Alþýðublaðið - 01.09.1995, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 01.09.1995, Qupperneq 1
fimiíiiin Föstudagur 1. september 1995 Stofnað 1919 132. tölublað - 76. árgangur Framtíðarkonur samþykktu einróma Við þyrftum að fara í hart - segir Guðnður Elíasdótt- ir, formaður Framtíðarinnar. „Það komu 146 félagskonur á fund- inn og þar var samningurinn sam- þykktur einróma. Við náðum því að gera kjarasamning gegnum Verka- mannasambandið eins og félög úti á landi og náðum mjög svipuðum samn- ingi og þau félög. En við þurftum að fara í hart til að ná þessu, „ sagði Guðríður Elíasdóttir. formaður Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafharfirði, í samtali við blaðið. Nýgerðir kjarasamningar Framtíð- arinnar og viðsemjenda þeirra voru samþykktir á félagsfúndi á miðviku- dagskvöld. Þeir samningar náðust á dögunum eftir að félagskonur voru komnar í verkfall. „Við vorum í verk- falli í nokkrar klukkustundir áður en samningar tókust og það var mikill samstaða hjá konunum. Stemmningin minnti mann helst á gamla daga. Okk- ur var boðin Sóknarsamningurinn en við vorum búnar að kynna okkur að starfsfólk á sjúkra- og þjónustustofh- unum úti á landi voru á betri kjörum en við hér á höfuðborgarsvæðinu. Við sættum okkur ekki við að hér væri eitthvert láglaunasvæði og höfðum okkar fram. Hinar stéttirnar innan stofhananna voru búnar að ná góðum samningum og það er ekki síður nauð- synlegt fyrir okkur að fá sómasamleg- ar kjarabætur heldur en fyrir toppana," sagði Guðríður Ehasdóttir. ■ Landssöfnun Rauða krossins á sunnudaginn Við ff vonum að fólk hjálpi til eftir efnum" - segir Garðar Gíslason í samtali við Alþýðubladið. Á sunnudaginn verður efnt til fjársöfnunar fyrir konur og börn sem búa við neyð í fyrr- um Júgóslavíu og í Víetnam. „Meginatriðið hjá okkur núna er að fá sem flesta sjálfboðaiiða til að ganga í hús á milli klukkan 10:00 og 20:00 á sunnudaginn,“ sagði Garðar Gíslason upplýs- ingafulltrúi Rauða Krossins í samtali við Alþýðublaðið. Á sunnudaginn stendur Rauði kross íslands fyrir fjársöfnun um allt land til styrktar konum og börnum sem búa við neyð í fyrrum Júgóslavíu og í Víetnam. „Viðbrögðin hafa verið mjög /h. u i? saHpi .511 Dan Ingi Morkovic frá fyrrum Júgóslvaiu, Ninna Truong Thi Minh Ngo og dóttir hennar Helena Hue Thu Thi Bui frá Víetnam. A-mynd: ÓI.Þ. góð og sjálfboðaliðarnir munu skipta hundruðum. Fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í söfnuninni getur hringt í síma 800-5050 og skráð sig eða fengið upplýsingar um tilhögun. Á söfn- unardaginn verður hægt að koma framlögum á framfæri í þessu sama númeri. Sjálfboðaliðar munu ganga í hvert einasta hús með sérstaka merkta söfnunarbauka. Öllum baukum verður skilað inn á næstu söfnunarmiðstöð og þeim komið í banka þar sem féð verð- ur talið. Söfnunarféð rennur óskipt til tveggja verkefna sem hafa sam- eiginlegt þema: Konur og börn í neyð. AUur kostnaður við söfn- unina er greiddur af öðrum tekj- um. Verkefnin eru ólík; í fyrrum Júgóslavíu þar sem neyðar- ástand ríkir er verið að reyna að gera fólki lífið bærilegt, lina þjáningar þeirra eftir mætti. í Víetnam felst aðstoðin í að hjálpa fólki til sjálfsbjargar. í hjálparstarfi í Víetnam er Iitið til lengri tíma; þar fer fram fræðsla um heilbrigði, næringa- fræði og þess háttar, sem mun gagnast fólki um ókomin ár. Enn hefur ekki verið ákveðið hvernig fénu verður skipt á milli land- anna tveggja. Við teljum að okkar framlag eigi erindi, að við getum skipt máli fyrir fólk með því að leggja okkar af mörkum. Hvert fram- lag skiptir máli. Við vonum að fólk hjálpi til eftir efnum. Svo er að sjá hvar við stöndum á mánu- daginn - við erum mjög bjart- sýn,“ sagði Garðar að lokum. r i Opið hjá Sj óvá-Almennum frá átta til fimm 1. september aukum við þjónustuna við viðskiptavini með því að lengja afgreiðslutímann um eina klukkustund. Frá þeim degi verður opið hjá Sjóvá-Almennum frá klukkan átta til fimm. SIOVAarrALMENNAR - Þú tryggir ekki eftir á! ■ Sigurður Tómas Björg- vinsson, framkvæmdastjóri Alþý^jflokksins „Eg er nú bara að fara í frí ,JÉg er nú bara að fara í frí. Ég veit ekki hvort það er íféttnæmt. Það var hringt í mig frá HP í gær og ég spurð- ur hvort mér hefði verið sagt upp störfum. Ég kannaðist að sjálfsögðu ekki við það,“ sagði Sigurður Tómas Björgvinsson, framkvæmdastjóri Al- þýðuflokksins, í samtali við Alþýðu- blaðið vegna fféttar í Helgarpóstinum í gær. „Einsog ég sagði blaðamanni HP, þá tilkynnti ég ýmsum forystu- mönnum flokksins fýrir kosningar í vor, að hugsanlega færi ég að litast um eftir nýju starfi. Það er nú öll stórffétt- in,“ sagði Sigurður Tómas. í Helgarpóstinum í gær var einnig gefið í skyn að Sigurður Tómas hefði lent í árekstrum við forystumenn flokksins en hann vísar því á bug. Sig- urður Tómas sagðist hafa átt mjög gott samstarf við Jón Baldvin og flesta aðra forystumenn flokksins og ekki síst hið almenna flokksfólk um land allt undanfarin fjögur ár og svo muni væntanlega verða áfram. ,J>að á eftir að útkljá starfsmanna- og skipulagsmál innan stofnanna flokksins og verður það væntanlega gert fljótlega. En ég ræði hvorki þess- ar hugmyndir né hugsanleg starfslok mín við fjölmiðla", sagði Sigurður Tómas. I Friðriksmótið verður sett í kvöld Set mig í vígastellingar segir Friðrík Ólafsson stórmeistari. „Ég stekk nú ekki alvopnaður fram á sjónarsviðið eftir allan þennan ára- fjölda en það er fyrst og fremst gam- an og ánægja sem ég hef í huga í sambandi við þetta mót. Það hefur verið geysileg þróun í skákinni og útilokað að fýlgjast með því öllu en ég reyni að notast við það sem ég man og dugði mér áður,“ sagði Frið- rik Ólafsson stórmeistari og skrif- stofustjóri Alþingis í samtali við Al- þýðublaðið. Afmælismót Skáksambands ís- lands og Friðriks Ólafssonar, Frið- riksmót, verður sett í Þjóðarbókhlöð- unni í kvöld og dregið um töfluröð. Á Friðriksmóti keppa 11 stórmeistar- ar innlendir og erlendir auk Þrastar Þórhallssonar sem aðeins vantar til- skilinn fjölda stiga til að tryggja sér stórmeistaratitilinn. Friðrik Ólafsson var um langt árabil okkar öflugasti skákmaður og fyrstur íslendinga til að verða stórmeistari. „Ég hef afskaplega takmarkaðan tíma tíl að undirbúa mig undir mótið en aðalatriðið er að setja sig í víga- stellingar og koma sér inn í hugsun- arháttinn. Það verður gaman að hitta aftur ýmsa gamla félaga eins og Bent Larsen, Gligoric og Smyslov. Það eru 15 ár frá því við Larsen tókumst á síðast, en það var árið 1980. Við höfum marga orrustu háð við skák- borðið en ég held að leikar standi nokkuð jafnt þegar á heildina er litið. Mig minnir að ég sé tveimur eða þremur skákum yfir. Hins vegar hef- ur Larsen helst viljað sleppa fyrstu skákunum okkar og talið þær til bamabreka," sagði Friðrik. „Að undanfömu hef ég verið að lesa bók sem heitir Think like a grandmaster eftír Kotov, enda aldrei of seint að lesa sér til. Smyslov er alltaf jafn harður þótt hann sé kom- inn talsvert til ára sinna. Ungu menn- imir verða auðvitað grimmir og það Friðrik: Leikar standa nokkuð jafnt milli mín og Larsen. Ég hef unnið aðeins fleiri, en hann hefur að vísu alltaf talið fyrstu skákir okkar til barnabreka. A-mynd: ÓI.Þ. verður gaman að sjá hvernig þeir tefla og kynnast því af eigin raun hvað þeir kunna íýrir sér. Ég held að þetta geti að mörgu leyti orðið áhugavert mót því þama er skemmtí leg blanda af okkar stórmeistumm og eldri skákmönnum af minni kynslóð og jafnvel fyrir þann tíma. Smyslov var nokkuð á undan mér og sama má segja um Gligoric. Þeir vom byijaðir fyrir stríð og tengja saman fyrri og sfðari hluta aldarinnar. Við Larsen komum svo í kjölfarið," sagði Friðrik Ólafsson. Fyrsta umferð á Friðriksmóti verð- ur í Þjóðarbókhlöðunni klukkan 14 á morgun og önnur umferð á sunnu- daginn á sama tíma. Ellefta og síð- asta verður föstudaginn 15. septem- ber. Umhugsunartími er 40 leikir á tveimur klukkustundum og loks 30 mínútur hjá hvorum keppanda til að ljúka skákinni. Samhliða skákmótinu verður haldin skákmenningarleg sýn- ing í Þjóðarbókhlöðunni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.