Alþýðublaðið - 10.10.1995, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 10.10.1995, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 pólitískir draumar a I d 3 r i lason menntamálaráðherra, Lúðvík Jósefsson sjávarútvegsráðherra, \ að tími sé kominn til að Ólafur Ragnar Grímsson gerist utanríkisráðherra. mundur Gylfason. Umhverfisráðherra: Stefán Jónsson. Atvinnumálaráðherra: Jón Baldvin Hannibalsson. Fjármálaráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Ráðherra Hagstofu fslands: Jó- hanna Sigurðardóttir. „Sjáiði hana fyrir ykkur leggja stólinn undir?“ Sigríður Kristinsdóttir Ráðuneyti Einars Arnórssonar S i g r í ð u r Kristinsdóttir formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkur- borgar valdi konur í meiri- hluta ráðherra- embætta, en sem forsætisráð- herra kaus hún Einar Amórsson sem var áberandi í íslenskum stjórnmálum á fyrri hluta aldarinnar. Forsætisráðherra: Einar Amórsson. „Hann, ásamt öðrum, sá um að konur fengju kosningarétt og ræður hans vom framsæknari en ræður margra þing- manna nú um stundir." Sjávarútvegs- og umhverfisráðherra: Kris'tín Einarsdóttir. „Hún er lærður líffræðingur og er orðið tímabært að þeir sem em lærðir í greininni sjái um þessi mál.“ Menntamálaráðherra: Kristín Ást- geirsdóttir. „Hún er frá Vestmanna- eyjum og það géfur henni golt innsæi í slík mál og að vera þaðan er fijórra en að vera alinn upp í Háuhlíðinni." Menntamálaráðherra: Guðrún Helgadóttir. „Hún myndi sóma sér vel til að mynda við að taka á móti Astrid Lindgren og öðrum menningarvitum sem við þyrftum að taka á móti.“ Dóms- og kirkjumálaráðherra: Rannveig Þorsteinsdóttir. „Hún var réttsýn kona og traust." Utanríkisráðherra: Magnús Kjart- ansson. ,,Ef hann hefði orðið það trúi ég því að bandaríski herinn væri far- inn.“ Landbúnaðar- og viðskiptaráðherra: Einar Olgeirsson. „Hefði getað verið alls staðar og með svona góðu fólki set ég hann í þetta embætti til að sjá um að útflutningsleiðimar verði rétt notaðar." Fjármálaráðherra: Ögmundur Jón- asson. „Að sjálfsögðu. Þá þarf ekki lengur að tala um einkavæðingu og annan ósóma í ríkisrekstrinum. Öllu yrði réttlátlega skipt manna á meðal.“ Heilbrigðisráðherra: Ingibjörg Pálmadóttir. „Hún hefur menntun til að vera ráðherra í þessari grein og gæti það með þessu góða fólki því það er ekki sama með hveijum maður er í rík- isstjóm." Félagsmálaráðherra: Guðrún Hall- dórsdóttir (fyrrverandi þingkona Kvennalistans). „Hún hefur góðan skilning á fúllorðinsfræðslu, atvinnu- leysi og öðmm þeim málaflokkum sem það ráðuneyti þarf að fjalla um.“ Lilja Ólafsdóttir Þriðja ráðuneyti ingibjargar Sóirúnar „Þetta er frek- ar íhaldssöm og aðhaldssöm stjóm sem sam- anstendur af ábyrgum aðil- um. Eg er sann- færð um að þessir einstaklingar hefðu getað unnið vel saman,“ segir Lilja Olafsdóttir forstjóri SVR um ríkisstjóm sína. Ráð- herrar hennar koma úr sex flokkum, og stólamir skiptast jafnt milli karla og kvenna. Forsætisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Utanríkisráðherra: Ólafur Ragnar Grímsson. Dóms- og kirkjumálaráðherra: Auð- ur Auðuns. Menntamálaráðherra. Guðrún Agn- arsdóttir. Landbúnaðar- og umhverfisráðherra: Halldór Blöndal. Sjávarútvegsráðherra: Halldór Ás- grímsson. Samgöngu- og félagsmálaráðherra: Jóhanna Sigurðardóttir. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Sig- hvatur Björgvinsson. Fjármálaráðherra: Eysteinn Jóns- son. Heilbrigðisráðherra: Ingibjörg Pálmadóttir. Hildur Jónsdóttir Fiórða ráouneyti Olafs Thors Hildur Jóns- dóttir er starfs- maður Alþýðu- bandalagsins en hún lét það ekki aftra sér fra því að velja Ólaf Thors sem for- sætisráðherra. Þá tókst henni að „- smygla" einum utanþingsmanni í stjóm sína, Má Guð- mundssyni aðstoðarbankastjóra í Seðlabankanum. Ráðherrar Hildar koma úr Sjálfstæðisflokki, Sósíalista- flokki/Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki og Kvennalista. Forsætisráðherra: Ólafur Thors. „Ég vildi svo gjaman komast að því hvort goðsagnimar um hann eiga við rök að styðjast, og sýni því örlæti og geri hann að forsætisráðherra.“ Fjármálaráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Utanríkisráðherra: Ólafur Ragnar Grímsson. „Það verður að vera al- þýðubandalagsmaður því þeir hafa aldrei fengið að gegna þessu embætti “ Dómsmálaráðherra: Vilmundur Gylfason. „Það þarf að vera enfant terrible í hverri ríkisstjóm." Sjávarútvegsráðherra: Lúðvík Jós- efsson. „Einn reynslumesti og farsæl- asti sjávarútvegsráðherra sem þjóðin heíúr átt.“ Félagsmálaráðherra: Héðinn Valdi- marsson. Heilbrigðisráðherra: Katrín Thor- oddsen. ,Á allt erindi í þennan stól.“ Iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Már Guðmundsson. „Að vísu ekki þing- maður, en ég smygla honum inn.“ Menntamálaráðherra: Gylfi. Þ. Gíslason. Oddur Ólafsson Annað ráðu- neyti Jóns Magnússonar „Fimm ráð- herrar eru yfrið nóg og því verða fleiri ekki taldir. Forsetaembættið verður lagt nið- ur, enda alla tíð óþarft og forseti Alþingis verður Ólafur Jóhann- esson, prófessor og ráðherra,“ sai aðstoðarritstjóri Tímans um ríkisstjóm srna. Ekki var nóg með að Oddur til- nefndi aðeins fimm ráðherra: af þeim vom tveir sem aldrei vom kjömir á Al- þmgi. Forsætisráðherra: Jón Magnússon. , Jón var forsætisráðherra þegar ísland varð fullvalda. Hann stýrði þrem ráðu- neytum og á hans valdaskeiði og árun- um á eftir voru menn vonglaðir og framfarir og uppbygging var meiri en nútúnamenn kæra sig um að muna. Jón var lrtt skörulegur í útliti og framgöngu en þeim mun farsælli en allar helvítis kempumar sem tekist hefur að halda þjóðinni í eilífu basli og skuldaáþján í gegnum marga og langa góðæriskafla.“ Fjármálaráðherra: Eysteinn Jóns- son. „Tók við fjármálum þjóðarinnar í kreppunni miklu á ijórða áratugnum og aftur eftir hörmungma sem nýsköpun- arstjórnin skildi eftir sig. Höft og skömmtun voru ill nauðsyn og Ey- steinn skilaði fjármálunum ávallt betur af sér en hann tók við þeim. Það eitt gerir hann einstakan." Menntamálaráðherra: Jón Leifs. „Jón er ekki nefndur vegna þeirrar tískusveiflu sem umleikur minningu og verk hans þessar vikumar. Gott álit á listamanninum er miklu eldra og djúp- stæðara. Jón Leifs var sannur menning- armaður, heimsborgari sem var full- komlega meðvitaður um uppmna sinn. Ósíngjam baráttumaður sem fyrirleit lágkúm og sýndarmennsku.“ Atvinnumálaráðherra: Finnbogi Rútur Valdimarsson. „Finnbogi Rút- ur var víðmenntaður maður sem lét betur að hugsa en framkvæma. Hann upphugsaði pólitísk plott á dívaninum á Marbakka og var framsýnni en flestir menn aðrir. Finnbogi Rútur væri manna vísastur tU að láta atvinnumálin í friði því ef þau stjóma sér ekki sjálf gerir utanaðkomandi ráðsmennska að- eins illt verra. Skrýtið að þetta skuli ekki vera algild sannindi." Utapríkisráðherra. Sigurbjöm Ein- arsson. „Sigurbjöm biskup er svo víð- sýnn maður að hann lætur sig ekki muna um að hafa að minnsta kosti tveggja heúna sýn. Hann er maður sátta og friðar og þótt hann láti sér annt um hjörð sína á Fróni er hann mannvinur, skilyrðislaust. Sigurbjöm er hámennt- aður húmanisti og ef einhverjir geta forðað utanríkismálum heimsins frá sjálfum sér em það slíkú menn.“ Ólafur Stephensen Ráðuneyti Bjarna Bene- diktssonar Ó 1 a f u r Stephensen blaðamaður og formaður Evr- ópusamtakanna ferðaðist vítt um tíma og flokka til að velja í stjóm sína. Sjálf- stæðismenn eru áberandi, en al- þýðuflokksmenn og ýmsar gamlar kempur gegna líka lykilembættum. Forsætisráðherra: Bjarni Benedikts- son. Utanríkisráðherra: Jón Baldvin Hannibalsson. „Eftir að hann náði sönsum í utanríkismálum, einhvern tímann á fertugsaldri, er hann eini mað- urinn sem getur komið okkur inn í Evr- ópusambandið." Atvinnuvegaráðherra: Arnljótur Ólafsson. „Alvöru klassískur frjáls- hyggjumaður." Félagsmálaráðherra: Ragnhildur Helgadóttir. Samgönguráðherra: Valtýr Guð- mundsson. „Baráttumaður fyrir lagn- ingu jámbrauta “ Heilbrigðis- og tryggingaráðherra: Friðrik Sophusson. „Fyrsti sjálfstæð- isráðherrann sem stendur ffammi fyrir því að framkvæma velferðar- og fé- lagsmálastefnu Sjálfstæðisflokksins, eúis og hún átti að vera í upphafi" Fjármálaráðherra: Jón Þorláksson. Umhverfisráðherra: Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum. Dóms- og kirkjumálaráðherra: Gunnar Thoroddsen. Menntamálaráðherra: Gylfi Þ. Gíslason. MörðurÁrnason Ráðuneyti Héðins Valdi- marssonar „Þetta er meúihlutastjóm jafnaðarmanna. Hreyfing þeirra kosmt ekki til þroska fyrr en liðið var vel á öldina, þess vegna hefst þessi stjóm ekki fyrr en á fjórða áratugnum,“ segú Mörður Árnason málfræðingur og varaþingmaður um stjóm sína. Mörður fór fram á að fá stóla fyrir 13 ráðherra en kvaðst eigi að síður vita að þeú væm of margú; til- hlýðilegt væri að í ríkisstjóm sætu sex til átta ráðherrar. Forsætisráðherra: Héðinn Valdi- marsson. „Sá sem þurfti mest að gjalda fyrir sundurþykkju í hreyfingu jafnaðarmanna, en jafnframt einn glæsilegasti stjómmálamaður aldarinn- ar. Ég tók hann framyfir Ingibjörgu Sólrúnu vegna þess að um hann er þagað í Alþýðubandalaginu, og í Al- þýðuflokknum var hann útskúfaður á lflcan hátt og Jóhanna Sigurðardótt- ir.“ Utanríkisráðherra: Ólafur Ragnar Grímsson. „Er sjálfsagður." Fjámiálaráðherra: Jóhanna Sigurð- ardóttir. „Hagsýn húsmóðú." Félagsmálaráðherra: Eðvarð Sig- urðsson. „Upphafsmaður þjóðarsáttar í húsnæðismálum." Heilbrigðisráðherra: Guðrún Agn- arsdóttir. Umhverfisráðherra: Stefán Jónsson. „Fyrsti græninginn." Sjávarútvegsráðherra. Svanfríður Jónasdóttir. Landbúnaðaráðherra: Gylfi Þ. Gíslason. „Loksins." Viðskipta- og iðnaðarráðherra: Lúð- vík Jósefsson. Samgönguráðherra: Hannibal Valdimarsson. Menntamálaráðherra: Brynjólfur Bjamason. „Magnús Torfi Ólafsson kom líka til greina.“ Dómsmálaráðherra: Vilmundur Gylfason. Kirkjumálaráðherra: Jón Baldvin Hannibalsson. „Verður að vera með í stjóminni og fær hér verðugt málefna- svið.“ lllugi Jökulsson Fimmta ráðuneyti Olafs Thors þetta sé bráð- I skemmtileg rfk- I isstjórn," segir « Illugi Jökuls- I son rithöfundur I og pistlahöfund- L,!® 'IK ur. „Ég er ckki í „ . jbffj nokkrum vafa IvqfljpL. um þessi ríkis- BBj stjórn sæi mér 7? I fyrú nægu efni í útvarpspistla." Forsætisráðherra: Olafur Thors. „Liggur í augum uppi.“ Utanríkisráðherra: Vilmundur Jónsson. „Held að hann hafi verið ansi skemmtilegur.“ Menntamálaráðherra: Skúli Thor- oddsen. Sjávarútvegsráðherra: Lúðvík Jós- efsson. Fjármála-, og umhverfisráðherra: Eysteinn Jónsson. Heilbrigðisráðherra: Katrín Thor- oddsen. Landbúnaðarráðherra: Gylfi Þ. Gíslason. Dómsmálaráðherra: Geir Hall- grímsson. „Grandvar heiðursmaður." Félagsmálaráðherra: Ingibjörg Sól- rún GLsladóttir. Samgönguráðherra: Hannibal Valdimarsson. „Hlýtur að vera sómi að honum í hverri ríkisstjóm, þótt ef til vill megi efast um pólitísk heilindi hans.“ ■ Á eftirfarandi lista má sjá nöfn allra sem valdir voru i ríkisstjórnirnar 15 sem viðmælendur Alþýðublaðsins settu saman. Gylfi Þ. Gíslason var til- nefndur oftast, eða níu sinnum, en næstur kom Vilmundur sonur hans. í þriðja sæti komu svo vinsælustu kand- ídatarnir í embætti forsætisráðherra, ÓlafurThors og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir. 9 tilnefningar Gylfi Þ. Gíslason 8 tilnefningar Vilmundur Gylfason 7 tilnefningar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Ólafur Thors 6 tilnefningar Jón Baldvin Hannibalsson og Lúðvík Jósefsson 5 tilnefningar Viimundur Jónsson 4 tilnefningar Bjarni Benediktsson, Eysteinn Jónsson, Jón Þorláksson og Ólafur Ragnar Grímsson 3 tilnefningar Héðinn Valdimarsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Katrín Thoroddsen og Ólafur Ragnar Grímsson 2 tilnefningar Brynjólfur Bjarnason, Finnbogi Rútur Valdimarsson, Geir Hallgrímsson, Guð- rún Agnarsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Halldór Blöndal, Hannes Hafstein, Hannibal Valdimarsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Jón Magnússon, Jónas Jónsson frá Hriflu, Magnús Kjartans- son, Stefán Jónsson og Valtýr Guð- mundsson 1 tilnefning Albert Guðmundsson, Arnljótur Ólafs- son (þingmaður næstum samfleytt frá 1858-1901), Auður Auðuns, Björn Jónsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Davíð Oddsson, Eðvarð Sigurðsson, Einar Arnórsson, Einar Olgeirsson, Friðrik Sophusson, Guðrún Halldórsdóttir, Gunnar Thoroddsen, Haraldur Guð- mundsson, Helgi Seljan, Hermann Jónasson, Jón Leifs, Jón Páimason, Jóhann Sæmundsson, Kristín Ástgeirs- dóttir, Kristín Einarsdóttir, Kristín Hall- dórsdóttir, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Magnús Stephensen, Margrét Frí- mannsdóttir, Már Guðmundsson, Ragnhildur Helgadóttir, Rannveig Þor- steinsdóttir (þingmaður 1949-53) Svava Jakobsdóttir, Sighvatur Björg- vinsson, Sigurbjörn Einarsson, Skúli Thoroddsen, Steindór Steindórsson frá Hlöðum, Svanfríður Jónasdóttir, Vil- hjálmur Egilsson, Ögmundur Jónas- son ii Oddur Ólafsson

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.