópusam- bandinu. Þar skiptust flokksmenn og kjósendur flokksins í tvo álíka stóra hópa sem vom með og á móti ESB- aðild. Þrátt fyrir þennan skoðanamun tókst Carlsson að halda flokknum saman, enda vom það allir kjósendur sem höfðu síðasta orðið um inngöngu Svíþjóðar í ESB í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þar sem mikið er skeggrætt um sameiningu íslenskra jafnaðarmanna í einn stóran og öflugan stjórnmála- flokk, þá gætum við ef til vill horft til flokkssystkina okkar í Svíþjóð og reynslu þeirra í gegnum árin. Helsta einkenni íslenskrar vinstrihreyfingar hefur verið sundmng, þrátt fýrir fögur fyrirheit um sameiningu á tyllidögum. Flokkar hafa klofnað og oftar en ekki hafa kraftamir farið í innri átök, í stað þess að beina þeim að andstæðingun- um. Það er aðeins einn aðili sem hefur hagnast á þessari meinsemd íslenskra jafnaðarmanna og það er Sjálfstæðis- flokkurinn - vörður sérhagsmuna og atvinnurekenda. Oft og tíðum hafa deilurnar ekki einu sinni snúist um verðug málefni eða hugmyndafræði, heldur hafa átök- in alltof oft spunnist um ósætti og árekstra forystumanna vinstriflokk- anna. Ekki þarf að leita langt aftur í tímann til þess að rökstyðja þessa full- yrðingu. Jóhanna Sigurðardóttir lýsti því yfir að hún væri best til þess fallin að sameina jafnaðarmenn. Henni var hins vegar hafnað sem formanni Al- þýðuflokksins í kosningum á flokks- þingi. En í stað þess að lúta lýðræðis- legri niðurstöðu klauf hún Alþýðu- flokkinn og jók þannig sundrungu jafnaðarmanna. Það kom líka á daginn að Jóhönnu og flokki hennar var hafn- að af kjósendum í kosningunum í vor. Þroski Farsæll ferill Ingvars Carlsson og reynsla Svía af ríkisstjómum jafnaðar- manna eru gott dæmi um jafnaðar- stefnuna í verki. Uppbygging velferð- arkerfisins og þær róttæku endurbætur sem nú verið að gera á því minna ís- lenska jafnaðarmenn á það hversu miklu fjöldahreyfing jafnaðarmanna getur áorkað. Fyrirmyndin frá Svíþjóð segir okk- ur einnig að forsendan fýrir því að stór jafnaðarmannaflokkur verði að vem- leika er sú að innan hans þrífist mis- munandi skoðanir og að sá hópur sem verður undir í lýðræðislegri atkvæða- greiðslu sætti sig við niðurstöðuna. Þeim pólitíska þroska hafa íslenskir vinstrimenn ekki ennþá náð. ■ Höfundur er framkvæmdastjóri Alþýðuflokks- ins - Jafnaðarmannaflokks íslands. 3 0. á g ú s t Atburðir dagsins 30 f.Kr Markús Antoníus stjómandi eystri hluta Rómar- veldis fremur sjálfsmorð í Eg- yptalandi þarsem hann var hjá Kleópötru, ástkonu sinni. 1720 Jón Vídalín, Skálholtsbiskup og mælskusnillingur, lést á leið norður Kaldadal. Kunnastur er hann fyrir Vídalínspostillu. 1901 Skotinn Hubert Cecil Brown kynnir nýja uppfinn- ingu: ryksuguna. 1941 Þjóð- verjar umkringja Leníngrad. 1963 Komið á beinni símalínu milli Hvíta hússins í Washing- ton og Kremlar. Afmælisbörn dagsins Raymond Massey 1896, kan- adískur leikari. Dennis Healey 1917, breskur stjómmálamað- ur, einn af leiðtogum Verka- mannaflokksins og fjármála- ráðherra um skeið. Jcan- Claude Killy 1943, franskur skíðamaður sem hlaut þrenn gullverðlaun á vetrarólympíu- leikunum 1968. Annálsbrot dagsins I Majo vildi bóndinn á Lang- holti í Flóa, Hallur Jónsson að nafni, brenna sinu af þeirri jörð, og sem hann lagði eldinn í, læsti hann sig víðara út á annarra manna jarðir, svo hann brenndi lönd á næstu 13 jörð- um... Sjðvarborgarannðll 1639. Lokaorð dagsins Svona er lífið! Ned Kelly (1855-80), ástralskur hestaþjófur og útlagi, á aftökupallinum. Málsháttur dagsins Fyrir gullguðum gerir margur knésig. Orð dagsins Fyrr en sólin með iœgsta lag stytti þann dimma dag, diktaði' ég dstarbrag. Eggert Ólafsson, 1726-1768. Skák dagsins Hollendingurinn ungi, Piket, hefur vegnað misjafnlega uppá síðkastið og virðist ekki fylli- lega standa undir þeim vænt- ingum sem til hans voru gerð- ar. Skák dagsins var tefld árið 1988, þegar Piket var mjög í æsku. Hann er enda í hlutverki fómarlambsins, hefur hvítt en Douven stýrir svörtu mönnun- um og á leik. Gervallur liðsafli svarts er tilbúin til árásar en hvítu mennimir hafa þyrpst til varnar konungi sínum. Það dugar ekki til. Svartur leikur og vinnur. 1. ... Rxe2! 2. Bxe2 Dg3+! Alltaf gaman að fóma drottn- ingu - svo fremi það skili sér í sigri. 3. Bxg3 hxg3+ 4. Kg4 Re7+ Piket gafst upp. Hvíti konungurinn er kominn á ver- gang og auðveld bráð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.