Alþýðublaðið - 22.09.1995, Side 4

Alþýðublaðið - 22.09.1995, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 m a n n a s i ð A, LÖGGILDING ARPRÓF Q FYRIR ÞÝÐENDUR Dagana 14. og 21. október 1995 verður haldið próf fyrir þýðendur sem vilja öðlast löggildingu sem skjalaþýðendur og dómtúlkar. Umsóknir berist dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í síðasta lagi föstudaginn 29. september 1995. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 21. september 1995. Alþýðublaðið rúminu Falleg Ijóðabók Guðrún Ásmundsdóttir leikkona á fjörutíu ára leikafmæli um þess- ar mundir. Hún fer með eitt aðalhlut- verkanna í verkinu Hvad dreymdiþig, Vaientína? sem verð- urfrumsýntá litla sviði Borgarleikhúss- insá sunnudags- kvöldið. Leikritið er eftir Ljúdmflu Raz- umovskjau, höfund Kæru Jelenu, sem var sýnt við miklar vinsældir í Þjóð- leikhúsinu fyrir nokkrum árum. Leik- stjóri er Hlín Agnarsdóttir og leik- endur auk Guðrúnar eru Sigrún Edda Björnsdóttir og Ásta Arnar- dóttir... Næstkomandi sunnudagskvöld verður bókmenntakvöld í Nor- ræna húsinu. Danska skáldið Gorm Henrik Rasmussen mun kynna verk sín og Einar Már Guðmundsson les upp eigin þýðingar á verkum Gorms. Þetta gerist fyrir hlé, en að því loknu ætla Gorm Henri, Einar Már og Magnux Gezzon (öðru nafni Magn- ús Gestsson) að lesa úrval eigin Ijóða... Furðuleikhúsið, í samvinnu við Leik- félag Akureyrar, sýnir á sunnudag og mánudag leikritið BéTveirí Sam- komuhúsinu á Akureyri. BéTveir er byggt á samnefndri bók Sigrúnar Eldjárn og fjallar um tvíhöfða geim- stráksem kemurtil jarðarinnar... A Asunnudaginn lýkur sýningum Ragnheiðar Hrafnkelsdóttur, Huldu Ágústsdóttur, Andreas Karl Schulze og Jóns Laxdal Hall- dórssonar i Nýlistasafninu. Sýning- arnar eru opnar daglega frá klukkan 14:00 til 18:00, þangað til á sunnu- daginn... Þór Stefánsson: Hjartarætur í snjónum. Ljóð. Teikningar: Helgi Gíslason. Goðorð 1995. Þetta er þriðja ljóðabók Þórs Stefánssonar og varðandi hinar tvær get ég tekið undir orð Erlend- ar Jónssonar sem tilfærð eru á bak- síðu þessarar: „Vissulega kveður hér við jákvæðari tón en tíðkast hefur undanfarna áratugi." Er þá átt við jákvæð viðhorf til lífsins og tilverunnar, því hér er lítið um heimsósóma eða ruddaskap. Ekki þarfyrir, jákvæð viðhorf ein og sér Jón Kjartansson frá Pálmholti skrifar eru ekki trygging fyrir góðum skáldskap. En það eru ruddaskapur og neikvæðni enn síður. Ljóð Þórs eru flest í „hefð- bundnum nútímastíT' hvað varðar mál og uppsetningu. Sér á báti er ljóðið í hringnum sem fjallar um nautaat, en ég minnist þess ekki að íslensk skáld hafi áður haft það að yrkisefni. Einnig síðasti kaflinn sem nefnist Flugur. Það eru stutt samþjöppuð ljóð án reglubundins forms, oft nefnd aforismar. Þetta hefur verið kallað hnit á íslensku og sýnist réttnefni, því formið ger- ir kröfur um hnitmiðun. Slík ljóð eru fátíð hjá íslenskum skáldum og má vera að hefðbundin vísnagerð komi þar við sögu. Aforismar hafa lengi tíðkast í okkar nágrenni, bæði hjá skáldum og heimspeking- um og má þar nefna ekki minni spámenn en Friedrich Nietzsche og Martin.Heidegger. Nokkuð eru flugur Þórs misjafn- ar, en þegar best lætur gæti hvaða höfundur sem er verið fullsæmdur af niðurstöðunni, og mér sýnist höfundi láta vel að tjá heimspeki- lega hugsun. Eg nefni: Lognið safnar kröftum í vindinn. Og Jafnvel ástin sem brást yljar hjartanu. Fátt er erfiðara en skrifa einfald- an stíl án þess úr verði flatneskja og hefur mörgum orðið hált á því. Þór Stefánsson sleppur býsna vel. Texti hans er yfirleitt vandaður og hnökralítill, ef undan er skilinn spákvennaaðallinn á blaðsíðu 39. Helst sakna ég meira áræðis og djarfari átaka við efniviðinn. Teikningar Helga Gíslasonar eru bókarprýði. á litlu sviðunum Ertu alltaf að missa af góðum leikritum? Með óskriftarkorti drífurðu þig í leikhúsið! Nýjung: Askriftarkort á Smíðaverkstæðið og Litla sviðið: Þrjár leiksýningar ab eigin vali kr. 3.840 ' Einnig afsláttur af öðrum sýningum á litlu sviðunum. ÞJÓDLEIKHÚSIÐ SIMI: 551 1200

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.