Alþýðublaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAOHD MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 ■ Manneskjur sem þrá, elska, hata, lifa og deyja í Islenska Leikhúsinu Megas og Maxím Gorkí í Lindarbæ í byrjun september frumsýnir fs- lenska Leikhúsið leikritið / djúpi dag- anna eftir Maxím Gorkí í nýrri þýð- ingu Megasar. Leikritið var frumsýnt í fyrsta sinn 18. desember árið 1902 í Moskvu. Efni verksins þótti þá svo eldfimt að þrátt fyrir stranga ritskoðun mátti samt hvergi sýna verkið nema í Listaleikhúsinu í Moskvu. En vin- sældir létu ekki á sér standa og verkið skipaði strax þann sess sem það hefur síðan haldið í evrópskri leiklist. í djúpi daganna segir sögu fólks sem þétt og örugglega hefur siglt nið- ur virðingastiga samfélagsins. Þetta eru manneskjur sem þrá, elska, hata, Ufa og deyja. Þetta er fólk sem á hinar Stéttin erfyrsta skrefiö inn... MiMðúival afhellmn og steinum. Mjöggottverð, HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700 -FAX 577 1701 háleitustu hugsjónir og fólk sem býr yfir skítlegu eðli. Inn í samfélag þessa fólks, þar sem svik, prettir og undir- ferli er lífsmáti, kemur gestur sem á eftir að hafa afgerandi áhrif á líf og viðhorf samferðamanna sinna. Þetta leikrit Gorkís er fullt af mann- legri hlýju, grimmd og leiftrandi húm- or. Höfundurinn hefur sérstakt lag á að fjalla um lífsbaráttu og þrá þeirra, sem hverja stund dags og nætur þurfa að berjast fyrir í lífi sínu og tilveru. Hann sýnir okkur styrk manneskjunn- ar og einnig veikleika hennar og hann vekur til umhugsunar án þess að pred- ika. En því að setja þetta verk upp á ís- landi 93 árum eftir að það var samið? Þegar Gorkí skrifaði verkið var hann að hluta til að skrifa um eigin reynslu, en sem ungur maður lifði hann og vann með þeim sem einna harðast þurfm að berjast íyrir lífi sínu í Rúss- landi, umgekkst fólk sem varla hafði í sig og á. Þrátt íyrir að tæp öld sé liðin frá því að Gorkí skrifaði þetta verk þá er ekki að sjá að við mennimir höfum breyst ýkja mikið. Þrátt fyrir allt og allt, virðist tíminn ekki enn hafa náð Bryndís Petra Bragadóttir í leikrit- inu I djúpi daganna eftir Maxím Gorkí. að vinna á fordómum og fyrirlimingu, hroka og græðgi mannskepnunnar. Hinsvegar vinnur tíminn hratt og Frá Grunnskólum Reykjavíkur Grunnskólar Reykjavíkur 1995-1996 hefja starf sem hér segir: Kennarafundur hefst í öllum Grunnskólum kl. 9.00 mánu- daginn 28. ágúst nk. og verða starfsdagar kennara 28. 29. 30. og 31. ágúst. Nemendur mæti í skólann föstudaginn 1. september sem hér segir: 10. bekkur (nem. 9. bekkur (nem. f. 8. bekkur (nem. f. 7. bekkur (nem. f. 6. bekkur (nem. f. 5. bekkur (nem. f. 4. bekkur (nem. f. 3. bekkur (nem. f. 2. bekkur (nem. f. f. 1980) kl. 9.00. , 1981) kl. 10.00. , 1982) kl. 11.00. . 1983) kl. 13.00. 1984) kl. 13.30. 1985) kl. 14.00. 1986) kl. 14.30. 1987) kl. 15.00. 1988) kl. 15.30. Nemendur 1. bekkjar, börn fædd 1989, hefja skólastarf skv. stundaskrá miðvikudaginn 6. september en verða áður boðaðir til viðtals með foreldrum, hver í sinn skóla. Vorið 1996 verður skólaslitadagur allra grunnskólanema 31. maí, en dagarnir 3. og 4. júní verða starfsdagar kenn- ara. Benedikt Erlingsson. Þetta leikrit Gorkís er fullt af mannlegri hiýju, grimmd og leiftrandi húmor. örugglega á tískunni - og þar með á tísku tungumálsins. Þegar íslenska Leikhúsið ákvað að taka I djúpi dag- anna til sýninga var vel Ijóst að leikrit- ið þurfti að þýða að nýju. Magnús Þór Jónsson, Megas, tók vel í þá hug- mynd að koma þessu magnaða verki í nýjan íslenskan búning. í uppfærsl- unni er ekki leitast við að endurskapa andrúmsloft Moskvu árið 1902, held- ur er farin sú leið að finna samsvömn í samtímanum og reynslu okkar sem nú lifúm. Með nýrri þýðingu færist verk- ið nær okkur í tíma, en er um leið los- að úr viðjum tímans - það er tímalaust þó textinn sé færður nær orðfæri dags- ins. Þýðing Megasar er listræn út- færsla á tungutaki götunnar. Frelsið sem með því fæst gerir leikhópnum kleift að nálgast verkið á huglægan hátt fremur en hlutlægan og eftir situr það sem máli skiptir; persónumar, að- stæður þeirra, fortíðardraugar, draum- ar og þrár. í djúpi daganna var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1976.1 þeirri þýð- ingu hét verkið Náttbólið íslenska Leikhúsið er sjálfstæður leikhópur atvinnumanna sem hefur verið starfandi í fimm ár. Síðasta haust fór hópurinn í leikferð um land- ið með verkið Býr íslendingur hér? Leikstjóri sýningarinnar í Lindarbæ er Þórarinn Eyfjörð og sá hann um leikgerðina ásamt Agli Ingibergssyni. Búningahönnuður er Linda Björg Árnadóttir og leikmynd hannaði Þorvaldur Böðvar Jónsson. 17 leik- arar taka þátt í sýningunni og hópur ungs fólks frá Hinu Húsinu - menn- ingarmiðstöð ungs fólks í Reykjavík er til aðstoðar. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1984-2.fi. 10.09.95 - 10.03.96 kr. 86.828,20 1985-2.fl.A 10.09.95 - 10.03.96 kr. 54.394,30 1985-2.fl.B 10.09.95 - 10.03.96 kr. 27.651,30” * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. ** Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 30. ágúst 1995 SEÐLABANKIÍSLANDS Haldið til Parísar Háskólabíó: Franskur koss (French Kiss) Leikstjóri: Lawrence Kasdan Aðalhlutverk: Meg Ryan _______og Kevin Kline______ ★ ★ ★ ★ Besta gamanmyndin, síðan sýning- um lauk á Deginum langa (Ground- hog Day)? Það mun mörgum finnast. - Bandarísk stúlka í Toronto færist undan ferð til Pan'sar með unnusta sín- um sakir lofthræðslu. Fyrr er sá ekki þangað kominn en hann hrífst af franskri stúlku og slítur með samtali trúlofun þeirra. Stúlkan bítur á jaxlinn og flýgur til Parísar. Að sessunaut fær hún franskan mann og má hann vamm sitt vita. Felur hann hálsfesti úr gim- steinum í handtösku stúlkunnar, eftir að þau hafa tekið tal saman. Til að endurheimta festina eltist hann við hana í París og síðan alla leið til Can- nes, meðan hún eltist við gamla unn- usta sinn. Kvikmyndir Haraldur Jóhannsson ( hagfræðingur skrifar Öll atvik myndarinnar eru spaugi- leg og öll orðaskipti hnyttin. Mynda- taka er með ágæmm, leynir jafhvel á sér. (Á göngu um kvöld í dimmu stræti í París sendir Meg Ryan þannig Marcel Carné og Jean Gabin kveðju.) Að baki atburðarásar er svið, sem í sjálfu sér grípur athygli: Borgin París, vínræktarhéruð í Suður-Frakk- landi, strönd Miðjarðarhafs við Can- nes. Har.Jóh. Einstætt foreldri Háskólabíó: Jack & Sarah Leikstjóri: Tim Sullivan Aðalhlutverk: Richard E. Grant, Samantha Mathis og Judi Pench ★ ★ Nýgift koria deyr af bamsförum og ungum föður er nýfædd dóttir á hönd- um. Þótt hann leiti til ættingja um heimilishjálp, gengur honum illa að fella daglega umönnun um komabam- ið að fúllu starfi sínu. Leitar hann þess vegna eftir barnfóstru og verður þá sitthvað uppi á teningnum. Á köflum fyndin mynd, en aðeins á köflum. Myndin er fmmraun Tim Sullivan í leikstjóm, en hann er kunnur handrita- hÖÍÚndur. Har.Jóh. Horfið frá Parfs Regnboginn: París kvödd (Forget Paris) Leikstjóri: Billy Crystal Aðalhlutverk: Billy Crystal, Debra Winger og Joe Mantegna ★ ★ ★ Ungur maður, körfuboltadómari, flýgur frá New York til Frakklands með lík föður síns, sem vildi verða grafinn við hlið fallinna vopnabræðra. Líkið týnist, en dagana, sem þess er leitað fellir ungi maðurinn hug til starfsstúlku flugfélagsins. Eiga þau til- hugalíf í París (og áhorfendur með þeim). Kominn aftur til Bandaríkjanna saknar ungi maðurinn stúlkunnar. Og fyrr en varir, er hann kominn í bón- orðsför til Parísar, en stúlkan reynist gift, þótt slitið hafi sambúð. En skömmu eftir heimkomu hans til Bandaríkjanna kemur hún á hæla hon- um og þau eru saman gefin. - Ungi maðurinn er oft að heiman til að dæma leiki, og unga konan vinnur úti. Ofan á þetta bætist, að þeim verður ekki bams auðið og á glasafijóvgun stendur, þótt úr öllu rakni að lokum. Að allri gerð er mynd þessi, eins og best má verða. Sakir þess verða ásta- mál og síðan hjónabandsvandamál gerð að gamanmáli. Billy Crystal fer ekki aðeins með aðalhlutverkið heldur hefur hann lfka leikstýrt og að hluta samið handrit. Fellur leikur hans og Debra Winger einkar vel saman, ekki síst á léttum nótum. Har.jóh.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.