Alþýðublaðið - 30.08.1995, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 30.08.1995, Qupperneq 8
MWIHIRIIHHI Miðvikudagur 30. ágúst 1995 130. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Námsflokkar Reykjavíkur eru sívaxandi borgarstofnun. Þeir voru stofnaðir árið 1939 og í ár munu á þriðja þúsund manns stunda þar nám af ýmsu tagi. Stefán Hrafn Hagalín ræddi í gær við Guðrúnu Halldórsdóttur, hinn skelegga skólastjóra, um starfið, námið-og vitaskuld pínulítið um pólitíkina... 'm&FILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar XWREVFit// 4-8 far|iega og hjólastólabílar „Við erum öryggisventill fyrir skólakerfið" |1 k ......... Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur: Eftirlætis- augnablik mín í starfinu koma þegar maður sér fólk koma til Námsflokk- anna með brotna sjálfsmynd og vaxa síðan og blómstra gegnum námið. Þetta gefur manni gríðarlega mikið. A- mynd: ÓI.Þ. Námsflokkar Reykjavíkur voru stofnaðir árið 1939 fyrir forgöngu borgarstjómar Reykjavíkur og braut- ryðjandans Ágústs Sigurðssonar, en það var einmitt Ágúst sem kynntist þessu námsformi á erlendri grundu og sýndi löndum sínum heimkominn fram á ágæti þess. Ágúst var síðan skólastjóri Námsflokkanna um 27 ára skeið og þeir hafa alla tíð verið borg- arstofnun þrátt fyrir að hafa fengið styrki frá ríkinu til ákveðinna verk- eftia. „Ég held að ég verði að segja, að við höfum alltaf notið skilnings borg- aryfirvalda þó hann hafi náttúrlega verið mismikill frá einum tíma til ann- ars. Þegar öldungadeildirnar og áfangakerfið komu þannig til sögunn- ar virtist fólk halda að þar væri fundin töffalausn, en síðan hefur komið í ljós að svo er ekki og við höfum ágætlega haldið velli; erum reyndar stöðugt að stækka við okkur,“ sagði Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Náms- flokka Reykjavíkur frá árinu 1972, í spjalli við Alþýðublaðið í gær. Guðrún hefur að vísu tekið sér tvö stutt hlé frá störfum sínum við Náms- flokkana. f fyrra skiptið kom hún fyrir Kvennalistann inná þing þegar Guð- rúnu Agnarsdóttur var skipt út og í síðara skiptið þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir dró sig alfarið yfir á víg- völl borgarmálanna. En hvað er að frétta af Náms- flokkunum, Guðrún? „Það hefur verið mjög merkilegt starf í gangi í sumar. Nýbúanámskeið- in hafa verið á fullu í allt sumar og lauk núna í ágúst. Þá tóku við nám- skeið fyrir ófaglærða starfsmenn í skólum Reykjavíkurborgar og af þess- um fyrstu starfsnámskeiðum okkar fyrir borgina ætlum við að útskrifa á annað hundrað manns nú síðar í haust. Þátttakan var mjög mikil, enda tíma- mótaverkefni þama á ferðinni. Þetta er náttúrlega ágætis viðbót og skólinn er á þennan hátt starfandi meinhluta ársins. Það er rétt sex vikna tímabil yfir hásumarið þegar við erum ekki starfandi af fullum dampi.“ Er þetta starf skólastjóra þá ekki orðið hálf hvíldarlaust? ,Jú, það má segja það.“ (hlær) Hvað er svo á döfinni fyrir vetur- inn framundan? „Við erum til dæmis að koma með tvær nýjar og spennandi greinar í fræðadeildirnar: kvikmyndarýni og auglýsingasálfræði. Það er Oddur Albertsson, fyrrverandi skólastjóri Reykholtsskóla, sem sér um hvoru- tveggja. Hann kenndi hjá okkur áður.“ „Gamall“ Námsflokkamaður að snúa aftur á heimaslóðirnar... ,,Já. Og við erum hæstánægð með að hafa endurheimt hann - þrátt fyrir að okkur fmnist þetta Reykholtsmál alltsaman raunalegt. Oddur hefur kennt hjá okkur í allt sumar og verið mjög vinsæll." En þið eruð samt alltaf með þessa gömlu, góðu föstu liði. Hvað fela þeir í sér? „Skólinn skiptist í höfuðgreinar. Það er að segja ftjálst frístundanám - bóklegt, verklegt og listrænt - þarsem ávallt taka þátt í kringum átta- til níu- hundruð manns. Og svo erum við með fræðadeildimar og þar er okkar helsta sérkenni að við byrjum neðar en aðrir. Við byijum á kjallaranum, ef þaxmig má taka til orða. Það er alltaf þónokkuð af fólki sem hefur nýtt sér þennan möguleika og komið í átt- unda- eða níunda bekkjamám. Margir vilja gjaman bæta við sig þekkingu af grunnskólastigi sem það nær sér ekki í annarsstaðar; hvorki á menntaskóla- né öldungadeildastigi. Ennfremur bjóðum við uppá fomám - og höfum gert það frá því uppúr 1970 - þarsem við fáum til okkar mörghundruð manns; fólk sem ýmist hefur ekki náð tíunda bekkjarprófi eða fólk sem vill þá bæta við sig áðuren það heldur áfram." Hefurðu einhverjar tölur hand- bœrar um jjölda nemenda hjá ykkur á þessu ári? „Nei. Ég á erfitt með að sjá það núna. En ég sé að nemendur í verk- eða starfsnámi verða að minnsta kosti um áttahundruð talsins. Ef að líkum lætur verður um sexhundruð manns í prófanámi og einsog ég -sagði áðan: um átta- til níuhundruð í frístunda- námi. Þannig að þú sérð það, að hjá okkur stunda hátt í þijú þúsund manns nám á þessu ári. Við höfum löngum verið ein stærsta fullorðinsfræðslu- stofnun landsins og emm jafnframt sú elsta þvf Bréfaskólinn var ekki stofn- aður fyrren ári síðar. Ennífemur lang- ar mig að nefna til smáþætti í náminu einsog fýrir lesblinda eða þá sem ekki hafa náð lesfæmi í skólanámi. Það er alltaf nokkuð sótt í áfanga sem þessa.“ Er þetta hefðin hjá Námsflokkun- um; að grípa inní á nokkrum þeirra staða þarsem skólakerfið hefur brugðist á einhvern hátt? , Já. Ég lít svo á. Við emm öryggis- ventill fyrir skólakerfið og við höfum verið svo lánsöm að geta sinnt því fólki sem lent hefur í blindgötu og þarfnast aðstoðar í námi.“ Nú hefur þú setið sem þingkona Kvennalistans á þingi. Er þetta enn- þá eðlileg framabraut fyrir íslenska skólastjóra: að enda inná þingi? (hlær) lrJa, það er ekkert sjálfgefið. Þessi störf em til dæmis ólík að því leyti að inná þingi er of mikið gert af því að bregða fæti fyrir andstæðinga af vitlausum lit, á meðan skólastarfið gengur útá þá meginhugsjón að allir hjálpast að til að ná settu marki. Þetta var það sem mér brá mest við að upp- götva þegar ég settist á þing: að mál em ekki góð nema réttur þingmaður flytji þau.“ En þú fórst aftur inní þennan hildarleik... Var það til að fá blóð- bragðið á ný á tunguna eftir logn- mollu skólastarfsins? „Blóðbragð og ekki blóðbragð. Það er hægt að gera marga góða hluti inná þingi, einsog gefur að skilja. Starfið í nefndum þingsins er til að mynda miklum mun jákvæðara en í sjálfum þingsalnum - og líkara skólastarfinu að því leyti. Því miður færist hjúpur leikrænna tilburða yfir suma þing- menn þegar í ræðustól Alþingis er komið.“ Að lokum langar mig að snúa að- eins að skólanum aftur og spyrja þig um eftirlœtisaugnablik þín í starfinu. „Það er þegar maður sér fólk koma til Námsflokkanna með brotna sjálfs- mynd, niðurbrotið og öryggislaust. Að sjá þessar manneskjur vaxa og blómstra gegnum námið gefur manni gríðarlega mikið. Það em mikil for- réttindi að fá að fýlgjast með slíku og aðstoða við verki. Maður ætti í raun og veru að þakka þeim sérstaklega fýrir.“ ■ ■ Nýr framkvæmdastjóri Sambands ungra jafnaðarmanna, Magnús Ámi Magnússon, í stuttu spjalli um starfið og stefnuna „SUJ er pólitískur hugmynda brunnur Alþýðuf lokksins" Nýr framkvæmdastjóri hefur tekið við á skrifstofu Sambands ungra jafh- aðarmanna af Baldri Stefánssyni sem hefur látið af störfum. Sá „nýi“ er að vísu gamalreyndur í faginu, Magnús Árni Magnússon, fyrrnm formaður Sambandsins og nú varaþingmaður Alþýðuflokksins í Reykjavík. Alþýðu- blaðið spjallaði stuttlega við Magnús í gær í tilefni af endurkomu hans á skrifstofuna. „Starfsemi Sambands ungra jafnað- armanna er með talsvert öðru sniði svona rétt eftir kosningar, en fáum mánuðum fýrr. Nú eru menn í óðaönn að ná áttum í hinu nýja pólitíska landslagi. Mikill fjöldi ungs fólks kom og vann fýrir Alþýðuflokkinn í kosn- ingabaráttunni og það er okkar hlut- verk að sjá til þess að þetta fólk týnist ekki burt vegna doða og verkefna- skorts," sagði Magnús Ami aðspurður um helstu verkefnin ffamundan. Sambandið mun halda aukaþing í október þar sem farið verður yfir mál- efhastöðuna. „Fram að því þingi verða ótal opnir fundir. Einnig höfum við hugsað okkur að hrinda af stað herferð fýrir umburðarlyndi gagnvart fólki af erlendum uppruna. Við rákum okkur víða á það í kosningabaráttunni að skilningsleysis gætti þegar talið barst að annarri menningu en okkar og fæstum þótti það tiltökumál er for- ystumenn í íslenskum stjómmálum höfðu uppi orðbragð sem sæmir helst snoðkollum og fótboltabullum." Nú hefur þú verið íflokki sem hef- ur átt aðild að ríkisstjóm nœstum all- an þann tíma sem þú hefur tekið þátt í stjómmálum. Hvemig tilfinning er að vera ístjómarandstöðu? „Við í Sambandinu finnum nú sjálf- sagt minna fýrir breytingunni en flest- ir aðrir. Það er helst að fjölmiðlar sýni okkur ekki eins mikla athygli, en það nálgast það að vera af hinu góða eftir fárviðrið undanfarin ár. Við munum síðan halda áffam á sömu braut: SUJ er pólitískur hugmyndabrunnur Alþýðuflokksins nú, eins og alltaf fyrr. f okkar röðum em margir sem eru mikið að velta fyrir sér hug- myndafræði jafnaðarmanna, enda annar hver nýliði stjómmála- eða hag- fræðinemi." Þið komuð fram með Evrópu- stefnu flokksins þegar árið 1990 og hafið undanfarín ár verið áberandi í umrœðunni um samstarf á vinstri- vœngnum. Nú hefur Jón Baldvin tek- ið að sér Ijósmóðurhlutverk nýrrar jafnaðarmannahreyfingar. Náið þið á endanum öllu ykkar fram innan flökksins? „Þessi mál sem þú nefhir em þess eðlis að þau geta ekki verið einkaeign neins hóps og í raun enginn sem getur eignað sér þau ffemur en annar. Hafa menn ekki verið að tala um samein- ingu á vinstri vængnum töluvert lengi? Það ræðst talsvert af því hvem- ig málin skipast í formannskjöri Al- þýðubandalagsins hvort eitthvað Magnús Arni Magnússon, „nýr" framkvæmdastjóri SUJ: Menn eru núna í óðaönn að ná áttum í hinu nýja pólitíska landslagi. A-mynd: E.ÓI. meira verður úr nú en áður. Stein- grímur Jóhann Sigfússon er Kklegri til að vilja stýra harðsnúnum smá- flokki vinstrisósíalista, en að sam- krullast eitthvað með okkur jafhaðar- mönnum - sem ég held reyndar að hann fyrirlíti." Þannig að þú styður Margréti Frímannsdóttur? „Nú veit maður ekki fýrir víst hvar hún stendur í þessum málum og þó hún segði eitthvað hreint út um það þá er ekki víst að hún væri í aðstöðu til að framkvæma það sem formaður Al- þýðubandalagsins. Ég held hinsvegar að ekkert þýði að tala við Steingrím Joð.“ Þú ert búinn að vera í SUJ í tœp tíu ár. Hvað œtlarðu að standa í þessu lengi? ,fió ég sé búinn að vera í tæp tíu ár eins og þú segir, þá er ég nú ekki mjög ævafom maður. Ég er tuttugu og sjö ára garnall. En þegar þú spyrð hvað ég æth að vera í þessu lengi, þá hlýtur nú að fara að styttast í að maður segi þetta gott innan SUJ. Ætli þetta stúss í vetur séu ekki fjörkippimir.“ ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.