Alþýðublaðið - 22.09.1995, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 22.09.1995, Qupperneq 7
FOSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐHD 7 erlend hrinqekia Kolbrún Bergþórsdóttir er kattavinur - en Jóhannes Brahms dundaði við að drepa ketti nágranna sinna. Napóleon var dauðhræddur við kettlinga en besti vinur Churchill síðustu ár hans var kötturinn Jock... 10 frægir kattavinir 1. Raymond Chandler, bandarískur rithöfundur (1888-1959) A fjórða áratugnum átti Chandler svarta persneska læðu sem hét Taki. Hann talaði oft við hana eins og hún væri mennsk. Stundum sagði hann að hún væri ritari sinn því hún kom sér oft makindalega fyrir ofan á handritastafla hans. 2. Winston Churchill, breskur stjórnmálamaður (1874-1965) A síðustu árum sínum eignaðist Churc- hill kettlinginn Jock. Jock borðaði iðulega með húsbónda sínum, og Churchill sendi þjóna sína í leit að kettlingnum þegar honum láðist að skila sér í mat á réttum tíma. Jock var helsta gleði stjómmálaskörungsins á elliárum hans og svaf venjulega í rúmi hans. 3. Colette, frönsk skáldkona (1873- 1954) Aldrei voru færri en tíu kettir sem bjuggu á heimili skáldkonunnar í Suður-Frakklandi, og em þá undan- skildir flækingskettir og lánskettir. Colette skrifaði nokkur verk þar sem kettir komu við sögu og sagði oft að af köttum hefði hún lært sjálfstjóm og „sérstaka tegund af virðingar- verðu undirferli". 4. Samuel Johnson, enskur orða- bókarhöfundur (1709-1784) John- son hafði þann sið að fara sjálfúr og kaupa ostmr handa hinum elskaða ketti sfnum, Hodge, því hann óttaðist að ef hann léti þjóna sína gera sér ferðir eftir ostmnum myndu þeir fyll- ast andúðar í garð kattarins. 5. Leó XII, ítalskur páf! (1760- 1829) Micettó var læða sem fæddist í Vatíkaninu og ólst upp hjá Leó páfa. Hún var eftirlætisfélagi hans og hafðist við í fellingum á skikkjum hans. Þegar páfinn lést erfði franski rithöfundurinn Chateaubriand köttinn og tahð er að Micetto sé varðveitt uppstoppuð í kastala í Frakklandi. 6. Petrarca, ítalskt skáld (1304- 1374) Köttur Petrarca var besti félagi hans síðustu ár hans. Þegar Petraarca lést var kötturinn tekinn af h'fi og smurður. Á gröf hans er áletrun sem sagt er að skáldið hafi samið. Þar segir að kötturinn hafi verið önnur mesta ástin í lífi skáldsins. Hin var Lára, sem hann elskaði úr fjarlægð en eng- inn veit hver var, en ömggar heimildir em þó fyrir því að hún var ung stúlka, en ekki læða. 7. Edgar AHan Poe, bandarískur rithöfundur (1809-1849) Maðurinn sem skrifaði hryllingssöguna Svarti kötturínn var í reynd mikill kattarvin- ur. Hann og eiginkona hans höfðu kött sinn með sér hvert sem þau fóm. Þegar frú Poe var helsjúk af tæringu var köttur- inn við hlið hennar og gerði sitt besta til að halda á henni hita. 8. Richelieu, franskur kardínáli (1585-1642) Kardínálinn gerði eitt herbergja sinna að kattaathvarfi og þar höfðu tveir eftirlitsmenn þann starfa að fóðra ketti á kjúklingakjöti tvisvar á dag. Þegar kardínálinn lést hafði hann tryggt eftir- litsmönn- unum vænan líf- eyri. 9. Al- bert Schweitzer, franskur kristniboði og læknir (1875-1965) Schweitzer var einlægur dýravinur. I Affrkudvöl sinni eignaðist hann læðuna Sizi. Þótt Schweitzer væri örvhentur skrifaði hann oft lyfseðla með þeirri hægri þar sem Sizi þóknaðist einungis að sofa á vinstri handlegg hans og dýra- vinurinn vildi ekki ónáða hana. 10. Henry Wriothesley, jarl af Southampton, (1573-1624) Á síðustu stjómarámm Elísabetar 1. var jarlinn handtekinn og fluttur í Tower of London. Á óskiljanlegan hátt tókst ketti hans að lauma sér niður um skorsteininn og inn í fanga- klefa hans. Þegar jarlinn var laus úr haldi lét hann mála mynd af sér þar sem köttur- inn hugdjarfi sést greini- lega í bakgmnni. 5 frægir kattahat- arar 1. Jóhannes Brahms, þýskt tónskáld (1833-1897) Brahms var umsvifamik- ill kattahatari. Hann eyddi löngum stundum við glugga sinn með boga og örvar og miðaði á nágrannaketti. Hann náði umtalsverðri leikni í þessari drápsíþrótt. 2. Dwight D. Eisenhower, banda- rískur forseti (1890-1969) Eisenho- wer var gífurlega skapmikill maður. Hann hafði ekki einungis byssu við höfðalagið til að geta skotið á krákur sem dirfðust að valda honum ónæði á heimili hans í Gettysburg, heldur fyr- irskipaði hann að skjóta skyldi alla þá ketti sem sæjust á lóðinni. 3. Hinrík III, franskur konungur (1551-1589) Hinrik var staðfastur kaþólikki og í miklum ham þegar hann ofsótti minnihlutahóp mótmæl- enda í Frakklandi. En þegar hann sá ketti greip hann slfk hræðsla að hann féll í yfirlið. 4. Napóleon Bonaparte, franskur keisari (1769-1821) Einn hermanna keisarans var á leið framhjá svefnher- bergisdyrum Napóleons þegar hann heyrði þaðan áköf köll um aðstoð. Þegar hermaðurinn opnaði dymar sá harrn keisarann, fáklæddan og í svita- baði, þar sem hann stóð bak við gard- ínur og otaði sverði sínu að óvininum, sem reyndist vera agnarlítill kettlingur. 5. Frederick Sleigh Roberts, bresk- ur herforingi (1832-1914) Vegna af- burða frammistöðu í Afganistan og Búastríðinu var Roberts gerður að jarli og yfirmanni breska hersins. I stríði sínu við ketti beið hann hinsvegar ætíð ósigur. Þegar Roberts kom auga á ketti varð honum svo mikið um að hann átti í erfíðleikum með að anda. ■ Kolbrún Bergþórsdóttir kannaði hvað frægustu tugthúslimir sögunnar höfðu fyrir stafni þegar þeir voru handteknir r „Eg gef skákina" -sagði Menahem Begin þegar rússneskir lögreglumenn drógu hann burt. Oscar Wilde var á fylleríi en de Sade markgreifi sat á fundi. 1. Harvey Bailey (1889-?) Baily tókst árið 1930 að ræna tveimur milljón- um dollara úr banka, stærsm upphæð sem bankaræningja hafði nokkru sinni tekist að góma. Hann var, ásamt félögum sínum, að leika golf í golfklúbbi í Kansas þegar alríkislög- reglan handtók hann. 2. Menahem Begin (1913- ) Maður- inn sem átti eftir að verða forsætis- ráðherra ísraels og friðarverðlauna- hafi Nóbels var árið 1940 svo virkur í síonstahreyfingunni að ýmsum þótti það til ama. Þann 20. septem- ber var hann að tefla skák við eigin- konu sína á heimili þeirra í Litháen, þegar rússneskir lögreglumenn réð- ust inn og tóku hann höndum. Um leið og Begin var dreginn burt kall- aði hann til konu sinnar: „Eg gef skákina." 3. Elmer „Trigger“ Burke (1917- 1958) Árið 1946 framdi glæpahund- urinn Burke eitt af fjölmörgum rán- um mínum. Hann stóð með byssu í hendi fyrir framan áfengisverslunina sem hann hafði rænt og blaðaði í seðlabunkanum sem honum hafði nýlega hlotnast, þegar lögreglumað- ur sem leið átti um handtók hann. 4. Alexander Dubcek (1921-1993 ) Þann luttugasta ágúst árið 1968 var hinn frjálslyndi aðalritari tékkneska kommúnistaflokksins á fundi með öðrum ráðamönnum þegar fréttir bárust um að sovéskur her hefði ráð- ist inn í landið. Skömmu síðar komu rússneskir fallhlífahermenn inn í bygginguna og handtóku Dubcek þegar hann var um það bil að svara í síma. Síminn var rifinn úr höndum hans og skorið á símasnúruna. 5-6. Emily Harris (1947-) og Willi- am Harris (1945- ) Hryðjuverka- hjónin höfðu meðal annars staðið að ráni á milljónaerfmgjanum Patriciu Hearst, sem gekk sfðan sjálfviljug til liðs við þau í ýmsum óhæfuverk- um. Þann 18. september voru þau hjón á skokki í átt að íbúð sinni í San Fransisco þegar lögregla vopnuð haglabyssum og vélbyssum handtók þau. 7. Patricia Hearst (1954- ) Þann 18. september var Patricia Hearst í íbúð í San Fransisco, nánar tiltekið í eld- húsinu á tali við kunningjakonu sína og félaga í hryðjuverkasamtökum, þegar alríkislögreglumaðurinn Tom Padden otaði byssu sinni inn um bakglugga og kallaði: „Hreyfðu þig ekki eða ég skýt af þér hausinn." Patriciu brá svo að hún pissaði í buxumar. Henni var leyft að skipta um föt áður en farið var með hana af vettvangi. 8. Nína Housden (1919- ) Nína var í fastasvefni í framsæti biffeiðar sinn- ar, sem verið var að dytta að á bif- reiðaverkstæði, þegar lögreglumenn handtóku hana fyrir morð. Þeir höfðu komið auga á sundurlimað lík eiginmanns hennar f aftursætinu, vafið inn í jólapappír. 9. James Earl Ray (1928- ) Árið 1952 í Chicago rændi James Earl Ray leigubflstjóra og hafði rúma ell- efu dollara upp úr krafsinu. Á flótta undan lögreglu hlaup hann inn f blindgötu en ætlaði að forða sér með því að stökkva yftr grindverk. Hann hrasaði illa í stökkinu, þeyttist gegn- um glugga á kjallaraíbúð og hafnaði í stórum þvottabala. Þar kom lög- reglan að honum. Sextán árum síðar myrti James Earl Ray hinn valin- kunna jafnaðarmann og friðarsinna Martin Luther King. 10. Maximilien Robespierre (1758- 1794) Árið 1974 var einvaldurinn og ógnvaldurinn á einum sinna fjöl- rnörgu funda ásamt fylgismönnum sínurn, þar sem hann fór geyst og krafðist handtöku pólitískra and- stæðinga sinna. Hann hafði vart lok- ið máli sínu þegar hann var handtek- inn fyrir landráð. Daginn eftir var hann hálshöggvinn. 11. Julius Rosenberg (1918-1953) 17 júlí 1950 voru Julíus og Ethel Ro- senberg að hlusta á Lone Ranger í útvarpinu þegar alríkislögreglumenn börðu að dyrum og handtóku Julius vegna njósna hans í þágu Sovét- manna. Ethel var handtekin örfáum vikurn síðar. Eins og kunnugt er voru hjónin síðar tekin af lífi vegna starfa sinna fyrir Sovétstjóm. 12-13. Nicola Sacco (1891-1927) og Bartolomeo Vanzetti (1888-1927) Sacco og Vanzetti voru á heimleið með sporvagni þegar lögreglan handtók þá. I umdeildum réttarhöld- um vom þeir ákærðir fyrir rán og morð og dæmdir til dauða. Dauða- dómamir vöktu mótmæli um allan heim. 14. Marquis De Sade (1740-1814) Árið 1801 var De Sade á fundi með útgefanda sínum þegar lögreglan kom og handtók hann fym klámskrif og siðlausar athafnir. Utgefandinn hafði tilkynnt lögreglunni hvar De Sade væri að finna. 15. John Seadlund (1910-1938) Eftir að hafa rænt og myrt vellauðugan verksmiðjueiganda árið 1937 fann alríkislögreglan Seadlund ári síðar þar sem hann var að veðja tíu dölum á veðreiðum í Kalifomíu. 16. Oscar Wilde (1854-1900) Árið 1895 sat fagurkerinn og orðsnilling- urinn að ljúfri drykkju og góðu spjalli við elskhuga sinn Alfred Douglas lávarð á Cadogan hótelinu í London þegar lögreglufulltrúi frá Scotland Yard handtók hann fyrir saurlifnað. ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.