Alþýðublaðið - 01.09.1995, Page 2

Alþýðublaðið - 01.09.1995, Page 2
2 ALÞÝÐU BLAÐIÐ FOSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 s k o ð a n i r ÍIMÐIIBLMIID 20978. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk GABB-samningurinn og verkalýðshreyfíngin Miðstjóm Alþýðusambands íslands sendi í fyrradag frá sér ályktun þarsem útfærsla ríkisstjómarinnar á GATT-samningnum er gagnrýnd mjög harkalega. Bent er á, að vænst hafi verið nýrra aðhaldsaðgerða til hagræðingar og lækkunar á kostnaði í íslensk- um landbúnaði - raunin sé hinsvegar sú að stefnt sé að því veita íslenskum landbúnaði aukna vemd. íslenskir framleiðendur séu ekki beittir neinu aðhaldi, einsog að var stefnt; og ASÍ „krefst þess að stjómvöld búi íslenskum landbúnaði umhverfi sem leiði til hagræðingar og verðlækkunar á afurðum.“ Með ályktun sinni nú er ASÍ að taka undir þá hvössu gagnrýni sem kom fram af hálfu Alþýðuflokksins á vorþinginu, þegar rík- isstjómin lagði ffam útfærslu sína á GATT. Síðustu mánuði hefur síðan hvert dæmið rekið annað, sem sýna hvílíkan blekkingarleik framsóknarmennimir í stjómarráðinu stunda. GATT-samningur- inn, sem ætlað er að efla fríverslun og lækka tolla, er hér á landi notaður til að torvelda innflutning og hækka tollamúrinn um- hverfis landið. Neytendur sitja eftir með sárt ennnið - en bænd- um er áfram haldið í kæfandi faðmlagi vemdarstefnu sem að lok- um mun ganga af íslenskum landbúnaði dauðum. í ályktun mið- stjómar ASÍ er þetta orðað þannig, að íslensk landbúnaðarfram- leiðsla eigi aðeins framtíð fyrir sér, ef hún býður uppá vömr á samkeppnishæfu verði. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hefur landsmenn að fíflum í þessu máli. Það er óskiljanlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega á suðvesturhominu, skuli þegja þunnu hljóði þegar traðkað er með þessum hætti á neytendum. Niðurstaða ríkis- stjómarinnar fólst í því, að búa strax til 30% verðmismun milli innflutnings og innlendrar framleiðslu. Það er varlega að orði komist í ályktun ASÍ þegar sagt er að það sé „langt frá því að vera í samræmi við þær væntingar sem vom uppi um útfærslu GATT-samningsins hér á landi.“ Með framgöngu sinni í GATT-málinu hafa núverandi forystu- menn Sjálfstæðisflokksins sýnt einu sinni enn að þeir em mestir Framsóknarmenn á íslandi. „Æskan eyðilögð“ Á sunnudag munu sjálfboðaliðar Rauða krossins ganga í hús um allt land og safna fé til styrktar konum og börnum í Júgó- slavíu sálugu og Ví- etnam. Það er ömur- leg staðreynd að böm er helstu fómarlömb stríðs: þúsundir bama í Bosníu hafa týnt lífi, hundmð þúsunda em landflótta. í Alþýðublaðinu í gær var vitnað í doktor Predrag Finci, sem var prófessor í heimspeki við háskólann í Sarajevo. Hann skrifaði sumarið 1992: „Þegar þessu stríði lýkur - ef því lýkur nokkumtíma - munum við aldrei geta minnst á það án þess að um okkur fari hrollur; hver draumur verður martröð. Tímabil er glatað, æskan eyðilögð.“ Áðuren stríðið hófst var íbúatala Bosníu-Herzegóvinu fjórar og hálf milljón. Mannfallið er ægilegt: Að minnsta kosti 250 þúsund liggja í valnum. Flest em fómarlömbin óbreyttir borgarar. Meira en helmingur íbúa Bosníu er landflótta; fólk sem til skamms tíma lifði venjulegu lífi en hefst nú við í flóttamannabúðum án þess að vita hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Alþýðublaðið hvetur lesendur sína tií þess að taka þátt í söfnun Rauða krossins. ■ „Maður sér þá stundum þessa drengi sem eru í réttu fötunum til þessarar iðkunar, hafa réttu hárgreiðslurnar, eyrnalokkana, húfurnar, kunna réttu hugtökin um stökkin, eiga réttu hjólabrettin, en þótt þetta æði hafi nú geisað í fimm ár þá er það næstum því hrífandi hversu fyrirmunað veslings drengjunum er að tolla uppá þessum brett- um. Þeir detta alltaf strax. Hoppin mistak- ast alltaf, undantekningarlaust, öll." HH 3l.fi 85 Þar sem alltaf er rok Eftir því sem nýjum mannvirkjum fjölgar hér í höfuðstaðnum rennur æ betur upp fyrir manni hversu fallegt og reisulegt ráðhúsið okkar við tjömina er. í rauninni. Alveg ber það af öðrum mannvirkjum sem risið hafa síðan. Hið hundleiðinlega Ingólfstorg til Vikupiltar Guðmundur Andri Thorsson skrifar dæmis. Þetta gráa kókskiltatorg. Þetta Hlöllabátsins óvinnandi virki - þetta róstbífsins land þar sem alltaf er eitt- hvert bréf með remúlaðislettum að fjúka; þar sem alltaf er rok. Þegar maður gengur þama um fer maður að hugsa eins og sjálfur listpáfi skattborg- aranna Guðmundur Guðmundarson: hvað kostaði þetta? Til hvers er þetta? Á þetta nú að vera fallegt? Sennilega ekki - hins vegar á þetta vísast að vera nútímalegt og höfða til unglinganna sem svo brýnt þykir laða í bæinn um helgamætur eins og Þorbjöm Magnús- son leiddi vel í ljós í snjallri grein í Sunnudagsmogganum. Ingólfstorg er beinh'nis hannað til hjólabrettahopps, heilt torg hefur verið búið til fyrir þessa skemmtun, og segið svo að ekki sé sífellt gengið undir þessum ung- lingum. Maður sér þá stundum þessa drengi sem em í réttu fötunum til þessarar iðkunar, hafa réttu hárgreiðslumar, eymalokkana, húfumar, kunna réttu hugtökin um stökkin, eiga réttu hjóla- brettin, en þótt þetta æði hafi nú geis- að í fimm ár þá er það næstum því hrífandi hversu fyrirmunað veslings drengjunum er að tolla uppá þessum brettum. Þeir detta alltaf strax. Hoppin mistakast alltaf, undantekningarlaust, öll. Ég hef enn ekki séð hjólabretta- hopp takast hér á íslandi, samt sé ég þetta reynt oft á dag - að vísu var ég að ífétta í þessum skrifuðum orðum af einu hoppi sem heppnaðist í Kópavog- inum, en það er þá hið eina. Að þetta sé táknmynd fyrir Islendinga í heimin- um? Islendinga í nútímanum? Islend- inga í Evrópu? Ekki endilega: senni- lega liggur hjólabrettahopp bara ekki alveg nógu vel fyrir okkur, við emm ekkert góð í að hoppa eins og gengi okkar í frjálsum íþróttum bendir raun- ar einnig til, þar kunnum við bara að grýta hlutum og draga bíla. Ingólfstorgið, hvenær mun það komast inn í væminn dægurlagatexta um fyrsta fundinn? Hver mun minnast vorkvölds á Ingólfstorgi? Þar er alltaf rok og það vekur dapurlegar hugrenn- ingar með manni þegar maður er að lötra gegnum Reykjavík, gráu Reykja- vík. Það gerir Perlan líka sem enginn mun heldur yrkja um væminn texta nema Davíð Oddsson í lagi handa Björgvini Halldórssyni fyrir næstu kosningar. Þama gnæfir hún á hæðinni eins og helgidómur án Guðs, tákn- mynd sem hefur sjálfa sig að tákn- miði, musteri sem reist er sjálfu sér og snýst í hringi og er þar með gullkálfúr- inn að dansa í kringum sjálfan sig. Hún er minnisvarði um velmektarár verktakanna þegar handa þeim var ákveðið að reisa „bara eitthvað". Það er ráðhúsið að sínu leyti líka því marg- ur fitnaði eflaust á byggingu þess en samt hefur það einhverja dýpri merk- ingu. Það er mjög fallegt. Frá öllum sjón- arhornum, í öllum veðrum, á öllum árstímum; alltaf er eitthvað sem gleður augað við það. Braggalagað form þess er líka mjög mikilvægt þama í vatninu því þar er syndugasta byggingarlag Is- landssögunnar þvegið, göfgað, það er mikilvægt innlegg í það að Reykvfk- ingar sættist við eigin sögu, sættist við sjálfa sig, sættist við það að rífa sig upp úr heimabyggð ffá kindum, fjalli, heimasætu á næsta bæ og hrepps- nefndarsetu til þess að fara suður og búa í bragga sem kaninn skildi eftir sig. Ekki hugsar maður svona merkileg- ar hugsanir þegar maður gengur um Ingólfstorgið leiða, eða Kvosina yfir- leitt sem hnignar bara og hnignar ár frá ári því enn hafa menn ekki haft döngun í sér til að byggja yfir allt heila klabbið. Eina ljósglætan í þróun mið- bæjarins var þegar McDonald’s reisti úr rústum Hressingarskálann sem kominn var í ömurlega niðumíðslu svo að örh'til von er þó til að sjá í sjálf- um miðbæ Reykjavíkur eitthvað ann- að fólk en eiturlyfjaætur, tötrughypjur, fýllibyttur, mslafötutínara og dettandi böm á hjólabrettum. ■ t e m b e r Atburðir dagsins 1715 Sólkonungurinn, Lúðvík XIV, deyr eftir glæsilegan en blóði drifinn feril. Hann varð 77 ára og ríkti í 54 ár. 1939 Þjóðverjar gera innrás í Pól- land, og marka með þvf upphaf seinna heimsstríðs. 1930 Kvik- myndahúsin í Reykjavík hófu sýningar talmynda. 1958 Fisk- veiðilögsagan færð úr fjóram í 12 sjómílur. 1972 Fiskveiðilög- sagan færð út í 50 sjómílur. Afmælisbörn dagsins Amilcare Ponchielli 1834, ítalskur tónsmiður. Edgar Rice Burroughs 1875, bandarískur höfuridur Tarzan- bókanna. Marilyn Miller 1898, banda- rísk leikkona, dansari og söng- kona. Annálsbrot dagsins Á alþingi brenndur Lassenius Diðrichsson að saklitlu, að sumir héldu. Kom þá stórmikið regn á alþingi, svo eldurinn vildi þrisvar slokkna. Þessi maður var úr Barðastrandar- sýslu, og klagaði Eggert Bjömsson hann mjög. Eggert lærbrotnaði þá, nær af alþingi reisti. Sjávarborgarannáll 1675. Ljós dagsins Margir bæjarbúar þustu út á götu með blað og bók í hönd. Þeir vildu reyna hvort lesbjart yrði við Ijóskerin. Úr endurminningum Knuds Zim- sens borgarstjóra: í dag eru 85 ár síöan kveikt var á gasljósum í fyrsta sinn á götum Reykjavíkur. Lokaorð dagsins Þvert á rhóti. Hinstu orð norska léikskáldsins Henriks Ibsens (1828- 1906). Eigin- kona Ibsens haföi sagt aö hann liti betur út. Málsháttur dagsins Litlu nýt er nauðlofun. Orð dagsins Sakleysið hreint eins og helgilín var hjúpur fegurðar jiinnar, sem reykelsisilmur var ástin þin á altari sálar minnar. Jónas Guðlaugsson. Skák dagsins í dag eru nákvæmlega 23 ár síðan Fischer bar sigurorð af Spassky í heimsmeistaraein- vígi þeirra í skák í Reykjavrk. Einvígið hólst 11. júlí: Fischer hlaut 12,5 vinning en Spassky 8,5. En við ætlum að sjá annan heimsmeistara tapa Vassily Smyslov; hann er 74 ára og elstúr þátttakenda ,á Friðriks- mótinu sem hefst um helgina. Leonid Stein stýrði hvítu mönnunum í þessari skák í Moskvu 1972. Stein (1934-73) var Úkraínumaður og um sína daga einn sterkasti skákmaður Sovétríkjanna: snjall sóknar- skákmaður sem tefldi í anda gömlu, rómantísku meistar- anna. Hvítur leikur og vinnur. 1. Hh8l! Hg6 2. fxg6 Hxh8 3. Bc6 Hg8 4. Bxd7+ Ke7 5. Bf5 fxg6 6. Hd7+ Kf6 7. Bd3 Ha8 og Smyslov gafst upp um leið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.