Alþýðublaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐID 5 ■ Gífurleg óánægja með ofurtolla ríkisins á innfluttar búvörur Framkvæmdin gengur þvertá markmið GATT -segir Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaður og formaður Alþýðuflokksins. Þess verður krafist að málið verði tekið aftur upp á Alþingi. „Það er grundvallarblekking þeg- ar ráðherrar ríkisstjórnarinnar halda því fram að þeir séu að framkvæma markmið GATT-samningsins hér á landi. Þetta er ekki rétt því hér er um að ræða pólitískar ákvarðanir innlendrar ríkisstjórnar um það að ganga gegn tilgangi GATT-samn- ingsins. Framkvæmdin hér er ekki í samræmi við það sem þetta er gert með öðrum þjóðum. Meira að segja í Noregi, sem er eitt mesta verndar- stefnuland í heimi, tók framkvæmd- in eitthvert tillit til neytenda," sagði Jón Baldvin Hannibalsson alþing- ismaður í viðtali við Alþýðublaðið. Nú er farið að reyna á fram- kvæmd GATT-samningsins og væri synd að segja að viðbrögðin hafi verið jákvæð. í ljós hefur komið að samningurinn eins og hann er fram- kvæmdur hér skilar engu sem máli skiptir fyrir íslenska neytendur, eins og Óskar Magnússon forstjóri Hagkaups komst að orði á fundi Verslunarráðs í vikunni. Alþýðu- sambandið og Vinnuveitendasam- bandið hafa sent frá sér harðorðar ályktanir gegn framkvæmd samn- ingsins. Stjórn Neytendasamtak- anna segir í ályktun sem samþykkt var á fundi í fyrradag að með fram- kvæmd GATT-samningsins hafi stjórnvöld fórnað hagsmunum fólksins fyrir þrönga sérhagsmuni ákveðinna framleiðenda. Stjórnin telur að stjórnvöld hafi brotið gegn ákvæðum GATT- samkomulagsins. Við lögðum fram skýrar tillögur „Það kemur æ betur í ljós með hverjum deginum sem líður að þeir sem ráða ferðinni í ríkisstjómarsam- starfinu varðandi framkvæmdina á GATT skáka mjög í því skjólinu að málið er flókið. Það er ekki bara al- menningur sem skilur málið tæpast. Ef marka má það sem hefúr komið ffá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins botna þeir ekki upp né niður í mál- inu,“ sagði Jón Baldvin. „Þeir hafa haldið því fram að fram- kvæmdin sé hin sama og hafði verið í undirbúningi í tíð fyrri ríkisstjómar. Staðreyndimar em aftur á móti aðrar. Undirbúningi var ólokið í tíð fyrri rík- isstjómar. Málið var til umfjöllunar í embættismannanefnd sem var á for- ræði forsætisráðherra. Embættismenn sem vom fulltrúar ráðherra Alþýðu- flokksins lögðu hins vegar ífarn skýrar tillögur: Bændum yrði í upphafi tryggð tollvemd sem byggðist á verð- jöfnun. Með verðjöfnun er átt við að brúa bilið milli virks innflutningsverðs erlendis frá og heildsöluverðs innan- lands. Síðan nytu innlendir aðilar fjar- lægðarvemdarinnar sem nemur á bil- inu tíu til þijátíu prósent umifam inn- lenda verðið. Fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Friðrik Sophusson, eða embættis- menn í hans nafni, hugsuðu á svipuð- um nótum en lögðu fram tillögu um tuttugu prósent aukna vemd umfram þetta. Kjami málsins í því var síðan sá að samkvæmt þessum tillögum báðum hefði þetta lækkað um 35 prósent á sex ára bili. Þá hefði öllum skilmálum verið fullnægt en skilaboðum komið á framfæri við innlenda aðila að nýta þessi sex ár til að búa sig undir sam- keppni,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son. vinning. Það kemur því engin sam- keppni út úr þessu. Meira að segja varðandi þetta lítilræði er fram- kvæmdin með þeim hætti að sam- keppni er útilokuð. Þessi framkvæmd er unnin af land- búnaðarkerfmu sjálfu. Landbúnaðar- ráðuneytið er bara útibú þess kerfis. Það var aldrei talað við neytendur eða fulltrúa verslunarinnar. I umfjöllun efnahags- og viðskiptanefndar um málið komu allir sem áttu við þetta að búa og sögðu að þetta væri ekki GATT heldur GABB. Þetta gengi þvert á yfirlýst markmið samnings- ins,“ sagði Jón Baldvin. Rakin ósannindi „Það er enginn að deila um að það átti að vera tollvemd í upphafi en hún átti að breytast á samningstímanum. Það er það sem þeir hafa komið í veg fyrir og því mun ekkert breytast. Það verður engin samkeppni sem knýr til breytingar í einokunarkerfinu. Þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra heldur því fram að GATT sé ekki um það að lækka vöruverð heldur aðeins að auka fjölbreytni er hann bara að staðfesta það sem hann sagði alltaf á síðasta kjörtímabili að hann botnaði ekki upp né niður í þessum deilum um landbúnaðarmál. Hann hefur aldrei botnað í þessu. Því er haldið fram að við séu að framkvæma þetta eins og allar aðrar þjóðir. Það eru rakin ósannindi. Evr- ópusambandið leggur á 20 prósent verðtoll en við 30 prósent og síðan svokallaðan magntoll. En þeirra magntollar eru brotabrot af því sem við emm að beita. í mörgum tilfellum fella þeir þá niður af vörum sem vega þungt í neyslu almennings. Þeir fella niður magntoll á nautakjöt, svínakjöt ber mjög lágan magntoll og tollurinn lækkaður í þrjú prósent. Kjúklingar em að meginhluta á núll tolli. Sömu- leiðis ostategundir sem vega þungt í neyslu. Að því er varðar þriggja pró- senta lágmarksaðganginn ber hann 32 prósent toll eins og hér. Hins vegar er hann ekki 32 prósent af 200 prósenta hámarksheimildum eins og hér heldur reiknast hann af rauntolli sem í flest- um löndum er á bilinu sjö til 15 pró- sent. Meðal annarra þjóða lækkar verð- tollurinn á aðlögunartímanum úr 20 prósénf í 12,8. Framkvæmdin er því allt önnur en hér. Hún er sveigjanleg, tekur tillit til sjónarmiða neytenda og lækkar mjög hratt á tímabilinu auk þess sem hún er með fullt af undan- þágum er varða þýðingarmiklar neysluvömr," sagði Jón Baldvin enn- fremur. Jón Baldvin Framkvæmdin útilokar samkeppni. Qfurtollar ráðherra. „Landbúnaðarráðherra vildi lög- festa svokallaðar tollbindingar. En tollbinding er hins vegar reiknings- dæmi. Viðmiðunarárin eru 1986-88 og viðmiðunin er tilbúið niðurgreitt heimsmarkaðsverð sem er allt annað en virkt viðskiptaverð sem íslendingar eiga kost á. lnnanlands er viðmiðunin heildsöluverð einokunarkeríisins sem í mörgum tilvikum er hærra en verð stórmarkaða. í þessu reikningsdæmi fá þeir ofurtolla á bilinu 300 og uppfyrir þúsund prósent. Svo reyna þeir að segja að það sé réttur Islendinga að gera þetta. En þetta er bara reiknings- dæmi um hver tollvemdin var meðan innflutningsbannið var í gildi,“ sagði Jón Baldvin. „Það er algjörlega sjálfstætt ákvörð- unarefni stjórnvalda hvort þau nýta þessar hámarksheimildir og fara upp í þakið eða hvort þau taka aðrar pólit- ískar ákvarðanir. Tillögur mínar og fjármálaráðherra voru auðvitað um það að hafa þetta miklu lægra og hefði samt dugað til að tryggja bændum tollvemd. A tímabilinu hefði hins veg- ar orðið einhver innflumingur. Fyrst á grundvelli gæða og síðan smám sam- an á grundvelli verðsamkeppni. En kerfið hefði verið knúið til breytinga," sagði Jón Baldvin. GATT verður GABB „Ráðherrar em alltaf að tönglast á þessum þrjú prósenta lágmarksinn- flutningi en gleyma því að 97% af markaðinum er þá lokaður áfram. En hvemig er framkvæmdin þar? Við sjá- um það núna. Þeir leita tilboða og Sláturfélag Suðurlands fær vemlegan skammt. Þar með geta þeir flutt inn í samkeppni við sjálfa sig. Tollamir á þessum lágmarksaðgangi em ofurháir eða á bilinu 60 upp í 260 prósent. í flestum tilvikum fer þetta umífam inn- anlandsverðið. Aðili sem er að vemda sína eigin framleiðslu og fær svona kvóta fer vitaskuld upp í innlenda verðið en fær svolítinn happdrættis- Málið tekið upp á ný „Við afgreiðslu málsins á Alþingi fluttum við Alþýðuflokksmenn tillög- ur um breytingar. Vildum lækka magntollana um 23 prósent og verð- tollana úr 30 í 20 prósent. Við lögðum til að á lágmarksaðganginum yrðu raunvemlega lágir tollar. Þessar tillög- ur vom felldar af stjómamieirihlutan- um. Nú getum við krafist þess að mál- ið verði tekið upp á ný í ljósi reynslu og flutt tillögur um lækkun á þessum tollum. Þar væri markmiðið bara eitt: Að tryggja að það verði lækkun á tímabilinu og fyrstu skrefin stigin í átt til þess að samkeppnin hafi áhrif. Koma þeim boðum til skila að þetta muni breytast. Það mun setja á stað feril þar sem bændur yrðu losaðir und- an kvótakerfinu og neytendur gætu smám saman átt von á verðlækkun,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. ■ 20. sept. 1995 Vinningstölur ViNNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆ< Á HVERN VINNING n63,6 1 108.250.000 EJ 5 af 6 Lfl+bónus 0 405.651 R1 5 af 6 5 63.740 Q 4 af 6 273 1.850 n 3 af 6 Efi+bónus 1.093 190 A>altölur: 25 30 46 BONUSTOLUR Heildarupphæ> flessa viku: 109.687.071 áisi, 1.437.071 UPPLtSlNGAR, SIMSVARI 91- 6ð 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT ME« FVRIRVARA UM PRENTVILLUR fór til Danmerkur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.