Alþýðublaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n i r
Allir töluðu alvarlegum rómi og áttu það
sameiginlegt að augnaráðið var staðfast en
sorgmætt. Hvað er að? spurði barnið ég.
Afi leit á mig alvarlegur og sagði: Það er
verkfall. Er það sorglegt? spurði ég.
Já það er sorglegt, svaraði hann.
Afi minn heitinn, Amór Kristjáns-
son, varði lífsstarfi sínu í verkalýðs-
baráttu á Húsavík norður. Hann var
svona ósköp blátt áfram erfiðismaður.
Þeir kölluðu hann komma og víst
hreifst hann eins og svo margir aðrir
af draumalandi verkalýðsins austur í
sovét. En allt var það meira eins og
draumur sem þjónaði svipuðum til-
gangi í daglegu lífi húsvískra dag-
launamanna og huldufólkssögur í
hvunndagsbasli íslenskrar alþýðu
höfðu gert um aldir. Eitthvað til að
hvfla hugann við að lokinni önn dags-
ins, vekja sér von um annað og betra
Pallborðið |
h'f. Þetta var vel að merkja tyrir daga
sjónvarpsins og sápuópera Holly-
wood. Bryggjukommarnir sem hann
afi minn tilheyrði vom engir bóka-
menn. Hagfræðin og fínni blæbrigði
hinnar kommúnísku kenningar voru
þeim lítt hugstæð. Þannig sagði afi
mér að hann hefði aðeins lesið eina
bók um ævina, Sögur af séra Jón-
mundi.
En það breytti engu um það að
hann var ódeigur og steíhufastur bar-
áttumaður bættra kjara launafólks.
Hann og félagar hans gengu til leiks-
ins með réttlætiskenndina að vopni.
Samhugur var þeim ekki áunninn
launaður eiginleiki heldur lífsstfll, til-
orðinn í erfiðleikum lífsbaráttunnar.
Þeir sátu ekki í launuðum stjórnar-
stöðum lífeyrissjóða, þeir skópu þá
sem tæki til samhjálpar. Þeir sáu ekki
verkalýðsbaráttuna fólgna í því að
flytja orðstórar en innantómar ræður á
torgum og láta lýðinn hylla sig. Þeirra
stríð var barátta dagsins: á bryggju-
sporðinum, í fiskiðjuverinu, síldar-
planinu og hvar sem daglaunamenn
Kaupfélagsins vom að störfum. Verk-
föll vom þeim ekki tæki til kúgunar,
heldur afleiðing þess að þeim hafði
mistekist, mistekist að sína atvinnu-
rekandanum fram á með rökum að
kröfur þeirra væm réttlátar. Eg á mér
bemskuminningu um eldhúsið hjá afa
og ömmu, troðið af verkaköllum og
konum. Sumir sátu á eldhúskollunum
aðrir lágu tvist og bast um gólfið: and-
rúmsloftið var þmngið spennu. Allir
töluðu alvarlegum rómi og áttu það
sameiginlegt að augnaráðið var stað-
fast en sorgmætt. Hvað er að? spurði
bamið ég. Aft leit á mig alvarlegur og
sagði: Það er verkfall. Er það sorg-
legt? spurði ég. Já það er sorglegt,
svaraði hann og hélt áfram að ræða
við fólkið í eldhúsinu.
Slíkt var viðhorf þeirra til barátt-
unnar. Þau voru þess fullkomlega
meðvituð að þetta var ekki bara þeirra
stríð heldur ekki síður orrusta fyrir
framtíðina. Fyrir bættum hag barna
sinna og bamabama. Þessu fólki var
ókunnugur sá hugsunarháttur að
skuldsetja afkomendur sína. Fyrir þá
skildi búið í haginn.
Blítt frítt, sagði afi minn þegar hlut-
imir gengu upp og vel lá á honum. Eg
velti fyrir mér hvaða orð hann hefði
um frammistöðu sporgöngumanna
sinna í verkalýðsbaráttunni.
Auðvitað geri ég mér grein fyrir
því, að kringumstæður á vinnumark-
aðnum vom um flest ólíkar á dögum
frumherjanna og nú. Hlutirnir voru
einfaldari, andstæðumar skarpari og
óréttlætið brann á þeim sem skópu
umbætumar. Þar er ef til vill kominn
mergur málsins. Einfaldleikinn þykir í
listum heilladrýgstur. Því skildu önnur
lögmál gilda um atvinnuh'f og verka-
lýðsbaráttu? Einhver hvíslaði að mér
að á þingi Alþýðusambands Islands
árið 1958 hefði verið samþykkt álykt-
un í þá vem að vinna að því að taka
upp vinnustaðasamninga. Það var líka
eitt af hugsjónamálum Vilmundar
heitins Gylfasonar alþingismanns. Er
ekki orðið tímabært að skoða þessa
leið? Færa þannig kjarabaráttuna nær
vettvangi? Tengja betur saman af-
komu fýrirtækja og afkomu launþega?
Kannski myndi framleiðni vaxa? Er
hér komið tæki til að brjóta niður þá
svívirðu sem launamunurinn í samfé-
laginu er? Eitt er víst, að ekki verður
lengur unað við ástandið eins og það
er og lýsir sér meðal annars í því að fs-
lenskt fiskverkafólk flytur nú umvörp-
um til Hanstholm á Jótlandi þar sem
laun þess eru margfalt hærri en við
sambærileg störf hér á landi.
Hætt er við að jarðsambandslausir
verkalýðsrekendur nútfmans verði
ekki ginnkeyptir fyrir hugmyndum
um breytingar á ríkjandi ástandi. Því
verður að höfða til réttlætiskenndar al-
þingismanna. Að þeir sýni nú dug sinn
og breyti óviðunandi ástandi í blítt
frítt.
JÓN ÓSKAR
v i t i m e n n
Ég er einn af þeini sem hef
verið hundóánægður með starf
og stefnu flokksins í mörg ár.
Ég er einn af þeim sem einu sinni
var virkur í flokknum en hef
ekki starfað þar lengi.
Ari Skúlason framkvæmdastjóri ASÍ
aÖ skrifa meðmælabréf með Margréti
Frímannsdóttur í formannsslag alþýðubanda-
lagsmanna. Vikublaðið.
Alþýðubandalagið hefur um
alllangt skeið átt í innbyrðis erjum
af ýmsum toga, sem vissulega
hafa staðið því fyrir þrifum.
Bréf Helga Seljans fyrrverandi'alþingismanns
og fleiri þarsem mælt er með Steingrími J. Sig-
fússyni í formannsslagnum. Vikublaðið.
Hef ekkert á móti því að
líkjast Póstinum Páli.
Páll Pétursson í ítarlegu viðtali íTímanum
á laugardag.
Reagan fletti miðum sínum
þarsem á var að finna áletranir.
Þeir rugluðust saman og nokkrir
duttu af borðinu. Hann byrjaði að
raða þeim uppá nýtt og reyndi að
finna svör við spumingum mínum;
tókst það þó ekki.
Morgunblaðið birti kafla úr nýjum
endurminningum Gorbatsjovs þarsem hann
fjallar um Reykjavíkurfundinn. Frásögnin bendir
til þess að Bandaríkjaforseti hafi fengið
Alzheimer mun fyrr en haldið var.
Fá 40 þúsund í makalífeyri
eftir 10 daga þingsetu.
Morgunblaðið á sunnudag skýrði
frá hlunnindum varaþingmanna.
Hún verður að átta sig á valdinu
sem hún hefur yfir karlmönnum
og hversu auðveldlega þeir fara
að hegða sér einsog bjánar.
Breska blaðið The Sun að leggja
Díönu prinsessu lífsreglur. DV í gær.
fréttaskot úr fortíð
Hefnd fflsins
í sirkus í London er ffll sem er í
miklu eftirlæti meðal sirkusgesta.
Ffllinn sýnir allskonar töfrakúnstir og
„líkamsæfmgar11. A sýningu nýlega,
þegar ffllinn kom nálægt áhorfenda-
bekkjunum, bar svo við, að hrekkja-
lómur nokkur stakk fflinn í ranann
með nál. Ffllinn, sem er vel vaninn,
lét ekki á neinu bera meðan á sýning-
unni stóð. En að sýningunni lokinni
gekk ffllinn fram með áhorfenda-
bekkjunum, 'uns hann fann syndasel-
inn. Tók hann manninn upp með
rananum og þeytti honum langar leið-
ir, og lá hami þar í óviti. Fólkið varð
gripið skelfingu, en ffllinn gekk inn
til sín að loknu þessu þrekvirki.
Sunnudagsblað Alþýðublaðsins,
7. apríl 1935.
h i n u m e g i n
"FarSide” eftir Gary Larson
Stuðningsmenn Margrét-
ar Frímannsdóttur í
formannsslagnum í Alþýðu-
bandalaginu létu Gallup
gera skoðanakönnun um
stuðning við hana og Stein-
grím J. Sigfússon.
Skemmst er frá því að segja,
að Margrét nýtur öllu meiri
vinsælda en Steingrímur,
bæði utan Alþýðubanda-
lagsins og innan. Þannig
kváðust mun fleiri stuðn-
ingsmenn annarra flokka
geta hugsað sér að kjósa Al-
þýðubandalagið undir for-
ystu Margrétar en Stein-
gríms. Við vitum að könnun-
in olli talsverðum titringi í
herbúðum Steingríms, en
liðsmenn Margrétar hafa í
hyggju að senda niðurstöð-
urnartil allra alþýðubanda-
lagsmanna...
Það kom mörgum í opna
skjöldu þegartilkynnt var
að Viðar Eggertsson yrði
næsti leikhússtjóri Leikfélags
Reykjavíkur, enda var hann
eini umsækjandinn sem
hafði óskað nafnleyndar.
Fæstir efast hinsvegar um
að Viðar sé rétti maðurinn í
starfið enda hefur hann náð
góðum árangri hjá Leikfélagi
Akureyrar, og þykirfrumleg-
ur, áræðinn og laginn í því
að laða það besta fram hjá
fólki. Viðar er nú að hefja
þriðja og síðasta ár sitt hjá
Leikfélagi Akureyrar: hann
mun á næstunni stíga á svið
í fyrsta sinn og leika sjálfan
Drakúla í viðamikilli sýningu.
Það var því ekki öldungis að
ófyrirsynju sem Hallmund-
ur Kristinsson smiður og
leikmyndateiknari hjá Leikfé-
lagi Akureyrar kastaði fram
þessari stöku þegar hann
frétti af ráðningu Viðars í
stól Borgarleikhússtjóra:
Lengur ei virðist hjá okkur una
- því er nú ver.
í Borgarleikhúsi er betra og
meira
blóð en hér.
Umræður um stefnuræðu
Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra fara fram í
kvöld. Alþýðuflokkurinn teflir
fram fjórum ræðumönnum:
Rannveigu Guðmunds-
dóttur, Guðmundi Árna
Stefánssyni, Lúðvík Berg-
vinssyni og Ástu B. Þor-
steinsdóttur. Ásta er vara-
þingmaður í Reykjavík og
mun eiga sæti á Alþingi
næstu tvær vikur, meðan
Jón Baldvin Hannibalsson
flokksformaður er í útlönd-
um...
r
IVikublaðinu, málgagni Al-
þýðubandalagsins, lesum
við að Friðrik Friðriksson
eigandi Almenna bókafé-
lagsins hafi verið kærður til
Rannsóknarlögreglu ríkisins
fyrir meint brot á tékkalög-
um. Friðik, sem einnig átti
Pressuna sálugu, mun hafa
greitt Jónasi Sen pistlahöf-
undi og píanóleikara með
innistæðulausum ávísunum
fyrir greinaskrif í blaðið.
Vikublaðið segir að í héraðs-
dómi hafi málinu verið frest-
að þangað til föstudaginn 6.
október. Okkar heimildir
herma að sættir kunni að
nást í málinu fyrir þann
tíma...
Náð'enni Staffan! Hún er greinilega af Vespula- tegund
og úff, hún virðist svooo sannarlega bááálvooond!
f i m m
förnum veg
9 Ætlar þú að fylgjast með þingstörfum í vetur?
Anna Guðrún Stefáns- Rannveig Eva Karlsdóttir
dóttir nemi: Ég mun fylgjast nemi: Jájá, ég reyni að gera
eitthvað með þeim, aðallega í það í gegnum fjölmiðla.
fféttum.
Gunnar Börkur Jónasson Agnes Benediktsdóttir
kennari: Já, eflaust einsog nemi: Nei, ég hef engan tíma
venjulega. og lítinn áhuga.
Þorvaldur Auðunsson
nemi: Nei, ég býst ekki við
því.