Alþýðublaðið - 10.10.1995, Page 4

Alþýðublaðið - 10.10.1995, Page 4
1S ALÞYÐUBLAÐHD FOSTUDAGUR 6. OKTOBER 1995 ólitískir draumar Oskast jör n w __ Olafur Thors er forsætisráðherra í óskastjórn aldarinnar, Gylfi Þ. Gís Jón Baldvin Hannibalsson er eftirsóttur í landbúnaðarmálin og ýmsirteljc Alþýðublaðið leitaði til 15 einstaklinga úr öllum áttum og fól þeim að mynda óskaríkis- stjórn aldarinnar. Reglurnar voru einfaldar: Eina skilyrðið fyrir því, að hægt væri að til- nefna ráðherra í óskastjómina var að viðkomandi hefði ein- hvemtíma á öldinni verið kjör- inn á þing. Menn þurftu, með öðrum orðum, ekki að hafa starfsreynslu sem ráðherrar. Þannig valdi þriðjungur þátttak- enda Vilmund Jónsson í óska- stjóm sína. Hann sat að sönnu á þingi en hafnaði ráðherradómi þegar hann bauðst. Þrátt fyrir skilyrði blaðsins tókst að lauma nokíaum í ráðherraembætti sem ekki hafa verið kjörnir þing- menn. Alls vora 65 tilnefndir, 47 karlar og 18 konur. Það er ólíkt skárra hlutfall en í vem- leikanum: Af 106 ráðherrum frá upphafi hafa aðeins fimm verið konur. Núverandi ráðherrar reyndust ekki njóta vemlegra vinsælda, en þau Halldór Blön- dal og Ingibjörg Páimadóttir vom bæði tilnefnd í tvígang, Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson einu sinni. Það er annars athyglisvert, að af þeim sem mestra vinsælda nutu er flestir ýmist látnir eða hættir stjómmálaafskiptum. Heimur versnandi fer, eða hvað? Guðmundur J. Guðmundsson Ráðuneyti Hermanns Jónassonar Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dags- brúnar og fyrr- verandi þing- maður alþýðu- bandalagsins valdi framsókn- armanninn Her- mann Jónasson sem forsætisráð- herra. Aðeins tveir af ráðherrum í stjóm Guðmundar jaka eiga nú sæti á alþingi. Alþýðubandalagsmenn eru annars mest áberandi, fá fjögur ráð- herraembætti, Samtök fijálslyndra og vinstrimanna eitt, Alþýðuflokkurinn eitt og Kvennalistinn eitt. Guðmundur lét þess getið að þeir sem næst hefðu staðið ráðherraembættum hefðu verið Bjami Benediktsson, Gunnar Thor- oddsen og Steingrímur Hermanns- son. En ríkisstjórn Guðmundar er svona: Forsætisráðherra: Hermann Jónas- son. Utanríkisráðherra: Ólafur Ragnar Grímsson. Fjármálaráðherra: Albert Guð- mundsson. Dómsmálaráðherra: Finnbogi Rút- ur Valdimarsson. „Stórgáfaður og stórbrotinn maður.“ Menntamálaráðherra: Gylfi Þ. Gíslason. „Ber ægishjálm yfir aðra menntamálaráðherra.“ Félagsmálaráðherra: Bjöm Jónsson. Sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra: Lúðvík Jósefsson. „Sjálfkjörinn." Heilbrigðisráðherra: Helgi Seijan. Iðnaðarráðherra: Magnús Kjartans- son. Umhverfts- og ferðamálaráðherra: Kristín Halldórsdóttir. Helgi Hjörvar Ráðuneyti Inaibjargar Sóirúnar „Þessi ríkis- stjórn sem ég hef sett saman, ber af öllum rík- isstjórnum sem farið hafa með völd á íslandi. Þessi ríkisstjóm hefði kunnað mannganginn," sagði Helgi Hjörvar eftir að hafa myndað ríkis- stjóm undir forsæti Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttir. Um er að ræða tals- vert hreinræktaða vinstristjóm: Fimm ráðherrar koma úr Sósíalistaflokki eða Alþýðubandalagi en fjórir úr Alþýðu- flokki, þótt álitamál sé hvort íjármála- ráðherrann Héðinn Valdimarsson til- heyri Alþýðuflokki eða Sósíalista- flokki. Engir framsóknarmenn eða sjálfstæðismenn hlutu náð fyrir augum Helga. Umhverfisráðherrann í stjóm hans, Katrín Thoroddsen, var þing- maður fyrir Sósíalistaflokkinn. Forsætisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Félagsmálaráðherra: Bryndís Hlöð- versdóttir. Fjármálaráðherra: Héðinn Valdi- marsson. Sjávarútvegsráðherra: Lúðvík Jós- efsson. Menntamálaráðherra: Brynjólfur Bjarnason. Heilbrigðisráðherra: Vilmundur Jónsson. Dóms- og kirkjumálaráðherra: Vil- mundur Gylfason. Utanríkisráðherra: Ólafur Ragnar Grímsson. Landbúnaðarráðherra: Jón Baldvin Hannibalsson. Umhverfisráðherra: Katrín Thor- oddsen. Birgir Hermannsson Ráðuneyti Olafs Thors Birgir Her- mannsson valdi ráðherra frá fimm stjórn- málaflokkum í ríkisstjóm sína. Forsætisráðherr- ann Ólafur Thors er eini sjálfstæðismað- urinn, en fjórir alþýðuflokksmenn voru kallaðir til, kvennalistakonan Ingibjörg Sólrún, framsóknarmaðurinn Eysteinn Jóns- son og alþýðubandalagskonan Margr- ét Frímannsdóttir. Forsætisráðherra: Ólafur Thors. „- Mesti pólitíski sjarmör aldarinnar og án efa besti maðurinn til að sannfæra þjóðina um nauðsyn þeirrar róttæku breytinga sem stjómin mun beita sér fyrir (meðal annars aðild að ESB, veiðigjald í sjávarútvegi, fijálsræði í landbúnaði, svo fátt eitt sé nefnt).“ Utanríkisráðherra: Ingibjörg Sóirún Gísladóttir. „Raunsær töffari með hjartað á réttum stað. Mun kljást við Evrópumálin af raunsæi, en þó ekki af kaldri rökhyggju." Fjármálaráðherra: Vilmundur Gylfason. „Einn litríkasti og magnað- asti stjómmálamaður sem þjóðin hefur eignast. Barðist manna harðast gegn siðleysi neikvæðra vaxta og er því sjálfkjörinn fjármálaráðherra, enda kemst engin hagfræði að þegar siðferð- ið er í ólagi." Velferðarráðherra: Vilmundur Jónsson landlæknir. „Bráðgáfaður jafnaðarmaður sem hefur það erfiða verkefhi að mynda heildarstefnu í vel- ferðarmálum. Um hann mun gusta í embætti, enda telja allir sína sérhags- muni holdgervingu almannahags. í þetta embætti þarf stefnufastan prinsippmann, sem getur útskýrt mál- stað sinn í ræðu og riti. Enginn mun ríða feitum hesti frá ritdeilum við Vil- mund.“ Atvinnuvegaráðherra: Jón Baldvin Hannibalsson „Hann veit hvað hann vill. Sérstaklega mun Jón njóta þess að sinna málefnum landbúnaðarins - svo mjög raunar að undir lok kjörtímabils- ins mun þeir Ólafur Thors eyða saman sumri í Selárdal við bústörf og aðra gleði.“ Menntamálaráðherra: Gylfi Þ. Gíslason „Kemur nokkur annar til greina? Gylfi Þ. er ffummynd mennta- málaráðherrans, sem aðrir hafa með veikum mætti reynt að líkjast. Allir em miðaðir við Gylfa og ættu í raun ekki að fá að kallast menntamálaráðherrar fyrr en að ráðherratíð lokinni, en þá myndi þjóðin meta hvort viðkomandi hefði líkst Gylfa nægjanlega mikið.“ Ráðuneyti umhverfis-, sveitar- stjóma-, og samgöngumála: Eysteinn Jónsson. .Mikill náttmuvemdarmaður og formaður Náttúmvemdarráðs um tíma. Hann hefúr því rétta upplagið til að sinna þessu mikilvæga embætti." Dóms- og jafnréttismálaráðherra: Margrét Frímannsdóttir. „Alþýðu- bandalagið hefur aldrei mannað sig upp í það að gera konu að ráðherra - en haft þó mörg tækifæri til þess. Það er því kominn tími til að bæta úr því máli hið snarasta. Hún er ffá Stokkseyri og þekkir þarf af leiðandi mjög vel til fangelsismála. Síðan stendur hún í mikilli jafnréttisbaráttu við goðann úr Þingeyjarsýslum og sú barátta ætti að nýtast henni vel í jafnréttismálum." Guðjón Friðriksson Annað ráðuneyti Oiafs Thors Það fyrsta sem vekur at- hygli við rfkis- stjórn Guðjóns Friðrikssonar er auðvitað að þar er ekkert pláss fyrir sjálf- an Hriflu-Jónas - sem Guðjón hefur skrifað þrjár bækur um. í stjóm hans em fjórir sjálfstæðismenn, þrír alþýðuflokks- menn, einn alþýðubandalagsmaður, einn framsóknarmaður og einn af ráð- herrum utanþingsstjórnarinnar sem Sveinn Björnsson ríkisstjóri myndaði á fyrri hluta fimmta áratugarins. Forsætisráðherra: Ólafur Thors. „Skemmtilegur og glæsilegur maður.“ Utanríkisráðherra: Halldór Ás- grímsson.,Af því hann hefur ekki gert neitt af sér ennþá.“ Fjármálaráðherra: Jón Þorláksson. „Talaði ekki bara um að skera niður rikisútgjöld heldur gerði það.“ Menntamálaráðherra: Gylfi Þ. Gíslason.,Hinn eini og sanni mennta- málaráðherra. Heilbrigðisráðherra: Jóhann Sæ- mundsson. „Sagði strax af sér þegar hann sá að hann gæti ekki gert neitt gagn.“ Sjávarútvegsráðherra: Lúðvík Jós- efsson. „Harður í hom að taka.“ Dómsmálaráðherra: Vilmundur Gylfason. .Uitríkur og óhefðbundinn.“ Félagsmálaráðherra: Haraldur Guðmundsson. „Faðir almannatrygg- inga.“ ' Samgönguráðherra: Halldór Blön- dal. „Með því skilyrði að hann hætti við Gilsfjcirðarbnina.“ ,, Landbúnaðarráðherra: Jón Pálma- son. (Sjálfstæðisflokki). „Hagyrðingur og var stutt í embætti." Steinunn Halldórsdóttir Annað ráðuneyti Ingibiargar Sóirúnar „Ríkisstjórn mín saman- stendur af fram- sýnum og litrík- um karaktemm, sem fylgja sann- færingu sinni og em ekki fastir í flokkspólitískum viðjum. Hins- vegar efast ég stórlega um að þessi stjóm gæti nokk- umtíma unnið saman með alla þessa sterku einstaklinga innanborðs," segir Steinunn Halldórsdóttir formaður Fé- lags stjómmálafræðinga um ríkisstjóm sína. Hún valdi fjóra sjálfstæðismenn, þijá alþýðuflokksmenn og tvo alþýðu- bandalagsmenn en fól kvennalistakon- unni íngibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að leiða stjómina. Forsætisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Utanríkisráðherra: Jón Baldvin Hannibalsson. Fjármálaráðherra: Ólafur Thors. Dóms- og kirkjumálaráðherra: Vil- mundur Gylfason. Landbúnaðarráðherra: Vilhjálmur Egilsson. Samgönguráðherra: Jón Þorláks- son. Heilbrigðis- og tryggingaráðherra: Lára Margrét Ragnarsdóttir. Umhverfis- og félagsmálaráðhena: Svava Jakobsdóttir (þingmaður Al- þýðubandalagsins 1971-79). Viðskiptaráðherra: Gylfi Þ. Gísla- son. Menntamálaráðherra: Guðrún Helgadóttir. Ólafur Þ. Harðarson Ráðuneyti Jóns Magnús- sonar Það er skemmst ffá því að segja, að eng- inn af núverandi þingmönnum eða ráðherrum lýðveldisins var valinn í ríkis- stjórn Ólafs Þ. Harðarsonar. Hann sagði það með vilja gert því meyju skyldi að morgni lofa. Hann leitaði ekki síst til fyrstu áratuga aldarinnar: forsætisráð- herrann Jón Magnússon gegndi því embætti þrisvar sinnum um og eftir 1920. Forsætisráðherra: Jón Magnússon. „Farsæll maður og frjálslyndur. Þótti ekki skömngur en sagði: „Hvað hafa Islendingar að gera við skörunga?" ís- lendingar hafa átt of mikið af skömng- um og skemmtilegum stjórnmála- mönnum. Þess vegna fá þeir hér for- sætisráðherra sem var heldur leiðinleg- ur en afar traustur stjómmálamaður.“ Utanríkisráðherra: Bjarni Bene- diktsson. „Sýndi dirfsku og framsýni er hann mótaði íslenska utanríkisstefnu um 1950.“ Fjármálaráðherra: Geir Hallgríms- son. „Traustur og aðsjáll forystumað- ur.“ Sjávarútvegs-, landbúnaðar-, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra: Gylfi Þ. Gíslason. „Aðalhöfundur að mótun efnahagsstefnu viðreisnarstjómarinnar. Það sem hann sagði um landbúnað um 1960 hefur reynst vera rétt.“ Dóms- og kirkjumálaráðherra: Vil- mundur Gylfason. „Það er orðið ljóst að hann var afar merkur stjómmála- rnaður." Heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra: Vilmundur Jónsson landlæknir. „Einstakur gáfumaður. Ritgerðir hans um heilbrigðismál bera vott um ein- staka skarpskyggni." Samgönguráðherra: Valtýr Guð- mundsson. ,Uékk aldrei að vera ráð- herra en hefði átt það skilið." Menntamálaráðherra: Hannes Haf- stein. „Uppkastið og tillögur hans um kjördæmamál vom hin bestu mál.“ Ráðherra Hagstofu: Jónas Jónsson frá Hriflu. „Ekki treystandi íyrir öðm ráðuneyti. Svo yrði fróðlegt að íylgjast með því hversu mikil völd honum tæk- ist, á skömmum tíma, að draga til Hag- stofunnar." Félags- og umhverfisráðherra: Magnús Stephensen landshöfðingi. „Var að vísu ekki þingmaður, en hefði gegnt þessari stöðu af mikilli prýði.“ Hannes Hólmsteinn Gissurason Ráðuneyti Davfðs Oddssonar H a n n e s Hólmsteinn Gissurarson var eini viðmælandi blaðsins sem ekki þurfti um- hugsunarfrest um óskastjórn- ina. Hann taldi . hæfilegt að fimm ráðherrar sitji í ríkisstjóminni, og fjórir af ráð- herrum hans hafa jaftiframt gegnt for- mennsku í Sjálfstæðisflokknum. Af stjómmálamönnum sem ekki koma úr Sjálfstæðisflokknum var Hannes Haf- stein einn urn að hljóta náð fyrir aug- um nafna síns. Stjóm Hannesar er svona: Forsætisráðherra: Davíð Oddsson. Utanríkisráðherra: Bjarni Bene- diktsson. Fjármálaráðherra: Jón Þorláksson. Atvinnumálaráðherra: Ólafur Thors. Menntamálaráðherra: Hannes Haf- stein. Karl Th. Birgisson Þriðja ráðuneyti Olafs Thors Ráðherrar Karls Th. Birg- issonar komu úr öllum flokkum, og hann var einn af fáum sem þorði að velja Jónas Jónsson frá Hriflu í ríkis- stjórnina. Jafn- aðarmenn eru annars áberandi, þótt tveir íyrrum for- menn Sjálfstæðisflokksins gegni lykil- embættum. Forsætisráðherra: Ólafur Thors. „Bara flottastur." Utanríkisráðherra: Vilmundur Jónsson. „Það fer vel á því að þessu embætti gegni flugmælskur, greindur og frumlegur stjómmálamaður.“ Menntamálaráðherra: Bjami Bene- diktsson. „Halda þessu í ættinni." Heilbrigðisráðherra: Jónas Jónsson frá Hriflu. Hefur áður fengist við heil- brigðisstéttimar - með góðum árangri. Félagsmálaráðherra: Héðinn Valdi- marsson. Dóms- og kirkjumálaráðherra: Vil-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.