Alþýðublaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTOBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Kratinn sem varö aö afturhaldsmóra „Þegar jafnaðarmenn spígspora fram og aftur blindgötur fordóma og heiftúðugs afturhalds og virðast una sér svo dável á þeirri spásser- ingu að þeir umturnast í öllum málflutningi, þá er orðið tímabært að vísa þeim leiðina heim." Á ísafirði leikur afturhaldsmóri lausum hala og andskotast að vild í Vestfirska fréttablaðinu, um leið og hann kennir sig við jafnaðarstefnu. Tilefni til ólátanna fann hann í þeirri hugmynd ísfirskra bæjaryfrrvalda að veita erlendum flóttamörmum hæli, en þau segja skyldu okkar Islendinga að liðsinna fólki í neyð. Þar sem þetta er einangrunarsinnaður móri fannst hon- um, eðli sínu samkvæmt, hugmyndin hin mesta svívirða. fra^rðið | Móri þessi gegnir nafninu Gísli Hjartarson, og er varabæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á Isafirði og ritstýrir einnig málgagni Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, Skutli, sem á sér glæsta fortíð og var á sínum tíma ritstýrt af afburðamönnum. - Ekki veit ég hvurs lags sending það er nú orðin. Sendingin í Vestfirska fréttablaðinu er auðskilin þeim sem hana les. Hún barst mér reýndar í hendur tveimur dögum eftir að'Einar K. Guðfinns- son, alþingismaður Sjálfstæðisflokks- ins á Vestfjörðum, skrifaði afar góða grein hér í Alþýðublaðið sem hann nefndi Velkomin vestur, en eins og nafnið gefur til kynna fagnaði hann þar hugmyndum ísfirskra stjómvalda. Það þurfti sjálfstæðismann úr óró- legu deildinni til að fagna tíðindunum, og það þurfti krata til að andmæla þeim, og sá hlýtur sá að teljast í miður geðslegri deild. Og er nú tímabært að bera niður í hina einkennilegu ókra- tísku ritsmíð sem Gísli Hjartarson sendi frá sér í hinu Vestfirska frétta- blaði með fyrirsögninni Enga flótta- menn takk!: „Undirritaður hélt að vandi félags- málaráðs fsafjarðar væri nægur fyrir þótt ekki sé verið að óska eftir erlend- um flóttamönnum til þess að auka á þann vanda... Væntanlega þarf að eyða stórfé í flóttamennina til þess að kenna þeim íslensku og að laga þá að siðum okkar ísfirðinga og náttúrlega öldungis óvíst að þeir geti aðlagast okkur... Auk þess skapar innflutning- ur flóttamanna fleiri vandamál en hann leysir þótt vanti fólk í fisk- vinnslu nú tímabundið." Bæjarráð er síðan hvatt til að „- gleyma þessum heimskulegu tillögum um að flytja inn erlenda flóttamenn. Kannski verða flóttamennirnir frá fyrrum Júgóslavíu, Serbar og Króatar, sem nú berjast á banaspjótum [ívo/] þar og gætu haldið áfram að drepa hverjir aðra hér á fsafirði. Nei, enga flóttamenn til ísafjarðar takk.“ Nú eru það svosem engar fréttir að menn tali máli afturhalds, einangrunar og fordóma, segist vilja fá að vera í friði með sig og sína, og aftaki að veita þeim leitandi og þurfandi skjól á þeim forsendum að þeir muni einung- is leiða bölvun yfir samfélagið. En of- ur einkennilegt er að heyra mæla á þann veg talsmann stjórnmálaflokks sem kennir sig við jafnaðarstefnu og um leið hugsun sem virðir einstakling- inn og amast hvergi við þjóðemi hans, kyni, eða litarhætti. Grundvallarhugs- un jafnaðarstefnunnar byggir, eins og kunnugt er, á virðingu fyrir einstak- lingnum, og umhyggju fyrir kjörum hans og örlögum. En þetta ætti ég ekki að þurfa að segja Gísla Hjartarsyni. Hann var einn af frambjóðendum Al- þýðuflokksins, Jafnaðarmannaflokks fslands, og hefur þá væntanlega kynnt sér stefnu flokksins - en þó er eins og hann skilji hana ekki. Það skilnings- leysi hlýtur að hafa komið sér einkar illa þann tíma sem hann gegndi störf- um kosningastjóra krata á Vestijörð- um í síðustu alþingiskosningum. Réð ef til vill hending ein hvar mann þennan bar niður í pólitfk? Ekki veit ég hversu margir jafnað- armenn stunda pólitískt hreinlífi, en þar sem mannlegt eðli er sérlega breyskt á þeim bæ má búast við ein- hveijum víxlspomm. Þeim er sjálfsagt að sýna umburðarlyndi svo framarlega sem menn séu einungis í stuttum skoðunarferðum á bannsvæðum. En þegar ntenn spígspora fram og aftur blindgötur fordóma og heiftúðugs aft- urhalds og virðast una sér svo dável á þeirri spásseringu að þeir umtumast í öllum málflutningi, þá er orðið tíma- bært að vísa þeim leiðina heim. Nú legg ég til að Alþýðuflokkurinn fómi einhverjum íjánnunum til endur- menntunar þessa jafnaðarmanns sem leiðst hefur af vegi mannúðarhyggj- unnar. Væntanlega þarf að eyða stórfé í þennan mann til að kenna hon- um undirstöðuatriði jafnaðarmennsk- unnar, og laða hann að siðum okkar jafnaðarmanna. Náttúrlega er öldungis óvíst að hann geti aðlagast okkur, og einhverjum kann að finnast að vandi okkar krata sé nægur fyrir og þessi aðferð skapi fleiri vandamál en hún leysi, en það er nú einu sinni svo að við alþýðuflokksmenn teljum venjulega ekki eftir okkur að sinna gmndvallarhugsjónum jafnaðar- stefnunnar og horfum því hvorki í kostnað né tíma þegar í hlut á einn okkar minnstu bræðra. ■ cJ Borgarstjóri og lögreglustjóri Reykjavíkur hafa tekið saman höndum við að reyna að hreinsa apabúrið, sem myndast oft að næturlagi í miðbæ Reykjavíkur, er valtrandi, slefandi, gargandi, ælandi og berjandi lýður ráfar þar um og sig vera að skemmta sér ærlega. Jónas Kristjánsson - hver annar? - í forystugrein DV á laugardag. Nú eru aðeins fjórir dagar þangað til úrslit liggja fyrir í formannsslag Margr- étar Frímannsdóttur og Steingríms J. Sigfússon- ar. Niðurstaðan verðurtil- kynnt á landsfundi, klukkan 19 föstudaginn 13. október. Nú er svo komið, að jafnvel þeir sem gerst þekkja innviði Alþýðubandalagsins treysta sér ekki til að veðja um úr- slitin. Menn eru hinsvegar byrjaðir að bollaleggja um varaformannsembættið, en um það verður kosið á laug- ardaginn. Nafn Bryndísar Hlöðversdóttur heyrist iðu- lega nefnt, en stuðnings- menn Steingríms hafa hins- vegarfullan hug á því að Ámi Þór Sigurðsson borg- arfulltrúi hreppi hnossið. Hann er ötulasti liðsforingi Steingríms og hefur stjórnað kosningabaráttu hans. Stein- grímsmenn segja að sigri Margrét eigi þeir rétt á vara- formennskunni -til að græða sárin - en sigri Stein- grímur hljóti hann að þurfa „sinn mann" sér við hlið... Menn ræða fátt meira en hver eigi að taka við af Vigdísi Finnbogadóttur forseta á næsta ári. Kollegar okkar á Fréttum, sem gefnar eru út í Vestmannaeyjum, leituðu til Sigrúnar Þor- steinsdóttur og spurðu hvort hún ætlaði að demba sér í slaginn aftur. Sigrún braut í blað þegar hún bauð sig fram gegn Vigdísi árið 1988, þótt ekki hefði hún ár- angur sem erfiði. Sigrún af- tekur að hún ætli að gefa kost á sér aftur, en stingur hinsvegar uppá því að þjóð- in velji Vigdfsi Grímsdótt- ur rithöfund sem næsta ábú- anda á Bessastöðum - „ef hún er tilbúin til að standa fyrir breyttar áherslur." Yfir til þín, Vigdís... Um þessar mundir eru fulltrúar trúfélaga að dreifa Nýja testamentinu og Davíðssálmum til 10 ára barna í grunnskólum vítt og breitt um landið. Þetta tiltæki hefur vakið nokkra gagnrýni. enda tækifærið stundum notað til að koma guðsorð- inu til skila með afar afdrátt- arlausum hætti. Bima Þórd- ardóttir, hin óþreytandi bar- áttukona, hefur nú kvartað formlega til Sigrúnar Magnúsdóttur formanns Skólamálaráðs Reykjavíkur vegna málsins. I bréfi, sem einnig er sent borgarráði, segir Birna að „í þeim skóla er undirrituð þekkir best til var tekinn til þessa hluti al- mennrar kennslustundar og dreifingaraðilum heimilað að viðhafa almennan áróður fyrir því efni sem þeir dreifðu. Undirrituð getur ekki samþykkt að það falli undir starfssvið Grunnskóla Reykjavíkur að heimila ein- hliða trúaráróður utanað- komandi aðila innan skól- anna, nógur er samt einhliða áróður kristinfræðikennsl- unnar". Þá fer Birna eindreg- ið fram á að skipulögðum áróðri af þessu tagi linni. Ekki fer sögum af viðbrögð- um Sigrúnar og félaga... Hætta í skóianum?! Hætta í skólanum?! Lúlii minn, viltu enda einsog hann pabbi þinn og verða tilraunarotta að at- vinnu? Best væri, ef framámenn þjóðar- innar vildu með góðu fordæmi og markvissum ábendingum stuðla að því, að þessari æluþjóð verði um síðir komið til manns. Meiri Jónas. Gaidurinn við samtölin er ekki síst sá að láta viðntæiandann halda að hvert orð sé rétt eftir honum haft, þótt öllu sé umbylt. Úr smiðju Matthíasar Johannessens. Ég fann það vel og skynjaði að fólk upplifði heimsókn mina sem birtu að norðan. Þetta fólk er ekki mikið fyrir að tjá sig, en það sagði við mig: „Við munum sakna þín.“ Vigdís Finnbogadóttir sagði lesendum Tímans á laugardag ítarlega frá Kínaferö sinni og þeim hughrifum sem hún vakti. Keðjuhnettla, bogsýkill, snældugerill, blóðfíkill, rotverur, lungnabólgustafsýkill, iðrakeðjusýkill, klasahnettla. Úr íðorðasafni laekna. Læknablaðið. fimm á förnum vegi Hver er þinn uppáhaldsárstími? Eygló Rós Gísladóttir Jón K. Gíslason nemi: nemi: Sumarið. Þá er góða Sumarið, við vinnu í birtu og veðrið og frí í skólum. yl. Júlíus Helgason vegfar- andi: Vorið. Ég verð svo fjandi þunglyndur í myrkrinu. Það er eltin. Hjördís Hrefna Guðna- dóttir nemi: Sumarið er minn uppáhaldstími því þá er svo létt yfir öllum. Rut Steinsen nemi: Vorið, því þá er sumarið í nánd. fréttaskot úr fortfð Nágrannaeijur Nýlega voru böm að leika sér í smáþorpi einu í Póllandi. Fóm þau ofan í kjaliara í húsinu einu og fundu þar meðvitundarlausan mann lokaðan inni í klefa. Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn hafði setið ‘innilokaður í kjallaranum í þtjá mánuði og allan þann tíma hafði hann aðeins fengið vatn og brauð. Hann hafði lent í deilu við nágranna sinn og endaði deilan með því, að nágranninn lokaði hann inni í kjallaranutn og skemmti sér við að berja hann daglega. Sunnudagsblað Alþýðublaðsins, 21. ágúst 1938.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.