Alþýðublaðið - 05.10.1995, Page 2

Alþýðublaðið - 05.10.1995, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 s k o ð a n i r AMBllDID 20996. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Fagurgali og fjárlög Þrír kátir karlar héldu blaðamannafund í ráðherrabústaðnum í fyrradag. Af myndum að dæma léku Davíð Oddsson, Friðrik Sophusson og Hall- dór Ásgrímsson á als oddi þegar þeir kynntu fjárlagafrumvarp sem felur í sér aukna skattheimtu, niðurskurð á verklegum framkvæmdum og stór- felldar álögur á þá sem síst era áflögufærir. Það hlýtur að hafa verið sér- stæð lífsreynsla fyrir kjósendur Framsóknarflokksins að sjá flokksfor- manninn brosa út í bæði þegar hann kynnti aðgerðir sem fela í sér, sam- kvæmt mati Benedikts Davíðssonar forseta ASÍ, að 900 manns missa at- vinnuna. Nú era framsóknarmenn að sönnu ekki þekktir fyrir stálminni þegar kosningaloforð era annarsvegar, en flestum öðrum er í fersku minni að flokkurinn lagði ofúráherslu á atvinnumál fyrir aðeins sex mánuðum. Al- þýðublaðinu er ljúft að rifja upp auglýsingatexta sem birtist ásamt flenni- stórri ljósmynd af Halldóri Ásgrímssyni: „Sönn velferð byggist á því að fólk hafi atvinnu og viðunandi afkomu. Til aldamóta þarf að skapa 12.000 ný störf svo atvinnuleysinu verði útrýmt. Þau verða ekki til nema ríkis- valdið stuðli að myndun þeiira og hjálpi til við að leita nýrra leiða.“ Vera kann að hugmyndaríkir auglýsingamenn úti í bæ hafi samið þenn- an texta; alltjent virðast framsóknarmenn ekki taka mikið mark á sex mánaða gamalli yfirlýsingu sinni um að ríkisvaldið eigi að stuðla að myndun nýrra starfa. Þvert á móti. Menn minnast þess ekki heldur að framsóknarmenn hafi lofað að standa fyrir árásum á öryrkja og ellilífeyr- isþega. Sú er hinsvegar raunin í fjárlagafrumvaipinu. Af þessum hópum á að hirða 450 milljónir. Þetta hefur verið kallað að ráðast á garðinn þarsem hann er lægstur: framsóknarmenn geta kannski útskýrt hvemig það sam- rýmist loforðum þeirra um að veita auknu fé í velferðarkerfið. Kosningabarátta Framsóknarflokksins var snoturlega útfærð í alla staði. Auglýsingaherferð þeirra miðaði að því að markaðssetja Framsókn sem ábyrgan stjómmálaflokk sem léti sig hag hvers og eins varða. Aldrei hef- ur nokkur flokkur lofað jafnmörgum jafhmiklu á jafnskömmum tíma. Ör- fá dæmi: Skattalækkanir, launahækkanir, útrýming atvinnuleysis, afnám þjónustugjalda, stórfelld framlög til menntamála. Og í einstökum kjör- dæmum gáfu ffambjóðendur flokksins út sína prívat loforðalista. Núver- andi þingmaður flokksins í Reykjavík kvaðst til að mynda ætla að beijast gegn virðisaukaskatti á bókum og ofbeldi á heimilum: um Reykjanes branaði leðurklæddur verðandi þingmaður á mótorhjóli og boðaði nýja sjávarútvegsstefhu. Loforðafyllerí Framsóknar virðist því miður hafa endað í einu allsherjar óminni. Þegar báhllir trillukarlar á Áusturvelli hermdu kosningaloforðin uppá Siv Friðleifsdóttur í vor sagði hún ráðvillt: Ég man ekki eftir að hafa gefið öll þessi loforð(!) Minni Halldórs Ásgrímssonar virðist engu betra. Hann treystir greini- lega á þá kenningu, að kjósendur séu jafnvel enn gleymnari en stjóm- málamenn. Ef Halldór skyldi finna í einhveiju gömlu rash kosningastefhu Framsóknar, er ekki að vita nema hann rekist á þessi orð sem eftir honum vora höfð í vor: „Við viljum markvissa sókn til að efla atvinnulífið og skapa ný störf. Þú getur treyst því að við munum taka til hendinni." Kannski límr Halldór svo á, að það þurfi sérstaka afreksmenn til að uppræta á einu bretti 900 störf. Annað Uggur að minnsta kosti ekki eftir Framsókn - nú þegar þeir hafa „tekið til hendinni“ í hálft ár. Suðupottur Forseta Makedómu, Kiro Gligorov, var sýnt banatilræði í höfuðborg- inni Skopje í fyrradag. GUgorov, sem kominn er undir áttrætt, komst lífs af og virðist því enn um sinn geta haldið um stjómartauma einhvers ólán- samasta ríkis Evrópu. Makedónía var eitt af sex lýðveldum Júgóslavíu sálugu og lýsti yfir sjálfstæði fyrir þremur áram. Allar götur síðan má segja að landið hafi verið í gíslingu íjandsamlegra nágranna. Landamæri Makedóníu liggja að Serbíu, Búlgaríu, Albaníu og Grikklandi. Samskipti Makedóníu, lítils landlukts ríkis með tvær mUljónir íbúa, við nágrannarík- in era vægast sagt stirð: Serbar kalla Makedómu sjaldan annað en Suður- Serbíu, Búlgarar líta svo á að Makedóníumenn séu í reynd búlgarskir, Al- banir gera tilkall til landsvæða og halda því fram að tölur um fjölda Al- bana í Makedóníu séu falsaðar; og Grikkir hafa staðið í vegi viðurkenn- ingar ríkisins af því þeir líta svo á að verið sé að stela af þeim arfleifð Al- exanders sáluga mikla Makedóníukonungs. Uppá síðkastið hefur verið að rofa til. Bandaríkjamenn hafa mjög beitt sér fyrir sátt millum Grikkja og Makedómumanna, og þeir hafa nokkur hundrað manna ffiðargæslulið í landinu. Takist ekki að koma í veg fyrir átök á þessu svæði er næstum óhjákvæmilegt að nágrannaríkin skerist í þann blóðuga leik. Afleiðingamar gætu orðið skelfilegar. Það er því full ástæða til að óska hinum 78 ára gamla Gligorov góðs bata og giftu. ■ Umbóta er þörf „Forsenda fyrir endurreisn Alþýðuflokksins er sú að flokksmenn hætti að segja þjóðsögur um sjálfa sig og takist á við veruleikann eins og hann er. Það stoðar lítt að gráta ósanngirni heimsins. Eigin ófarir eru ekki alltaf öðrum að kenna. Alþýðuflokkurinn þarf að líta í eigin barm." Island er land stöðnunar og hag- vaxtarleysis - hvað sem tímabundnum Smugugróða líður. Þetta eru ekki nýj- ar fréttir: Þetta hefur verið svona um áraraðir. Afleiðingamar eru versnandi kjör, fólksflótti og aukið atvinnuleysi. Síðasta ríkisstjóm reyndi að bregðast við þessu með því að halda genginu lágu og tryggja stöðujgleika, en það hefur ekki dugað til. Astæðan er ein- föld: íslenskt atvinnulíf býr við lang- varandi og illvíga skipulagsbresti sem ekki hefur verið tekist á við af fullri hörku. Kvótakerfi til sjávar og sveita ber þar auðvitað hæst. Síðasta ríkisstjóm byrjaði feril sinn á því að takast á við sjóðasukk og sór þess heit að aldrei skyldi hún beita „sértækum" aðgerðum í atvinnumál- um. Þegar upp var staðið var aðeins gruflað á yfirborðinu. Fyrirheitin fóm ýmist fyrir lítið eða ristu ekki nægjan- lega djúpt. Stöðugleiki stöðnunar Nú er sest að völdum ríkisstjórn sem hefur óbreytt ástand á dagskrá sinni. Breytingum á bankakerfinu er að vísu lofað, en óvíst er hvort af þeim verður og hvort samsvarandi breyting- ar á sjóðakerfi atvinnulífsins fylgja í kjölfarið. Stöðugt er klifað á stöðug- leikanum. Herða má að h'fskjöram al- mennings og skera niður í menntun og velferðarþjónustu - allt í nafiii stöðug- leika. Stöðugleikinn einn dugar þó ekki: kerfisbreyting verður að fylgja með. Öðruvísi verður vítahringur stöðnunarinnar ekki rofinn. Pólitísk orðræða á fslandi er meira og minna einfeldningsleg umræða um stöðugleika sem upphaf og endi á markmiðum ríkisins í efnahagsmál- um. Hagvaxtarleysið og versnandi lífskjör þjóðarinnar í samanburði við nágrannaríkin hljóta þó fyrr eða síðar að breyta umræðunni. Oánægja ai- mennings hlýtur á endanum að þrýsta á samtök launafólks að krefjast upp- stokkunar. Óánægjan gæti einnig leitt til þess að stöðugleikinn hverfi, sem væri í sjálfu sér slæmt en gæti opnað augu manna fyrir þeirri þröngu sýn á vandamál þjóðarinnar sem umræðan um stöðugleikann hefúr byggst á. Óstjórn og stefnuleysi Efnahagsstjórnun hér á landi síð- ustu áratugi hefur verið hneyksli. Af þessu súpum við nú seyðið. Þegar síð- asta ríkisstjóm steig á bremsumar og stöðvaði erlenda skuldasöfnun komu nýju fötin keisarans auðvitað í ljós. Ofveiði og erlend lán héldu hér uppi fölskum ltfskjöram um árabil. Harðs- víruð hagsmunasamtök halda hér við skipulagi sem kemur í veg fyrir að við náum okkur upp úr hjólförunum. Al- mannahagur víkur fyrir sérhagsmun- um. Stjómkerfið - og þá alveg sérstak- lega stjómmálaflokkamir - hefur ekki reynst fært um vitlega stefnumótun til langs tíma. íslenski stíllinn í stefnu- mótun fellst í því að láta reka á reiðan- um og bregðast síðan við aðstæðum af karlmennsku, - takast á við vandann af ábyrgð og festu, eins og það heitir. Að sumu leyti er þetta hlálegt ástand, þó ungu fólki sé ekki hlátur í huga þegar ástandið er skoðað, heldur svart- sýni og vonleysi. Verði ekkert að gert blasir atgervisflótti ungs fólks við þjóðinni. Hlutverk Alþýðuflokksins Alþýðuflokkurinn má eiga það, að hafa skýra stefnu á sumum sviðum. þó ekki fari alltaf saman orð og athafnir. Atgervisskortur og trúverðugleika- brestur era veikleikar flokksins og því hefur hann ekki náð umtalsverðu fylgi við stefnu sína. Á góðum stundum ylja flokksmenn sér við þá mýtu að fiokkurinn sé umbótaflokkur og þess vegna lítill og umdeildur. Þetta er rangt. Umbótahugmyndir hafa ekkert með h'tið fýlgi að gera. Þvert á móti. I margra huga er Alþýðuflokkurinn - því miður - lítið og spillt klíkubanda- lag; „Litla Ítalía" eins og Ólafur Ragn- ar Grímsson kallaði Alþýðuflokkinn einhveiju sinni. Forsenda fyrir endurreisn Alþýðu- flokksins er sú að flokksmenn hætti að segja þjóðsögur um sjálfa sig og takist á við veruleikann eins og hann er. Það stoðar lítt að gráta ósanngimi heims- ins. Eigin ófarir eru ekki alltaf öðram að kenna. Alþýðuflokkurinn þarf að líta í eigin barm. Það er til mikils að vinna. fsland þarfnast róttækrar umbótastefnu. Jarð- vegurinn er fyrir hendi. En vilji Al- þýðuflokkurinn stuðla að róttækum og nauðsynlegum umbótum á íslensku þjóðlífi er rétt að hann byrji á sjálfum sér. ■ Höfundur er stjórnmálafræöingur. daaatal 5. október Atburðir dagsins 1880 Tónskáldið Jacques Of- fenbach deyr. 1908 Búlgarar lýsa yfir sjálfstæði frá Tyrkj- um. 1963 Hljómar léku í fyrsta sinn opinberlega, í Krossinum í Njarðvík.1970 Anwar Sadat verður forseti Egyptalands í stað Nassers. 1984 Eirtkur J. Eiríksson og Kristín Jónsdóttir gáfu bókasafninu á Selfossi bókasafn sitt, sem taldi 30 þús- und bindi. Afmæiisbörn dagsins Donald Pleasance 1919, breskur skapgerðarleikari. Vaclav Havel 1936, leikrita- höfundur og forseti Tékklands. Bob Geldof 1954, írsk rokk- stjama. Annálsbrot dagsins Konu var þá drekkt á alþingi, úr ísafjarðarsýslu; hún hét Borgný Brynjólfsdóttir; hún átti bam við hálfbróður sínum Torfa Brynjólfssyni; hann strauk. Grimsstaðaannáll 1687. Atvinnugrein dagsins Fjölmargir þeirra sem nú ein- beita sér að lestri og skrifum ættu fremur að rækta kanínur. Edith Sitwell, 1923. Málsháttur dagsins Hver annan vill ofan ríða, fell- ur tíðum sjálfur úr söðli. Skemmtilegheit dagsins Stjórnmál eiga að vera skemmtileg - stjómmálamenn hafa engan rétt á því að vera grobbnir og yfirlætisfullir. Um leið stjórnmál verða leiðinlcg þá er lýðræðið í hætti. Enoch Powell, 1965. Orð dagsins Þú ert sú draumur sem dregur mig dœgurrykinu frá, þú erl það Ijóð sem mér lyfrir f Ijóshvolfin skínandi há. Jónas Guðlaugsson. Skák dagsins Ungversku stórmeistararnir Grozpeter og Fortintos hafa aldrei náð í fremstu röð, en hafa átt sínar sælu sigurstundir. Þeir mættust 1979, Forintos hefur svart og á leik og knýr Grozpet- er til uppgjafar með tkeimur ár- angursríkum leikjum. Svartur leikur og vinnur. 1. ... De4! Það stríðir mjög gegn skapgerð hins hægláta Forintosar að fóma drottningu, en hér hefur hann æma ástæðu. Drepi hvítur mátar svartur í næsta leik. 2. f4 f5 og nú gafst Grozpeter upp: hann gctur ekki valdað hrókinn á dl.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.