Alþýðublaðið - 10.10.1995, Side 8

Alþýðublaðið - 10.10.1995, Side 8
Þriðjudagur 10. október 1995 153. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Félag íslenskra háskólakvenna Fjölbreytt starfsemi Félags íslenskra háskólakvenna ■ Yfirmanni lögfræðideildar Amnesty meinaðuraðgangur inn íKína „Við getum gert það sem okkur sýnist" Amnesty Intemational hefur skrifað Li Peng, forsætisráðherra Kína, og mótmælt því að fulltrúum samtakanna hafi ekki verið leyft að sækja alþjóð- lega ráðstefnu í Kína. Tveimur fulltrú- um var neitað um vegabréfsáritun að alþjóðlegri ráðstefnu þar sem íjalla átti um spillingu. Þriðja ftilltrúanum, Nic- holas Howen, yfirmanni lögfræði- deildar Amnesty, var veitt vegabréfs- áritun, en síðar var hann boðaður í Kínverska sendiráðið í London og honum tilkynnt að vegabréfsáritunin hefði verið afturkölluð. Amnesty segir að þessi ákvörðun sé svar kínverskra stjómvalda við öflugri starfsemi Amnesty á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína, en þar vakti Amnesty ítrekað athygli á mann- réttindabrotum í landinu. „Þeir leitast nú við að refsa Amnesty Intemational og þagga niður í umræðu um mann- réttindamál í Kína - og við höfum sér- staklega áhyggjur af þeim skilaboðum sem um leið er verið er að senda bar- áttufólki í Kína,“ segir í tilkynningu frá Amnesty. I trássi við vilja kínverskra stjóm- valda fór Howen til Kína, með þá vegabréfsáritun sem honum hafði í upphafi verið veitt. í Bejing var hon- um ekki hleypt í gegnum vegabréfs- skoðun og stóð í tveggja tíma stappi við útlendingaeftirlitið. Þegar Howen spurði hvaða ástæður lægju til þess að honum væri ekki hleypt gegnum vegabréfsskoðun var honum sagt að ekki væri hægt að segja honum ástæðu þess. Þegar hann bað um að ná tali af fulltrúa utanrikisráðuneytisins var honum sagt að ekki næðist tal af neinum þar. Einn starfsmanna útlend- ingaeftirlitsins sagði við hann: „Við getum gert það sem okkur sýnist.“ Howen sem er Astrali bað ítrekað um að fá að hringja í ástralska sendi- ráðið. Beiðni hans var neitaði og hon- um var tilkynnt að „aðalskrifstofum- ar“ hefðu sent þau fyrirmæli að hann mætti ekki hringja í sendiráðið. Þegar Howen reyndi tvisvar að komast í síma var símtólið hrifsað úr höridum hans. Þegar llugvél á leið til London bjóst til brottfarar, kröfðust fulltrúar útlendingaeftirlitsins þess að Howen færi um borð eri hann krafðist þess enn að fá að hringja. Þegar hér var komið sögu greip einn fulltrúanna þéttingsfast um úlnliði hans og dró hann alla leið að flugvéladymnum. í „fylgdarliðinu" vom sex aðrir óein- kennisklæddir embættismenn. Meðan á þessu stóð sagði fulltrúinn reiðilega. ,,Þú ert í Kína ekki Ástralíu. Nicholas Howen er nú í London. Mikil og blómleg starfsemi verður hjá Félagi íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélagi Islands í vetur. Bryddað verður upp á ýmsum nýjung- um og farið inn á nýjar brautir. Félag íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafé- lag Islands heldur fyrsta félagsfund vetrarins mið- vikudaginn 11. október í Þing- holti Hótel Holti þar sem Jón Böðvarsson ís- lenskufræðingur og ritstjóri mun fjalla um Ástir i Islendingasögum. Hefst fundurinn klukkan 18. með því að félagskon- ur borða saman ftskisúpu með nýbök- uðu brauði. Að erindinu loknu mun Jón kynna fyrsta námskeið vetrarins þar sem ijallað verður um Stöðu kon- unnar í þjóðfélaginu fyrr á öldum. Námskeiðið verður undir stjóm Jóns Böðvarssonar og Kolbrúnar Berg- þórsdóttur og stendur yfir fjögur mánudagskvöld og byrjar 23. október næstkomandi. Nýtt tveggja kvölda námskeið í Stjórnun með Eygló Eyjólfsdóttur, fyrrverandi konrektor í Menntaskólan- um í Hamrahlíð og nýskipuðum skólameistara, byrjar 18. október. All- ir em velkomnir á námskeiðin meðan húsrúm leyfir, en íyririfam skráning er hjá stjómarkonum. Félag íslenskra háskólakvenna var stofnað árið 1928 og er aðili að Al- þjóðasamtökum háskólakvenna en þau halda ráðstefhu þriðja hvert ár en í ágúst síðastliðnum var tuttugasta og fimmta ráðstefna samtakanna haldin í Yokohama í Japan. Formaður félags- ins sótti ráðstefnuna fyrir félagsins hönd. Rúmlega átta hundruð konur víðsvegar að úr heiminum unnu sam- an undir yfirskriftinni: Framtíð kvenna - framtíð heimsins - menntun til sjálfs- bjargar og framþróunar. Þessi ráð- stefna var einnig mikilvægur undir- búningur fyrir fjórðu heimsráðstefnu kvenna í Peking, sem haldin var í sumar. ■ íslandsbanki Umbi skuldara Fólk sem lent hefur í verulegum greiðsluerfiðleikum og telur sig ekki hafa fengið eðlilega úrlausn sinna mála varðandi skuldir sínar í íslands- banka getur nú skotið máli sínu til umboðsmanns skuldara. Þetta er ný staða í bankanum og með henni er reynt svo sem unnt er að mál þeirra sem tekið hafa lán hjá bankanum hljóti sem sanngjamasta umljöllun. Það er Oddur Ólafsson lögfræð- ingur sem hefur verið skipaður í þetta starf. Hann hefur mikla reynslu í úr- lausn erfiðra skuldamála, fyrst í lög- fræðideild Utvegsbankans og síðan Is- landsbanka, síðustu árin í lánaeftirliti bankans. f frétt ftá íslandsbanka segir að umboðsmanni skuldara sé ætlað að leiðbeina þeim einstaklingum sem til hans leita eða beita sér sjálfur fyrir lausn mála ef hann telji það vera réttu leiðina. Ný stjórn Félags íslenskra háskólakvenna: Geirlaug Þor- valdsdóttir formaður, Margrét Sigurðardóttir varaformað- ur, Brynja Runólfsdóttir gjaldkeri, Asdís Guðmundsdóttir ritari, Áslaug Ottesen ritari við útlönd, Kristín Njarðvík og Ragnheiður Ágústsdóttir meðstjórnendur. HITAVEITA REYKJAVÍKUR er ein helsta auðlind íslendinga • Hitaveita Reykjavíkur hefur í yfir 60 dr veitt heitu vatni inn d heimili Stór-Reykjavíkursvæð- isins og til iðnaðar og atvinnuuppbyggingar. • Hitaveita Reykjavíkur er eitt arðsamasta fyrirtæki landsmanna og hefur dtt sinn stóra þdtt í uppbyggingu Stór-Reykjavíkursvæðisins. • Hita hefur tekið þdtt í grundvallar- rannsóknum í virkjun jarðvarma, veitingu vatnsins og d jarðeðlisfræði íslands. # Hitave er til viðræðu um miðlun sér- þekkingar sinnar og veitingu þessarar þekkingar um heimsbyggðina. HITAVEITA REYKJAVÍKUR

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.