Alþýðublaðið - 05.09.1995, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐK)
5
m e n n i n g
stefnu flokksins, að okkur séu allir
vegir færir til víðtækara samstarfs við
hina flokkana. Menn eiga að hætta að
spá í gærdaginn, hver klauf hvenær og
afhveiju. Þetta er hljóðið sem ég heyri
í kringum í mig, sérstaklega hjá fólki
af yngri kynslóð."
■ Tryggvi Harðarson
bæjarfulltrúi í Hafnarfirði
Fólksflóttinn talandi
dæmi um ástandið
„Ríkisstjómin virðist atkvæðalítil
einsog maður átti von á. Það er margs-
annað að þegar Framsókn og Sjálf-
stæðisflokkur fara saman í ríkisstjóm
þá géngur í garð tími stöðnunar þar-
sem ekkert gerist. Þessir helminga-
skiptastjómir snúast um hagsmuni en
ekki að tryggja ffamfarir fyrir fólkið í
landinu.
Nú fer þing að koma saman og ég
held að það hljóti að verða næg verk-
efni fyrir AJþýðuflokkinn þar. Það er
ljóst að ríkisstjómarflokkamir munu
ekki verða miklir gerendur í íslenskri
pólitík og því er nauðsynlegt að
stjómarandstaðan, undir forystu Al-
þýðuflokksins, sjái um að færa málin
til betri vegar. Menn hafa horft uppá
hringavitleysuna í kringum GATT-
samninginn þarsem hagsmunir neyt-
enda em fótum troðnir. Þar er verðugt
verkefni fýrir Alþýðuflokkinn að sjá
„Alþýduflokkurinn á
að taka forystu í
stjórnarandstöðu."
um úrbætur. Þá er mjög mikilvægt að
Alþýðuflokkurinn knýi stjómarflokk-
ana til að standa við eitthvað af því
sem þeir lofuðu íjölskyldurmm í land-
inu fyrir kosningar. Ég held að fólks-
flóttinn sé talandi dæmi um hvemig
ástandið er orðið, og ef ekki verður
gripið til róttækra ráðstafana í þágu ís-
lenskra fjölskyldna, þá horfum við
ffam á fjöldaflótta úr landi."
■ Ragnar H. Halldórsson
bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
Eigum að taka
forystu í stjórnar-
andstöðu
„Mér finnst ríkisstjómin svo litlaus,
að það er varla hægt að segja neitt um
hana. Hún er aðgerðalítil, ekki farin að
ekki gera nokkum skapaðan hlut, svo
það er kannski of snemmt að dæma
hana. Þessi hörmungarárás á ellilffeyr-
isþega segir hinsvegar mikið um
vandræðaganginn hjá stjómarliðinu.
Mér finnst mikilvægast hjá Alþýðu-
flokknum að fylkja liði. Ég er ekkert
hrifinn af sameiningarhugmyndum
Alþýðuflokks og Alþýðubandalags.
Við eigum að taka forystu í stjómar-
andstöðu og vera afgerandi í vetur. Ég
treysti formanninum og þingliðinu
fullkomlega til þess.“
■ Jón Ásberg Salómonsson
bæjarfulltrúi á Húsavík
Eiga jafnaðarmenn
að vera sundraðir
áfram?
„Maður er náttúrlega ekki sáttur við
þessa ríkisstjóm, það er ekki hægt að
ætlast til þess af krötum. Mér líst illa á
að ríkisstjómin sé að dæla meiri pen-
ingum í landbúnaðinn. Hinsvegar má
náttúrlega segja, að það sé af hinu
góða að ríkisstjómin er að þoka þeim
málum áleiðis sem kratamir komu af
stað, sérstakiega hvað varðar stóriðju.
Nú, það sem snýr að Alþýðuflokkn-
um, þá held ég að hann þurfi að fara
að hugsa um framtfð jafnaðarstefn-
unnar á íslandi. Við þurfum að spyija
að því, hvort jafnaðarmenn eiga áfram
að vera sundraðir í alla stjómmála-
flokka eða koma þeim í eina sæng -
mér finnst ekki að rétta leiðin til að
sameina jafnaðarmenn sé að kljúfa sig
frá. Þetta hlýtur að verða eitt helsta
verkefni Alþýðuflokksins í stjómar-
andstöðu, auk þess að standa áfram
vörð um velferð þegnanna."
■ Gísli Bragi Hjartarson
bæjarfulltrúi á Akureyri
Þurfum að draga lær-
dóm af kosningunum
„Það er ósköp lítið hægt að segja
um þessa ríkisstjóm, hún hefur ekki
'verið öðruvfsi en ég bjóst við: Að-
gerðalítil og íhaldssöm. Það er eftir-
tektarvert hvernig afgreiðslan á
GATT- samningnum hefur fært okkur
íslendingum allt annað en menn
bjuggust við. Að öðru leyti er lítið
hægt að segja um ríkisstjómina fyrren
ljárlagafrumvarpið verður lagt fram.
Hinsvegar virðast kosningaloforðin
ekki hafa skilað sér, hvað sem síðar
verður.
Hvað Alþýðuflokkinn varðar, þá
vona ég að okkar menn verði málefna-
legir, og láti ekki glepjast af einhverri
sýndarmennsku einsog var oft og tíð-
um reyndin hjá fýrri stjómarandstöðu.
Ég held tvímælaiaust að okkar menn
hafi sitthvað til málanna að leggja til
að vísa hinum háu henum veginn. Al-
þýðuflokkurinn var ábyrgur í ríkis-
stjóm og ég vona að hann verði það
líka í stjómarandstöðu.
Ég álít líka að tímabært sé að kalla
saman flokksstjómarfund, svo við get-
um borið saman bækur okkar. Menn
geta ekki bara gleymt kosningunum
síðastliðið vor: við þurfum að draga
lærdóm af þeim.“
■ Guðmundur Þ.B. Ólafsson
bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum
Draumastaða fyrir
Sjálfstæðisflokkinn
„Mín skoðun er sú, að lítið liggur
eftir þessa ríkisstjóm og alls ekki í
samræmi við þær yfirlýsingar sem
menn vom að gefa fýrir kosningar. Ég
fæ ekki betur séð en ilfa sé komið fyrir
Sjálfstæðisflokknum, sem nú þarf að
búa að landsstjóminni með Framsókn-
arflokknum. Slík ríkisstjóm fær engu
áorkað, hvorki í landbúnðarmálum né
sjávarútvegsmálum, sem náttúrlega er
fjöregg þjóðarinnar. Mér finnst líka
merkilegt að sjá hvernig núverandi
utanríkisráðherra baðar sig í ljóma
Kínaferðar. Fyrrverandi utanríkisráð-
herra, sem átti frumkvæði að auknum
samskiptum við Kína, var nú töluvert
gagnrýndur á sínum tíma. Nú eru
menn að uppskera eftir alla vinnu Jóns
Baldvins Hannibalssonar. Það er auð-
vitað ömurlegt að vera í hlutverki þess
sem setti niður kartöflumar og horfa á
annan, sem aldrei vildi setja þær nið-
ur, taka þær upp. Að öðm leyti finnst
mér ríkisstjómin lítil til verka, einsog
við er að búast þegar tveir ffamsókn-
arflokkar ráða ríkjum.
Það er alveg ljóst að alþýðuflokks-
menn sætta sig ekki við kyrrstöðu og
hljóta baráttumál flokksins á oddinn,
og efla þau öfl sem hann stendur fyrir.
Spurningin er hvort það gerist með
því að virkja sameiginlega vinstri-
menn, sem hafa meira og minna svip-
aða stefnu. f núverandi kerfi er ljóst að
menn ná ekki settu marki: menn verða
að setjast niður og skoða hvað er hægt
að gera í þeim efnum. Litlu flokkamir
ná ekki fram sínum málum einsog nú
háttar til - þetta er draumastaða fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.“ ■
■ Vaka-Helgafell minnist aldarafmælis Davíðs Stefánssonar á veglegan hátt
Heildarsafn Ijóða í nýjum búningi
Vaka-Helgafell hefur
gefið út Ljóðasafn
Davíðs Stefánssonar í
fjómm bindum í tilefni
af aldarafmæli skáldsins
á þessu ári. Heildar-
ljóðasafn Davíðs hefur
verið ófáanlegt um
skeið en er nú gefið út í
nýjum búningi í gjafa-
öskju.
I heildarsafninu eru
prentaðar allar tíu ljóða-
bækur skáldsins, allt frá
fyrstu bókinni Svörtum
fjöðrum sem út kom árið
1919 til Síðustu Ijóða en
sú bók var gefin að Dav-
íð látnum árið 1966.
í inngangi sem Gunn-
ar Stefánsson bók-
menntafræðingur ritar að Ljóðasafni
Davíðs segir meðal annars: „Skáld-
skapur Davíðs talar beint til hjartans,
þess vegna mun hann lifa. Hann túlkar
vafningalaust hið ftumlæga lífsyndi,
gleðina að vera til...Vinsældir Davíðs
meðal þjóðarinnar á sinni tíð jafhast á
við þá hylli sem helstu stjömur dæg-
urtónlistar og kvikmynda njóta nú á
tímum, - og þær entust mun betur."
í kynningu útgefanda á öskjunni
segir: „Davíð Stefánsson frá Fagra-
Ida Haugsted fornleifafræðingur
heldur fyrirlestur um skemmtigarð-
inn Tívolí í Kaupmannahöfn í Nor-
ræna Húsinu klukkan 20:00 í kvöld.
Ida er klassískur fornleifafræðingur
og hefur unnið við rannsóknir,
kennslu og ritstörf. Hún hefur fengist
við rannsóknir bæði á sviði fornleifa-
fræði og menningarsögu. Fyrirlest-
urinn er á dönsku og ber yfirskriftina
Arkitektens H.C. Stillings Tivoli i
K0benhavn...
skógi er eitt af öndveg-
isskáldum íslendinga.
Skáldskapur hans er ein-
hver dýrasti menningar-
arfur sem þjóðin á og er
löngu orðinn sígildur.
Nýjar kynslóðir vaxa
upp með ljóðum hans
og hrífast af þeim. Þau
em einföld og auðskilin
en túlka um leið djúpar
tilfinningar sem spretta
fram fijálsar og djarfar.
í safninu birtast mörg af
fegurstu ljóðum sem ort
hafa verið á íslenska
tungu. Ljóðasafh Davíðs
Stefánssonar er kjör-
gripur öllum þeim er
unna góðum skáldskap."
Ljóðasafn Davíðs
Stefánssonar kostar 9.900 krónur á
sérstöku kynningarverði sem gildir til
loka afmælisársins.
Krummi er fuglinn minn, orti Davíð
í Ijóðinu Krummi sem kom í Svört-
um fjöðrum 1919, fyrstu Ijóðabók
hans.
VINNiNGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆ* Á HVERN VINNING
11 5afS 2 11.273.190
+4af 5 11 145.560
4 af 5 402 6.870
Ei 3af5 13.441 470
©
Heildarupphae> flessa viku:
kr. 33.226.550
UPPLtSlNGAR, SÍMSVARt 81 - 6815 11
LUKKULÍNA 9» 10 00 - T6XTAVARP 451
Ljóðasafn Davíðs frá
Fagraskógi er í fjórum
bindum, samtals rúmlega
eitt þúsund blaðsíður.
Kynningarfundur um Menningar
og Upplýsingamiðstöð ungs
fólks verður haldinn í Hinu Húsinu,
Aðalstræti 2, á morgun klukkan
14:00. í miðstöðinni verða veittar
upplýsingar um hvaðeina sem snert-
ir áhugamál ungs fólks; atvinnu og
skólamál, styrki, ferðamál og tóm-
stundir. Boðið verður upp á ýmis
konarfræðslu og Þemamánuði, þar
sem ákveð*ið málefni verðurtekið
fyrir og samtökum og fyrirtækjum
gefst kostur á að koma inn og kynna
starfsemi sína...
Doktor Logi Gunnarsson heim-
spekingur flytur á fimmtudaginn
fyrirlestur á vegum Siðfræðistofnun-
ar Háskóla íslands. Fyrirlesturinn
nefnist Merking og tóm og fjallar
Logi um líf sem er lifað án þess a
fella nokkra gildisdóma, um mögu-
leika slíks lífs og merkingu. í því
sambandi verða til sérstakrar um-
fjöllunar hugmyndir samtímaheim-
spekingsins Charles Taylor. Fyrir-
lesturinn hefst klukkan 20:00 í stofu
101 íOdda...
Annað kvöld verður fyrsta sögu-
kvöld vetrarins í Hlaðvarpanum.
Sögukvöld Kaffileikhússins urðu
fastir liðir þar á bæ síðasta vetur og
var ætíð mikil aðsókn. Sögukvöld
eru samstarfsverkefni Rithöfunda-
sambands (slands og Kaffileikhúss-
ins og er tilgangur þeirra að fá fólk
úr öllum áttum til þess að koma
saman, hlýða á góðar sögur og
rækta um leik þá sagnahefð sem býr
með þessari þjóð. Sögukvöldin
verða annan hvorn miðvikudag í
vetur. Sagnamenn fyrsta kvöldsins
verða Einar Kárason rithöfundur,
Friðrik Þór Friðriksson kvik-
myndaleikstjóri, Úlfhildur Dags-
dóttir skáldkona og Þrándur Thor-
oddsen kvikmyndagerðarmaður...
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Laus staða rektors við
Menntaskólann við
Hamrahlíð
Laus er til umsóknar staða rektors Menntaskólans við
Hamrahiíð. Staðan veitistfrá 16. janúar 1996.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150
Reykjavík, fyrir 2. október næstkomandi.
Menntamáiaráðuneytið.
Útboð
Póst- og símahúsið,
Digranesvegi 9, Kópavogi.
Breytingar
Póst- og símamálstofnunin óskar eftir tilboðum í breyting-
ar innanhúss á byggingu Pósts og síma, Digranesvegi 9,
Kópavogi.
Verkið nær til þess að endurnýja hluta hússins að innan;
reisa, klæða loft, koma fyrir raf- og hitalögnum, leggja
gólfefni, mála húsið að inna, koma fyrir nýjum gluggum
o.fl.
Útboðsgögn verða afhent frá kl. 9.00, þriðjudaginn 5. sept-
ember nk., á skrifstofu fasteignadeildar Pósts og síma,
Pósthússtræti 5, 3. hæð, 101 Reykjavík, gegn 20.000 kr.
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þann 26. september nk.
kl. 11.00.