Alþýðublaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 3
FOSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Aö sjá skóginn fyrir trjánum „Nú dettur mér ekki í hug að fara að verja skattfríar greiðslur til ráðamanna þjóðarinnar (þó í þeim efnum sé ein(n) jafnari en aðrir) enda væri það sjálfsagt eins og að ætla sér að stofna samtök sadómasókískra íhalds- þingmanna í Whitehall..." Bandarísk þingnefnd komst nýlega að niðurstöðu um að reka bæri for- mann fjárlaganefndarinnar af þingi vegna þess að hann hefði löngum áreitt kvenkyns undirmenn sína kyn- ferðislega. Bob Packwood heitir þing- maðurinn og sat hann í öldungadeild- inni fyrir Oregon. Hann var einn af elstu og valdamestu öldungum deild- arinnar. Þegar dagbækur hans voru skoðaðar í tengslum við rannsókn þingnefndarinnar kom í ljós að megin- starfi hans hafði falist í því að gera fjársterkum aðilum í samfélaginu um- fangsmikla greiða og þiggja fé að launum, áreitnina stundaði hann í hjá- verkum. En var hann látinn fara af þingi með skömm fyrir þær sakir að Ps^)nðið | hafa svikið kjósendur sína í Oregon og Bandaríkin með braski sínu? Nei, hin ósiðlega hegðun hans fgarð kvenna var það sem fyllti mælinn. Annað bandarískt dæmi um tví- skinnung í sakfellingum manna eru réttarhaldasápan yfir O.J. nokkrum Simpson. O.J. þessi var allkunnur íþróttafréttaritari og leikari í hjáverk- um, er hann var ákærður fyrir að myrða eiginkonu sína og friðil hennar. Hann var handtekinn eftir bijálæðis- legan eltingarleik við lögreglu, sem af einhveijum undarlegum orsökum var sýndur í beinni útsendingu um öll Bandaríkin. Blóðugur hanski af Simp- son fannst á morðstaðnum og fæstir bjuggust við löngum réttarhöldum þar eð sekt mannsins væri nánast borð- liggjandi. Þá er komið að þætti veij- enda Simpsons. Lögreglumaðurinn sem fann hanskann mun hafa látið út úr sér orðið „nigger" 41 sinni í viðtali við unga konu um miðjan siðasta ára- tug. Þetta hefur vakið upp grunsemdir um það að lögreglumaðurinn hafi komið hanskanum fyrir á morðstaðn- um til að klekkja á Simpson sökum litarháttar hans, en Simpson mun vera dekkri á hörund en umræddur lög- reglumaður. Vikum saman hafa réttar- höldin ekki snúist um morð á tveimur einstaklingum, heldur kynþáttahatur lögreglunnar í Los Angeles. Vissulega eru kynþáttahatur og kynferðisleg áreitni viðurstyggilegt at- hæfi sem ber að uppræta, en stundum verða menn þó að gera tilraun til að sjá skóginn fyrir trjánum. í Bretlandi hefur það verið landlæg- ur andskoti að meta stjómmálamenn fremur eftir kynhegðun þeirra en stjórnmálaskoðunum og verkum þeirra á stjómmálasviðinu. Menn hafa rökstutt það þannig að illt væri að treysta manni í opinbem lífi ef honum væri ekki treystandi í einkalífinu. Það má vel til sanns vegar færa. En ef það versta sem stjómmálamaður í lýðræð- isríki gerði af sér væri að vera nappað- ur af gulu pressunni í Chelsea-búningi og netsokkabuxum, þá væri nú gaman að lifa. Við íslendingar eigum líka okkar tabú fyrir stjómmálamenn. Við emm viðkvæmastir fyrir bflakaupum, utanlandsferðum (þó sannað sé að mennimir séu í vinnunni) og dagpen- ingum. Ef eitthvað æsir Islendinginn sérstaklega mikið upp þá er það sú vitneskja að stjómmálamaðurinn geti lifað sómasamlegu lífi af þingfarar- kaupinu einu saman. (Var ekki einmitt stofnaður stjórnmálaflokkur síðasta vor til að beijast gegn slíku, „Þjóðvilj- inn“ eða eitthvað svoleiðis...) Nú dettur mér ekki í hug að fara að verja skattfríar greiðslur til ráðamanna þjóðarinnar (þó í þeim efnum sé ein(n) jafnari en aðrir) enda væri það sjálfsagt eins og að ætla sér að stofha samtök sadómasókískra íhaldsþing- manna í Whitehall, en stundum, þegar maður les blöðin og horfir upp á gengdarlausa sóun stjómmálamanna á skattpeningum landsmanna, þar sem þeir borga gæludýmnum sínum millj- arðatugi til þess eins að við hin getum haft það jafn skítt og áður, þá verður manni á að hugsa um gamla orðatil- tækið „að spara eyrinn og eyða krón- unni.“ Nú er eins líklegt að stjórnmála- mennimir þori ekki annað en að taka til baka þær launahækkanir sem þeir fengu í síðustu viku, en ég leyfi mér að spyija: Hvenær ætlar þjóðin að rísa upp á afturlappimar og mæta niður á Austurvöll og krefjast þess að þeir hætti að stela af þeim fátæku milljarð- artugum til að gefa ríku gæludýrunum sínum? Ég vona að ég lifi þann dag að íslendingar hætti að nöldra yfir bflun- um sem stjómmálamennimir aka og fari að einbeita sér að því sem þeir gera þegar þeir stíga út úr bflunum. Höfundur er varaþingmaður Alþýðu- flokksins í Reykjavíkurkjördæmi. Alþýðublaðið varð fyrir því óláni í gaer að hlusta á ábyrgðarlaust hjal um ráðningu leikhússtjóra að Borgarleikhúsinu. Það er þannig enginn fótur fyrir því að Sveinbjörn I. Bald- vinsson hafi sótt um stöð- una: enda mun hann ekki hugsa sértil hreyfings úr stöðu dagskrárstjóra inn- lendrar dagskrárgerðar á Sjónvarpinu... Heyrst hefur að á fundi hjá Reykjavíkuriistanum í fyrrakvöld hafi verið tekist á um fargjaldahækkun SVR. Helgi Hjörvar var mættur og hélt áfram harðri gagnrýni sinni á þessa hækkun. Hlaut hann góðar undirtektir meðal óbreyttra fundarmanna en leiðtogarnir bærðust hvergi... ins og menn muna höfðu þeir nafnar Einar Kr. Guðfinnsson og Einar Oddur Kristjánsson uppi stóryrtar yfirlýsingar um stefnuna í sjávarútvegsmál- um fyrir kosningar. Eftir að hafa beygt sig undir flokk- saga í vor við samþykkt nýrra laga um stjórnun fiskveiða mun þeim þykja Þorsteinn Pálsson hafa komið illa í bakið á sér við setningu reglugerðar um veiðar smábáta. Talið er að þeir nafnar hugsi Þorsteini þegjandi þörfina nú þegar alþingi kemur saman í haust... Endurminningabók Thors Villhjálmsson- ar, Raddir igarðinum vakti mikla athygli, er hún kom út fyrir tveimur árum. Að- dáendur Thors geta nú glaðst, þvi á næstunni mun Mál og menning, gefa út aðra endurminningabók Thors. Eftir því sem við hlerum, mun hún ekki síður skrifuð af listfengi og verð- ur að teljast líkleg til vin- sælda sem hin fyrri... Ekkert virðist stöðva Guðna Ágústsson í andstöðu hans við þann ásetning Finns Ingólfs- sonar viðskiptamálaráð- herra, að breyta rekstrar- formi rikisbankanna. Þann- ig sagði Guðni í umræðu- þætti á Rás tvö síðastliðinn þriðjudag, að honum virtist sem frjálshyggjuöflin í þjóðfélaginu „vildu einka- væða gróða ríkisfyrirtækja en þjóðnýta tapið". Kaldar kveðjur frá Guðna til bróð- ur hans í ungmennafélags- andanum. íslandi allt... Enn gétum við verið fyrst með bókafréttirnar. Mál og menning mun á næst- unni gefa út Ijóðabækur tveggja meistara. Annars- vegar er um að ræða Ijóða- þýðingar eftir Helga Hálf- danarson og hinsvegar Ijóðabók eftir Hannes Sigfússon. Bók Hannesar mun bera heitið Kyrjálaeidi... /^So, Ms. Clavell... Readany goodbooks. Idtply h i n u m i b g i n KmTrffjj yiTSamúú. t m 'I.TOrí má llf H H *n i § Eftir að hafa látið sér nægja leynda drauma í öll þessi ár lét Stebbi loksins tii skarar skríða gagnvart Gunnu bókaverði. Arnhildur Hreggviðsdóttir sölumaður: Já, svo sannar- lega. Kettir eru yndisleg dýr svo framarlega sem þeir míga ekki í híbýlum þínum. Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir nemi: Já, ég er mjög mikill kattavinur og á einn kött. ísleifur Þórhallsson nemi: Ég er að reyna að vera það en hef ofhæmi fyrir þeim. Ásgerður Júlíusdóttir nemi: Já, já. Það er allt í lagi með þá, greyin. Olga Þorsteinsdóttir nemi: Já, ég er mikill kattavinur. En mamma og pabbi munu aldrei leyfa mér að fá kött. v i t i m e n n 1§J Þegar Bjami Felixson íþróttafréttamaður RÚV sem iýsti leiknum var farinn að yfir- gnæfa leikmenn báðu ieikmenn hann að lækka róminn. íþróttafréttaritari Morgunblaösins í umsögn um handboltaleik Stjörnunnar og Vals. Leikiö var fyrir tómu húsi. Ber er hver að baki, sem á Björn að bandamanni. Mat Jóns Baldvins á samstarfinu viö Björn Bjarnason í síöustu ríkisstjórn. Helgarpósturinn. Nú er mikið talað um heilbrigðiskröfur til sláturhúsa eða innfluttra matvæla en svo virðist að engum hafi orðið meint af þessu áti á heimaslátruðu kjöti. Það segir sína sögu um þessar kröfur. Vilhjálmur Egilsson maelir meö heimaslátrun á fundi Verslunarráös. Mogginn í gær. Spurningin er hvort ekki sé hægt að fresta varnargarðinum og lifa af einhverja vetur með varfærni í byggðinni. Páll Pétursson félagsmálaráöherra um snjóflóðavarnir á Súöavík. Morgunblaðið. íslenskir fjölmiðlar og (sem er ófyrirgefanlegt) íslenskir menntamenn upphrópa Serba sem árásaraðila! Serbinn Predrag Djokic í lesendabréfi í Morgunblaöinu. Fáar hryssnanna fylfullar eftir samneyti við Viðar. Hvaö skyldi hann Viðar hafa átt aö gera við þessar hryssur? Fyrirsögn í DV í gær. A síðasta ári voru einnig erfiðleikar með notkun stóðhestsins eftir að sparkað var í skaufann á honum. Æ, æ, ó. Dagblaðið. Svo virðist að hugarástand flialdskurfa hafi breiðzt út meðal þjóðarinnar. Jónas Kristjánsson í leiðara DV í gær. fréttaskot úr fortíð Fjársjóðsleit á Þmgvöllum f gær var það þrekvirki unnið á Þing- völlum að maður kafaði í peninga- gjána og kom upp með peninga. Var það einn af nýju lögregluþjónun- um hér í bænum, Helgi Júlíusson að nafni. Kafaði hann þrisvar sinnum og kom upp með peninga í öll skiptin. Þykir það mikið þrekvirki að kafa í gjána, því að vatnið er eiturkalt og hefir það sjaldan verið gert áður. Alþýðublaðið, 11. ágúst 1941.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.