Alþýðublaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 7
FOSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐH) 7 áleitnar spurninqar ■ Vísbendingaleikur Alþýðublaðsins Alþýðublaðið heldur í dag áfram með laufléttan spumingaleik, þarsem reynir á hversu mannglöggir lesendur eru. Spurt er um menn úr öllum áttum; íslendinga jafnt sem útlendinga; lífs og liðna. Spumingamar em 10 og em gefnar þijár vís- bendingar með hverri spumingu. Sá sem svarar rétt eftir fyrstu vísbendingu fær þijú stig, tvö stig fást fyrir rétt svar eftir aðra vísbendingu og eitt stig ef svarið kemur eftir þriðju vísbendingu. Lesendur geta mælt þekkingu sína við svör keppend- anna Páls Benediktssonar og Jóns Birgis Péturssonar, hér að neðan. FYRSTA VÍSBENDING ÖNNUR VÍSBENDING ÞRIDJA VÍSBENDING 1 Hann hefur gefið út fjölda bóka, meðal annars Vökunótt fuglsins, Veður rœður akri og Flýgur öm yfir. Hann heftir líka skrifað samtalsbækur við Þórberg Þórðarson, Tómas Guðmundsson, Halldór Laxness og fleiri. ■ ' Hann hefur ritstýrt dagblaði síðan 1959, lengur en nokkur annar starfandi ritstjóri. CN Við spyrjum um kommúnistaforingja. Eitt af dulnefnum hans var „Walter“. Hann leiddi baráttu landa sinna gegn Þjóðverjum í scinna stríði. Hann dó 1980 og borgarastríð geisar í ríkinu sem hann stjórnaði um áratugaskeið. 00 Faðir hans var fyrsti maðurinn sem kjörinn var á þing fyrir Aiþýðuflokkinn. Ilann er lögfræðingur, og þeir sem leita réttar síns gagnvart hinu opinbera snúa sér gjarnan til hans. Hann er umboðsmaður Alþingis. Kvikmyndaleikstjóri (1899-1980) - fyrsta mynd hans hét The Pleasure Garden og var gerð 1925. Hann var íturvaxinn og honum brá yfirleitt iyrir í myndum sínum. Hann var meistari spennunnar, einsog Psycho er til marks um. 5 Hann var aðstoðarmaður fjármálaráðherra 1983-87 en hefur síðan setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Kona hans hefur tekið mikinn þátt í borgarmálum fyrir sama flokk. Hann er formaður þingflokks sjálfstæðismanna. co Við spyrjum um Breta sem var fréttaritari í Búastríðinu, en var kjörinn á breska þingið árið 1900, ungur að aldri. Á árunum fyrír seinna stríð varaði hann sífellt við Hitler, en talaði fyrir daufum eyrum. Hann varð forsætisráðherra Breta 1940, og sagan segir að hann hafi drukkið eina viskíflösku á dag. > 7 Handboltakappi sem lék með Göppingen í Þýskalandi 1973- 74. Hann var kjörinn íþróttamaður áríns 1968. Hann var stórskytta með FH og landsiiðinu. 00 Hann var tónskáld, uppi á árunum 1770-1827. Hann tileinkaði Napólcon þriðju sinfómu sína, en snerist hugur þegar Napóleon krýndi sig keisara. Nýlega var sýnd í bíó kvikmynd þarsem Gary Oldman fór með hlutverk snillingsins. 9 Hann Iauk prófi í blaðamennsku frá háskóla í Norður- Karólína árið 1945. Hann var ritstjóri Alþýðublaðsins 1958-63 og gerði blaðið að stórveldi. Hann er frábær teiknari og skapaði meðal annars hina ódauðlegu Siggu Viggu. 10 Hann var hermaður af baskneskum aðalsættum, en eftir hann að særðist í orrustu valdi hann annað lífsstarf. Hann var uppi árunurn 1491-1556 og átti mikinn þátt í vörn og gagnsókn páfa gegn mótmælendum. Hann var stofnandi Jesúítareglunnar. Jón Birgir vinnur Pál 20-16 f síðasta vísbendingaleik kepptu Páll Benediktsson fréttamaður á Ríkisút- varpinu og Jón Birgir Pétursson blaðamaður á Tímanum og lauk viður- eign þeirra með jafntefli. Þeir halda keppninni því áfram. 1. Páll og Jón Birgir vissu báðir svarið eftir aðra vísbendingu og fengu því hvor um sig 2 stig. 2. Páll fékk aftur 2 stig en Jón Birgir 1. 3. Páll fékk 1 stig en Jón Birgir 2. Páll: gerði jafn- tefli við Jón Birgi síðast, en tapaði nú. Jón Birgir: tókst að sigra Pál nú og heldur því áfram. Staðan er jöfh: 5-5. 4. Páll gataði en Jón Birgir vissi svarið eftir aðra vísbendingu og fékk 2 stig. Staðan: Páll 5, Jón Birgir 7. 5. Páll og Jón Birgir vissu báðir svarið eftir fyrstu vísbendingu og fengu 3 stig hvor. Staðan: Páll 8, Jón Birgir 10. 6. Aftur svömðu báðir eftir fyrstu vísbendingu. Staðan: Páll 11, Jón Birgir 13. 7. Páll fékk 2 stig og Jón Birgir sömuleiðis. Staðan: 13-15. 8. Páll og Jón Birgir svömðu báðir eftir fyrstu vísbendingu og fengu hvor um sig 3 stig. 9. Páll vissi ekki svarið og fékk ekkert stig en Jón Birgir fékk 2 stig. Staðan: Páll 16, Jón Birgir 20. 10. Hvorki Páll né Jón Birgir vissu svarið. Lokastaða: Jón Birgir sigrar með 20 stigum á móti 16. e|oÁo~| sn|iBu6| 'Ol uossjocþsy 'p nsjg '6 uaAoipaag '8 uossujetsnBH jioq niipjnqo "9 apjBBH jpg '9 jpooippH 'V uosspunjop jminBg ■£ oiji zojg djsop ~z uassauuBpop sbjijhbiai ‘i UOAS JJL3H ■ Félagarnir Jón Baldvin Hannibalsson og Svavar Gestsson voru manna mest áberandi í fréttaumfjöllun vikunnar sem er að renna sitt skeið - og Stefán Hrafn Hagalín gabbaði þá í gær til að tjá sig um hvorn annan Menn vikunnar Á mdnudagskvöld boðaði Alþýðu- bandalagsfélag Reykjavíkur til fundar með Jóni Baldvin Hannibalssyni for- manni Alþýðuflokksins og Svavari Gestssyni þingmanni Alþýðubanda- lagsins. Mikill dhugi var d fundinum og komust fœrri að en vildu. Til hans var boðað vegna nýútkominnar bókar Svavars, Sjónarrönd - Jafnaðarstejh- an, viðhorf. leiðtoga Alþýðuflokksins ffá upphafi, jafnvel framar en faðir sinn. Enda var Hannibal rekinn úr Alþýðuflokknum. Ég spái því afturámóti að Jón verði ekki rekinn úr Alþýðuflokknum. Að því leytinu til verður hann föðurbetr- ungur; það er segja, ef það er betra... Ég kann nú alltaf vel að meta það við Hannibal að hann var rekinn úr Al- þýðuflokknum." ■ Svavar um Jón Baldvin „Eg spai þvi að Jón verði ekki rekinn úr Alþýðuflokknum' , Jón er ekki hversdagslegur maður. Sem pólitíkus er hann frískur og hug- myndaauðugur - og ég held að það megi segja, að okkur sé að mörgu leyti vel til vina. Við höfum vitaskuld hildi háð og átt margar orðasennur um ævina, en höfum ekki flogist á öðru- vísi.“ „Okkur hefur gengið misjafnlega vel að starfa saman og þar hafa komið erfiðir kaflar. Ég var til dæmis mjög ósáttur við afstöðu hans í menningar- og menntamálum þegar ég var menntamálaráðherra. Mér fannst hann sýna þeim málaflokkum alveg ótrú- lega lítinn skilning. Afhverju? Jón þykist stundum vita allt best - meira en hann veit - afþví að hann var skólastjóri þama fyrir vestan. Þessi fullvissa um að vita alltaf best, birtist stundum í fari hans sem ósvífni. En ég er nú ekki að erfa svoleiðis hluti; tek þá bara einsog þeir eru.“ „Ég veit ekkert hvaða eftirmæli hann hlýtur sem stjórnmálamaður, en hann er auðvitað langöflugasti maður- inn sem Alþýðuflokkurinn getur haft fyrir formann - og hefur verið það núna um langt skeið. Hann virðist vera þarna með ótrúlega litla sam- keppni. Ég spái þó að þetta eigi eftir að breytast ef Alþýðuflokkurinn verð- ur lengi í stjómarandstöðu; kannski fljótlega uppúr næsta flokksþingi sem ég spái hinsvegar að hann muni lifa af.“ „Jón skortir ekki beint þrek til að vera í stjómarandstöðu, heldur miklu fremur seiglu. Það getur verið svo andskoti hundleiðinlegt að vera í stjómarandstöðu, ég þekki það mjög vel. Hann þarf að finna sér eitthvað aukaverkefni, líktog að skrifa bók eða eitthvað þessháttar - sem ég held að sé náttúrlega löngu tími tilkominn að hann geri.“ „Hann er mjög framarlega í hópi ■ Jón Baldvin um Svavar „Svavar er fullur af kiliönskum sjalfbirgingi" ,A4er hefúr ffá fyrstu kynnum fallið vel við Svavar. Partur af þvf er að Svavar er fúllur af kiljönskum sjálf- birgingi sem kemur út sem mátulegur stráksskapur og fer honum vel á þess- um aldri. Sem stjómmálamaður hefur Svavar marga ótvíræða kosti. Hann er vinnusamur, fylginn sér og seigur. Sem málflytjanda gef ég honum þá einkunn, að hann hefur bestu framsögn á Al- þingi íslendinga - og þar má oft sjá góða spretti eða tilþrif. Það gerist æ sjaldnar meðal stjómmálamanna og ég met það mikils.“ ,,Ég held að áhrifagimin - stundum frammi fyrir sér verri mönnum - hljóú að teljast ljóður á ráði Svavars. Ég held að uppeldið hjá Einar og Magnúsi hafi verið honum dýrkeypt, þeir hafi mótað hann um of - og að hann hafi eiginlega ekki notið sín eða haft sjálfstraust og kjark til að bijótast undan áhrifavaldi þeirra. Hitt er minna mál, að hann er afspymuvondur hagffæðingur, en veit ekkert af því sjálfur." „Samstarf okkar hefúr að mínu mati verið oft og tíðum ágætt - með þeim fyrirvara að ég hef enn ekki verið með honum í flokki." „Það er til rómantisk hlið á Svavari, samanber kiljönskuna. Og sem menntamálaráðherra vildi hann gera öllum gott. Aðalveikleiki hans þá, var að hann gerði sér ekki grein fýrir því, að þú verður stundum að tyfta þá sem þér er vel við. Þetta vita gamlir skóla- stjórar sem hafa verið útá landi og rek- ið heimavist. Sennilega hefði ég þurft að tyfta Svavar heilmikið til ef hann hefði komið til mín í skóla.“ „Eftirmæli Svavars sem stjómmála- manns ráðast algjörlega af endasprett- inum hjá honum. Ef honum gengur vel að aflæra uppeldi verrfeðrunganna þá geta eftirmælin orðið góð, því hann hefur eiginlega alla burði til að gera betur. Það verður oft góður gæðingur úr böldnum fola.“ ■ MENNINGARMÁLANEFND REYKJAVÍKURBORGAR Styrkir til menningarstarfsemi Menningarmálanefnd Reykjavíkur auglýsir eftir um- sóknum um styrki til menningarstarfsemi í borginni. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá ritara nefndarinnar sem einnig veitir allar nán- ari upplýsingar í síma 552-6131. Umsóknirnar skulu hafa borist Menningarmálanefnd Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, v. Flókagötu, 105 Reykjavík, fyrir 20. september 1995.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.