Alþýðublaðið - 01.09.1995, Page 3

Alþýðublaðið - 01.09.1995, Page 3
FOSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ s k o ð a n Blágræn landbúnaðarpólitík „Sérstök ógæfa sauðfjárbænda er að kratar eins og Gylfi Þ. Gíslason og Jón Hannibalsson urðu aldrei landbúnaðarráðherrar. Þeir vildu venja landbúnaðinn af niðurgreiðslum hvers konar, opna augu bænda fyrir þeim hagnaði sem felst í því að mæta þörfum neytenda. Landbúnaðurinn hefði þá markaðsvæðst, eðlileg samkeppni, endurnýjun og aðlögun átt sér stað og í sveitum væri í dag heilbrigður atvinnurekstur með framtíðarmöguleika." m e n n Imyndið ykkur formann Lög- mannafélagsins koma þungbrýndan og niðurlútan í sjónvarpsfréttatíma og með örvæntingu drukknandi manns í rómi lýsa yfir brennandi þörf á því að fækka lögfræðingum. Jafnframt óska eftir eingreiðslum frá ríkinu til að kaupa málaflutn- ingsréttindi af lögfræðingum og beingreiðslum til lögfræðistofa Pallborðið | Jón Hjálmar Sveinsson skrifar gegn því að eigendur þeirra hætti lögmannsstörfum og snúi sér að ferðaþjónustu og minjagripagerð. Um leið yrði þeim sem æsktu þjón- ustu lögmanns gert skylt að skipta við þá sem eftir yrðu samkvæmt opinberri, niðurgreiddri gjaldskrá sem þó færi síhækkandi samanbor- ið við hliðstæða þjónustu. Erlend- um lögfræðingum yrði bannað að praktisera á íslandi. Fáránlegt, ekki satt? Þó er ekkert í stjómarskrá sem sérstaklega vemdar atvinnu- og eignaréttindi sjálfstætt starfandi lögmanna umfram aðrar starfsstéttir, til dæmis sauðfjárbænd- ur. Bændur horfa nú stjarfir ofaní grængolandi hyldýpi fátæktar og ör- væntingar eftir að hafa áratugum saman valið sér ríkisforsjá með markaðsfirrtum áætlanabúskap. Sérstök ógæfa sauðfjárbænda er að kratar eins og Gylfi Þ. Gíslason og Jón Hannibalsson urðu aldrei landbúnaðarráðherrar. Þeir vildu venja landbúnaðinn af niðurgreiðsl- um hvers konar, opna augu bænda fyrir þeim hagnaði sem felst í því að mæta þörfum neytenda. Land- búnaðurinn hefði þá markaðsvæðst, eðlileg samkeppni, endurnýjun og aðlögun átt sér stað og í sveitum væri í dag heilbrigður atvinnurekst- ur með franitíðarmöguleika. Bændur hefðu betur hlustað á Hagkaupsmenn, Jóhannes í Bónus, Jónas í Kjötgalleríinu, Verslunarráð og unga sjálfstæðismenn. Hjá þeim er betri ráð að fá en hjá stjómmála- mönnum með krókódílatárvota hvarma, lofandi þá meintu hagræð- ingu og aðlögun sem bændur hafa tekið á sig. Slíkar öfugmælavísur falla þeim því miður betur í geð en sá veruleiki að þeir tóku aldrei sjálfviljugir neitt á sig heldur var ógnað, síðan skammtað og þá látnir útrýma hverjum öðmm með því að bítast um ríkistryggðan fram- leiðslukvóta. Á núverandi landbúnaðarráðherra er að heyra að sömu stefnu eigi að halda, frjáls samkeppni sé svo sem góð og blessuð en hún eigi bara alls ekki við fyrr en aðlögun sé náð. Þetta þýðir að bændur skulu halda áfram að flosna upp fyrir ríkisaf- skipti, fáir útvaldir skulu handa- hófskennt erfa kvótann, njóta „hinnar frjálsu samkeppni" sem þá verður í raun engin, erfa eignir og afkomu þúsundanna. Hvaða hagspeki er það að mark- aðslögmálin geti gilt, bara ekki hér og nú? Hvemig em þá hinar útóp- ísku aðstæður þar sem þau virka, verður þeim nokkurn tíma náð? Telja menn sig vera að ávarpa skynsamt fólk er þeir bera svona á borð og halda menn að velgengni höfuðborgarsvæðisins þar sem fólk fær að athafna sig kvótalaust hafi farið fram hjá bændum? Em bænd- ur virkilega búnir að gleyma því að það em þeir hinir sömu sem sömdu, samþykktu og framkvæmdu núver- andi landbúnaðarstefnu sem nú hver um annan þveran keppast við að lýsa hana ómögulega en jafn- framt eru höfundar að hinni nýju, sama graut í sömu skál? Lambakjöt þarf ekki að lækka í verði, heldur hækka mikið til að bændur njóti viðunandi tekna. Það er skaðleg draumsýn að almennan neytendavarning sé hægt að fram- leiða með hinum háa fóðuröflunar- kostnaði á norðurslóðum. Opna þarf fyrir ódýrar erlendar matvömr fyrir íslenskan almenning og aflétta framfærslu bænda af skattgreiðend- um. Bændur þurfa að menntast, markaðsvæðast og framleiða mun- aðarmatvöru fyrir smáa erlenda markhópa sem geta greitt það sem stendur undir dýmm, tæknivæddum landbúnaði við heimskautsbaug. ■ Höfundur er sonur bónda sem á síðast- liðnu ári seldi leifar sauðfjárkvóta einnar bestu bújarðar við Breiðafjörð Ég man varla svívirðilegra augna- blik en þegar Ólafur Ragnar sem formaður Alþýðubandalagsins svínbeygði fiokkinn til að setja lög á BHMR. Þá hafði ég ekkert að gera í þessum flokki lengur. Birna Þóröardóttir, fyrrverandi róttæklingur, lét vaða á súöum í gær í Helgarpóstsviðtali með Ólafi Hannibalssyni. Ódæðisverk á Seltjamarnesi: Köttur skotinn á færi - annar kom særður heim. Gvuð minn gór'! DV skúbbaði í gær með kattarforsíöufrétt annan daginn í röð. Ég hef stundum orðið fyrir þessu sem stundum jaðrar við að vera of- sóknir Alþýðublaðsins í minn garð, en ég hef reynt að leiða það hjá mér og svara ekki svona skítkasti. Jóhanna Sigurðardóttir að kvarta yfir gælunafn- inu Heilög Jóhanna í HP gærdagsins. ,JÞetta er 568-8808. Eftir að hljóð- merkið heyrist er þér velkomið að skilja eftir skilaboð. Takk fyrir.“ Rödd Jóhönnu á símsvaranum að Háaleitis- braut 109 í gær. Utanríkisráðherra í stífum samn- ingaviðræðum um aukin viðskipti í Kína: Neitaði sér um ferð til að skoða Kínamúrinn vegna anna. Stórfrétt um fórnfýsi Halldórs á forsíöu Tímans í gær. Ég ber engan kala til Alþýðuflokks- ins og skildi alveg sátt við hann. Jóhanna að gera grín í HP gærdagsins. Fornsagnaþingið í Borgarnesi: Gunnlaugs saga ormstungu fyrsta íslcnska barnasagan. Það skyldi þó ekki vera? Tíminn í gær. Hvað heldurðu að þú verðir í næsta lífi? Ég vona að ég verði blóm. Nei, ekki Jóhanna heldur blómabarnið Helgi Björnsson í HP gærdagsins. Hvemig viltu deyja? Þegar ég er orðinn gamall og þreyttur þá skýt ég mig í hausinn og skrifa „Better to bum out than fade away“. - Nei, annars, ætli það sé ekki betra að geispa golunni. Meiri Helgi. ísland - fyrirheitna víkingalandið? Aftur? Mogginn í gær. Villtir á Vefnum ■ Hypnosis Server nefnist athyglisverð dáleiðsluheimasiða (!) þarsem nett bil- aðir nethausar (Jónas Zen myndi ör- ugglega fríka þarna út) geta fræðst hvað þá lystir og þyrstir um hvernig skal plata fólk til að gera yfirnáttúrulega heimsku- lega hluti gegn vilja sínum. Það leikur hinsvegar enginn vafi á leiðinlegheitum dáleiðslu sem skemmtiefnis á http:// www.hypnosis.com/, nálgunin er óá- hugaverð, steingeld, útþvæld og svo af- skaplega fyrirsjáanleg að það nálgast mannorðsmorð að láta sjá sig á slíkri skemmtun. Villtir á Vefnum eru afturám- óti ekki að tala um hið tvöfalda siðgæði sem felst í dáleiðslu á skemmtunum sem þessum því niðurlæging annarra á almannafæri er vissulega hið besta mál - svona almennt talað. Miklu fremur er það sú staðreynd, að þegar fólk er látið gelta, brenna höndina á sér án þess að það þjáist eða liggja pinnstíft milli stól- baka þá er það ekki sniðugt. Ekki frekar en að hella bindindismenn fulla eða plata andreykingafasista til að stromp- reykja. Það sem bjargar hinsvegar þess- ari heimasíðu eru nokkrir framúrskar- andi tenglar til FAQ-lista um GÞS-dá- leiðslu (gé-erðu þonn-að ess-jálfur). Vonandi fáum við þannig fljótlega að sjá dáleiðslufrædda nethausa dáleiða sam- borgara sína á skemmtunum og gera eitthvað sniðugt með þá til tilbreytingar. Hugmynd: Fjórir íhaldsmenn eru teknir úr sal, fengnir uppá svið, dáleiddir, látnir afklæðast hverri spjör og hvattir í sl...- keppni þarsem sigurvegarinn er verð- launaður með áritaðri mynd af háæru- verðugum borgarstjóranum í Reykja- VÍk... staffan@centmm.ia veröld ísaks Mark Twain var fæddur í þennan heim árið 1835 þegar halastjama Halley birtist á stjömufestingunni. í glettnislegu svartsýniskasti spáði hann eigin dauðdaga næst þegar hala- stjaman myndi birtast og hraeða líftór- una úr öllum. Og það gekk eftir - árið 1910. Hjátrúarfúllt fólk keypti box sem innihéldu svokallaðar „andhala- stjömutöflur“ og kostuðu þau einn dollar. Næst mætti halastjama Halley til leiks árið 1986. Byggt á lumac Amimov's Book of Facts. h i n u m e g i n "FarSido" eftir Gary Larson Skákæfingar Hellis hefjast að nýju á mánudaginn. Hellir hefur fjárfest í Fischer/Fide- klukkum og verður því hægt að tefla með nýjum tímamörkum. Tímamörk á fyrstu æfingunni, á mánudaginn, verða þrjár mínút- ur á mann en tvær sekúndur bætast svo við klukkuna við hvern leik. Hellir er fyrsta taflfé- lag landsins sem býður upp á æfingar með þessum nýju klukkum. Teflt er í Menningar- miðstöðinni í Gerðubergi alla mánudaga klukkan 20:00. Þátt- tökugjald er 200 krónur fyrir fé- lagsmenn en 300 fyrir aðra. 15 ára og yngri fá helmingsafslátt. Æfingarnar eru öllum opnar... Daniel Abadie forstöðumað- ur Jeu de Paume nútíma- listasafnsins í París heldur á miðvikudaginn fyrirlestur á Kjarvalsstöðum um franska samtimalist. Daniel Abadie hef- ur verið afkastamikill gagnrýn- andi og sýningastjóri síðustu 20 ár. Fyrirlesturinn sem verður fluttur á ensku er öllum opinn... r Amánudaginn verða haldnir fyrirlestrar í Norræna Hús- inu á vegum Jarðfræðafélags íslands. Þar verður skýrt frá nið- urstöðum úr djúpborunum í hafsbotninn umhverfis Island. Boranirnar eru á vegum alþjóð- legs samstarfsverkefnis sem (s- lendingar eiga aðild að. Verk- efnið er eitt stærsta sinnar teg- undar í heiminum og gefst áhugafólki um náttúruvísindi einstakt tækifæri til að kynnast því lítillega i Norræna Húsinu á mánudagisn. Fyrirlestrarnir standa frá klukkan 16 til 18... r Amorgun verður vikulega laugardagsganga um norð- urströnd Viðeyjar. Gangan hefst við kirkjuna klukkan 14:15 og tekur rúmlega einn og hálfan tíma. Á sunnudag verður mess- að í Viðeyjarkirkju. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir altari ásamt Þóri Stephen- sen sem skírir tvö börn í mess- unni. Eftir messu sér staðar- haldari um skoðunarferð sem tekur um það bil þrjá stundar- fjórðunga. Veitingar eru seldar í Viðeyjarstofu og bátsferðir hefj- ast klukkan 13:00 báða dag- ana... r Amorgun verða 3 sýningar með verkum írskra mynd- listarmanna opnaðar undir samheitinu Atlantians. Klukkan 16 opna Aisling O'Beirn, Se- an Taylor, Tony O'Gribin, Una Walker og Amanda Dun- smore sýningu á verkum sín- um í Listasafni Kópavogs. Klukkan 17 halda listamennirnir myndskyggnufyrirlestur í tengslum við sýninguna. Vivi- en Burnside og Dougal McKenzie opna sýningu í Gall- erii Birgis Andréssonar, Vest- urgötu 20, klukkan 18:00. Á Café List við Klapparstíg sýna Am- anda Dunsmore, Dougal McKenzie og Aisling O'Beirn verk sín. Sýningin opnar klukk- an 19:00 og hálftíma síðarflytja listamennirnir fyrirlestur um verkin... Vegna mikillar aðsóknar að sýningunni Ljós úr Nordri - Norræn aldamótalist verður Listasafn íslands opiö frá klukk- an 12:00 til 18:00 á mánudag- inn. Sama dag verður bók sem gefin er út i tengslum við sýn- inguna á sérstöku tilboðsverði; 2.470 krónur. í bókinni eru lit- myndir af öllum málverkum sem eru á sýningunni og itarleg umfjöllun úm hvert þeirra auk fjölda greina. Sýningin sem er unnin í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina var opnuð föstudaginn 11. ágúst síðast lið- inn og hún stendurtil 24. sept- ember... „Heyrðu, Sigurður Tómas... Hérna fann ég ham einhvers dularfulls skriðdýrs sem aölagast hefur vistkerfinu á þess- um slóðum. Og þarna er kominn aukabónus fyrir okkur og flokkinn! Dýrið hefur gleymt sér í æsingnum við hamskipt- in og skilið eftir veskið sitt." f i m m förnum veg 9 Hvaða landa þína myndirðu vilja sjá sem konung og drottningu íslands? Silja Kvaran, afgreiðslu- Emil Kristinsson, nemi: Edda Jónsdóttir, nemi: Stefán Friöriksson, nemi: Hreinn Hreinsson, félags- tæknir: Sem betur fer höfum Það hefúr ekki nokkur einasta Linda Pé og Páll Óskar yrðu Davíð Oddsson og Ástríður ráðgjafi: Ég er einmitt búinn við nú ekki þetta kóngadót manneskja þetta konunglega dásamleg sem drottning og Thorarensen yrðu gríðarlega að velta þessu dálítið fyrir mér héma á íslandi, þannig að ég yfirbragð héma á íslandi. konungur. glæsileg. og styð Bjarna Frosta og hugleiði ekki svona spumingu. eiginkonu hans, Hrafnhildi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.